Alþýðublaðið - 09.07.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.07.1965, Blaðsíða 11
Sumarskíðamót í Kerlingafjöllum Eins og undanfarið stendur til að skíðamót verði haldið um há- sumar í Kerlingarfjöllum. í ár er mótið ákveðið laugardaginn 24. júlí og sunnudaginn 25. júlí. Mótið á laugardaginn hefst kl. 2 og er það stór vig í öllum flokkum karla og kvenna. Á sunnu daginn hefst mptið kl. 11 og verð MeÉstarsrmét í frjálsíþróttum Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardals leikvanginum 24., 25.( og 26. júlí n.k-, keppnin hef t kl. 15,00 24. og 25. júlí. Keppnisgreinar: 1. dagur: 200 m hlaup, kúluvarp, hástökk, 800 m hlaup, spjótkast, langstökk, 5000 m. hlaup, 400 m. grindahlaup og 4x100 m. boðhlaup. 2. dagur: 100 m- hlaup, stangar stökk, krjnglukast, 1500 m. hlaup þrístökk, 110 m. grindahlaup, .sleggjukast, 400 m- hlaup og 4x 400 m. boðhlaup. 3. dagur: 3000 m. hindrunarhlaup og fimmtarþraut. Kvennamei ta’amót íslands fer fram samtímis Meistaramóti ís lands 24- og 25. júlí Keppnisgrein ar: Fyrri dagur: 100 m. hlaup, há stökk, kúluv°rp, spjótkast og 4x 100 m- boðhlaup. Síðari dagur: 80 m. grindahlaup, Framhald á 15. síðu ur þá keppt í svigi í öllum flokk- um karla og kvenna. Skíðaráð Reykjavíkur ásamt Skíðaskólan- um í Kerlingarfjöllum annast und irbúning mótsins. í mótstjórn eru: Sigurjón Þórðarson, ÍR, mótstjóri. Valdimar Örnólfsson, Skíðask. Kerlingarfjöllum. Lárus Jónsson, Skíðafélagi Reykja víkur. Valur Jóhannsson, KR. Ellen Sighvatsson formaður Skíða ráðs Reykjavíkur. Bílferðir í Kerlingarfjöll verða með Ferðafélagi íslands föstudags kvöld 23. júlí kl. 8. Keppendur sem ætla með Ferðafélagi íslands láti Ferðafélagið vita sem allra fyrst, (sími 19533). Meldingar. fyr- ir mótið verða á mótsstað. Skíða- ráð Reykjavíkur hefur til umráða svefnpláss í skála Ferðafélagsins um þessa helgi og er það þess vegna nauðsynlegt að allir sem. ætla að dvelja í skálanum láti Hin rik Hermannsson Skíðaráði Reykja víkur vita í síma 13171. Bílferð verður aftur til Reykjavíkur ó sunnudagskvöld að afloknu svig- móti. Skíðafæri er mjög gott í Kerlingarfjöllum og hiklaust verða lagðar skemmtilegar brautir, sem allir skíðamenn geta unað sér við. Auk keppenda frá Reykjavík standa vonir til að skíðamenn mæti frá Akureyri ísafirði, Ólafs firði og Siglufirði. Keppendur munið eftir, að aðeins eru 3 vikur þar til mótið fer fram. EYLEIFUR HAFSTEINSSON lék vel gegn Dönum. I fyrrakvöld sigraði 1‘róttur Hauka í 2. deild á Melavellinum með 3—2. Segja má, aff Haukar hafi veriff óheppnir aff tapa báff- um stigunum, þar sem þeir áttu fleiri tækifaeri. FH sigraffi Kyndin frá Tórshavn í handknattleik í fyrrakvöld meff 30 — 10 og hafði yfirburffi. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' ÖOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOO; Sir Stanley Matthews leikur í Reykjavík! SIR Síanley Matthews hinn heimskunní og vinsæli knatt- spymiimaffur er væntanlegur til íslands eftir hálfan mánuð og mun að öllu forfallalau&a leika í Reykjavík 22. júlí. Þaff , eru Samtök íþróttafréttamanna, sem standa fyrir boffi Matt- hews, en hann segist með á- - nægju þiggja þetta boð til Ís-j&tS í lands. mmtfá Sir Stanley, sem nýlega varð fimmtugur og var þá aðlaffur af Elísabetu Bretadrottningu, hefur um áratuga skeið verið einn bezti knattspyrnumaffur heims. Hann lék meff Stoke City á síffasta keppnistímabili og þrátt fyrir aldurinn sýndi Iiann oft mjög góffa leiki I vet- ur. Undanfariff hefur hann leikiff sýningaleiki I ýmsum löndum, m. a. í Danmörku og Svíþjóff og nú nýlega kom hann frá Sanley Matthews Kanada ,þar sem hann sýndi og keppti í íþrótt sinni. Sir Stan- ley lék ávallt hægri útherja og allir bakverffir, sem mættu honum í leik, biffu leiksins með kvíffa. Þaff verffur áreiffanlega mikil ánægjustund fyrir íslenzka knattspyrnuunnendur aff fá aff sjá þennan snilling á Laugar- dalsvellium. Ekld er enn ákveff iff fyrirkomulag leiks, sem háff- ur verffur í sambandi viff komu Sir Stanley hingaff, en frá því verffur skýrt síffar. íþróttabandalag Reykjavikur hefur veitt Samtökum íþrótta- fréttamanna leyfi til aff áffur- nefndur leikur fari fram, en eft ir er aff fá lcyfi ÍSÍ og KRR, sem viff væntum aff verffi já- kvæð. ^‘OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO-OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Bréf sent Íþróttasíðunni: Nokkur orb um landsleikinn Þó að Íþróttasíðan sé ekki að öllu leyti sammála höf- undi þessa bréfs, sjáum við ekki ástæðu til annars en birta það. ÞAÐ var mikið ritað um lands- leikinn við Dani. „Skörpustu penn aF’ íþróttafréttamennskunnar brugðu á leik og skeiðuðu „upp og niður“ síður sínar í barnslegri gleði og áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa „baráttuþreki“ og „dugn aði“ landanna. Mátti nærri því skilja það á skrifunum, sumum hverjum, að sigur Dana 3:1 væri allt að því ósigur þeirra, en sigur vor. Miðað við höfðatöluregluna frægu má sjálfsagt heimfæra út komuna undir „vorn sigur”. En því miður fyrir okkur, gildir sú ágæta regla ekki á knattspyrnu- vellinum. Jafnvel var einhver rit vallarsnillingurinn" að minna á það, að einhver kollega hans í I Danmörku hefði komið með þá hugmynd að „sigurdagur' danska- j liðsins yfir Svíum í landsleik ný- j lega (þar sem Danir unnu tilvilj ; anakenndan sigur) yrði tekinn ! upp sem eins konar viðbótar þjóð hátíðardagur þar í landi, og vildi sá ísl. að því er skilið varð, að slíkt yrði gert hér einnig, ef við slysuð umst til að vinna danskinn — einhverntíma. Ef slíkt ætti hljóm- grunn meðal vor. er vonandi að langt verði enn í sigurinn yfir Dönum á þessu sviði. En látum út- rætt um þetta. En snúum okkur [ nánar að skrifum blaðanna um) einstaka leikmenn okkar. Að einu blaði undanskyldu „taka blöðin fyrir“ einn leikmannanna, j alveg sérstaklega, og eiga nær öll, ekki nógu sterk orð um nei- : kvæða frásögn af getu hans og framlagi í leiknum. Hér er átt við v. bakvörð Sigurvin Ólafsson (ÍBK). Hann er talinn hinn veiki hlekkur liðsins (Ast-Mbl). Ekki nógu reyndur til að leika lands leiki (Þjóðv.). í þessu sambandi er rét.t að upplýsa Þjóðviljann, ef liann skyldi ekki vita það, að þetta er fyrsti leikur Sigurvins í landsliðinu. svo um reynslu hans sem landsliðsmanns var vitað fyr- irfram. En þetta er ekkert eins dæmi, því allir okkar landsliðs- menn hafa átt sinn fyrsta lands leik, og verið reynslulausir til að byrja með, eða ekki reyndari en Sigurvin var fyrir 5. júlí sl. Talað er um frammistöðu tveggja nýliða í liðinu (Álf-Tíminn) en ekki minnst á það að Sigurvin var þriðji nýliðinn. Liggur við að þetta sé gert með vilja, svo lýsing in af „veikri“ vörn hans í blaðinu verði áhrifameiri og hljómi betur. Þó segir' Vísir: Sigurvin átti allg ekki svo lélegan leik, og stóð sig framar öllum vonum, en svo bæt ir blaðið við „en áttaði sig greini- lega ekki eins vel vinslra megin". Tekur blaðið þannig aftur öll vin gjarnlegheitin um Sigurvin, því ,,áttaviltur“ bakvörður er ekki upp á marga fiska. Loks segir svs í Alþýðubl. I. V. Fyrirliðinn Ell- ert Schram er góður uppbyggjari og sterkur í skalla-einvígum, en Framh. á 15. síðu. KEFLAVÍK FRAM 5:0 KEFLVÍKINGAR gjöf. § 1 sigruffu Fram í fyrsta leik § : síðari umferffar íslandsmóts | f ins í gærkvöldi, en leikurinn | § fór fram á Njarffvíkurvellin 1 | um- Li'ff ÍBK sýndi allt affra I 1 knattspyrnu en þeir hafa áff 1 | ur gert í sumar, hraða í spili, | : góffar skiptingar og voru ó- § I feimnir viff aff skjóta. Enda | : kom árangurinn í Ijós. Vöra = i Keflvíkinga var einnig ágæt | 1 og traust, Meff sama áfram | Í haldi geta Keflvíkingar orff | : iff skeinuhættir í þeim 4 H Í leikjum sem eftir eru og fall | : hætta liffsins hefur minnkaff S j verulega. Aftur á móti er Í Í staffa Fram orðin mjög alvar | I leg og þeir verffa aff taka | Í sig verulega á ef þeir ætla | í aff halda sæti sínu í I deild. | Í Rúnar Júlíusson skoraði I I fyrsta marlc leiksins á 10 : = mín. meff góðu skoti, og Karl = = a : Hermannsson bætti öffru viff | Í á 25 mín. úr þvögu, Grétar | | Magnússon skoraði þriffja | i markiff á 30 mín. með góðu § j skoti. Mínútu síffar skoraði 3 Í Grétar aftur, en markiff var | 1 dæmt af vegna rangstöffu. | Keflvíkingar bættu tveim \ E mörkum viff í síffari liálfleik, | Í Sigurvin átti hörkuskot í | 1 stöng á 15, mínútu, boltinn I : hrökk til Rúnars, sem fyldi | 3 eftir og knötturinn hafnaffi | I í netinu. Fimmta markiff a i skoraði Grétar á 30 mín. = Leíkurinn fór fram í ágætu Í veffri. Dómari var Magnús Péturs Í son og áhorfendur voru um j . 1000. * Rlllllllllllllllllllllltllllllf Jlllllllllllllllllillllllllllll'IUMUS ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. júlí 1965 % $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.