Vísir - 24.10.1958, Side 12

Vísir - 24.10.1958, Side 12
Ekkert kl»8 er <dýram ( áskrift «■ Vfslr. Látið kana tara jrRur fréttir (f uuul leitrarefni heini — án fyrirhafnar af y8ar kálfo. Síml 1-16-60. • Mouið. að þeci, iem gerast áskrifendor I Vísis ektir 10. hvers tnánaðar, fá blaSil oaeypis til manaðamóta Sími 1-16-60. Föstudaginn 24. október 1958 Landhelgismálið hjá Sþ: sbiidiiigar kröfðust þess fyrstfr a, að Sþ settu alþjóðare Bretar framleiða yfir mill- á árinu. L’r ýtvargisræ^ii Ouðmundar I. Gsiðnnsndssonar b gær. ' Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra flutti útvarps ræðu í gærkveldi og minntist Sameinuðu þjóðanna, rakti til- tírög að stofnun þeirra og ræddi viðfangsefn'i þeirra og árang- íirinn af starfi þeirra á ýmsum sviðum. í niðurlagi ræðu sinn- ar ræddi hann tillöguna um nýja ráðstefnu um réttarregl- ur á höfunum og afstöðu ís- lendinga til þeirra mála. „Fyrir þingi Sameinuðu þjóð- anna nú liggur tillaga frá for- Stjóra þeirra um að kalla saman uýja ráðstefnu til að mynda al- mennar alþjóðlegar reglur um víðáttu landhelgi og fiskveiði- lögsögu. íslenzka sendinefndin á Alls- herjarþinginu hefur andmælt hugmyndinni um nýja ráð- stefnu. Heldur nefndin því fram, að þing Sameinuðu þjóð- anna verði sjálft að finna al- þjóðlega lausn á málinu, er tryggi sanngjörn réttind'i strand ríkja og taki fullt tillit til sér- stöðu þeirra ríkja, er byggja af- komu sína að langmestu levti á fiskveiðum við stréndurnar, eins og á fslandi. Genfarráðstefnan og tillag- an um nýja ráðstefnu hefur verið rædd í hinum almennu stjórnmálaumræðum á AJls- herjarþinginu. Gerði ég þar grein fyrir afstöðu íslnds. Mál- inu hefur nú verið visað til sjöttu nefndar, sem tekur það fyrir í byrjun næsta mánaðar j og er talið, að það verði afgreitt þaðan fyrir lok nóvember. Af umræðum í Allsherjarþinginu og af viðræðpm við svo til allar sendinefndir á þinginu er ljóst, hver afgreiðslan verður. Hug- myndin um að Allsherjarþíng- ið finni efnislega lausn á mál- inu fær ekki undirtektir, næst- um allar þjóðir vilja nýja ráð- stefnu og treysta henni betur en þinginu. ívímælalaust er því, að það eitt gerist, að ný ráðstefna verður ákveðin. — Spurning'in er, hvenær hún verður. Líkur benda til að ráð- stefnunni verði flýtt og þá ekki hvað sízt vegna þess ástands, Frh. á 11. síðu. Heuss vííir blaðamenn. fCaS'ar þá Dagur Sameinuðu þjóðanna. Þenna dag fyrir 13 árum gekk stofn- skrá þeirra í gildi. í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og er hans niinnzt í öllum löndum þeirra, Einkunn- arorð þessa afmælisdags þeirra eru: Að lifa saman í friði sem góðir nágrannar. Það var fyrir réttum þrettán árum, sem stofnskrá Sameinuðu þjóðanna gekk i gildi. Þessi dag- ur, 24. október, telst stofndagur Sameinuðu þjóðanna, en þá hafði tilskilinn fjöldi samnings- ríkja fullgilt stofnskrána. Stofn- ríkin voru 51 með 1700 millj. Sbúa en eru nú 81, en þvi miður eru fáein sjálfstæð riki enn ut- an þeirra. Upptaka Islands í samtökin gekk í gildi 19. nóvem- ber 1946. Hausímót Taflfél- ags Reykjavíkur. Fyrsta umferð á haustmóti Taflfél. Rej’kjavíkur fór fram í gærkveldi og fór þann veg sem liér segir: Ásgeir Ingimundarson vann Hauk Sveinsson, Jón Pálsson vann Sigurð Gunnarsson, Reim- ar Sigurðsson vann Brága Þor- bergsson og Eiríkur Marelsson gerði jafntefli við Kristján Theódórsson. Aðrar skákir fóru I bið. Næst verður teflt á mánu- tíagskvöld í Breiðfirðingabúð. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er nú Svíinn Dag Hammarskjöld og hefur hann í tilefni dagsins birt ávarp til æskulýðsins í heiminum, og rrunnir á, að börnin sem fæddust á fæðingarári Sameinuðu þjóð- anna, eru nú orðin 13 ára, og þeirra — og einnig þeirra, sem yngri eru og eldri, og alizt hafa upp með Sameinuðu þjóðunum, bíða mikil verkefni, að vinna að betri skilningi þjóða milli á tíma nýrra viðhorfa á kjarnorku- og geimöld þeirri, sem fiamundan er. Sigrar vísinda og tækni séu að skapa þennan nýja heim og þeir sigrar lofi miklu um betra líf fyrir allar þjóðir, en þessir sigrar hafi einnig leitt fram á sjónarsviðið hættur, sem geti leitt hörmungar yfir ailt mann- kyn. Því sé aukin, knýjandi nauðsyn að finna leiðir til frið- samlegrar sambúðar. Einnig minnist framkvæmda- stjórinn þess, að á þessu ári sé tíunda afmæli samþykktar Mann* réttindaskrár Sameinuðu þjóð- anna. I henni sé að finna leiðar- vísi til allra þeirra sem vinna að gagnkvæmum skilningi þjóða milli. „Því að aðéins með þvi, að læra að viðurkenna réttindi ann- ara er hægt að treysta til íram- búðar grundvðll slíks skilnings," eru lokaorð ávarpsins. Ileúss forseti Vestur-Þýzka- lands er nú kominn heim' að af- staðinni hinni opinberu Ueim-. sókn sinni tii Lundúna og haía þau skipzt á kveðjuskeytum hann og Elisabet drottning. Vestur-þýzkum blaðamönnum hefur orðið tíðrætt um kulda- lega framkomu almennings á Bretlandi gagnvart Heuss, en í viðtali sem útvarpað var i Bonn setur Heuss ofan í við blaða- mennina fyrir gagnrýni þeirra. í viðtalinu, sem var talað inn á segulband, segir hann, að blaðamenn sem séu undrandi yf- ir framkomu manna, séu fábján- ar, sem geri sér ekki grein fyrir, því að hjá mörgum þeirra, sem hörmungar styrjalda hefðu bitn- að á, eimi lengi eftir af því, en endurvakið traust kæmi ekki fram í háværum húrrahrópum heldur hógværum, viðeigandi samkomulagsumleitunum og við ræðum. Brezk blöð fara enn i morgun hinum vinsamlegustu virðingar- orðum um Heuss, t. d. kallar Times hann aðlaðandi persónu- leika, gáfaðan og heiðarlegan stjórnmálamann. Barnaverndardag- urinn er á ntorgun. Á morgun er fyrsti vetrar- dagur, og þá er líka barnavernd ardagur. Þá verður merkjasala víða um Iand til ágóða fyrir barnaverndarstarfið, og að vanda verður þá einnig selt árs- ritið „Sólhvörf“, ársrit fyrir börn. Barnaverndarfélögin eru orð- in 10 á landinu. Starf þeirra er fyrst og fremst í þágu afbrigði- legra barna, en annars starfa þau að því á hverjum stað, sem þau telja mest aðkallandi. Forustumenn Barnaverndar- félags Reykjavíkur höfðu fund með fréttamönnum, og verður frásögn af þeim fundi í blaðinu á morgun. Árckstur og ölvun. í gær varð árekstur tveggja bifreiða á mótum Njarðargötu og Hringbrautar og við athug- un kom í Ijós að annar bifre'iða- arstjórinn var undir áhrifum á- fengis. — • — -j^ Bandaríkin hafa veitt Súdan efnahagsaðstoð, sem nemur 19.5 millj. d. og er þetta í fyrsta sinn, sem Súdan fær cfnahagsaðstoð frá Banda- ríkjastjórn. Er þa5 nýií met — svo og í Á Bretlandi munu veroa smið- veginn augljóst, að 1958 verður aðir yfir milljón bílar á þessu einnig metár, að því or varðár ári eða Iangtum fleiri en á útflutning á brezkum bílum. 1 sl. nokkru ári öðru til þessa. Frá j mánuði voru fluttir út 38 320 þessu var skýrt nú í vikunni,; bílar, verðmæti £ 15.076.000, en þsgar Alþjóðabílasýningln í j frá áramótum 374.499 bílar að London (London’s international verðmæti 30 millj. stpd. Bezti, motor show) var opnuð. Verzlunarráðuneytið tilkynnti, að i september hefðu verið full- smiðaðar 102.247 bílar og frá áramótum til loka þessa mánað- ar 782.996, eða 176.389 fleiri en á sama tíma árið áður. Með þvi að fullsmíða 20.000 bíla á viku ætti framleiðslan að vera komin yfir milljón á árinu fyrir lok desem- bermánaðar. Bílasýningin, sem Butler innanrikisráðherra opn- markaðurinn fyrir brezka bíla er í þessum löndum: Bandaríkj- unum, Kanada, Suður-Aíríku og. Ástralíu. Sama daginn og brezk blöð skýrðu frá því, sem að ofan seg- ir nú í vikunni, birtu þau skeyti frá Detroit, þar sem segir, að Fordfélagið hafi orðið fyrir nettótapi, sem nemur £ 55.785. 000 á tímabilinu frá áramótum áði, mun að sjálfsögðu verða til. til septemberloka, miðað við hagnað á sama tíma í fyrra, er nam £ 81.964.285. Orsakirnar — minnkandi sala og hærri fram- leiðslukosnaður. áð auka sölu á bilum. Einnig .met í útflutningi. Það virðist einnig nokkurn Boris Pasternak sæmdur bók- menntaverðiaunum Nobels. Birting seinustu bókar hans ekki leyfð í Ráðstjórnarríkjunum. Árið 1955 hafði rússneski skáldsagnahöfundurinn Boris Pasternak lokið við samningu merkilegrar og mikillar skáld- sögu — Sivago læknir — sem hann liafði unnið að í hcilan áratug. Hún hefur ekki fengist gefin út á rússnesku, en hefur komið m. a. á ítölsku óg ensku, og vakið heimsathygli. Þessi saga á án efa sinn þátt í að Bor- is Pasternak hefur nú verið sæmdur bókmenntaverðlaun- um Nobels. Bókin hafði verið tekin til útgáfu í Moskvu, en eintak af handritinu sent ítalska bóka- útgefandanum Feltrinelli. — Nokkru síðar var hann beðinn að skila handritinu, en neitaði því, ijafnvel þótt forseti rithöf- undasambands Sovétríkjanna, Súrkoff, væri sendur eftir því. Feltrinelli gaf svo bókina út, þrátt fyrir tilmæli um að gera það'ekki og hótanir. Síðar kom hún út í New York. Sagan ger- ist á tímanum 1903—1929. Þótt nafn Pasternaks sé nú á allra vörum úti um heim var hann löngu orðinn frægur mað- ur, a. m. k. í hópi bók- menntaunnenda, fyrir ljóð sín og önnur verk. Hann hefur og unnið mikið að þýðingum og er afburða þýðandi. Einna mesta stund hefur hann lagt á, að þýða verk Shakespeares. Boris Pasternak er fæddur 1890 í Moskvu, af listafólki kom inn í báðar ættir. Stundaði laga nám og hljóðfæraslátt í frí- stundum, en sneri baki við hvorutveggja og fór að lesa heimspeki, fyrst í Moskvu, síð- ar í Marburg, og dvaldist í Þýzkalandi þar til fyrri heims- styrjöldin bi’auzt út í ágúst 1914. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1912 (Tvíburarnir í skýjun- um). Hann komst í röð fremstu ljóðskálda Rússa, en gat sér og mikið orð fyrir smásögur og sjálfsævisögu. Skáldsagan Sivago læknir mun koma út á íslenzku hjá Almenna bókafélaginu á næsta ári. Jaröhræring- ar loka námu. 96 anfiiMi er« inn iluli tir. Stórkostlegt og’ óvanalegt námuslys hefur orðið í kola- námu i Nova Scotia (Nýja Skotlandi), Kanada. 96 menn eni enn innilnktir djúpt í jörðu, að afstöðnum land- skjálfta. Mennirnir, sem inniluktir cru, voru að störfum 3000 ensk fet í jörðu niðri. Þegar landskjálftinn kom lyftist gólfið yfir höfðum þeirra og lokaðist þá fyrir útgöngu og Ioftrás, en gas hefur safnast saman á nokkrum stöðum neðanjarðar þar yfir, sem námumennirnii’ eru. Alls voru 165 nienn í nám- unni. Búið er að ná upp 69, og var einn látinn en 16 meiddir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.