Alþýðublaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 16
 Hversu mikið er tjónið á mánuði? ALKUNNA ER hvernig' um- gengni alniennings er gagn- vart flestum hjónustutækjum, t. d. almenningssíinum, bið- skýlum og umferðamerkjum. Slíkri þjónustu er varla hægt að halda uppi vegna skemmd- aræðis. Símarnir eru slitnir úr sambandi, biðskýlin notuð í stað salernis og umferðannerki beygð og brotin. 1 Nú liafa með stuttu millibili verið eyðilögð tvö mannlaus hús, annað í Blesugróf en hitt að Fossvogsbletti 20. Hið fyrr- nefnda varð að rífa til grunna, en hitt hefur verið stórskemmt ásamt gömlum bil, sem stóð á hlaðinu. Er ekki kominn tími til að gerð sé gangskör að því að hafa hendur í hári þess fólks, sem hér er að verki? Hvernig væri, ef yfirvöldin gerðu al- menningi grein fyrir því mán- aðarlega, hver spjöli liafi ver- Þannig er umhorfs í húsinu Fossvogsbletti 20. Rúðubrot og brotnir blómsturpottar liggja eins og hráviði um allt. (Mynd: JV) ið unnin mánuðinn á undau, og tíundi tjónið í krónum og auruni? Skemmdarfýsnin er blettur á þjóðinni, sem verður að berjast gegn með öllurn til- tækum ráðum. MwwwnwwwwwwwmvwwwtmvtwwwwwnnwtwwwMnwwwMWwti STJÓRNARSLIT I FÆREYJUM Þórshöfn 29. apríl. Einkaskeyti til Alþýðublaðsins. STJÓRNARSLIT urðu í Færeyj um í dag. Aðdragandi þeirra er sá, að Erlendur Patursson, þing- 'tnaður fyrir Þjóðveldisflokkinn, hefur stofnað til ósimkomulags milli stjórnarflokkanna með því jaö bera fram á þiugi mál, sem hvorki hinir þingmennnirnir eða stjórnarflokkarnir hafa vitað um Æða verið samþykkir að fram fcæmu í þinginu. Hinn 8. apríl lagði Erlendur 1. mai kaffi ALÞÝBUFLOKKSKONUR gangast fyrir veizlukaffi 1. maí næstk. síðd- í Iðnó. Und anfarin ár hefur þessi góða feaffisala í Iðnó á hátíðis degi vinnandi fólks, verið ; ákafiega vinsæl, og sannar íega gert sitt til að auka liátíðarskap á þessum merka degi, enda ha% veitingar ve'i'ið rausnarlegar, hlaðin rijómatertum, pönnukök- urn og fleira góðgæti. Fögn- um sigri Alþýðuflokksins í verkalýðsmálunum! Ilittumst í Iðnó 1' maí. Húsið opnað kl. 2:30. Patursson fram frumvarp um hækkun á lágmarkslaunum til sjó manna og frumvarp um verðlags uppbót á fisk. í þessum málum hafði hann ekki stuðning stjórnar innar. Lögmaður boðaði til stjórn arfundar, en Erlendur og hinir Þjóðveldismennirnir mættu ekki til fundarins, en héldu í þess stað fund sín á milli. Formaður Þjóð veldisflokksins fékk boð um, að ef þ-Jr bæðuí/t ekki afsökunar á framferði sínu, myndu hinir stjórnarflokkarnir slíta samstarfi við Þjóðveldisflokkinn. Formaður flokksins, Sigurd Joensen, bar fram afsökunarbeiðni og allt varð gott aftur hinn 21. apríl. Var síð- an ha,ldin annar stjórnarfundur og allir flokkarnir boðaðir. Sam komulag var gott á þessum fundi. En í dag, 29. apríl, bar Érlendur Patursson enn fram fruínvarp á þingfundi um útfærslu landhelg: Mannlaus trilla finnst Rvík, 29. apríl ÓTJ. FJÖGURRA tonna trilla fannst strönduð á Skerjafirðimun inn hálf ellefu í kvöld, en hvorki skást tangur né tetur af áhöfninni, og er ekkert um hana vitað. Hringt var til lögreglunnar. úr Skjólun um, og henni sagt af bátnum, ©g að fóikið liefði talið slg sjá eitt hvað ljós. En þegar iögj-eglan fór út í trilluna var liún mannlaus sem fyrr segir. innar í 16. sjómílur og annað frumvarp um að hvíldartími sjó- Framh. á 14. .«>*” 45. sirg. — Föstudagur 30. apríl 1965 — 96. tbl. Enn er deilt um minkinn Reykjavíkt 29- apríl EG. Enn var deilt um hvort Ieyfð skuli ræktun loðdýra hér á Iandi í Neðri deild Alþingis í dag. Kvöddu alimargir þingmenn sér FLUGMANNALÖG Á KVÖLDFUNDI Reykjavík, 29. apríl EG FRUMVARPIÐ um lausn kjara deilu flugmanna á flugvéium Loft leiða af gerðinni RR 400 er nú komið til neðri deildar. Efri deild afgreiddi frumvarpið frá sér í dag. Fór þá fram at- kvæðagreiðsla við 2. umræðu og 3. umræða fór fram á nýjum fundi strax að því ioknu. Kvaddi þá enginn sér hljóðs um máiið. Neðri deild tók frumvarpið til 1. umræðu á fundi, sem hófst klukkan fimm síðdegis. Fyrir frum varpinu mælti Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra, en Einar Ágústs son (F) og Hannibal Valdimars- son (K) mæltu gegn frumvarpinu. Freista áttl þessí að afgreiða frumvarpið til nefndar á kvöld- fundi deiidarinnar. hljóðs og var umræðunni efeki lokið, en lýkur væntanlega á morg un. Umræðunni var frestað í d'ag þar sem beðið er eftir áliti Nátt úruverndarráffs á frumvarpinu. Sigurður Ágústsson (S) lýsti fylgi sínu við frumvarpið og kvað illa farið, ef það ekki yrði að lög •um. Björn Pálsson (F) kvaðst mundu greiða frumvarpinu at- kvæði og minnti á breytingartil löguna sem hann hefur flutt og fjallar um að maður verði send ur utan til að kynna sér loðdýra ræktun. Hannibal Valdimarsson Framh. á 14. síðu. WMMIMMMMVMWWMMMHII Fengu 120 tunnur af síld Vestmannaeyjum 29- apríl ES.GO. hemja næturnar- Bátarnir komu Halkion og Akurey fengu um | tii Vestmannaeyja í dag með þenn 60 tunnur hvor af síld í Meðail landsbug í nótt. Veður var mjög óhagstætt til veiðanna og mikiil <an slatta. Sjómenn segja geysi- mik'.ar lóðningar á þessum slóðum og mikla veiðivon þegar veður straumur, svo erfitt reyndist að ' batnar. Ákaft hylltur HARALDUR Björnsson, leik ari, var hylltur ákaflega á hátíðarsýningunni, sem hald in var honum til heiðurs í Iðnó í fyrrakvöld. Haraldur átti þá 50 ára leikafmæli. Eftir hátíðarsýninguna voru flutt ávörp og ræður og Har - aldi þökkuð störf hans í þágu íslenzkrar leikmenriingar á sl. 50 árum. Enginn núlifandi ís lenzkur leikari hefur um jafnlangan tíma komið fram á sviði og Ilaraidur og tæp- ast nokkur annar leikið jafn mörg liiutverk. Á myndinni sést Brynjólfur Jóhannesson óska Haraldi til hamingju með afmælið (Mynd JV).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.