Vísir - 25.10.1958, Side 7

Vísir - 25.10.1958, Side 7
Laugardaginn 25. október 1958 V 1 S I ■ J MARTHA ALBRAND: MÞacfUP í tHwte Catfa 4 „Þér munuö ekki vera franskar — eða hvað? Þér talið þó ensku svo vel, að manni gseti vart dottið annað í hug en að þér væruð brezkar?“ Hún hneigði sig, eins og lítil kurteis telpa mundi gert hafa. „í nafni hinnar ensku kennslukonu minnar, ungfrú Pendlebury, þakka eg yður gullhamrana.“ Enn varð svipbreyting á andliti hennar. „Þér eruð góð leikkona." „Það vona eg. Það væri blátt áfram hræðilegt fyrir Guy, ef öll viðleitni hans hefði engan árangur borið. Og eg er talsvert slyng dansmær." Hún benti á slitnu dansskóna. „Svo get eg sungið dálítið. Og eg tala þrjú tungumál mæta vel, auk móðurmálsins — eg held að eg tali þau öll með réttum hreim, þótt eg segi sjálf frá. — En“ Hún stakk hendinni í sandinn, greip hnefafylli og lét hana sáldrast niður milli fingra sér. „En —,“ endurtók hann, í von um að hún héldi áfram, en í stað þess að svara yppti hún öxlum. „Væri yður sama, þótt þér tækjuð af yður sólargleraugun augnablik, því að mig langar til þess að sjá augun yðar.“ Hún hikaði, en svo yppti hún öxlum á nýjan leik, og ytti þeim upp á ennið. Hún var mjög fögur til augnanna. Augu hennar voru svo ein- kennilega blá, — blámi þeirra var sem . villifjólunnar, örlítið purpuráblá — og dýpt þeirra mikil. Augnabrúnirnar dökkur. Mark hugsaði eitthvað á þá leið, að það væri meira fásinnan, ef hann yrði nú ástfanginn við fyrstu sýn, eins og á stóð, því að hann hafði sannarlega um annað að hugsa. „Eg verð að brosa," hugsaði hann, „segja eitthvað kurteislegt og viðeigandi og kveðja, en í vandræðum sínum sagði hann þess í stað. „Þér lukuð aldrei við það, sem var komið fram á varirnar á yður áðan. Þér sögðuð: En —.“ „En — þér sjáið húsið þarna —,“ og hún benti á hús handan Casino-d’Eté. „Það er búrið mitt. Amma vill í raunihni aldrei sleppa sjónum af mér. Gug finnst eg ekki nógu fær enn þá. Þegar eg kem fram á sviði í fyrsta sinn á eg að vera fullkomin. Eg á að vera stjarna frá þeirri stund, dansmærin, sem er öllum fremri, jafnvel Fonteyn, Shearer eða Markovu.“ „Og hvers óskið þér sjálfar?" „Að mega lifa — umfram allt að mega lifa venjulega lífi. Eg vildi miklu heldur reyna að sækja fram á námsbráut sem venju- legur nemandi. Og þótt eg næði settu marki, hvað um það? Það væri svo margt annað, sem hægt væri að taka fyrir.“ „Þykir yður ekki gaman að dansa? Langar yður ekki til þess að öðlast frægð?" „Á vissan hátt. En mig langar líka að eignast mann, sem eg elska og elskar mig. Og börn. Já, börn. En það eru víst mjög fáar dansmeyjar, sem hafa getið verið hvorttveggja, frægar dans- meyjar og mæður. En með allt varðliðið í kringum mig, Guy, ungfrú Pendlebury, ömmu og Bransky gamla — og öll hin —“ Einhversstaðar, í nokkurri fjarlægð, sló kirkjuklukka tvö högg. Eftir klukkustund yrði hann að vera kominn af stað til fundari við Corinnu Javal, sem gæti verið eina manneskjan, sem ljóstrað hefði getað uppi um hvað hann ætlaðist fyrir. En .hann varð að hætta á það. Augun bláu hvíldu enn á þeim, en ljóminn var horfinn úr þeim, og þau báru vitni hugsunum manneskju, sem taldi gagnslaust að spyma gegn broddunum. „Hefur yður aldrei dottið í hug að láta kylfu ráða kasti, — brjóta allar brýr að baki yður?“ „Tvisvar. í annað skiptið komst eg alla leið til Nissa. í hitt skiptið næstum til Marseille. Bílstjóri í vöruflutningabíl lofaði mér að sitja í hjá sér. Guy næstum barði vesalings manninn til óbóta. Og svo var piltur, — jæja, nóg um það, — þau gerðu hann hræddan. Og að þrefa að þráast eða fara bónarveg kemur ekki að neinu gagni.1 „Hvað heitið þér?“ „Fleur. Og er frá Florenz. Eg heiti Fleur Constant. Af hverju horfið þér svona einkennilega á mig.“ „Af því, að þér minnið mig á stúlku, sem er eitt sinn hélt, að eg gæti ekki lifað án. Hún hét Monique." Þarna hafði henni skotið upp aftur — minningunni um hana — minningunnni, sem hann var að reyna að bægja frá. Hann spratt skyndilega á fætur. „Þér valdið mér vonbrigðum," sagði hún. „Fyrir andartaki hélt ég, að þér ætluðuð að biðja mig að flýja með yður.“ Hann var ekki alveg viss um, að þetta væri sagt einungis í gamni eða hvort einhver snefill alvöru lægi á bak við. En það hafði sannast að segja flögrað að honum, að þetta væri það, sem hann vildi, ef hann væri frjáls maður. . „Og ef svo hefði verið — hverju munduð þér hafa svarað?" spurði hann. Fleur reis á fætur. Hún losaði um hökubandið á hettunni, varp- aði frá sér baðkápunni og hrissti hár sitt og vafði það svo sam- an í hnút, horfði beint framan í hann og mælti: „Eg geri mér ljóst, að mér sæmir ekki að kvarta við ókunnuga, að eg hefi skyldum að gegna, en það getur þyrmt yfir í svip hjá öllum eða vaknað löngun til þess að gera uppsteit. Ennfremur, að nú á tímum er öryggi okkar mjög undir okkur sjálfum komið. Og loks, þér megið ekki taka mig allt of alvarlega." Mark þóttist geta gert sér í hugarlund hvað farið hefði milli hennar og ýmissa annara í fjölskyldunni mörgum sinnum — að ágreiningur hefði oft komið upp milli hennar og þeirra, og við kennara hennar, og að hún hefði verið að endurtaka það, sem stöðugt hafði verið tönnlast á við hana. Hún var sem sé að túlka sjónarmið annara." „Þér eruð mjög fögur stúlka,“ sagði hann og gat ekki haft augun af henni og vissulega var hún fögur og aðlaðandi og að- dáanlega vel vaxin — „og eg —— hann þagnaði skyndilega. A KVÖLDVÖKUNNI illll Allar ungar stúlkur ættu ai» læra til húsverka, því að þær geta ekki leyft sér að gleyma þeim möguleika, að ef til vill giftast þær aldrei. ★ Hattabúð ein í Síokkhólmí hefir tekið upp á því að gefa af- slátt með þeim hætti, að konur, sem búnar eru að velja sér hatfc eftir tíu mínútur, fá 20 prósent afslátt. Hugmyndin er orðin mjög vinsæl — ekki sízt hjá af- greiðslustúlkunum. * Það getur satt verið, að kon- an sé líkamlega veikbyggðari en karlmenn, en þær geta sett lok á ávaxtakrús svo fast, að þeir geti ekki tekið það af. * Gáfuð stúlka er sú, sem kann svör við öllu, en bíður eftir spurningunni. Félag áfengisvarnanefnda stofnaö í Borgarnesi. Frá fréttaritra Vísis. Borgarnesi í morgun. Félag áfengisvarnanefnda í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu var stofnað í gær (23. okt.) í Borgarnesi. Áfengisvarnaráð boðaði til Hann greip um hönd hennar og leiddi hana niður að sjónum. [ stpfnfundarins og af hálfu þess mættu síra Kristinn Stefánsson áfengisvarnaráðunautur og Pét- ur Björnsson erindreki áfengis- varnaráðs, er hafði undirbúið stofnun félagsins að öllu leyti. Stofnendur voru allar áfeng- Allt í einu nam hún staðar. „Monique, stúlkan, sem þér minntust á? Hvað varð um hana?“ „Þetta er allt mér að kenna,“ hugsaði hann. „Eg hefði ekki átt að minnast á hana. Ekki með nafni að minnsta kosti.“ Hann var einhvern veginn sannfærður um, aö Fleur hefði marga þá kosti til að bera, sem Monique, systur Phillipe hafði átt í svo ríkum mæli. Fleur Constant minnti hann mjög á einu stúlk- una, sem hann í raun og sannleika hafði elskað. „Hún dó,“ sagði hann loks. „Fyrir sex árum, af slysförum. Það var eitt af þessum furðulegu umferðarslysum, sem maður getur varla gert sér grein fyrir. Ofsastormur skall á og reif tré upp meS rótum. Eitt þeirra datt á bifreiðina, sem hún var í, og hún beið bana.“ En nú, þegar hann hafði byrjað að rifja upp hið liðna, átti hann erfitt með að nema staðar. „Fyrr þá um morguninn hafði eg hringt til hennar og varað hana við fárviðrinu, sem í aðsigi var, og bað hana að hitta mig ekki eins og vanalega. En við vorum vön að neyta hádegisverðar saman í Listaskólanum. En Monique hló og spurði hvort eg héldi, að dálitli rigningu myndi aftra því, að hún kæmi til fundar við mig.“ Þau voru bæði þögul um stund, Loks rauf hún þögnina: „Mér hafði dottið í hug, að þér værúð listamaður — listamaður, sem hefði haft sig áfram. Þér eruð þannig útlits og í framkomu." E. R. Burroiigite TARZAIM 2746 „Svo lengi sem þessi ijón eru afgirt, höfum við tæki-- færi,“ sagði Tarzan. „Qg það- •æmur okkor vd, að .$ höfum r-kki verið áfvopnað- r.“ — - — Apæ2raðu.:inn- tók nú ' við að mölva og plokka steinana kringum "luggarimlana. — Eftil að hafa stritað tímunum j saman tókst honum að losa; einn af rimlunum! isvarnanefndir í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslum (óvíst þó um Þverárhlíðina). Aðals^órn félagsins skipaj frú Ge'irlaug Jónsdóttir Borgar- nesi, Jón Þórisson Reykholti og Hróar Björnsson í Bifröst, Þetta var 14. félag áfengis- varnanefnda, sem stofnað hef- ur verið að undanförnu að til- stuðlan Áfengisvarnaráðs. Dr. Evalt lofar afsögn. Ejnt verður til kosninga f Ástralíu í nœsta mánuði, og er mikill hiti í mönnum. Klofningur hefur komið upp í Verkamannaflokknum og hef- ur nýi flokkurinn, hægri Verka- mannaflokkurinn, tilkynnt, að kjósendur hans eigi að styoja frambjóðendur stjcrnarinnar, þar sem hann býður ekki sjálf- ur fram. Dr. Evatt, foringi Verkamannaflokksins hefur hins vegar boðizt-til að segja af sér, ef hægri mennirnir vilji styðja sinn gamla flokk. Klofn- ingurinn stafaði af óeiningu vegna forustu Evatts. T I Bandaríkjunum voru ís. 1. mánuði haf nar meiri húsabygg ingar en í nokkrum septem- bemránuði öðriun á 8 árum. A r.na hófst á smáði 118.000 húsi: Og rbúða og er það 28% aukning miðað við sept. 10K8.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.