Alþýðublaðið - 23.11.1965, Blaðsíða 10
■hf>
Alþingi
flií: Framhald 'af 1. síðu.
| að segja þetta pólitískt mál, sem
‘stjórnarandstaðan hefði vakið upp
'Vitnaði Jón síðan í blaðagrein
L- ,i . ,
ar þeirra Jóns Finnssoar og Arna
Gunnlaugssonar um þetta mál,
og kvað hann svör ekki hafa kom
ið fram við þeirri gagnrýni, sem
jþeir hefðu sett fram. Hann kvað
^mótmæli Alþýðuflokksins í þessu
piáli hafa verið síðbúin og lík-
íéga ekki ýkja sterk innan ríkis
,ÍT} r-
stjornarinnar.
wo
«' JÓHANN HAFSTEIN dómsmála
ráðherra kvaðst vera efnislega-
■feammála frumvarpi Jóns, en
•*taldi þó, að nefnd þyrfti að at
huga málið gaumgæfilega, því hér
væri um víðtækt vandamál að
ræða. Hann kvað sér kærkomið
að fá nú tækifæri til að ræða
þétta mál, en kvaðst áður hafa
^Skýrt sjónarmið sín í Morgunblað
inu, sem siðan hefðu af ýmsum
^Vérið rangtúlkuð, m.a. hefði hann
sagt þar, að setning ein í em
iiætti skapaði ekki siðferðilegan
rétt til að hljóta skipun, heldur
kæmi þar og ýmislegt annað til.
n • Dómsmálaráðherra kvaðst hafa
, vitað, að fleiri mundu sækja um
Iþetta embætti, en Björn Svein
björnsson. Hann kvaðst hafa kall,
að Björn til sín, og sagt hohum
það sem sína skoðun, að setning
ein skapaði ekki fortakalausan |
rétt til skipunar, og fram kynnu
að koma umsóknir frá mönnum
með meiri rétt, að sínu áliti en
Bjöm hefði. Sumum finnst, að ég
hafi vikið Birni úr starfi, sagði
ráðherra, en það er alls ekki rétt
og fær ekki staðizt. Hann kvaðst
hafa boðið Birni að veita honum
embætti borgarfógeta í Reykjavík,
en Björn hefði ekki haft hug á
því heldur viljað sækja um em
bættið í Hafnarfirði. Þá minnti
ráðherra á, að nú væru laus til
umsóknar eitt embætti hæstarétt
ardómara og embætti bæjarfógeta
á Siglufirði og auðvitað stæði Birni
til boða að sækja um þessi em-
bætti eins og öðrum, sem upp-
fylltu þær kröfi|r, sem gerðar
væru.
Þá vék ráðherra að því að hald
ið hefði verið fram, að veiting
þessa embættis væri einstætt ó-
hæfuverk. Jafnan hefði verið tal
inn föst regla að auglýsa embætti
þótt síkt hefði ekki orðið laga-
skylda fyrr en á árinu 1954. Hann
ræddi embættisveitingar í tið
Hermanns Jónassonar og Finns
Jónssonar dómsmálaráðherra og
, nefndi ýmis þau dæmi, sem hann
kvað sýnu verri, en það sem hér
væri nú verið að deila um. Til
I dæmis hefði þetta umdeilda em
bætti, sagði hann, ekki verið aug
lýst árið 1945 heldur skipað í það
án auglýsingar og hefði ráðherra
sá, er þá fór með dómsmál, skip
að í 10 embætti á tveim árum og
auglýst öli nema þetta eina.
Þá vék ráðlierra að því hvers
vegna Jóhann Gunnar Ólafsson
hefði ekki verið skipaður í þetta
embætti. Hann kvaðst í viðtali við
Morgunblaðið hafa viðhaft þau
ummæli, að sér hefði þótt hann
„helzt til fullorðinn, en um það
mætti þó deila“. rifjaði hann síð
an upp að 1935 hefði Hafnarfjarð
arembættið verið veitt manni, sem
var yngri og með mun minhi
starfstíma, en þeir sem sóttu á
móti honum. Sama hefði átt sér
stað á Akureyri 1945.
Ráðherra kvaðst að lokum vilja
biðja vandlætara að athuga sinn
gang betur og huga að þeim niður
stöðum, sem hann hefði lýst. Hann
kvaðst ekki ætla að reyna að
hreinsa sig af þessari embættis
veitingu og sér væri ljóst, að um
bana væri ágreiningur. Ef maður
er sjálfur sannfærður um kosti
manns eins og Einars Ingimund
arsonar, þá getur maður ekki lát
ið hann gjalda þess, að hann er í
sama flokki og maður sjálfur, sagði
ráðherra að lokum.
GYLFI Þ. GÍSLASON mennta-
málaráðherra, sagði frásögn Jóns
Skaftasonar mjög villandi, og hefði
honum átt að vera innan handar
að afla sér upplýsinga um hvað
væri rétt í því, sem hann hélt
fram. Sagði Gylfi, að sér þætti
vænt um að fá nú tækifæri til að
upplýsá hið sanna í þessu máli,
sem væri það, að embætti hans við
háskólann hefði verið ráðstafað í
fullu samræmi við þau ákvæði, sem
frumvarp Jóns fæli í sér.
Menntamálaráðherra, sagði síð-
an: ,,Ég geri ekki ráð fyrir, að
neinn hafi ætlazt til þess að ég
segði af mér prófessorsembætti
mínu, er rikisstjórn Hermanns
Jónassonar var mynduð sumarið
1956. Kennslu minni var þannig
ráðstafað, að næstu árin kenndu
kennslugreinar mínar þe'r dr. Jó-
hannes Nordal, Guðlaugur Þor-
valdsson, Þorvarður Júlíusson og
Árni Vilhjálmsson, en ekki reynd
ist unnt að fá neinn einn mann til
að taka alla kennsluna að sér fyrr
en haustið 1960. Þegar stiórn Ól
afs Thors hafði verið mynduð í
ársrjuníb O fcy uó oöiÖ. hhc bb
árslok 1959 og f.iarvera mín frá
störfum við háskólann lengdist,
vildi ég ekki að kennsla í kennslu
greinum mínum yrði áfram í hönd
um aukakennara eða setts prófess
ors eins og hún var 19R0. Ræddi
ég málið í ríkisstiórninni og við
háskólann. Varð það niðurstaðan,
að háskólinn fór fram á bað við
AlWngi, að istofliað yrði nýtt
prófessorsembætti við viðskipta
deilina. Frá upphafi hafa verið þar
tvö prófessorsembætti og eru
rekstrarhagfræði og skyldar grein
ar aðalkenrislugreinar ahnars, en
þjóðhagfræði og skyldar greinar
hins. Tilgangurinn var sá. að ef
þr'ðja embættið yrði stofnað, gæti
sú skipan haldizt, að aðalgreinar
deildarinnar rekstrarhagfræði og
þjóðhagfræði yrðu kenndar af skip
uðum prófessorum. Tillagan um
stofnun þessa nýja embættis var
flutt i efri deild og samþ. með sam
hljóða atkvæðum um leið og stofn
uð voru þrjú önnur prófessorsem-
bætti, en menntamálanefndum
beggja deilda var gerð grein fyr
ir málavöxtum. Þar með fengu full
trúar allra þingflokka vitneskju
um efni þessa máls og samþykktu
þar með þá skipan, sem síðan hef
ur verið á þessum málum. Mér
er engin launug á því, að hefði
stjórnarandstaðan þá beitt sér
gegn stofnun hins nýja embættis
með þeim rökum, að hér væri ein
ungis verið að gera eitthvað fyrir
mig þersónulega, þá hefði ég beð
ið háskólann að afturkalla ósk
sína úm stofnun embættisins, en
auðvitað engu að síður skipað Árna
Vilhjálmsson prófessor eins og
I ég gerði. Von ég því að enginn
undrist, þó mér þykir árásir á
mig út af þessu máli vægast sagt
ódregnilegar.
1 lögum, sem voru lög nr. 51 frá
11. janúar 1960 var prófessorsem
bætti við v;ðskiptadeild auglýst, og
Árni Vilhjálmsson síðan skipaður
prófessor.
Að lokum sagði Gylfi. Ég vil
að lokum leggja sérstaka áherzlu
á að ef háskólinn hefð' á undan
förnum árum talið eða teldi nJ
þörf á að skipa annan mann en
mig í þriðja prófessorsembættið
við viðsk;ptadeiidina, bá myndi ég
gera það þegar í stað. Ef við
skiptadeild eða eftirmaður minn,
sem menntamálaráðherra teldu
ekki þörf fvrir starfskrafta mína,
þegar ég lét! af ráðherrastörfum,
myndi ég auðvitað ekki taka upp
störf við háskólann að nvju.
INGI R IIELGASON (K) lagði
áherzlu á að eðlilegt væri að meta
starfsaldur mik'ls í sambandi við
veitingu opnberra starfa. ' Hann
minnti á, að setning í embætti,
sem losna, gæti vissulega aukið
og skapað þeim, sem settur er, sið
ferðilegan rétt til embætt’sins, því
Framh. á 14 síðu
BIFREIÐAEIGENDUR
Önnumst allar þær viðgerðir og stillingar, er þér þurfið
á að halda viðkomandi vélinni í bifreið yðar.
AUTOLITE KVEIKJUPARTAR
— Leggjum áherzlu á góffa þjónustu. —
BIFVÉLAVERKSTÆÐBÐ
VENTIL
SÍMI 30630 ISjjijHnjiijjjjiH
(við Köllunarklettsveg)
Benzínsala - Hjólbaröaviðgerðir
Opið alla daga frá kl. 8—-23,30
Hjólbaröaverkstæðið Hraunholt
Hornl Lindargötu og Vitastígs. — Sítnl 23900
10 23. nóv. 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ
ýx - .1- 1 :