Alþýðublaðið - 18.03.1965, Side 6

Alþýðublaðið - 18.03.1965, Side 6
) ÞETTA gerðist meðal hinna allr-a olíuríkustu í Texas. Tveir nágrann- ar ganga út af bar og í áttina til stórrar bílaverksmiðju, sem auglýsir öll nýjustu módelin. Annar verður yfir sig hrifinn af skínandi sport- bíl og spyr: — Hvað kostar hann? — 75.000 doilara, segir sölumaðurinn. Sá hrifni tekui fram tékkheftið, en vinur hans grípur í handlegg- inn á honum og segir: — Nei, Bob, þú borgaðir alla .sjússana. Nú borga ég. “ ★ ~ FRANSKA skáldkonan Francoise Sagan virð ist þróast meira og meira í áttina til heim- speki og mannfælni. Það verður stöðugt erfiðara að ná tali af henni — og takist ein- hverjum það samt sem áður, þá hefur sá hinn sami það sjaldnast á tilfinningunni, að hann sé velkominn. Nú telur hin þenkjandi Francoise, að hún hafi tryggt sér einveru með því að kaupa sér lystisnekkju, þar sem hún hyggst eyða verulegum Muta ársins. Heimilisfang sitt gefur hún einfaldlega sem „Miðjarðarhafið". - ★ ~ í MIÐDEGISVERÐARBOÐI í Bonn nýlega var Ludwig Erhard, kanzl- ari lengi á tali við franska sendiherrann og sagði honum m. a. frá því, að hann hefði verið fallbyssuskytta í fyrri heimsstyrjöldinni og særzt svo illa í orrustunni við Ypres, að hann hefði þurft að leggjast sjö sinnum undir skurðarhnífinn og endað með því að vera með vinstri hand legginn styttri en hinn hægri og vinstri fót- inn talsvert magnminni en hinn. — Það hefur verið yður til mikils traf- ala, sagði sendiherrann. — Þvert á.móti, svaraði Erhard bros- andi. Þetta neyddi mig til að hætta störfum sem umferðarsölumaður og fara að lesa hagfræði, sem varð til þess, að ég varð ráðherra og siðan kanzlari. — ★ — ÞAÐ skal sagt Picasso til verðugs hróss, að hann kann, sjálfur vel að meta söguna, sem um þessar mundir er sögð af honum í einum af kabarettunum í París: Það var framið innbrot í villu hans í Vallouris. Málarinn sá þjófnum rétt aðeins bregða fyrir, þar sem hann hljóp á brott með málverk, en hann náði honum ekki og sneri sér því til lögreglunnar. Þar var hann beðinn um að teikna mynd af þjófnum eftir minni — og það gerði Picasso. Margir lög- regluþjónar voru settir í málið og skoðuðu myndina nákvæmlega, áður en þeir hófu leitina. Allir komu þeir aftur með einhvern, sem þeir töldu hinn seka: þvottavél, g-.tar, straujárn, apa, hitamæli og ölflösku. BALDWIN: 1 stig (,,verstur“). Hann átti fáa klæðnaði og lét sjaldan pressa þá. Hvernig eru forsætisráð- herrar klæddir? INNAN fataiðnaðarins í Bret- landi er til nefnd, sem vaka á yfir tízkunni í karlmannafatnaði. Nefnd þessi hefur löngum krafizt þess af forsætisráðherrum Breta, að þeir klæddust eftir tízkunni, svo að þeir væru eins konar gang andi auglýsing fyrir karlmanna- fataiðnaðinn. Fyrir skemmstu sagði Louis Stanbury, formaður nefndar þess arar, að Harold Wilson, forsætis- ráðherra, væri verst-klæddi for- sætisráðherra Breta síðan Stan- ley Baldwin leið. Taldi Stanbury, að klæðnaður Wilsons væri skað- legur fvrir útflutning Breta á karlmannafötum. Hann gaf for- sætlsráðherranum og nokkrum fyrirrennurum hans í starfi eink- unnir á tíu stiga skalanum fyrir klæðaburð: ☆ NÚ er mögulegt að komast að raun um hve þungt eitt hótel sé. Hótel Moskva er t.d. 45.000 tonn að þyngd. Þetta mun vera gert með aðstoð sérstakra tækja sem mæla eitthvað, er kallast myme soner í geimgeislum segir APN frá Moskva. EDEN: 10 stig, það hæsta mögu- lega. „Hinn glæsilegi maður“, alltaf óaðfinnanlega klæddur. CHURCHILL: 8 stig. Klæðnaður hans var sérstæður fyrir hann, ekki alltaf samkvæmt tízkunni, en réttur. WILSON: 3 stig. Föt hans eru of víð, og það sést oft í axla- böndin hans („Maður ætti aldrei að sjá axlabönd forsætisráðherr- ans“), og hann stingur bindinu undir buxnastrenginn. OLYMPIUMYND - UM RETTINDI ALLRA TIL RÚMS í SÓLINNI Féll á öku prófi í 12. sinn Á S.L. 18 árum hefur Arthur nokkur Ries í London eytt 350.000 krónum í ökukennslu, leigubíla, benzín og tryggingar í æðisgenginni tilraun tií að stand ast ökupróf. En árangurslaust. Nýlega fór hann í prófíð í tólfta sinn — og í þetta skipti var hann með dávald í baksætinu. En hann féll líka í það skiptið. Arthur þessi Ries er einhver þrautþjálfaðasti ökuprófstakandi í allri Lundúnaborg — og þólt víðar væri leitað. Hann hefur ekið yfir 75.000 kílómetra, bæði í Stóra-Bretlandi og á meginland inu, en hinu veigamikla lokaprófi héfur honuni með engu móti tek- izt að ljúka. — Nú er það svart, sagði hann að loknu prófinu um daginn. — Ég hafði vonazt til, að dáleiðsla kynni að hjálpa mér, því að með hennar hjálp læknaðist ég af drykkjuskaparfýsn minni . . . Sólin drepur SÓLSKIN drepur einn Ástralíu- mann á dag, sagði dr. W. H. Ward, sérfræðingur í krabba- meini, á krabbameinsráðstefnu í Sidney fyrir skemmstu. Af húð- krabbatilfellum í landinu stafa 95% af of miklum sólböðum. Á hverju ári látast um 350 manns úr húðkrabba í Ástralíu. Finna má merki um óheppileg áhrif sólskins á húðina hjá næstum öllum körlum og konum yfir fimmtugt þar í landi. „Strip-teese" flóttamenn aðstoó v/ð TALSMAÐUR austur-þýzkra landamæravarða sakaði fyrir skemmstu vestur-þýzkar stúlkur um að stunda svokallað „strip- tease“ eða klæðafall við landa- mærin til þess að hjálpa austur- þýzkum flóttamönnum við að komast yfir landamærin. Á með- an austur-þýzku landamæraverð- irnir fylgist af áhuga með minnkandi klæðum kvennanna noti flóttamennirnir tækifærið og laumist yfir, án þess að nokk- ur gefi þeim gaum. í JAPAN er nú verið að leggja síðustu hönd á fína litmynd frá Olympíuleikunum í Tókió 1964 og er búizt við, að myndin verði tilbúin til dreifingar í aprílmán- uði Gera framleiðendur ráð fyrir geysilegri aðsókn í Japan og þykj ast einnig vissir um, að myndin muni ganga vel erlendis. Jafnvel áður en búið var að klippa mynd ina og gefa henni endanlegt form, voru níu lönd búin að semja um sýningarrétt — Grikk- land, Noregur, Sviþjóð, Dan- mörk, Vestur-Þýzkaland, Spánn, Nýja-Sjáland, Libya og Bermuda. Og samningar standa yfir við ýmis lönd. Fyrirtækið Tobo, sem hefur einkarétt á sölu á myndinni, hef- ur til ýmsar útgáfur af mynd- inni, miðaðar við mismunandi lönd í mismunandi heimshlutum. Nafnið er ósköp einfaldlega „Olympiuleikarnir í Tókíó", en það var þó valið úr 70.000 til- lögum. — Framleiðslukostnaður myndarinnar er talinn um 44 milljónir króna Kvikmyndin á að gefa mynd af spennunni, keppnisviljanum, von um og vonbrigðum, sem er allt snar þáttur í Olympíuleikum. Myndatökumennirnir voru 164 talsins og alls staðar nálægir, oft með aðdráttarlinsur. — Hlutar myndarinnar eru sýndir lafhægt. Japanska útgáfan af mvndinni tekur þrjá tíma í sýningu, en sú Frámhald á 10 síðu Fritz Homan, majór, skýrir frá þessu klæðafalla-bragði í viðtali við blaðið Berliner-Zeitung í Austur-Berlín. Með viðtaiinu fylgdi mynd af landamæravörð- um í snæviböktu umhverfi, en enga var stúlkuna að sjá. Majór- inn taldi þetta bragð — og aðrar tilraunir til að aðstoða flótta- menn — opinberar ögranir og leik að eldi. € 18. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐl'

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.