Alþýðublaðið - 18.03.1965, Side 16
MÁLVERKASÝNING 22
MENNTASKÓLANEMA
Reykjavík, 17, marz - OÓ.
Á MORGUN, fimmtudag, verð
ur opnuð fyrir almenning í
Menntaskólarium listsýning á
verkum menntaskólanema. Sýn-
ingin er til húsa í kjallara hins
nýja húss Menntaskólans við
Amtmannsstíg. Sýningin hefur
verið opin fyrir menntaskóla-
nema í nokkra daga en nú
gefst almenningi kostur á að
skoða hana. Aðgangur er ókeyp
is og verður liún opin frám yf
ir næstu helgi. Alls eru 22 nem
endur, sem þama sýna myndir
sínar. Flestir þeirra hafa tekið
þátt í teikninámskeiði sem
Listafélag Menntaskólanema
hefur gengist fyrir tvö siðustu
skólaár. Benedikt Gunnarsson
listmálari hefur leiðbeint á nám
skeiðunum og sá hann um
uppsetningu þessarar sýningar.
Mikið og blómlegt félagslíf
er nú i Menntaskólanum. Nokk-
ur undanfarin ár hefur verið
þar starfandi féiagsskapur sem
nefnist Listafélagið. Er því
skipt í fjórar deildir, sem hver
hefur sína stjórn, en þær eru
myndlistardeild, tónlistardeild,
bókmenntadeild og leiklistar
deild. Forseti félagsins er Frið
rik Páll Jónsson. Hver þessara
deilda sér um listfræðslu og
kynningar, hver á sínu sviði.
Þessa dagana er starfsemi
Listafélagsins með fjörugasta
móti. Sem fyrr segir stendur
yfir listsýning myndlistardeild-
ar félagsins og í kvöld mun
Benedikt Gunnarsson sýna lit-
skuggamyndir af listaverkum
og skýra þau. Á fimmtudags
kvöld mun Ólafur Jónsson
flytja erindi um Þorstein frá
Hamri og nemendur lesa úr
verkum hans. Á mánudagskvöld
verða nemendatónleikar á veg-
um tónlistardeildar.
'WmVWWWWWWWVmWVVWWWVWVWWWVWMWWWMWMWHVVWWWWW
Veiði- og vinnslu
nýjungar styrktar
Reykjavík, 17. marz - EG
I GCKK'f G. Þorsteinsson mælti í
dag fyrir þingsályktunartillögn
fdnni um tækniaðstoð við nýjungar
4 vinnslu og veiði sjávarafla. Mikl-
ar umræður urðu um tillöguna og
atær allir, sem kvöddu sér hljóðs
utn hana töldu, að með henni væri
•njög merku máli hreyft.
Upplýsinga óskað
um ákeyrslu
Reykjavik, 17. marz - ÓTJ
®KIÐ var á kyrrstæða Volks-
'wagenbifreið föstudaginn 12 marz,
|>ar sem hún stóð á bifreiðastæð-
4nu við Kirkjustræti og Tliorvald-
'fiensstræti. Þetta mun hafa skeð
vnilli kl. hálf ellefu og ellefu uin
lcvöldið. Þeir sem kynnu að geta
tjefið einhverjar upplýsingar í mál
4nu, eru vinsamlegast beðnir að
*hafa samband við umferðardeild
*rannsóknarlögreglunnar.
Tillaga Eggerts er svo hljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á rikis-
stjórnina að láta fara fram ýtar-
lega rannsókn á því, með hvaða
hætti verði bezt stuðlað að aukn-
um nýjungum í veiði og vinnslu
sjávarafurða. 1
Við rannsókn þessa verði lögð
sérstök áherzla á þá athugun, með
hvaða hætti bezt verði séð fyrir
framlialdi á tilraunum innlendra
aðila í smíði véla og tækja til
veiði og vinnslu sjávarafurða".
Eggert gat þess í upphafi máls
síns, að rikisstjórnin hefði nýlega
ákveðið að lækka mjög tolla á
ýmsum fiskvinnsluvélum og væri
það að sjálfsögðu veruleg hags-
bót og stórt skref til að stuðla að
betri nýtingu sjávaraflans. En 'þó
væri enn óleystur vandi íslenzkra
hugvitsmanna, sagði Eggert, sém
oft háfa varið miklu fé og ærnúm
tíma til að fullkomna ýmis tæki 'og
vélar til vinnslu Sjávarafla eða ’til
lét.tis í vinnubrögðum.
Hann gat þess að ýmsir aðilar
hefðu fengið nokkurn stuðning frá
Fiskimálasjóði og síldarútvegs-
nefnd, en takmarkað fé væri þó
til þessara nota og of fáar hug-
myndir íslenzkra hugvitsmanna
kæmust í gagnið og ylli því fyrst
og fremst fjárskortur.
Taldi hann síðan upp ýmislegt,
sem íslenzkir hugvitsmenn hafa
unnið að, eða eru að vinna að, og
Framh. á 13. síðu.
45. árg. — Fimmtudagur 18. marz 1965 — 64. tbl.
Samtök niðursuðu-
verksmiðja stoínuö
Reykjavík, 17. marz
EIGENDUR og forráðamenn 11
helztu niðursuðuverksmiðja á land
inu hafa bundizt samtökum og
stofnað með sér Félag íslenzkra
Niðursuðuverksmiðja. Fór fundur-
inn fram að Hótel Borg miðviku-
daginn 17. þ. m. og voru þar sam-
þykkt lög félagsins og gengið frá
stjórnarkjöri.
Hingað til hafa niðursuðuverk-
smiðjur ekki liaft nein samtök sín
í milli og er tilgangurinn með fé-
lagsstofuuninni sá að safna öllum
íslenzkum framleiðendum niður-
suðuvöru í einn félagsskap, sem
verða á opinber málsvari niður-
suðuiðnaðar á íslandi og vinna að
hagsmunum hans með því m. a. að
aðstoða við hráefniskaup, umbúða-
öflun, samninga um vinnulaun
o. fl.
Félaginu er jafnframt ætlað að
útvega allar nauðsynlegar upp-
lýsingar viðvíkjandi nýjungum í
framleiðsluháttum, vinna að mark-
aðsrannsóknum þar sem því verð-
ur við komið, auka þekkingu á
niðursuðu og koma á gæðamati á
framleiðslu í þessari iðngrein.
Ennfrémur að standa fyrlr tilraun
um með nýjar framleiðsluvörur,
nýjar umbúðir og nýjar vinnsluað-
ferðir. Félag íslenzkra Niðursuðu-
verksmiðja mun leita samstarfs
við öll þau samtök innlend og er-
lend, sem hafa sams konar hags-
muna að gæta — og allir þeir ein«
Framhald á 13. síðu.
Barizt í Laos
Vientiane, 17. marz (NTB-Reuter)
PATHET Lao-hermenn kommún-
ista réðust í dag á sveit hlutleysis-
sinna í Suður Laos, að því er skýrt
var frá í Vientiane í dag. Árásin
var gerð við Souvannahæð, en það
er eini staðurinn í Suður-Laos þar
sem lilutleysissinnar hafa her-
menn. Hinir eru í Norður-Laos
undir stjórn Kong Le hershöfð-
íngja. i
LEIKUR
í KVÖLD
Si nf óníuhljómleikar
verða í Háskólabíói í
kvöld kl. 21. Stjórnandi
verður Igor Buketoff og
einleikari Jörg Demus.
Á efnisskránni er Klass
iska sinfónían, eftir
kofieff^ Píanókonsert nr.
28 í Es-dúr eftir Mózart
og Sínfónía í D-dúr eft
ir Arriga.
Austurríslki pianóleik
arinn Jörg Demus er
fæddur árið 1928. 14
að aldri lék hann fyrst á
opinberum tónleikum.
Síðan 1948 hefur hann
Framhald á 13. síðu.
Garðeigendur í hrakningum
Reykjavik, 17. marz - GO
ÁHUGAMAÐUR um kartöflurækt
kom að máli við blaðið og rakti
raunir sínar. Hann hafði um ára
bil haft garðholu inn við Suður-
landsbraut og lagt þar í nokkurn
kostnað og oft meiri en afrakstrin-
um nam. Fyrir þrem árum varð
hann svo að leggja garðinn niður
vegna kröfu frá borgaryfirvöldun-
um. Þarna átti sem sé að fara að
byggja. Færði liann nú garð sinn
upp að Rauðavatni, braut mel til
ræktunar og lagði enn í nokkurn
kostnað. Nú er þess enn krafist af
borginni, að hann fjarlægi sitt
liafurtask þaðan og þess jafúframt
rátið getið, að hann geti fengið
garðland einhvcrs staðar uppi í
fjölium, sem hann kann ekki að
nefna, .
Nú Segir maðurinn að þetta sé
allt saman gott og blessað í sjálfu
sér. Borgina þurfi að byggja og þá
verði kartöfluholur að víkja, e«
hitt finnst honum undarlegt og
Framh. á 13. síðu.