Alþýðublaðið - 07.09.1965, Page 7

Alþýðublaðið - 07.09.1965, Page 7
ÚtvarpsræSa George IVSeany, forseta AlSiýðusambasids IISA FRAMFARiR EDA MASKI George Meany AÐ ÞESSU SINNI ber hátíðisdag amerísks verkalýðs upp á 6. dag septembermánaðar, og fer hér á eftir útvarpsræða George Meany, forseta AFL-CIO, sem er Alþýðu- samband Bandaríkjanna. Á þessum verkalýðsdegi, fremur en nokkru sinni fyrr, fela framtið- arhorfur í Ameríku í sér sterkar andstæðúr — andstæðurnar fram- farir eða liáski. Á þessu ári hafa Bandaríkin kom ið til leiðar mestu þjóðfélagsum- bótum, sem nökkru sinni hafa ver- ið framkvæmdar á svo skömmum tíma, og enn meira er í vændum. En þessa sömu mánuði hefur yf- irgangur kommi'mista i Vietnam sí- aukizt, en sú þróun hefur orðið til þess, að amerískar hersveitir hafa neyðst til að skerast i leikinn, og þetta býður heim hættunni á al- geru stríði. Hér er háskinn á ferð- inni. Flestir Ameríkumenn — mikill meirihluti þeirra — metur fram- farirnar mikils. Þeir eiga hlut- deild í þeim, og þeir bíða með eft- irvæntingu og trúa á enn meiri framfarir. En ekki svipað því eins margir gera sér fulla grein fyrir háskan- um. Og of margir þeirra eru sér ekki fullkomlega meðvitandi um ástandið, eins og það í raun og veru er. Þeir vita ekki hvernig það skapaðist og skilja ekki eðli þess. Þeir biðja um frið — sameiginlegt takmark okkar allra — án þess að gera sér ljóst, að semji ekki báðir aðilar frið, verður annar að gefast upp. Vegna þessa víðtæka skilning§- skorts ætla ég fyrst að ræða þessa hiið á framtíðarhorfum Bandaríkj anna. Bandaríkin hófu ekki stríð í Ví- etnam. Því var ekki komið af stað af Suður-Vietnam. Einræðisstjórn kommunista í Norður-Vietnam kom því af stað með hvatningu og eggjan frá kommúnistastjórn Kína. Menn verða að minnast þess, að Vietnam skiptist í tvennt, norður og suður, með alþjóðasamkomu- lagi, Genfarsamningnum frá 1954. Skiptingunni var ætlað að vera til bráðabirgða. Áformað var, að hún yrði úr sögunni að ári liðnu, fyrir tilstilli almennra kosninga, og kysi Vietnam sér stjórn. En kosningar fóru aldrei fram. Kommúnistastjórnin í norðurhluta landsins — eins og allar kommún- istastjórnir — vildu ekki leyfa, að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að frjálsar kosningar gætu átt sér stað í landinu. í stað þess hófu kommúnistar í norðurliluta landsins þegar í stað kúgunar-, innrásar- og ógnunar- aðgerðir gegn suðurhlutanum. Stjórn Suður-Vietnam bar fram kvartanir við alþjóðaeftirlitsnefnd ina, sem komið hafði verið á fót samkvæmt Gcnfarsamkomulaginu, og sjá átti um, að samningurinn yrði haldinn. Nefndin gerði athug- anir á umkvörtununum. Það er athyglisvert að sjá, hvaða' lönd eiga aðild að þessari nefnd. Það voru þrjú lönd — Kanada, Pól- land og Indland. Ég býst ekki við, að nokkur geti borið á Bandaríkin, að þau hafi getað stjórnað nefnd, sem skipuð var fulltrúum frá þess- um þrem þjóðum. Hér á eftir fer það, sem nefndin komst að við rannsókn sína, og tek ég hér ummæli úr skýrslu nefndar- innar: „Fyrir hendi eru sannanir á, að vopnað og óvopnað lið, hergögn og skotfæri ósamt öðrum bjrgðum hefur verið flutt frá norðursvæð- inu til suðursvæðisins .... Nefnd- in hefur einnig komizt að þeirri niðurstöðu .... að þjóðfrelsisher Vietnam — það er kommúnistaher Norður-Vietnam — he’fur leyft, að svæði í norðurhluta landsins væri notað til þess að vekja, hvetja og stuðla að háskalegri starfsemi í suðurhluta landsins, sem ætlað er að steypa stjórn suðurhlutans. Þetta voru niðurstöður nefndar- innar. Ekkert talar skýrara máli. Og þessi sama þróun innrásar og kúgunar hefur átt sér stað um tíu ára skeið í sívaxandi mæli. Hin stöðuga barátta gegn kúgun og manndrápum skæruliðanna hefur staðið gegn því, að hægt hafi verið að koma á fót fastri stjórn í suður- Vietnam. Þetta hefur hindrað ráð- stafanir til að mæta aðkallandi þörfum fólksins og hefur verið ógn un við þjóðina um yfirvofandi hrun, og að einræðisstjórn komm- únista, sem fólkið óskar ekki eftir, næði völdum. Bandaríkin hafa blandað sér í mál Vietnam af einni ástæðu — og aðeins einni ástæðu. — Við gáf- um S-Vietnam loforð um að hjálpa því að halda frelsi sínu og rétti samkVæmt Genfarsamningnum. Og þetta erum við að gera. Samt er til fólk í okkar heima- landi, sem sakar Bandaríkin um yf- irgang. Síðan hvenær hefur vernd frumstæðustu mannréttinda verið yfirgangur? Þessi sami hópur, ófróður og blekktur, spyr hvers vegna við sé- um þátttakendur í þessari baráttu — hvers vegna við þurfum að skipta okkur af vörnum Suður-Vi- etnam. Þetta fólk segir, að bardag- arnir myndu hætta, ef við héldum burt þaðan, og kæmist á „frið- ur”, segja þeir. Hvílík fjarstæða. Það var eng- inn friðúr, þegar Hitler náði á sitt vald Austurríki og Sudetalandi í Tékkóslóvakíu. Það hefur ekki ver- ið friður, þótt Stalín tæki Eystra- saltsríkin, eða vegna þess að Krúst- jov drekkti ungversku byltingunni í blóðhafi. Nei — sá ótryggi friður, sem ríkt hefur síðustu tuttugu árin hefur byggst á ákveðinni mót- spyrnu frjálsra manna. Friður hef- ur verið varðveittur vegna þess, að ekki var látið undan í Grikklandi eða í Vestur-Berlín, og með til- finnanlegum fórnum og hreysti- legri mótspyrnu í Suður-Kóreu. Með ákveðinni afstöðu sinni bjarg- aði John F. Kennedy friðnum, er Kúbudeilan stóð sem hæst. Gerum ráð fyrir, að við snerum baki við frelsi — gerum ráð fyrir, að við gengjum á bak orða okkar — í Viet.nam. Gerum ráð fyrir, að við yfirgæfum milljónir manna og gæfum þær á vald kommúnisku einræði — allt í nafni „friðar”. Næsta skref yrði stigið um leið — í Laos og Kambodiu, Thailandi og Burma, Malaysíu og Singapore — og óhjákvæmilega á Filipseyj- um, sem eru hjartfólgnar Ameríku. Hvernig myndi afstaða þessara yfirlýstu friðarsinna verða þá? Ég segi, að það minnsta, sem Ameríka getur gert bæði fyrir málstað al- þjóðasiðgæðis og sem ákveðin og hagsýn þjóð, er að halda mörkum frelsisins þar, sem þau eru nú, í von um að með tíð og tíma muni smitandi andi frelsisins breiðast út meðal þeirra þjóða, sem nú eru hnepptar í viðjar. Látum þá, sem nú hrópa um I frið, hvaSj sem hann kostar, — ang- istarópið, sem færði fasismann nær heimsyfirráðum — athuga hver það er í heiminum í dag, sem talar um réttlátan frið. Það eru engar umræður um frið í Hanoi eða Peking. Boð um skil yrðislau^ar umræður við samninga borðið, og óskir um að binda endi á blóðsúthellingar, koma frá Banda ríkjunum, og einlægast frá John- son forseta. Bandaríkin hafa lagt blessum sína yfir þær friðarumleitanir, sem gerðar hafa verið af sjálfboðafull- trúum frá Sameinuðu þjóðunum, Stóra Bretlandi og öðrum löndum. En þeim liefur verið hafnað í höf- uðborgum kommúnista. Ég endurtek — séu ekki báðir aðilar reiðubúnir til að semja frið, verður annar að gefast upp. Gæf- ist Ameríka upp, eða léti undan síga og sneri baki við heilagri skuldbindingu sinni í S-Vietnam, myndi það verða fyrsta skrefið til að gera allan heiminn að einu fórnarbáli. Slíkur háski myndi verða mik- ið áhyggjuefni á hverjum tíma. Það er sérstaklega ógæfulegt, þeg- ar slíkur háski er yfirvofandi á sama tíma og hin andstæðuhliðin er annars vegar, sem ég minntist á í upphafi — framfarirnar í Banda ríkjunum, sem gefur svo mikil fyr- irheit í amerískum lifnaðarhátt- um fyrir þessa kynslóð og afkom- endur okkar. Útvarpstími minn leyfði ekki, að ég telji upp allt, sem áunnizt hefur á 89. þjóðþinginu þetta ár. Ég ætla að minnast á fátt eitt. Öll stig menntunar — frá barna- skólastiginu — og reyndar undir- búningsmenntun fyrir þá slcóla- göngu þeim til handa, sem þurfa — eru loks orðin eitt af verksviðum sambandsstjórnarinnar. Útlit er fyrir alla jafnt, nema hæfileika bresti, geti brátt orðið að veru- leika. Læknishjálp fyrir aldrað fólk, á- samt talsverðum úrbótum á öðr- um sviðum almennra tryggingar- mála, veitir nú ekkjum, munaðar- levsingjum og öryrkjum nokkuð örvggi, sem talandi er um. Frumvarpið um jafnan kosninga rétt — til viðbótar jafnréttislög- unum frá 1964 — tryggir blökku- mönnum sama rétt og öði’um þjóð- félagsþegnum til að hafa áhrif í þá átt, að allir öðlist jafnrétti og fái sömu tækifæri. Stríðið gegn fátæktinni — þjóð arákvörðun um að einn fimmti landsmanna komizt að minnsta kosti á það stig að jaðri við þióð- félagslega velmegun — er háð á mörgum vígstöðvum. Gegn vandamálum. sem lengi hafa grafið um sig á þéttbýlustu stöðunum, þar sem 70 af hundraði Ameríkumanna búa, er nú unnið með nýjum húsakosti, fólksflutn- ingum og öðrum ráðstöfunum, og verða þessi mál sameinuð undir eina stjórnardeild. Þetta eru aðeins fá atriði. En fleiri þýðingarmiklar ráðstafanir eru á döfinni: Lágmarkslaun verða hækkuð við milljónir manna, sem fara á mis við launaöryggi, en það er óhjá- kvæmilegt til þess að árangur ná- ist í baráttunni við fátæktina — en verst staddir á þeim vettvangi eru þeir, sem hafa fulla vinnu en svo ekki lífvænleg laun. Atvinnuleysið er enn varanlegt vandamál, þótt það hafi verið sí- minnkandi og líkur séu til, að það minnki enn töluvert fyrir tilstilli frumvarpsins um almenn iðjuver. Nú ætti að hefjast handa til að i’á þá óhjákvæmilegu úrlausn, að vinnuvikan verði 35 vinnustundir. Atviunutrygging. hinn efnahags- legi bjarghringur launþegans, verð ur nú loks eftir langa bið að kotn- ast í sitt raunverulega, upphaflega horf með almennu lagakerfi, sem kveður á um lágmarksatvinnu- mögulelka. Þjóðþingið ætti að samþykkia fjölda frumvarpa, er fjölluðu um vernd gegn því, að neytendur verci fyrir alls kyns svikum og prettum af hálfu tillitslausra kaupmanna. í þessu eina efni hefur þjóðþingið ekkert aðhafzt enn sem komið er. Margt er enn eftir ógert varð- andi menntamál, einkum æðri menntun, en verður ei talið að sinni. I Eitt varpar nokkrum skugga á og er áhyggjuefni varðandi þessá framvindu, þótt hún haldi samt á^ fram, en það er ógnunin frá er- lendum atburðum. En í víðtækari skilningi eru framfarirnar í Bandaríkjunum sterkasta vopnið, sem við getum Framhald á 15. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. sept. 1965

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.