Sovétvinurinn - 01.07.1934, Blaðsíða 13

Sovétvinurinn - 01.07.1934, Blaðsíða 13
(Sovótvimirinn] Reglur um lijúskap og skilnað í Sovétríkjunum. [Eftirfarandi grein er tekin úr bókinni »Mæður og börn í Sovét- ríkjunum«. Bók þeasi er glögg og skemmtileg lýsing á hinum stór- kostlegu breytingum, er varð á kjörum rússnesku konunnar við byltinguna. Fyrir byltinguna var rússneska konan, eins og kunnugt er, réttlaus ambátt, sem þrælað var eins og vinnudýri í alla gról- ustu slitvinnu, en algerlega meinaður aðgangur jafnvel að hinni ein- földustu inenntun, enda var hún álitin lægri vera en karlmaðurinn. Eftir byltinguna fékk konan fullkomið jafnrétti við karlmanninn, og á hinum fáu árum, sem liðin eru síðan, hefir hún sannað það til fulls, að hún er jafnréttisins verð — að hún er jafnoki manns- ins. Ymsar af helztu trúnaðarstöðum Sovétríkjanna eru nú skipaðar konum. »Mæður og börn« lýsir ungbarnaheimilunum og barna- skólunum, sem hvorttveggja er ein hin mesta nýjung á sviði upp- eldismálanna]. »1 Sovétríkjunum er stofnun hjónabands ekki bundin neinum flóknum formskilyrðum; vígsla og skilnaður hafa verið gerð svo einföld, sem framast má verða. Til hjónabandsstofnunar |>arf aðeins að gæta eftirfarandi skilyrða fyrir heilhrigði hinna verð- andi hjóna og afkomenda þeirra: 1. Hjónaefnin verða hæði að hafa náð 18áraaldri; sem þar að auki voru dreifðir um afar víðáttumikið svæði. Tíbetskir töframenn og skottulæknar óðu uppi, ollu ómetanlegum skaða með villimennsku sinni og óhreinlæti og hreiddu ósjaldan sjálfir sótt- irnar út með smitun. Heilbrigðisyfirvöld Ráðstjórn- arríkjanna sneru sér strax að því, að koma upp læknissetrum um a.llt landið. Nú er ekkert samyrkju- hú, engin sveit svo, að þar sé ekki fastur læknir. Búrjat-mongólski kommúnistaflokkurinn er sterk og einhuga bolsévistisk baráttusveit. Hann hefir öðlazt styrk sinn og samheldni í stöðugri haráttu við stéttaróvinina, sem berjast eftir mætti gegn nýja skipulaginu, gegn stefnu Lenins. Sovét-Búrjatía er nú að byrja tímahil nýs, skap- andi lífs. Þar er ný þjóð að alast upp. Lífshættir allir taka gagrgerðum breytingum. Vinnsla kola, tins, wolframs og gulls fer vaxandi. Vatnsmagn ánna er vegið og mælt til undirbúnings voldugra afl- stiiðva. Drög eru lögð að nýju þjóðveganeti um ger- vallt landið. Bænhúsin standa eftir auð og tóm sem hnipin minnismerki liðins tíma. Þangað koma engir fram- ar nema örfáir, gamlir menn. Trúarbrögðin eru að kulna út. Fólkið licfir fengið annað þýðingarmeira að fást við. Nú streymir það ekki lengur af öllum landshornum til hinna trúarlegu hátíðahalda, held- ur til sovétþingsins, til ráðstefnu samyrkjanna. Kommúnistar eru að byggja upp nýja, frjálsa Búrjatíu. (Sig. Guðmundsson þýddi úr USSR irn Bau). þó hafa framkvæmdaráðstjórnir liinna ýmsu þjóð- ríkja vald til að lækka aldurstakmark konunnar um eitt ár, eftir því sem hinar staðhundnu aðstæður segja til. 2. Hjónaefnin verða að skýra hvort öðru frá heil- brigðishögum sínum. Samkvæmt sovétlögum er smit- un kynsjúkdóms frá manni til manns og jafnvel vís- vitandi hirðuleysi um smithættu við samræði talið til glæpa og varðar allt að þriggja ára fangelsi. 3. Við skráningu hjónabandsins verða háðir aðilj-. ar að gefa hvort öðru upp, hve oft þau hafa áður verið gift. Þetta er nauðsynlegt vegna þess, að stofn- un nýrrar fjölskyldu skapar nýjar skyldur, en upp- hefur ekki skyldur fyrri hjónabanda um framfærslu barna í ómegð eða undir vissum skilyrðum sjúkra barna. Hjónahöndin eru skráð á hjónabandsskrifstofum héraðssovétanna. Við skráninguna verða hjónaefnin að segja til um, livaða fjölskyldunafn hvort um sig vill hera; konan getur tekið nafn mannsins, en maðurinn g<‘t- ur líka tekið sér nafn konunnar. Algengt er líka, að hjónaefnin haldi hvort um sig sínu fyrra nafni. í Sovétríkjunum fer skilnaðurinn fram án allra auðmýkjandi formsskilyrða. Hann er skráður á hjú- skaparskrifstofunni eftir umsókn hjónanna, og nægir umsókn annars þeirra. í því tilfelli er hinum aðilj- anum tilkynntur skilnaðurinn útkljáður frá hjúskap- arskrifstofunni. Persónuleg og fjárhagsleg skipti hjónanna byggist á algerðu jafnrétti. Samkvæmt sovétlögunum nýtur maðurinn engra forréttinda, engra sérhagsmuna fram yfir konuna. Eignarréttardeilur eru leystar þannig: Allar eignir annars hjúskaparaðila við stofnun hjóna- hands verður óskiptanleg séreign. Allt, sem hjónin hafa aflað í hjúskapnum, er eign þeirra heggja, jafnt þó að konan hafi ekki haft neina sérstaka atvinnu, heldur gegnt húsmóðurstörfum. Við réttarlega eigna- skiptingu úrskurðar rétturinn allt af eftir hinum raunverulegu aðstæðum og málavöxtum. Ef konan hefir átt stærri þátt í öflun verðmætanna, eða á fyrir hörnum að sjá, er henni dæmdur stærri hlut- ur, stundum jafnvel allar eigurnar. Loks verður að geta þess, að samkvæmt sovétlögunum hefir lijóna- hand, sem af einhverjum ástæðum er ekki skráð, en er þó raunverulegt, sömu réttarfarslegu skyldur í för með sér eins og það væri skráð. Otto Luihn: Sovjetunionen. Oplevelser ojj; inntrykk. Arbeider- magasinets Forlag. Oslo J933. Þetta er bók, sem allir sovétvinir ættu að kynna sér. Höfundurinn, hinn alkunni norski blaðamaður, dvaldi í Ráðstjórnarríkjunum 1927- 1928 og ferðaðist síðan um þar í liálft annað ár, 1931—1932. Bókin er mjög skemmtilega skrif- uð og gefur skýr svör við mörgum spurningum, sem efst eru á baugi viðvíkjandi nýhygging sósíalismans. 13 L

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.