Alþýðublaðið - 23.11.1965, Síða 14
Alþingi
Framhald af 10. síðu.
6vo væri kveðið á þegar maður
hefði gegnt slíku embætti í eitt
ár mætti skipa hann án auglýsing
ar. Hinsvegar væru engin ákvæð
um embætti, sem ekki losnuðu og
skipað væri í eins og hér væri um
að ræða. |
Kvað Ingi röksemdir ráðherra í
!>essu máli lieldur fjarstæðukennd
ar. Hann gagnrýndi það að menn
gætu „geymt“ handa sér embætti
Væri raunar útilokað og í bága við |
igrundvallarreglur laga að hafa ’<
dómara setta í mörg ár. Hann
lívað það sitt álit að 4 ár væri of I
langur tími tij að hafa dómara
e'ettan.
Ingi sagði embættisveitinguna
{ Hafnarfirði hneyksli og hefði
allra sízt átt að veita embættið
stjórnmálamanni og væri það í
bága við reglur um þrískipt'ngu
ríkisvaldsins, og mjög alvarlegt
Væri þegar gjörsamlega væri vik
»ð frá starfsaldursreglum í sam-
bandi við embættisveitingar, og
sagði hann að lokum að
í þessu máli ætti ráðherra að
beygja sig fyrir almenningsálitinu.
Var umræðunni um málið síðan
frestað. enda fundartími þrotinn,
en verður vafalaust haldið áfram
í dag, þriðjudag.
1M£Iamiðliin
Framliald af 2. síðu.
við bandaríska send'herrann í Aust
urríki, William Crawford, og að
ekki væri vitað um niðurstöður
þessara viðræðna.
í yfirlýs’ngu bandaríska utanrík
tsrálðuneytisins segir, að venju-
legt samband hafi verið haft við
Rúmena eftir diplómat'skum leið
«m og Bandarikjamenn lýst því
yfir, að þeir yrðu þakklátir beim
ef þeir gætu fengið einhverjar
npp’vsingar frá Rúmenum varð-
and; lausn á Vietnamdeilunni. Hins
vegar. hefðu Rúmenar engar unp
lýsingar getað veitt, er bent gætu
til þess að Norður-Vietnammenn
væru fúsir til samninga.
Þar eð Rúmenía hefur stjórn
málasamband við stjórnina í Norð
ur-Vietnam höfum við að sjálf-
sögðu rætt Vietnammálið við rúm
ensku stjórnina á sama hátt og við
höfum gert við stjórnir annarra
landa. Við höfum ávallt tekið skýrt
fram, að við metum mikils allar
ráðleggingar og allar upplýsingar,
sem varða VietnamdeBuna. En
rúmenska stjórnin hefur hvorki
komið fram í hlutverki málamiðl
ara né v'ljað leika hlutverk mála
miðlara svo að við vitum til segir
m.a. í yfirlýsingunni.
Formælandi ráðuneytisins, Rob
ert McCloskey, bar því næst til
baka þær fréttir frá Vín, að Banda
ríkin hefði beðið Rúmeníu um að
miðla málum. Hann tók jafnframt
skýrt fram, að ekkert samband
hefði ver'ð haft við stjórnina í
Rúkarest eftir diplómatiskum leið
um í seinni tíð, nerna hvað Mike
Mansfield öldungardeildarmaður-
hefði komið í heimsókn til Búkar
est um helgina.
allar hinar ungfrúrnar. Verð
laun sigurvegarans eru 300
þúsund krónur, og Lesley
sagðist ætla að kaupa sér
nýja íbúð. Eftir krýninguna
var samkvæmi fyrir þátttak
endur í Café de Paris. Þar
vakti það mesta athygli, að
ungfrú USA drakk aðeins á-
vaxtasafa.
Árás ..
Framliald af 2. síðu
sem dvelst með bandarísku her-
sveitunum í Ia Drang-dalnum,
sagði í dag að aðeins skot og skot
á stangli hefðu komið frá leyni-
skyttum þegar þeir sóttu í átt til
stöðva Vietcong í hlíðum dalsins,
en í nokkurra kílómetra fjarlægð
er talið að sveit 800 norður- viet-
namiskra hermanna liggi í leyni.
Unsrfrú Veröld
Framhal af 1 -.(ðu
sagði Lesley Langley, að
þetta hefði komið sér mjög
á óvart, en auðvitað væri hún
í sjöunda hmni. Ungfrú USA
sagðist vera ákaflega von-
svikin og það sama sögðu
OOO OOOOO0000000000<>000<>000000000-
Hjartan.Iega þakka ég vináttu mér sýnda á sextíiu ára
afmæli mínu, 27. okt. s.l.
Ketflavfk, í nóv. 1965
Ragnar Guðleifsson.
oooooooooooooooooooooooooooooooo
Seldi stærsta
málverkið
GÓÐ AÐSÓKN var að sýningu
Baltazars um helgina, en sýningin
er haldin í bogasal Þjóðminja
safnsins. Af 19 myndum sem voru
til sölu seldust fimm. Þeirra á
meðal stærsta myndin á sýning
unni. Sýning Baltazars er opin
daglega kl. 14 til 22 fram yfir
næstu helgi.
>000000000000000'
Fundi frestað
Félagsfundur ASþýðuflokks
félags Reykjavíkur um skóla
mál sem ráðgert var að
halda í kvöld, frestast af óvið
ráðanlegum orsökum til
nk. mánudagskvölds.
>0 OOOOOOOOOOOOOO'
Kvenfélag óháða safnaðarins.
Bazar félagsins verður 28. nóv.
næstk sunnudag. Góðfúslega komið
gjöfum á laugardag milli kl. 4—7
og sunnudag kl. 10—12 í Kirkjubæ.
NEMENDASAMBAND Kvenna-
skólans heldur bazar í Kvenna-
skólanum sunnudaginn 12 des. kl.
2 e.h. þær sem ætla sér að gefa
á bazarinn, gjöri svo vel að afhenda
munina á eftirtalda staði: Ásta;
Björnsdóttir Bræðraborgarstíg 22A j
Karla Kristjónsdóttir, Hjallavegi
60, Margrét Sveinsdóttir Hvassa-
leiti 101, Regína Birkis Barmahlið
45. Stjórnin.
. x >. .. xxwXXXXXXXXXXXK
útvarpið
Þriðjudagur 23. nóvember
7.00 Morgunútvarp.
3.2.00 Hádegisútvarp.
13.00 Við vinmrna: Tónleikar.
14.40 Við, sem heima sitjum
Dagrún Kristjónsdóttir húsmæðrakemiari
talar um hreinsun á skóm.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.00 Síðdegisútvarp.
17.20 Framburðarkennsla í dömsku og ensku.
17.40 Þingifréttir — Tónleikar.
18.00 Tónlistartími bamanna
Guðrún Sveinsdóttir stjórnar tímanum.
18.20 Veðurfregnir — Tónleikar — Tilkynningar.
19.30 Frétth’.
20.00 Uppeddislhluitverk mæðra
Pálína Jónsdóttir flytui’ erindi.
20.25 Gestur í útvarpssal: Gregory Danto frá
Bandaríkjunum syngur við undirleik Guðrún-
ar Kristinsdóttur.
20.50 Þriðjudagsleikritið: „Vesalingamir“
Gunnar Róbertsson samdi eftir samnefndri
ská’Idsögu Victors Hugo
Hildur Kalman bjó handritið til útvarps-
flutninlgs.
Tómas Guðmundsson íslenzkaði.
Leikstjóri: Baldvin Halldórsson.
Fjórði og síðasti kafli.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.00 Minningar um Henrik Ibsem
eftir Bergljótu Ibsen.
Gylfi Gröndal ritstjóri les (5).
22.30 „Þú ert mér ailt“: Hljómsveit Mantovanis
leikur.
23.00 Á hljóðbergi: Erlent efni ó erlendum mál-
um
Bjöm Tli. Björnsson listfræðitngur velur og
kynnir.
23.10 Dagskrárlok.
O-OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
10. árgangur.
Viðskiptabókin 1966
Kemur út eftir nokkra daga. Atvinnurekendur látið
skrásetja fyrirtæki yðai’ í þennan árgang. Bókinni er
dreift um allt land og tii útlanda.
Efni bókarinnar:
Almanak 1966
Árið’ 1966
Árið 1967
Sölutíma benzínafgr.
Dagafjöldi (árið reiknað 360
dagar)
Einkennisstafir bifreiða er-
iendis
Einkeninisstafir flugvéla
Erlent mál og vog
Ferðaóætlun Strætisvagna
Reykjavíkur
Ferða'áætlun Strætisvagna
Kópavogs
Ferðaáætlun Strætisvagna ”
Hafnarfjarðar
Flugafgreiðslur erlendis
Fiugpóstur
Hvernig stafa skal erlend
símiskeýti
Klukkan á ýmsum stöðum
Litla símaskráin
Margföldunar- og deilinigartafla
Mynt ýmissa landa
Róimverskar tölur
Sendiráð og ræðismanna-
sikrifstofur erlendis
Skipaafgreiðslur erlendis
Símaminnisblað
Skrásetningiannei’ki bifreiða
Skrá yfir auglýsendur
Sparisjóðsvextir
Steypu-blöndunartafla
Tommum og fetum breytt í
- imillimetra
Uppskipun og frakt
Umdæmisstafir skipa
Vaxtatöflur 4%—514%
Vaxtatöflur 6—7 0'
Vaxtatöflur 714%—8%
Veigal'eíngdir
Vextir og stimpilgjöld af
víxlum
Viðskipta og atvinnuskrá
Vindstig og vinidhraði
Islandskort v/toápusíðu
Reykj avíkurkort v/bls.
Víxlaminnisblað v/kápusíðu.
o. m. fl.
Póstburðarlgjöld
Hringið í síma 10615 og við munum veita yður góða
þjónustu.
STIMPLAGERÐIN
Hverfisgötu 50 — Reykjavík.
Amma mín
Vilhelmína Guðný Vilhjálmsdóttir
Haga í Sandgerði
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur, suniniudaginn 21. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda
Einar Guð’mundsson.
Útför eilginmanns míns
séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 24. nóvember kl. 2 e.h.
Blóm eru vinsamlega afbeðin, en þeim, sem vildu minnast
hans, er bent 'á kristileg félög eða líknanstarfsemi.
Áslaug Ágústsdóttir
Janus Gíslason
Krosseyrarvegi 5, Hafnarfirði,
andaðist að sjúkrahúsinu Sólvanigi 22. nóvember
Fyrir mína (hönd Og annarra vandamanna
VQ ^VtVxtu+r&t Z)ezr
" »11 y
xSma
Pálína Árnadóttir.
f
14 23. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ