Alþýðublaðið - 23.11.1965, Síða 8

Alþýðublaðið - 23.11.1965, Síða 8
GEORG ANDERSEN. Þá var öllum frí- merkjum fleygt.. Rætt við einn elzta írímerkjasafnara á landinu, Andersen Það er fallegt á Siglufirði þeg- ar sólin skín og lognið hérna er sannkallað stafalogn. — Ufsabát- arair koma hlaðnir að bryggjun- um og bæði frystihúsin keppast við að vinna úr aflanum, en síldarskipin láta ekki sjá sig. — Sinarasti þátturinn í atvinnulífi bæjarins hefur brugðizt. Hvers vegna kemur síldin ekki? Á síldarplönunum er lítið að gera. — Sólin bakar tómu tunn- urnar og það þarf oft að sprauta vatni á þær, svo að þær falli ekki í stafi. Og sem við Stein- grímur erum að þeirri iðju, spyr ég: „Hver mundi vera mesti frímerkjasafnarinn hér á Siglu- f irði ? “ „Það er líklega hann Andersen gamli, svarar Steini Ég heimsótti Georg Andersen um daginn. — Hann er danskur að ætt og þótt hann hafi nú 79 ár að baki, er hann hinn hressi- legasti og vinnur enn fullan vinnudag við rennismiði hjá síld- arverlcsmiðjum ríkis;ns hér. — t stofunni hans má sjá að þar býr völundur í höndunum. Þar eru margir eigulegir smáhlutir, smíð- aðir af honum. — Talið berst nú að frímerkjunum. ★ SAFNARI í 60 ÁR „Hvenær byrjaðir þú að safna Andersen?' — Ég kom til íslands 25. maí 1906. — Kom með fyrstu vél- arnar í vélbátana, sem þá var farið að smíða. Það voru „Dan“ og „Gidion" vélar sem fóru í báta á Kljáströnd og Hrísey. — Strax og ég kom tl íslands, fór ég jað halda saman öllum notuð- umi frímerkjum, sem ég náði í, en ft i 23. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ” t i: rr'ÍV' skipulegri söfnun byrjaði ég ekki á fyrr en um 1926, Þá hafði ég náð í góðan stofn i íslenzka safn- ið. Annars vxar það svo þá að ég safnaði öllum heiminum. Upp úr 1930 fór ég svo að einbeita mér að því, að safna Evrópu-löndun- um. Sambönd hafði ég góð í Ev- rópu og víðar. Frímerkjaþáttur Eiginlega var það íslenzk kona úti í Kaupmannahöfn, sem kom mér á sporið í frímerkjasöfnun. Hún fékk oft bréf héðan að heim- an og gaf mér þá gjarnan frí- merkin af þeim. Ég skildi það safn eftir úti, þegar ég fór hing- að. Eftir 14 ár, þegar ég að lok- um skrapp heim til Kaupmanna- hafnar, hafði pabbi gamli brennt allt ruslið, eða fargað því á ann- an hátt. „Voru nokkrir frímerkjasafnar- ar hér þegar þú komst 1906?“ — Fyrst eftir að ég kom til íslamds, varð ég ekki var við neina sem söfnuðu merkjum, og mörgum fannst víst, að ég væri eitthvað skrýtinn, að vera að safna þessum miðum. — Öllum umslög- um með frímerkjum var þá fleygt í sorpið. Einstaka bréf-umslög voru þó geymd, en það var þá vegna bréfsins, sem innan í var, t.d. ástarbréfum! Á þessum árum fékk ég öll frímerki gefins. —, þpim var ætlaður staður í glat- kistunni hvort sem var. ★ Slatti af skildinga-umslögum Á árunum 1927 — 1932 fór ég oft héðan af Siglufirði inn í Fljót á bæina Laugaland og Reykhóla til þess að spila „Lombre“. — Það var eitt sinn að vetrarlagi er ég sat að spilum þarna á bæjunum að gömul kona stingur að mér slatta af frímerktum umsiögum, Ég fékk henni 50 kr., sem að vísu var þá meira virði en nú. — En er heim kom og ég fór að skoða umslögin nánar, sá ég mér til furðu að þetta voru tóm skild- inga-umslög, 6 eða 7 að tölu. — Ég klippti þau, og leysti síðan merkin af í volgu vatni. Núna vildi ég gjarnan eiga þau á bréf- unum! í þá daga var enginn á- hugi fyrir umslagasöfnun... „Hefur þú náð sama'n heilu islenzku safni?" — Já, me;ra að segja hefi ég i nokkur skipti selt „complet ís- land‘ Að vísu safna ég engum „vari- öntun," — Það er hægt að ná saman heilu íslenzku safni í dag ef nægir peningar eru fyrir hendi, — Mörg frímerkin í það safn : yrði þó að kaupa er- lend's t. d. í Svíþjóð og Dan-. mörku. — Við látum nú frí- merkjatalið niður falla um stund, en lítum í albúmin. Þarna í enska safninu skartar „Black-Penny," 'fyrsta frímerki he’msins, knúna 125 ára gamalt. — í albúmum Andersens sjáum víð einnig fyrsta danska merkið, fyrsta norska frímerkið. Einnig getur. Framh. á 5 ríðu ★ TRYGGINGAMÁL. I. Fundurinn fagnar því, að við síðustu endurskoðun trygg- ingalaganna voru tekin upp ýmis atriði, sem Bandalag kvenna hef- ur bent á í ályktunum sínum undanfarin ár, meðal annars, að nú hefur verið viðurkenndur réttur húsmæðra til sjúkradagpen- inga, þótt að upphæð, sem miðað er við, sé of lág. Jaínframt leyfir fundurinn sér að vekja eftirtekt á eftirfarandi atriðum. sem hann telur, að þurfi breytinga við: a. 16. gr. 4. málgr. orðist þann- ig: Greiða skal ekkli allt að full- um barnalífeyri. Skal það einnig ná til annarra feðra, sem einir hafa börn á framfæri sínu. b. Barnalífeyrir vegna mun- aðarlausra barna sé greiddur tvö- faldur. í stað lieimildar komi full- ur réttur. c. Heimilt sé að greiða lífeyri með ófeðruðum börnum, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi, sem tryggingarráð viðurkennir. d. Stefnt sé að því, að elli- tryggingum sé breytt í það kerfi, að komið sé á lífeyrissjóðstrygg- ingum fyrir alla þegna þjóðfélags- ins. e. Heimilt sé að láta rétt til ellilífeyris haldast við sjúkrahúss- vist allt að 26 vikum á ári. f. Fundurinn telur, að sú upp- hæð, sem sjúkradagpeningar liús- mæðra er miðuð við, sem sé líf- eyrisuppliæð elli- og örorkulífeyr- isþega, sé of lág. g. Fundurinn telur sjálfsagt og eðlilegt, að bótagreiðslur trygginganna verði verðtryggðar í samræmi við samninga, sem ríkisstjórnin Iiefur gert við Al- þýðusamband íslands. II. Fundurinn leggur áherzlu á, að fram fari athugun á því, hvort ekki sé unnt að taka tann- viðgerðir inn í hinar almennu sjúkratryggingar. III. Fundurinn álítur það rang látt, að ellilífeyrir hjóna skuli vera minni en einstaklinga, og gerir þá kröfu, að hjónalífeyrir verði jafn og tveggja einstakl- inga. ★ VERÐLAGS- OG VERZLUNARMÁl. 1. Fundurinn fagnar þeim á- rangri, sem náðst hefur með heil- brigðiseftirliti í borginni, en skorar um leið á borgarlækni að herða á eftirliti með því, að sett- um reglum um heilbrigðismál sé framfylgt. Jafnframt beinir fund- urinn þeirri áskorun til húsmæðra, að þær taki höndum saman um eftirlit hreinlætis í matvöruverzl- unum og láti heilbrigðiseftiflitið vita, ef þeim finnst úrbóta þörf. 2. Fundurinn skorar á seljend- ur sláturafurða (SÍS og SS) að gangast. fyrir því, að framvegis verði sala haustafurða á mörgum stöðum í borginni, svo að hús- mæður eigi hægara með að ná í þennan holla mat á hóflegu verði. Núverandi sölumáti sláturafurða er algjörlega óviðunandi. 3. Fundurinn skorar á for- konur stjóra Grænmetisverzlunar land- búnaðarins að hlutast til um það, að kartöflur verði einnig seklar í 2—214 kg. pokum, því að 5 kg. skammtur er allt of stór fyrir lítil heimili. 4. Fundurinn skorar á Sölufé- lag garðyrkjumanna og Grænmet- isverzlun landbúnaðarins að koma á grænmetismarkaði í borginni. 5. Fundurinn skorar á Neyt- endasamtökin og Kaupmannasam- tök íslands að hlutast til um það, að neytendur fái í hendúr allar upplýsingar, sem fylgja vörunum frá framleiðendum. 8. OG 9. NÓVEMÐER Fundirm sóttu 66 fulltrúí 7000 félagskonum. Stjórn Soffía Ingvarsdóttir, ritai in ár samþykkti fundurim 6. Fundurinn tekur undir kröf- ur Neytendasamtakanna um, að sett verði reglugerð um vörumerk- ingu og skorar á viðskiptamála- ráðherra að hraða framkvæmdum þessa máls. 7. Fundurinn skorar á verð- lagsstjóra að herða á eftirliti með verðlagi á vörum og þjónustu, og sjá um, að framfylgt sé reglu- gerðinni um verðmerkingar í verzl unum og að láta herða á viður- lögum við brotum. 8. Vegna þeirrar dýrtíðar, sem myndazt hefur á undanförnum ár- um og eðlilega kemur mjög við heimilin í landinu, skorar fundur- ínn á stjórn og löggjafarþing að aflétta að verulegu leyti verðtolli og söluskatti af brýnustu nauð- synjum. 9. Fundurinn mótmælir af- námi ákvæða um hámarksálagn- Bandalag k i • ■ i.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.