Alþýðublaðið - 22.04.1965, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 22.04.1965, Qupperneq 11
BEZTA SUMARGJÖFIN SUMARDAGUHINN FYRSTI var um aldaraðir mesta hátíð é íslandi önnur en jólin. Var til siðs að gefa sumargjafir og þóttu stórar pottkökur vera kostagjaf- ir, enda gerðu landsmenn sér jafnan þann dagamun, sem mesta gleði vakti: að gefa öllum nóg að borða. Nú er öldin önnur. Flest hin gömlu, íslenzku einkenni á sum- arhátíðinni eru horfin og dagur- inn er jafnvel ekki i tölu þeirra, sem valda tilbreytingu í matar- œði, enda eru matborð íslend- inga nú trúlega eing á hverj- um sunnudegi og bezt "þótti á jólum eða sumardeginum fyrsta fyrr á öldum. í stað hinnar gömlu, íslenzku hátíðar er að koma hátíðisdag- ur með meira eða minna erlendu sniði, enda kemur og til þétt- býlið. í þjóðtrúnni eru Þorri og Góa hjón, en börn þeirra Einmánuð- ur og Harpa. Yngismeyjar áttu að fagna Hörpu á sama liátt og mæður þeirra buðu Góu til liúsa. Þær áttu að fara fyrstar á fætur og ganga fáklæddar út á hlað, fara þannig þrisvar sinnum um- hverfis bæinn og ávarpa Hörpu. Víða var það siður, að hús- freyja gekk til fjárhúsa með bónda sfnum á sumardaginn fyrsta til að skoða skepnur og hey, og mega lesendur velta fyr- ir sér, hvernig kann að standa á þeim sið. Trúlega hefur bóndi átt að sýna, að hann hefði séð vel fyrir búi sínu liðinn vetur og ætti enn fóður. Jónas frá Hrafnagili segir annars svo frá sumardeginum fyrsta í íslenzkum þjóðháttum: „Sumardagurinn fyrsti var lengl mesta hátíð hér á landi, naest jólum. Enda var það ekki furða, þar sem Island er hart land og hverjum manni kært áhugamál, að sumarið koml sem fyrst. Þá var fyrrum haldið hei- lagt og messað, en það var af- tekið með tilskipun 29. maf 1744, 23. gr., en venja hefur það verið, að minnsta kosti hér nyrðra, að fólk ætti frí þann dag. Þá var vant að Iesa undir eins og komið var á fætur, en síðan var skammtað ríflega af öllu því bezta, sem búið átti til, hangiket, magálar, sperðlar, pottbrauð, flot, smér og önnur gæði. Víða var og sent í kaup- stað fyrir sumarmál til þess að fá sér kút, því þá oftast tekið að gerast tómlegt heima; og eftir að kaffi tók að flytjast, varð algengt að gefa kaffi og lummur á sumardaginn fyrsta. Það mátti ekki til sleppa með það að geta fagnað sumrinu sem bezt auðið var. Þá var og annað, sem ekkl einkenndi þann dag síður; það voru sumargjafirnar. f stað þess að aðrar þjóðir hafa jólagjafir og nýársgjafir, hafa sumargjaf- irnar verið hér þjóðlegar um langan aldur og eru enn í dag, að minnsta kosti hér norðan- lands. Hjónin gáfu hvort öðru gjafir og börnum sínum og istundum öllu heimafólkinu. Börnin og heimafólkið gáfu stundum húsbændunum gjafir aftur, og svo hvert öðru. Oft voru gefnar heljar-stórar pott- kökur, og þóttu þær kostagjafir á þeim árum, þegar lítið var um brauð hér á landi. Nú er þessi siður að leggjast niður, að minnsta kosti í kaupstöðunum Beztu sumarkvebjur sendum við öllum okkar félags- mönnum og öðrum viðskiptavinum. Kaupfélag Árnesinga. og í nánd við þá og útlenda lagið með jólagjafir að koma I staðinn. En svo fátt eigum vér íslendingar af þjóðlegum menj- um, að það má ekki minna vera en haldið sé í það, sem enn er tiL f Algengt var það og þann dag, að unglingar söfnuðust saman til að glíma og bændurnir riðu út til þess að hressa sig hver hjá öðrum, þegar bærilega vor- aði og ekki var kúturinn orðinn tómur. Nú er víða orðið mjög dauft yfir þessum degi, einkum syðra, og er illt til þess að vita.” Þannig skrifaði fræðaþulurinn frá Hrafnagili. Ef til vill hefði hann verið örlítið sáttari við tímans tönn, ef hann hefði vit- að, að þessi gamli hátíðisdagur yrði endurvakinn sem dagur barnanna. Haldi börnin ekki þessa fornu hátíð, er eins víst að hún gleymist með öllu. Mississippi Framhald af síðu 9. landið. Upp í hugskoti mínu kem- ur þessi tilvitnun í snjallri grein eftir Virginiu Woolf: Western wind, when Wilt thou blow? The small rain down can rain. Chi’ist, if my love were in my arms, And I in my bed againl Eg er mættur í háttinn, en un- aðslegur dagur í framandi landi hefur bætzt i sjóð endurminn- inga minna, forlögin dregið perlu af festi eilífðarinnar og lagt í lófa mér. Rochester í Minnesota, 14. apríl 1965. Helgi Sæmundsson. Jubiliumsmessa Framhald af 7. síðu. lega að heilsa herra Schiiller, sem þar gengur ym beina. Það má enginn skilja þessi skrif mín svo, að ég hafi ekkert séð af þeirri miklu vörusýningu, sem fram fór þessa daga í Leipzig og sem ég var kominn til að skoða. Kollegar mínir hafa gert henni svo góð skil að ég get þar engu við bætt. Ég hef hinsvegar reynt að tíunda það, sem mér er minnis- stæðast frá dvöl minni í borginni og vona ég það, að lestur þessarar greinar hafi orðið einhverjum til ánægju. V erkamannafélagib Dagsbrun óskar félagsmönnum sfnum GLEÐILEGS SUMARS, og þakkar samstarfið á vetrimun. Sjómannafélag Reykjavíkur þakkar öllum meölimum sínum veturinn og óskar þeim GLEÐILEGS SUMARS Stúlka ein í París hefur selt tölur, sem hún staðhæfir, að séu af fötum leikarans Sean Connerys og hafi slitnað af hon um, þegar myndin Goldfinger var frumsýdn í Farís- Hún heimt aði !80 krónur fyrir stykklð «g hafði nálega 5000 krónur upp úr krafsinu. Vinir hennar eru hins vegar að velta því fýrir sér hvers konar föt það séu, sem hafi 27 jakkatölur- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. apríl 1965 ||

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.