Alþýðublaðið - 10.01.1965, Síða 9

Alþýðublaðið - 10.01.1965, Síða 9
innar í afhelli þennan og þar að dyraskoti: — Hér fyrir innan höfum við komið fyrir reykofni og ætlunin er að reykja í honum fisk. Við getum bætt við öðrum ofni i fyllingu tímans og er útbúnaður- inn við það miðaður. Kyndistöð- in er hér fyrir utan, en reykurinn er leiddur í ofninn og frá hon- um aftur í reykháf. Við höfum enn ekki getað reykt neitt, vegna hráefnLsskorts. Hér er eiginlega allt komið i gang, sem ætlunin var að hafa, nema frystingin. Við notumst enn við gömlu frystiklefana, sem við höfðum á gamla staðnum. Við ætlum-að reyna að koma frystingunni í gang fyrir vorið, svo að við gotum safnað vetrar- forða í sumar. Nú, svo eigum við nóg af for- láta Norðurlandssíld í tunnum, en það er svo skrítið, að Reyk- víkingar virðast allt vilja heldur en síld. Hún selst semsagt dræmt. Hvað vinna margir menn hér að staðaldri? — Fjórtán menn að ég held. Við göngum aftur fram í af- greiðslusalinn. í afhýsi þar inn- af var maður í hvítum slopp að moka fiskfarsi úr gríðarstórri hakkavél í plastpoka. Þetta var hressilegur maður og sagðist heita Friðrik Ólafsson, en ekki vlldi hann fullyrða að hann væri stórmeistari í hakki. Yfirhakkarinn á staðnum var nefnilega fjarverandi og Friðrik skrapp í þetta af nauðsyn. Skarp- héðinn Gislason heitir yfirhakk- arinn. Okkur er sagt að það hafi slettst hakk á hendina á hönum óg grafið undan. Líklega er bezt að taka þeim upplýsingum með fyrirvara. — Hafið þið hráefni til að ■hakka? — Við verðum að nota frystan fisk. Á borðum í kringum hakka- vélina eru bakkar með lauk, staukar af kryddi og stór vog. — Er þetta hávísindalegt hakk? spyrjum við. — Já blessaður. Við notum uppski-ift, svaráði Friðrik. Nokkrir af staðarmönnum hafa safnazt að okkur og það er gert óspart grín að Friðriki og okk- ur reyndar líka og þá ekki minnst hakkastandinu. Samt er þetta göfugt starf og mennirnir taka það alvarlega svona innst inni. Frammi í afgreiðslusalnum liggja stórar blokkir af ókenni- legum mat. Við héldum fyrst í stað að hér væru komnir tólgar- skiidir, en í ljós kom samkvæmt trúverðugum upplýsingum eins staðarmanna, að hér væru blokk- ir af mörðum fiski. Hann éta allar menningarþjóðir. íslending ar éta hann ekki. Flök eru stundum laus í sór. Þá er venj- au að merja þau í kássu og hrað- frysta allt saman handa Ame- rikumönnujn og er þetta að sjálfsögðu ekkert verri matur en annar fiskur. Bara í öðru formi. Helzt skildist okkur að fisk- meti þetta væri þarna í ein- hverju tilraunaskyni. Þarna var líka í kössum heilfrystur koli og smálúða, auk útflutningsfisks í fögrum umbúðum. 7>r> 7 ■ Yfirleitt voru menn glaðir og reifir, þrátt fyrir fiskleysið. Kannski var myndatökustússi og skriferíi tekið með góðlátlegri fyrirlitningu, en allt eru þetta liprir og skemmtilegir menn og viðræðugóðir. Sæmundur Ólafs- son tók okkur af sannri ljúf- mennsku, sem vert er að þakka. Mættu forstöðumenn fleiri þjón ustufyrirtækja taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. öll slík fyrirtæki eru sífellt undir smásjá og fyrirsvarsmenn þeirra verða að sætta sig við gagnrýni, þegar ástæða er til hennar og liún er sanngjörn. Við ökum sem leið liggur um Grandann. í Vesturhöfninni er sannkallaður mastraskógur og bátarnir liggja svo þétt, að illt er að greina þá í sundur. Þelr eru í verkfalli. Það eru ekki all- ir sjómenn á toppbátum, eins og sumir vilja vera láta, og tekj- urnar éta sig upp í kostnaði við úthaldið. Það leynir sér ekki að Reykjavíkurhöfn þolir ekki verk- föll. Bátarnir eru alltaf að stækka og þeim er alltaf að fjölga og í landlegum og verk- föllum er öngþveitið hroðalegt. Ekki er einu sinni hægt að veita bátunum nauðsynlegustu þjón- ustu sökum þrengslanna. En þetta er nú búið að glymja und- anfarin ár. Höfnin hefur ekki stækkað hætis hót fyrir það. 75 Jbúsunc/ flugtök og lendingar í Rvík. FLUGTOK og lendingar flugvéla á Reykjavíkurflugvelli urðu sam- tals um 75 þúsund á s.I. ári og er það um 13% aukning frá því árið 1963. Samtals voru lendingar og flug tök farþegaflugvéla 13.661, þar af í millilandaflugi um 2000. Flugtök og lendingar kennslu- og einkaflugvéla voru 60.710, auk þess lentu hervélar í innanlands- og miUilandaflugi hér í allmörg skipti. Umferð farþegaflugvéla um flug völlinn jókst nokkuð, þrátt fyrir þáð að Loftleiðir h.f. höfðu ekki ÚTSALA Tækifæriskaup Nýjasta tízka Smekkleg vara 'fc Lágt verð HJÁ BÁRU Austurstræti 14. Enskumám i Englandi I Scanbrit skipuleggur námskeið í skólum á Suður-Eng- landi. Viðurkenndum af brezka menntamálaráðuneytinu § og British Couneil á sumri komanda. 11 vikna dvöl á heimili, skólagjöld og flugferðir báðar leiðir kosta £ 184. Allar upplýsingar gefur: Sölvi EysteinsSon, sími 14029. BÚTASALA Gardinubúöin Ingólfsstrætr I: viðkomu hér síðari hluta ársins og veldur þar mestu stóraukið flug innanlands. Á árinu lenti hér í fyrsta skipti fjögra hreyfla þota, án allra vand kvæða, en það var flugvél prins Pliilip, og það er ein stærsta vél, hér hefur lent. Tölur liggja ekki fyrir ennþá um flutning um flugvöllinn, en gera má ráð fyrir að allt að 200 þús. farþegar hafi farið um völl- inn, en af því sést bezt hve geysi þýðingarmikil samgöngumiðstöð ReykjavíkurflugvöllUr er. FrönskunámskeiS Alliance Francaise Kennsla hefst bráðlega. Innritun og allar upplýsingar í Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9, sími 1-19-36. Væntanlegir nemendur komi til viðtals í háskólann (8. kennslustofu) þriðjudaginn 12. janúar kl. 18,15. GARNÚTSALA Næstu daga seljum við ýmsar tegundir og liti á SÉR- STÖKU TÆKIFÆRISVERÐI. - HOF ^ LAUGAVEGI 4. Vélritunar- og hraðritunarskóli Notið frístundirnar: Pilman hraðritun. Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzl- unarbréf, samninga o. fl. Dag- og kvöldtímar. Upplýs- ingar og innritun í síma 21768 kl. 12-2 e.h. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768. m Áskriftarsíminn er 14901 l!!li!!!9ffilllíl!ll!llll!!llilllllil!UlllllI[[l!!!í!!!ll!llllll!!l!illll!'lll ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. janúar 1965 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.