Alþýðublaðið - 30.04.1965, Síða 5

Alþýðublaðið - 30.04.1965, Síða 5
MYNZTUR, MÝRI. MAÐUR, ] Ólafur Jóh. Sigurðsson: ] LEYNT OG LJÓST 1 j Tvær sögur I Heimskringla, ] Reykjavík MCMLXV. 192 bls. Ólafur Jóh. Sigurðsson er ein- hver listfengasti kunnáttumaður i hópi íslenzkra skáldsagnahöf- unda; hann veit jafnan hvað hann ætlar sér að vinna, og kann til verksins; tækni bregzt honum ekki. Þetta er umtalsvert hér sem fjöldinn af höfundum virðist al- veg hirðulaus, og enda áhuga- laus um sjálft handverk sitt; og verk þeirra löngum eftir því. En leikni og kunnátta eru að sönnu ekki einhlít. Og sögur Ólafs vekja einatt upp þá spurn- ingu hvort þar sé raunverulega öll ætlun hans, hvort hún sé þá rétt, hvort hann ætli sér nóg. Þær orka löngum ófullnægjandi þrátt fyrir lýtalaus vinnubrögð og málfar sem ber af því sem flestir aðrir rita um þessar mundir. Bréf séra Böðvars, fyrri og meiri sagan í Leynt og ljóst, hermir frá ævilokum aldraðs klerks, eftirlaunamanns í Reykja- vík, frá dómsdeginum í lífi hans. Sagan er sett saman af allmik- illi íþrótt: þetta er sálfræðileg gegnlýsing í skefjum hversdags raunsæis, hversdagsatvika, muna Og fyrirbæra: uppmálun fremur en könnun á lánlausu lífi. Sögu- atvikin skipa sér saman í órofa mynztur sem að lokum afhjúpai’ allt giftuieysi séra Böðvars án þess það sé nokkurn tíma stað- hæft berum orðum; gerð sög- unnar minnir að þessu leyti á velheppnaða lögreglusögu. Samt er sálfræði Ólafs Jóh. Sigurðs- sonar, raunsæisaðferð hans, að- dáanleg innan sinna þröngu tak- marka, undarlega skammdræg, eða þá hún bregzt með öllu til- ætlun sinni. Það er enginn eig- inlegur harmur í sögu séra Böð- vars, og varla að því stefnt; til þess er lýsing hans of gagnrýnin, of hlutlæg. Öllu heldur er þar leiði, uppgjöf, tregi: það getur enginn flúið, enginn kemst und- an óvlturlegri, marklausri ævi sinni. Vitneskjan um ótryggð konu hans er ekki nema endan- leg staðfesting á skipbroti séra Böðvárs (og kannski óþarfi að láta hana kosta hann lífið, þó einhvern veginn verði sagan að enda); allar leiðir ævi hans liggja fram til þeirrar stundar. Hingað dugir aðferð Ólafs honum mæta- vel; öll þessi ævilýsing er inni- falin í fullkomlega raunhæfri lýsingu nokkurra hversdags- stunda eins og þær speglast í vit- und séra Böðvars sjálfs. Skynj- un sjálfs hans á ógæfu sinni birtir lesanda skilning hans, mannsins og ævi hans; og sá skilningur mótast enganveginn af einhliða samúð; hlutlægni frásagnarinnar bægir frá henni allri tilfinningasemi. Héðan kynni að vera skammt til upp- hafins hæðnistíls þar sem sögu- fólkið stígur sinn dauðadans ó- sjálfbjarga í neti höfundarins; en þá leið fer Ólafur Jóh. Sigurðs- son ekki. Hitt megnar hin stranga raunsæisaðferð hans ekki í þess- ari sögu, að miðla þeim skiln- ingi að örlög séra Böðvars skipti nokkru máli; lesandi lýkur henni með þeirri tómlegu tilfinning að þessi saga hafi verið sögð þús- und sinnum áður, af meiri íþrótt og minni, en oft svo að meiru varðaði. Hér ræður natúralisk söguaðferð skiiningi og meðferð söguefnis sem virðist kalla á miklu nærgöngulla sálfræðilegt raunsæi, ellegar miklu stílfærð- ari frásagnarhátt til að nýtast réttilega, til að veita útsjón út fyrir sjálfa sig. Örlagamynztur séra Böðvars skipti þá fyrst máli að það vísaði til mannskilnings sem stæði dýpra hefðbundinni söguaðferð. Síðari sagan í Leynt og ljóst, Mýrin heima, þjóðarskútan og tunglið, er miklu minni fyrir sér, enda hefur Ólafur Jóh. Sigurðs- son aldrei verið rétt vel lagaður tij háðsiðkana og því síður spotts eða ádeilu. En mistök sög- unnar eru athyglisverð fyrir það, meðal annars, að þau eru eðlis- skyld mistökum Gangvirkisins, síðustu skáldsögu höfundarins. Báðar sögurnar reyna til við háðfærslu spilltra og hégómlegra stjórnmála, báðar hafa þær hlið- sjón af samtíðarfólki og atburð- um; báðum er líklega æðimikil alvara. Þær eru báðar tilraun að gera upp við samtíð sína í skáldskaparformi. Báðar tefla þær éspilltum sveitadreng, arfi hans frá sveit og landi og sögu móti afglapahætti nútíðar. Og hvorugri sögunni tekst að sam- eina þennan efnivið til neinnar hlítar; hann virðist beinlinis neita samvinnu; það er eins og ágæt gáfa Ólafs Jóh. Sigurðs- sonar neiti að vinna það verk sem hann ætlar henni í þessum sögum. Hin afkáralega þinglýs- ing í Mýrin heima er fullnægj- andi dæmi þess, hve máttvana hæðnisviðleitni höfundarins er; sjálf hugmynd sögunnar er hnyttileg, tilgangur hennar virð- ingarverður; en mistök hennar afdráttarlaus þrátt fyrir alla í- þrótt höfundarins. Skáldgáfa Ól- afs Jóh. Sigurðssonar virðist sjaldgæflega bundin uppruna hans, ljóðrænni æskuupplifun fólks og lands; mýrin heima er kjarni alls þess sem hann hefur gert hezt. Þegar víkur að henni fær mál hans allt annað líf en ella: „Hún birtist mér í sólskini og tunglsljósi á ýmsum tímum árs, stundum ræðin og stundum þög- ul, stundum bleik fyrir sinu eða glitrandi fyrir hrímsilfri, en lang oftast vafin grængresi, sem þó var ekki fullsprottið, og prýdd sums staðar hvítum fífuhnöpp- um, en sums staðar mjaðarjurt. Hún gaf mér stör að tyggja und- ir djúpum himni og lét svalan kelduleir spýtast milli tánna á mér, unz ég vaknaði og gat ekki sofnað aftur. Mýrin heima hélt sem sé fyrir mér vöku og hvísl- aði því að mér á næturþeli, að öngvir kynnu skemmtilegri ævin- týri en bullaugalækir né skrif- uðu jafn lipurt og óðinshani á viki, að ekki þreyttu hrossa- gaukar einleik í skuggalegum rangala og aldrei yrði sagt um þá snilldargranna, jaðraka og stelk, að þeir hefðu klofna tungu. Auk þess kvaðst hún ekk- ert hafa á móti því, að sumum spildum hennar yrði breytt í tún.” Þessi reynsla, þessi tilfinning er dýrasta eign Ólafs Jóh. Sig- urðssonar og mótar öll verk hans. Réttileg hagnýting hennar er eiginlegt viðfangsefni verka hans; vandkvæði hans við þann starfa eru kannski til marks um erfiðleika skáldsagnagerðar í skugga langrar hefðar eins og íþrótt Ólafs, málfarslist hans er ávöxtur hennar. Leynt og ljóst er fyrsta bók hans í tíu ár; hann hefur ekki gefið út ný verk síð- an 1955 ef frá er talin ein barna bók. Það er vonandi að þögnin sé nú rofin í alvöru: við höfum ekki ráð á að höfundur með gáf- um Ólafs Jóh. Sigurðssonar þegi þunnu hljóði. — Ó.J. í allmörgum löndum, t. d. Ar- gentínu, Chile, írlandi og Spáni, eru hjónaskilnaðir ekki leyfðir. í öðrum löndum, eins og t. d. Belgíu og Japan, geta hjón skilið hindrunarlaust, ef þau eru bæði ásátt um að slita samvistum. í mörgum múhameðskum löndum nægir það eitt til að koma á hjú skaparslitum, „talaq”, að eigin- maðurinn mæli fram nokkur orð, og hafa yfirvöldin engin afskipti af slíkum málum. í Burma get- HÓPFERÐ TIL FÆREYJA Félagið ísland — Færeyjar hefur ákveðið að beita sér fyr ir hópferð (flugferð) tij Færeyja i byrjun júlímánaðar næstkomandi ef næg þátttaka fæst. Flogið verð ur til Færeyja 1. júlí og heirn aftur 8. júli. Dagana 3. og 4. júlí verður haltl ið í Þórshöfn norrænt mót og hafa forstöðumenn boðið íslentl ingum og Norðmönnum þátttöku í sambandi við það verða fjöL* breytt hátíðahöld, þar sem m.a. koma fram færeyskir, norskir og e. t. v. íslenzkir þjóðdansaílokkar. Hinum íslenzku þátttakendum verður séð fyrir ódýrri gistingu: Flugfar báðar ferðir kostar rúm ar 4000 kr., en alls er gert ráð fyrir að ferða- og dvalarkostn aður verði 6000 — 6500 kr. á- mann. ÁskriftarlLti liggur frammi í Bókabúð Menningarsjóðs, Hverl - isgötu 21. ur eiginmaður fengið skilnað frS konu sinni, ef hún sýnir ráðriki eða fjandsamlega afstöðu til hans. Þessar upplýsingar er að finna í umfangsmiklu yfirliti, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látl%9 semja handa nefnd samtakanna um stöðu kvenna. Yfirlitið e» byggt á upplýsingum frá um 6* ríkjum og er þar gerð grein fyy* ir þeim kjörum sem karlar og konur búa við að því er snerthr hjónaskilnaði, ógildingu hjóna- banda og skilnað að borði og ati sæng, hvaða afleiðingar hjúskap arslit hafa fyrir aðilana, böm- in o.s.frv. Af þeim margvíslegu atvikum, hátterni og athöfnum, sem taldar eru gildar skilnaðarorsakir, eru hjúskaparbrot algengust, en þar næst koma hrottaskapur og geð- veilur. Drykkjuskapur er éin- ungis nefndur í örfáum lönd- um. í Belgíu, Lúxemborg og Hon- dúras er hjúskaparbrot skilnað- arorsök. sé það framið af eigin- konunni, en að því er varðar eiginmanninn er það einungis skilnaðarorsök hafi hann komið með hina konuna inn á heimill þeirra hjóna og framið hjúskap- arbrotið með henni þar. í flestum löndum hafa bæði eiginmaður og eigihkona sama rétt til að fá yfirráð yfir börn- iinum eftir hiúskaparslit. í Kína er það þó faðirinn sem á atj taka að sér börnin, nema aðilaí hafi komið sér saman um hnnatl eða dómstóll hafi fengið þriðja aðila til að taka þau að sér. — < Svipuð lög eru við lýði á iCéyl- on, í íran, Thailandi og fleirl ríkjum. í Grikklandi hagar þvf svo til, að því tilskildu, að hjú- skaparslit hafi orsakazt af brot- um beggja aðila, að móðirin fær Framh. á 10. síðu. . Um íslenzkan iðnað „NOTIÐ íslenzkar vörur, og ís- lenzka menn. Hvað segir kven- fólkið um það?“ Þessi orð voru þrumuð á Lækjartorgi fyrir nær 30 árum, þegar Framsókn- arflokkurinn sat á tróninum og plágaði mannfólkið. Þegar hús- gagnasmiðurinn varð að fá re- cept hjá Eysteini £• Stjórnarráð- inu fyrir nokkrum spýrum hjá Völundi. Svona var það þá, og sagan endurtekur sig sífellt. Nú eru hinir stjórnsömu og grimmu bankar farnir að veita gjaldeyri í stórum stíl til húsgagnakaupa, til að flytja vinnu inn í landið. „Sú króna sem flutt er út úr landinu, er kvödd í síðasta sinn“, sagði Vestur-íslendingUr inn. Hann var vitur maður. Og á þessum innflutningi er engin þörf. íslenzku húsgögnin eru fögur og traust, bera vott um listfengi smiðanna. Engin norsk eða dönsk húsgögn taka þeim fram, hvorki að fegurð, verði eða gæðum á nokkurn hátt. Innflytjendur eru kaup- menn, sem ekki hafa vit á smíði, ágjarnir menn og fullir hofmóðs-. Þeir hafa krafist 30 —33% álagningar á íslenzk hús gögn, og borgað seint. En á inn- fluttum liúsgögnum er leyfileg álagning 22%. Innfluttu hús- gögnin verður að greiða við mót töku, væntanlega með pening- unum, sem átti að greiða ís- lenzku húsgögnin með. Ef húsgagnasmiðir sætta sig við svona verzlunarmáta, er ég illa svikinn. Og ekki hefði gamli húsbóndi minn; Þorsteinn heit inn Sigurðsson húsgagnasmið- ur, unað sliku. Hann hafði oft mikinn metnað fyrir iðnaðar- menn til þess, og skildi vel hve iðnaðurinn er þjóðinni nauðsyn legur til öryggis og farsældar. Auðvitað eiga allir húsgagna- smiðir að sniðganga þá kaup- menn, sem haga sér ósæmilega Ef ekkert er að gert, verður komið hér á atvinnuleysi í iðn- aði fyrr en varir, og það er - skömm að verja sig ekki. Og þetta snertir alla alþýðu. At- vinnuleysi lijá iðnaðarmönnum rýrir atvinnumöguleika verka- manna, svo þá verður sameigin- legt skipbrot. Eftir því óska út- gerðarbraskarar og aðrir illa þenkjandi. sem ekki vilja bera ábyrgð á neinu, að græða á kostnað annarra og fá fólk til að þræla fyrir sig- En hvenær kemur verulegt fiskileysi og það, sem því til- heyrir? Þá bjargar enginn skóla lærdómur og vísindi. Fiskarnir Framhald á 10. síðu. mtVmWWMWWWWttMWMWWWMMWWWWWWMMWWWMWWmWWMVU Hjónaskilnaðir i austri og vestri ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. apríl 1965

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.