Vísir - 24.10.1958, Síða 1
12 síður
12 síðui
»8. árg.
Föstudaginn 24. október 1958
236. tbl.
Þetta er sko5un stjórnmáSafréttaritara Sunay
Times í Lcndon.
Stjórnmálafréttáritari Sunday
Times í London, Nicholas Carroll
birti hinn 19. þ.m. grein, sem
hann nefnir ,,British Hope in
Iceland Dispute" (Von'r Breta
um lausn ðeilunnar við ísland).
Segir hann þar að Bretland
|(þ.e. brezka stjómin) sé nú
þeirrar skoðunar, að bezta ráðið
til lausnar þessari hættulegu
deilu, er ógni einingu Natoríkj-
Bnna, sé að halda nýja ráðstefnu
lim réttarreglur á hafinu á veg-
um Sameinuðu þjóðanna. Bretar
beiti áhrifum sínum á Allsherj-
arþinginu til þess, að slík ráð-
Btefna verði haldin snemma á
íiæsta ári. Brezka stjórnin sé
eömu skoðunar og Bandaríkja-
Stjórn um það, að hvenær sem
er geti komið til árekstra milli
,,verndarskipa“ brezka flotans og
ísienzkra „fallbyssubáta".
Carroll getur málflutnings
Lúðvíks Jósepssonar (viðtalið í
Þjóðviljanum), sem einingu
Nato stafi hætta af. Almennings-
álitið á Islandi sé þannig nú, að
árekstrar í íslenzkri landhelgi
gætu orðið til þess, að stefna
Lúðviks hlyti yfirgnæfandi fylgi,
svo að hægfara (moderate) ráð-
herrar stjórnarinnar, gætu ekki
streizt þar i móti. Einnig ræðir
Carroll sem eina leið úr vandan-
«m, að Bretland og Island leggi
málið fyrir Haagdómstólinn,
„frysti“ þannig deiluna,ogkveðji
hin vopnuðu skip burt (af hinu
umdeilda svæði), en þar til úr-
skurður félli gæti Haagdómstóll-
inn lagt til, að samkomulag yrði
til bráðabirgða um 6 eða 8 mílna
fisk veiðilandhelgi.
Klykki Carroll út með þessari
athyglisverðu klausu:
„f fiestum Natolöndum
er það þó skoðun forustu-
manna (officials), að um það
er ljúki verði að failast á alls-
lierjar (universal) 12 milna
fiskveiðalandhelgl. En Bret-
land mun vissulega áfram í
engu kvika frá óbreyttri af-
stöðu, að því er snertir (venju
leg) landlielgismörk (terri-
torial limits), sem er alg-er-
lega sérstakt mál.
--• —
Stys í Hörgsbíí).
f gær varð slys í Hörgshlíö
hér í bæ.
Vildi það til með þeim hætti
að vinnupallur brotnaði og
tveir menn, sem á honum voru
við vinnu, duttu niður. Annar
þeirra Hafsteinn Sigurjónsson,
Kirkjuteigi 7, meiddist á fæti
— hlaut opið brot — að því er
lögreglan tjáði Vísi, og var
fluttur í slysavarðstofuna.
Slys í Brautarholti.
Um miðjan dag í fyrradag
datt maður í stiga í Brautar-
holti, Edvard Lövdahl að nafni.
Hann meiddist eitthvað, skrám-
aðist m. a. á höfði og kvartaði
undan eymslum í síðu. Hann
var fluttur í slysavarðstofuna
til athugunar.
Loftmynd af Reykjalundi.
SÍltS 20 áru.
Hefur varið 25 milij. kr.
til Reykjalundar.
Þar hafa dvaSfð á 6. hundrað vistmsnn og
sala framleiðsluvara nemur um 45 millj kr.
Múrarar hafa átt annríkt í
Vatikaninu síðustu daga, því að
hver kardínáli fær sinri kjör-
klefa, þegar til páfakjörs kem-
ur. Hér er múrari að útbúa
slíkan klefa úr múrsteinum.
DflHes taiinn hafa unnfð stjórnmála-
sigur á Formósu.
Sjang lýsti yfir í fyrsta sinn, aö ekki skuli útkljá
deiluna með vopnavaldi.
Mjög skiptar skoðanir eru imi
það í biöðum í morgun hver ár-
angur hafi orðið af Formósuför
Dullesar utanríklsráðh. Banda-
ríirjanna.
Sum telja, að hann sé enginn,
allt sé í rauninni óbreytt, en í
Manchester Guardian segir, að
Nýlega stofnuðu nokkrir drengir hér í bæ taflfélag, sem þeir
kalla „Svartur á leik“. Til þess að byrja með verða þeir að láta
sér nægja að hafa æfingar í geymslu, við frumstæðustu skilyrði.
(Ljósm. Stefán Nikulásson).
Duller hafi unnið mikinn stjórn-
málalegan sigur. Rökstyður
blaðið þá skoðun sína svo, að í
hinni sameiginlegu yfirlýsingu,
sem birt var í gær, að loknum
viðræðufundunum, hafi Sjang
Kai-shek ásamt Dullesi afneitað
beitingu vopnavalds til lausnar
deilunni, og sé það í fyrsta sldpti
sem Sjang lýsi yfir slíku.
Duiles í brezku sjónvarpi.
1 sjónvarpsviðtali við Dulles,
sem gengið var frá áður en hann
fór í Formósuförina, segir hann,
að ef Rússar og Kínverjar hættu
afskiptum af málefnum annarra
þjóða og hættu að reyna að
bröngva kommúnisma upp á
bjóðirnar, myndi friðsamleg
sambúð komast á milli allra
bjóða.
Enn er skotið —
Þjóðemissinnastjórnin á For-
l mósu tilkynnti í morgun, að
kínverskir kommúnistar hefðu
hafið skothrið af nýju úr strand-
virkjafallbyssum sínum, eftir
23. klst. hlé.
Samband íslenzkra berkla-
sjúklinga er 20 ára í dag. Stofn-
un þess er miðuð við daginn,
sem lög sambandsins voru und-
irrituð á fyrsta þingi þess að
Vífilsstöðum 24. október 1938,
Á þessum tuttugu ára starfs-
ferli hafa forráðamenn og braut
ryðjendur SÍBS unnið ótrúlegt
þrekvirki og reist sér varan-
legri minnisvarða, heldur en
sennilega nokkur önnur félaga-
samtök á jafnskömmum tíma.
Aðalverkefni sambandsins
var bygging og rekstur Reykja
lundar, en þar hafa alls á 6.
hundrað vistmenn dvalið lengri
eða skemmri tíma. Þeir hafa
innt af höndum eina milljón og
tvö hundruð þúsund dagsverk
og andvirði seldra framleiðslu-
vara hennar nálega 45 milljón-
um króna. Laun, sem vistmönn-
um hafa verið greidd á þessum
árum nema sem næst 15 millj.
I kr.
| Rekstrarhagnaður hefur ver-
ið flest árin þrátt fyrir að nið-
urgreiðsla löglegrar fyrninga
af eignunum hafi numið 800
þúsund krónurn á síðasta ári.
Frá því 1949 hefur Samband
berklasjúklinga rekið iðnskóla
með fullum réttindum. Frá
þeim skóla hafa 150 nemendur
ýmist lokið 3. eða 4. bekkjar
iðnskólaprófi. Hefur Reykja-
lundur borið allan kostnað af
skólanum.
Auk allra bygginga, sem
SÍBS hefur komið upp, og
þeirra athafna, sem að framan
eru greind, er starfssvið Reykja
lundar ýkja margþætt. Þess má
til dæmis geta að það hefur
fastráðinn starfsmann til þess
að annast félagslega aðstoð fyr-
ir skjólstæðing sína, þar á með-
al útvegun atvinnu, húsnæðis og
lánsfjár, hvers konar erind-
rekstur gagnvart fyrirtækjum
og einstaklingum og ráðlegg-
ingar og fræðslu í ýmsum per-
sónulegum og félagslegum
vandamálum.
Öll starfsemi SÍBS er miðuð
við það að koma fótum undir
Framh. á 7. síðu.
Riíssar og Ashwanstíflan.
Bjóöa Egyptum 400 m. rúblur til að framkvæma einn
fimmtánda áætlaðs kostnaðar.
Rússar hafa boðið Egyptum
lán til kaupa á vélúm vegna
Ashwanstíflunnar — svo og
heitið tæknilegri aðstoð.
Krúsév tilkynnti í ræðu. sem
haldin var í Kreml í gær til
heiðurs Arem, varaforseta Ar-
abiska sambandslýðVeldisins,
að Rússar ætluðu að lána
Egyptum 400 millj. rúblna til
Áshwanstíflunnar.
Fyrir þeíta fé kaupa Egyptar
vélar og sitthvað annað í Sov-
étríkjunum, sem til fram-
kvæmdanna þarf. Skammt mun
þetta hrökkva, því að hér er
aðeins um að ræða 1/15 hluta
þess, sem áætlað er að þurfi til
framkvæmdanna. Þess er þó að
geta, að Nasser boðaði, er hann
tók Súezskurðinn, að tekjunum
af honum yrði varið til fram-
kvæmdanna, en augljóst er, að
meira þarf. Bretar og Banda-
ríkjamenn voru búnir að heita
stuðningi, en drógu í hlé síðar
tilboð sín vegna beygs um afr-
leiðingar stefnu Nassers.
ssllr gildir 12 m.
• Iivarvetisa.