Alþýðublaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 3
Dýrmœtt þýfi Reykjavík, 7. aprQ. — ÓTJ. STÓRTÆKIR innbrotsþjófar heimsóttu Búslóð h.f. Skipholti 19, í nótt. Leifur Jónsson hjá rann- sóknarlögreglunni sagði Alþýðu- blaðinu að þaðan hefði horfið 2 glæsilegir útvarpsgrammófónar, að verðmæti 30 þús. krónur, nýtt út- varp að verðmæti 8600, og gamalt útvarp úr skrifstofu verzlunarinn- ar. Brotizt var inn á bakhlið húss- ins og svo báru þjófarnir, sem að öltum líkindum hafa verið tveir, þýfið út í bíl. Fengu þeir alveg að vera óáreittir við þessa iðju. Ef einhver kynni að hafa orðið var við þá meðan á flutningnum stóð, eða siðar, er hann vinsamlegast beðinn að gera rannsóknarlög- reglunni aðvart. MIKLAR ARASIR VECI í N-VIETNAM Sovézk ögrun Washington, 7. apríl. (ntb-rt). Bandarlska utanríkisráðuneytið sagði í dag, að flug sovézku her- þotanna yfir V-Berlín væri bæði hættulegt og ögrandi. Sagði ráðu- neytið, að skothríð sú, er nokkr- ar þotanna hefðu haft í frammi, væri aðeins gert til að auka spennuna I borginni. SAIGON, 7. april (NTB-Reuter). FLUGVÉLAR úr bandaríska flotanum gerðu í dag sjö og hálfrar klukkustundar árás á mikilvægustu þjóð- vegina í Norður-Vietnam. Flugskeytum og napalm- sprengjum var beitt gegn hernaðarlegum skotmörkum. Johnson í ræðustól. VILL VIÐRÆÐUR UM FRIÐ OG UPPBYGGINGU SA-ASÍU RÆÐA JOHNSON'S BANDARÍKJAFORSETA í GÆRKVÖLDI Baltimore, 7. apríl (NTB-Reuter). JOHNSON Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í John Hopkins háskólan- um hér í kvöld, að Bandaríkin væru fús til að taka þátt í við- ræðum um friðsamlega lausn mála I Vietnam, án þess að setja nokkur skilyrði fyrirfram. Sagði forsetinn, að friðsamleg lausn væri eini mögu leikinn, sem skynsamir menn gætu séð. í ræðu sinni stakk forsetinn einnig upp á því, að hafin yrði bandarísk aðstoð við Suðaustur- Asíu, ef friður fengist í þessum heimshluta. Myndi hún nema ein- um milljarð dala, ef af yrði. Johnson sagði í ræðu sinni, sem send var út í útvarpi og sjónvarpi, að markmið Norður-Vietnam væri aðeins eitt: að innlima Suður-Viet- nam algjörlega. Að því er AFP- 1 fréttastofan segir, sagði forsetinn, Alls tóku 35 flugvélar frá flug- vélaskipinu „Coral Sea” þátt í á- rásinni. Að sögn flugmannanna voru notaðar 20 lestir af eld- flaugum og napalm-sprengjum. Skotmörkin voru á við oe dreif á 210 km. svæði. Sjö flutninga- bifreiðir voru gereyðilagðar. — Flugmennirnir völdu sjálfir skot- mörk sín, og staðfestir þetta þá skoðun, að Bandaríkjamenn reyni að trufla birgðaflutninga Viet- cong suður á bóginn. Vietcong gerir árásir sínar í S- Vietnam frá herbúðum sínum og birgðastöðvum. og birgðir eru sendar til þessara herbúða um þjóðveginn í N-Vietnam. Bandarísku flugvélarnar urðu fyrir minni háttar skothríð úr loft varnabyssum, en ekki sást til N- Vietnamiskra herflugvéla. Allar bandarísku flugvélarnar snéru aftur til flugvélaskipsins. Útvarp- ið í Peking heldur því fram, að fimm bandarískar flugvélar hafi verið skotnar niður og margar eyðilagðar. í Saigon hefur verið staðfest af bandarískri hálfu, að fimm banda- rískir flugmenn hafi fallið í árás- um á brýr í Norður-Vietnam 4. apríl. í Suður-Vietnam hvarf sveit hermenn féllu og 71 særðist en 6 Bandaríkjamenn féllu. Stjórnar- hersveitir fóru frá svæðinu, sem Framh. á 14. síðu. wwwm\wwMwwwtw Morgunfugl er kominn á loff Kennedy-höfða, 7. apríl. * 1 (NTB-REUTER). Morgrunfugl. fvrsti gervihnöttur- inn til almenningsnota, þeysti um- hverfis jörðu í dag á braut, sem var nokkru minni en búizt hafði verið við, að hún yrði. Talsmenn Geimferðastofnunarinnar eru samt sem áður þeirrar skoðunar, og gervihnötturinn, sem er lík- astur hattaöskju í lögun og er 38 I kíló að þyngd, muni vera svo ná- | Iægt sinni ráðgerðu braut, að allar i líkur bendi til, að ferð hans lengra út í himingeiminn muni heppnast vel. Morgunfugl ó nefnilega að fara á braut 37.500 km. úti í himin- geimnum og mun sjást af miðju | Atlantshafi sem stjarna á nóttu. j Morgunfugli var skotið á loft frá Framh. á 14. síðu. að stríðið í Vietnam værl aðeins einn liður í yfirgripsmeiri árásar- áætlun og Kína herti á Norður- Vietnam £• árásum þeirra. Hann sagði einnig, að markmið stefnu ríkisstjórnar sinnar væri að varð- veita sjálfstæði Suður-Vietnam og Bandaríkin myndu gera allt, sem nauðsynlegt væri — en heldur ekki meir en nauðsynleet /æri til að ná þessu marki. Hann kvað einu skynsamlegu leiðina vera þá, sem leiðir til friðsamlegrar lausn- ar. Skilyrði fyrir friði væri sjálf- stætt Suður-Vietnam, án afskipta utanað, án aðildar að bandalagi og án herstöðva undir erlendri her- stjórn. Forsetinn sagði, að Banda- ríkin væru fús til að taka þátt í viðræðum án þess að setia skil- yrði fyrirfram og bandaríska stjórn in vildi hindra að styr jöldin breidd ist út og myndi því nota afl sitt 5 hófi. Forsetinn beindi þv£ til landanna í Suðaustur-Asíu, að þau mvnduðu með sér umfangsmikið þróunar- samstarf. Kvaðst hann vona að Norður-Vietnam myndi vilia vera bar með, jafnskjótt og friðsamleg samvinna verður möguleg. Kvaðst hann einnig vonast til, að Sovét- ríkii} yrðu með I þessu samstarfi, svo og önnur iðnþróuð ríki. Vietcong-hermanna inn frum- skóginn og þar með er lokið blóð- ugustu orrustunni um hrísgrjóna- akrana, sem staðið hefur í marga mánuði. Síðasta orrustan hefur staðið í þrjá daga og kostað 276 Vietcong-hermenn lifið en 33 hafa verið teknir til fanga. 20 stjórnar- Eldflaugar til N-Vietnam Moskva, 7. apríl. (ntb-reuter). Sovézk vopn og eldflaugar eru nú aftur flutt óhindruff um Kína til Norður-Vlet- nam. Hefur nú náðst sam- komulag um erfiðleika þá í sambandi við fiutningana voru fyrir hendi fyrir nokk- ru siðan. Var upplýst af kommúnistískum rótum I síðustu viku, að Peking- stjórnin hefði stöðvaff hina sovézku vöruflutninga. Nú hefur hins vegar sama rík- isstjórn fallizt á að þelr skuli ganga meff eðlilegum hætti. í Washington sagði Ful- hright öldungadeildarþing- maður, sem er formaður ut- anríkismálanefndar deildar innar, að hann væri hlnn á- hyggjufyllsti um framtfff Vietnam. Komst hann svo að orði, að loknum fundi í nefndinni, þar sem fjallaff var um Vietnam-máliff, aff ekkert hefði komið fram er gæfi ástæðu til bjartsýni. iWWWtWWWWWWWWWWWM 400 þús. fjölskyldur eru heimilislausar Stokkhólmi, 7. aprfl. (ntb-rt). Meira en 400 þúsund manns, velflestir fjölskyldufeður, bíffa nú eftir ibúffum í Svíþjóð I dag. — Krafa um að gert yrði verulegt átak til að leysa húsnæffisvand- ræðin í fyrirsjáanlegri framtið, var sett fram af mörgum, er sænski Ríkisdagurlnn ræddi fbúða byggingar og húsnæðisvandræðin í dag. Rune Johansson innanrík- isráffherra sagffi í umræffunum, aff kostnaffaraukningin við fbúðar- byggingarnar væru óhugnanlega mikil. * Innanrlkisráðherrann tilkynnti, að 70% af þeim, sem eru hús- næðislausir, séu i stórborgunum. Ekki var hann sammála hægrl mönnum um að afnema ætti húsa- leigulögin en skýrði frá því, aff ríkisstjórnin ynni að því að slak- að yrði á þeim um land allt, fyrst til að byrja með í dreifbýlinu og er það þegar hafið, en síðar mcir í stærri bæjum. ALÞÝÐUBLAÐI0 - 8. apríl 19^5 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.