Alþýðublaðið - 30.04.1965, Page 1
VWWWMWWMWWWWWWMHWWWHWWfttmwmHWWWWWWWWWWVMWWWWMI
4?. árg.
Föstudagur 30. apríl 1985 — 96. tbl.
Patreksfjaröarbátar
efstir á vertíðinni
Patreksfírði 29. apríl ÁP-GO.
AJ.'í útlit er nú fyrir 'að Pat-
reksfjarðarbátar verffi langrhæst
ir allra vertíðarbáta á landinu.
Þeir fjórir stóru bátar sem héffan
eru jrerðir út eru allir komnir
l!m effa yfir 1000 tonn og Helga
Guðmundsdó'tir undir stjórn afla
kóngsins Finuboga Magnússonar
Magnús Jóns-
son fjármala-
ráðherra
er komin yfir 1400, en nákvæma
tölu er ekki hægt aff fá-
Aflamet Finnboga síffan í hitt
eðfyrra, það sem hann setti á
Helga Helgasyni er 1452 tonn.
Ef allt gengur að óskum verður
það rækilega slegið í ár. Eitthvað
hefur dofnað yfir aflanum nú að
undanförnu, en Patreksfjarðarbát
ar sækja yfirleitt suður í Breiða
fjörð og eru 2 daga í róðri. Sjó
menn vona hinsvegar að hér sé
um tímabundið ástand að ræða
og að veiðin glæðist á ný fyrir
lokin, sem eru kringum 11- maí
Nú í vikunni var hafist handa
um að lengja flugbrautina við
Patreksfjörð. Hún var 600 m.
löng, en verður lengd um helm
ing í sumar. Þá á að setja á hana
þverbraut, sem verður 4-500 m.
Þessu verki verður hraðað eins
og unnt er.
Jarðskjálfti
í Seattle
MjÖG snarpur jarffsk|jálftakipp-
ur varff í Seattle í Bandaríkjun
um í gær. A m k. fjórir létu íífiff
og miklar skemmdir urffu á bygg
ingum. Jarffskjálftinn mældist 7
stig og til samanburffar má geta
þess, aff jarffskjálftinn sem Iagffi
San Fnansisco í eyffi um aldamót
in, mældist 8,2 stig.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur frétt, aff
lUagnús Jónsson, bankastjóri frá
Mel, verffi næsti f jármálaráðherra.
Mun hann taka viff embættinu af
Gunnari Thoroddsen, sem gerist
sendiherra í Kaupmannahöfn.
Þingflokkur sjálfstæffismanna
fjallaffi um þaff í fyrradag, hver
skyldi valinn til aff taka viff ráff-
herrasíarfi Gunnars. Varð Magnús
fyrir valinu einum rómi.
Magnús fæddist 7. september
1919. Hann hóf snemma virka þátt
töku í stjórnmálum og liefur setið
á 14 þingum fyrir kjördæmi á
Norffurlandi. Hann er bankastjóri
viff Búnaffarbankann.
Magnús mun aff líkindum taka
viff fjármálaráffuneytinu fyrir lok
þessa þings, sem taliff er aff verffi
18.- maí, ef síffustu áform takast.
Orðsendin
Alþýðub
ÚTGÁFA DAGBLAÐA hefur í seinni tíð orðið dýrari með hverju ári.
Hefur þetta valdið minni blöðum mjög alvarlegum vandkvæðum, þar sem
þau geta ekki aukið tekjur sínar að sama skapi og útgjöldin aukast.
Erlendis hefur sama þróun valdið stórfelldum „blaðadauða“, þar sem
minni blöð hafa neyðzt til að hætta útkomu, en einstaka stórblað setið að
auglýsingum og haft gnótt fjár. Er á Norðurlöndum talað alvarlega um op-
inheran stuðning við dagblöð til að verja þennan þátt lýðræðisins. Ekki dug-
ir, að þeir einir geti gefið út dagblað, sem hafa nóg af peningum. Hugmynd
lýðræðisins er, að maðurinn ráði, en ekki auðurinn.
Alþýðublaðið hefur svo til alla tíð verið rekið með tapi. Alþýðuflokkur-
inn hefur talið sér nauðsynlegt að ráða yfir slíku blaði, og hefur fært þungar
fórnir til að útgáfa þess gæti haldið áfram. Forustumenn flokksins hafa tek
ið á sig miklar ábyrgðir, vinsamleg fyrirtæki hafa veitt aðstoð, og flokks-
fólkið hefur hlaupið undir bagga með kaupum happadrættismiða eða bein-
um fjárstuðningi. Allt hefur þetta tekizt hingað til, án þess að Alþýðublaðið
glataði sjálfstæði sínu, en oft hefur fátæktin gengið út yfir blaðið sjálft og
starfsfólk þess.
, Fjárhagsvandræði Alþýðuhlaðsins eru nú mjög alvarleg og róðurinn
þungur. Forustumenn Alþýðuflokksins hafa af því miklar áhyggjur, hvemig
hægt verði að tryggja útkomu blaðsins í næstu framtíð.
Síðustu ár hefur Happdrætti Alþýðublaðsins átt meginþátt í að bjarga
fjárhag blaðsins. Enn verður að auka mjög sölu happdrættismiða, ef tryggja
á útkomu blaðsins næstu vikur. Þess vegna heitir blaðið á alla stuðnings-
menn Alþýðuflokksins, alla sem telja betra að blaðið komi út en ekki, alla
sem vilja að fleiri en eitt dagblað geti lifað í landinu — að veita nú blaðinu
stuðning sinn.
wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww y.wwwwwwwwwwwwww»wwww-vww
Reykjavík, 29- apríl EG.
í dag var lagt frain á Alþingi
st/jórnarfrumvarp um verfftrygg
ingu fjárskuidbindinga. Gerir þaff
ráff fyrir því aff komiff verffi á fót
verffíryggngarkerfi fyrir lán, sem
eru til lengri tíma en 3 ára.,
í athugasemdum viff frumvarp
ið segir svo.:
Meðfylgjandi frumvarp hefur
verið samið í Seðlabankanum í
framhaldi hinnar almennu vaxta
breytingar, sem tók gildi í upp
hafi ársins en þá beindi banka
stjóm lians þeim tilmælum til
ríkisstjórnarinnar, að undirbúin
yrð aimenn löggjöf um notkun
verðtryggngarákvæða í samning
LAN V
um( eftir því sem heilbrigt væri
talið á hverjum tíma og undir
traustu eftirliti.
Frumvarpinu er ætlað: að vera
almenn löggjöf um hvers konar
verðtrj'ggingu í viðskiptum, öðr
um en kaupgjaldsmálum, en um
þau gilda sérstök lög- Hefur þótt
rétt að taka upp í það núgildandi
ákvæði um samninga með gengis
ákvæði sbr. 1. ag 2. gr- fmmvarps
ins. Efhislega er hér um að ræða
sömu ákvæði og í lögum um efna
hagsmál nr. 4 frá 1960, 6. gr.
Tilraun hefur þó verið gerð til
þess að gera lögin í þessu efni
nokkru skýrari en verið hefur-
Meginefni frumvarpsins er verð
trygging, þar sem annað hvort
er miðað við vístölu eða annan
hliðstæðan grundvöll, og nær það
til fjárskuldbindinga, bæði þeirra
sem ákveðnar eru í peningum,
svo og í öðrum verðmæli • Það
er meginstefna frumvarpsins, að
verðtrygging sé aðeins leyfð, þeg
ar ákveðnum skilyrðum er full
nægt. Gert er ráð fyrir sjálfstæðri
en takmarkaðri heimild til verð
tryggingar hjá lífeyrissióðum og
fjárfestingalánastofnunum. Verff
trygging á innlánum eða útlán-
um innlánsstofnana yrði liáð á-
Framhald á 4. síðu
WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWM
Blöffin koma ekki út á sunnudaginn, þar sem 1. maí er á
morgun, laugardag. Þess vegna fylgir Sunnudagsblaffið í dag,
en á morgun er blaffið tvöfalt í tilefni dagsins.
wwww%wwwtw%wwwwwwwwwtwwvwwwwwwtwwww/t