Alþýðublaðið - 26.05.1965, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 26.05.1965, Qupperneq 8
.V • : mmM ■ Kóbert Abraham stjórnar Requiem Brahms á tónleikum í Háskólabíói. jFlytjendur auk Ssnfóníuhljómsveitar íslands eru Hanna Bjarnadóttir og Söngsveitin Fílharmónía. l ;| J HANN er landnámsmaður á ís- lenzkri grund — og í íslenzkri tgnlistarsögu mun það landnám lengi í minnum haft. Annars er hánn Þjóðverji að ætt og upp- runa, sonur kvensjúkdómalæknis npkkurs, er fyrir glettni forlag ahna varð - kunnari sem tónfræð iijgur. Og sonurinn er ekki síður sórrtæður en faðirinn, þó ólíkur sþ æviferill þeirra feðga: Um 30 ára skeið hefur hann varið kröft- ii;m sínum í þágu framandi þjóð- ár og unnið heririi ómetanlegt gagn. Hann fer með mikilsvert starf í þágu hinnar íslenzku þjóð- kirkju, og ekki alls fyrir löngu hlaut hann doktorsnafnbót frá Heimspekideild Háskóla íslands fyrir merkilegt framlag til ís- jenzkra fræða. Já, — allir íslend- jngar kannast við söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og Þorlákstíðirnar hans! ★ LamdAlótta listssmaður Hann er lágvaxinn en léttur og kvikur í hreyfingum og ber með sér fjörlegt fas athafnamannsins. Því að það heiti ber hann með réttu, þó að aldrei hafi hann ver- ið orðaður við útgerð eða iðn- rekstur. Og svo heitlr hann þessu stórkostlega nafni, sem minnir í senn á biblíuna og Sögu Israels- þjóðarinnar: Róbert Abraham Ottósson. Það er ekki vafi á því, að þetta er umtalsverður maður: Líklega allra postula íslenzkastur, þó að rætur hans liggi djúpt í þýzkri mold. Dr. Róbert A. Ottósson, sem upphaflega bar aðeins nafnið Ró- bert Ábraham, er fæddur í Þýzkalandi, í ,,hinni óskiptu Ber lín,” eins og hann sjálfur orðgr það, á því herrans ári 1912. Faðir hans, — kvensjúkdómalæknirinn, sem gekk músikkinni á hönd, — starfaði þar við Psychologisches Institutj, og fjallaði einkum um samanþurð á hljómlist ýmissa frumþjóða. Og þar sem faðirinn var sli'kur tónlistarunnandi, kom það eiris og af sjálfu sér, að syn- irnir tvjeir erfðu þann áhuga hans. Eftir stúdentspróf lögðu þeir báðir stund á hljómlist og tón- fræði — og þar með var kjölur- inn lagður að lífsstarfi hins unga Róberts Abrahams. Svo runnu þeir upp í fyllingu tímans, — hinir óskaplegu valda- dagar austurríska húsamálarans Adólfs Hitlers, — og þá var ekki að sökum að spyrja: Róbert Abra- ham og fleiri efnilegir synir og dætur þessarar að flestu leyti gáfuðu og mikilhæfu þjóðar neyddust til að flýja föðurland sitt. Hvað sögumann vorn, dr. Róbert, snertir, þá ber þess að geta, að hann kveðst samt aldrei hafa orðið' fyrir neinum persónu legum ofsóknum af hálfu stjórn- arvaldanna. En allt um það: td Frakklands fór hann, þar sem hann lauk tónlistarnámi sínu hjá hinum þekkta hljómsveitarstjóra Herman Scherchen. Þaðan átti dr. Róbert þess kost að ráðast til Kaupmannahafnar sem stjórn- andi Kórs ríkisútvarpsins danska, en úr því varð þó ekki, heldur brá hann sér þangað án fastrar ráðn- ingar, og stjórnaði nokkrum hljómleikum við mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda. ★ „Vil De hjælpe til sá skal De være hjertelig velkommen“ Það var Kóngsins Kaupinhafn, sem varð örlagavaldur í lífi hins unga Abrahams. Ekki þó svo að skilja, að ilmhöfgir beykiskógar Danaveldis hafi heillað hann svo, að hann fengi ekki aftur snúið. Ónei, — ástæðan var önnur: Með- al borgarinnar innbyggjara voru nokkrir eyjarskeggjar úr Norður- höfum, sem sögðu honum sitt af hverju um land sitt og þjóð. Og það hvarflaði að Róbert Abraham að þar kynni einmitt að vera heppilegur starfsgrundvöllur fyrir hann í framtíðinni — eða að minnsta kosti þangað til Þýzka- land' lösnaði aftur úr klóm naz- ismans. Dag nokkurn stefndu þau svo för sinni til Sveins Björnssonar, þáverandi sendiherra íslands í Danmörku, Róbert Abraham og málfræðingurinn góðkunni, dr. Lis Jacobsen, sem var í senn forn- vinur Abrahams eldra og eyþjóð- arinnar í nórðri. Sendiherrann hlýddi með athygli á ráðagerðir unga mannsins, hugsaði sig síðan lengi um og mælti loks: „Hvis De vil rejse til I land til at blive millioner, skal De ikke tænke paa det, — men vil De hjælpe til, saa skal De være hjertelig velkomm- en.” Þannig atvikaðist það, að skip Róberts Abrahams tók í fyrsta sinn land í hinni litlu og fá- mennu höfuðborg íslands, Reykja- vík. Þetta var grár og kuldalegur októberdagur árið 1935. Allt var grátt, ömurlegt, regnþrungið. — Rigningin helltist úr lofti og skall á lágum þökunum með vonleysis- legu snökti. Róbert minnist þessa dags meff hrolli: það lá við að honum hrysi hugur við þegar í upphafi. Hann gisti á hernum um nóttina- Síðan eru 30 ár, — „þrjá tíu góð ár,” segir Abraham — og brosir. ★ Norðlenzkir piparsveinar Veturinn 1936 tók Róbert Abra- ham sig upp úr „súldinni hér sunnanlands” og dreif sig til Ak- ureyrar, þar sem dr. Páll ísólfs- son hafði bent honum á ákjósan- legt starf. Og Róbert var hæst- ánægður, er norður kom: „Þar var allt hreint og tært og yndis- legt,” segir hann og hreyfir hend- urnar máli sínu til stuðnings. „Mér fannst ég strax vera orðinn hálfgerður Akureyringur.” Þarna ílentist hann í góðu yfirlæti næstu fjögur árin. Hann starfaði að hugðarefni sínu, tónlistinni, lék og kenndi á slaghörpu, og kom á fót hinum svonefnda Sam- kór Róberts Abrahams. Þetta var þrotlaust starf, en veitti jafnframt tækifæri til fjölbreyttra kynna. Meðal fyrstu og beztu vina hans urðu þeir menntaskólakennararn- ir dr. Halldór Halldórsson, síðar prófessor, og Þórarinn Björnsson síðar skólameistari. ,,Við vorum allir piparsveinar þá,“ segir dr. Róbert og brosir, „og snæddum á mötuneyti fr. Sesselju Eldjárn, þeirrar heiðurs- og gæðakonu. Þetta var mér hið bezta sálufélag, því að betri drengi en þá Hall- dór og Þórarin er vart hægt að hugsá sér. Og þeir lögðu mér | ■ fí & t%;• WA Eftir Doktorsvörn Róberts. — Fyrri andmælandi, próf. dr. Bruni Stáblein, sérfræðihgur í miðaldatónlist, og dr. Róbert ræðast vii ásamt eiginkonum sínum. „Við íslendingar stukkum beint úr rímnaiögunum út í nútímann eins og við fórum af hestbaki og stigum inn í bifreiðarnar“. 8 26. maí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.