Alþýðublaðið - 18.03.1965, Page 11

Alþýðublaðið - 18.03.1965, Page 11
Stofnfundur Glímusam- bands fslands 11. apríl ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ 19. og 20. sept ember 1964 samþykkti eftirfarandi tillögu frá framkvasmdastjórn: „íþróttaþing 1964 telur, að sú þróun sé eðlileg, að sérsamband verði myndað fyrir íslenzka glímu. Fyrir því felur þingið fram- kvæmdastjórn ÍSÍ að vinna að und irbúningi að stofnun sérsambands í glímu á þessu hausti". Hinn 8. okt. 1964 skrifaði fram- kvæmdastjórniri öllum héraðssam böndum bréf, þar sem tilkynnt var um samþykkt íþróttaþings varð- andi stofnun Glímusambands, og þess óskað að þau héraðssambönd, sem vildu gerast stofnendur að slíku sér. ambandi, tilkynntu það skrifstofu ÍSÍ. Hinn 4. nóv. 1964 skipaði fram- kvæmdastjórn nefnd til þess að vinna að stofnmi Giímusambands. í nefndinni eru: Gunnlaugur J. Briem, form., Hörður Gunnarsson og Kjartan Bergmann. Síðan hafa 6 héraðssambönd til- kynnt aðild sina að væntanlegu Glímusambandi, og vitað er um fleiri héraðssambönd, sem hafa samþykkt að vera með, þótt form- . ■ wWímmá , v'- •'• • ; Guðmundur Gíslason keppir í tvelm greinum í kvöld. ✓ / + •• SUNDMOTIR KL. 20,301KVOLD Búizt við skemmtilegri keppni, og jafnvel metum Sundmót ÍR er í kvöld í Sundhöll- inni og hefst kl. 20.30. Þátttakend Ur eru allir beztu sundmenn og konur landsins og ekki er að efa, að keppnin verður bæði skemmti leg og spennandi í flestum grein- nm. Keppt er bæði í 400 m. skrið- eundi og 400 m. bringusundi karla. Davíð Valgarðsson, Keflavík mun glíma við met Guðmundar Gísla- sonar á þeirri vegalengd, en met Guðmundar er 4:38.5 mín. Aðal keppnin f 400 m. bringusundi verð ur sennilega milli Hafnfirðing- anna Árna Þ. Kristjánssonar og Gests Jónssonar, sem sigraði þann fyrrnefnda á 200 m. nýlega. Fleiri koma til greina í þessu sundi. Guðmundur Gislason, ÍR tekur þátt í 100 m. flugsundi og 200 m. baksundi ásamt Davíð Valgarðs- syni og Trausta Júlíussyni, Ár- manni. Mjög skemmtileg keppni verður vafaláust í þeim greinum. Loks tekur Hrafnhildur Guðmunds dóttir, ÍR, þátt í þrem kvenna greinum, ásamt Matthildi Guð- mundsdóttur, Ármanni o. fl. efni legum stúlkum. Síðasta grein mótsins verður 4x50 m. bringusund karla, en þar munu sennilega Ármann og ÍR berjast af hörku um sigurláunin. leg tilkynning þar um hafi eigi borizt skrifstofu ÍSÍ. Undirbúningsnefndin hefur á fundum sínum gengið frá frum- varpi að lögum fyrir Glímusam- band íslands, og samþykkt að gera þá tillögu til framkvæmdastjórn- ar ÍSÍ að boðað verði til stofn- þings Glímusambands íslands. Með hliðsjón af því, svo og vegna þess að fyrir liggur ósk 6 héraðssambanda um stofnun Glímusambands og þar með upp- fyllt grundvallaratriði um stofnun sérsambands, samanber 25. gr. laga ÍSÍ. Þá hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkt á fundi sínum 10. marz sl. að boða stofnþing Glímusam- bands íslands, sunnud. 11. apríl 1965, kl. 10 f. h. í fundarsal ÍSÍ íþróttamiðstöðinni, Laugardal. Á stofnþinginu verður m. a. lagt fram frumvarp að lögum fyrir Glímusambandið og kosin stjóm þess. Hvert héraðssamband eða glímu ráð hefur rétt til að senda tvo full- +rúa. Keppni er lokið í I. deild Dan- merkurmeistaramótsins í hand- knattleik. Arhus KFUM varð meist ari, hlaut 33 stig, HG var í öðru sæti með 27 stig, en Ajax fyrra árs meistarar voru þriðju með 26 stig. Stjernen og USG féilu niður í II. deild. Hrafnhildur Guðmundsdóttir — sigrar hún í 3 greinum? íslandsmótið í körfuknttleik stendur nú sem hæst. Myndin er frá leik KFR og KR í I. deild. Sigurður Helgason, KFR (2,07m. á hæð) er með boltann. Hann gerði KR-ingum lífið erfitt um s. 1. helgi, þó vann KR mcð yfirburðum 85—49. Annað kvöld heldur mótið áfram og þá leika ÍR — KFR og Ármann — KR í I. deild, en á und- an leika KFR og ÍR (b) í 3. flokki karla. Þing norrænna íþrótta- leiðtoga í Reykiavík ★ Ráðstefna íþróttasamband- anna á Norðurlöndum verður haldin í Reykjavík 18. 19. og 20. júní í sumar. UM LANGAN tíma hafa fulltrúar frá íþróttasamböndunum á Norður löndum komið saman til ráð- stefnu, annað hvert ár, og þá til skiptis í höfuðborgum landanna. Síðast var slík ráðstefna hald in í Osló, 8. og 9. sept. 1961, og var þar m.a. samþykkt að næsta ráðstefna yrði haldin í Reykjavik og þá árið .1963. En þeir atburðir gerðust á ráð stefnunni í Osló, að vegna ágrein ings um áhuga- og atvinnu- menn tilkynntu Danir, að þeir myndu eigi taka þátt í slíkum ráðstefnum framar, og síðar til- kynnti Danska íþróttasambandið formlega úrsögn sína úr sam- starfsnefndinni (Fælles Komitén). Því var, að ráðstefna Ríkisíþrótta sambanda Norðurlanda, án Danska íþróttasambandsins, var bæði ó- æskileg og tilgangslítil. Þess vegna ræddi forseti ÍSÍ í utan- ferðum sínum, þessi mál við for- ustumenn íþróttasambandanna á Norðurlöndum, þar sem hann Iagði áherzlu á þátttöku Dana. Síðan skrifaði íþróttasambandið hinum íþróttasamböndunum, í Nor egi, Danmörku, Svíþjóð og Finn landi, og gerði það að tillögu sinni, að ráðstefnunni yrði frest að til 1965, og þá með sérstöku tilliti til þess, að Danska íþrótta- sambandið yrði með. Öll íþróttasamböndin, og þar með hið danska hafa samþykkt til lögu íþróttasambands íslands, og er nú ákveðið, að næsta ráðstefna Ríkisíþróttasambanda Norðun- landa, verði haldin í Reykjavík, 18. 19. og 20. júni 1965. Knattspyrna innanhúss Innanhússmót Víkings í knatt spyrnu hófst í fyrrakvöld að Há- logalandi. Mótið er haldið til minningar um Axel Andrésson, hinn vinsæla knattspyrnufrömuð Víkings um árabil. Leikið er eft- ir svokölluðu Monradkerfi. 1. umferð: Fram — FH 6:5 KR — Víkingur(a) 5:3 Þróttur — Haukar 15:4 Valur — Keflavík 7:7 Breiðablik — Víkingur(b) 4:4 2. umferð: KR — Fram 7:7 Valur — Víkingur(a) 14:2 Keflavík — Haukar 11:1 FH — Breiðablik 5:4 1 Þróttur — Víkingur(b) 8:5. AtÞÍÐUBLAÐIÐ - 18. marz 1965

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.