Vísir - 12.11.1958, Page 3
Miðvikudaginn 12. nó\ ember 1958
V t S I B
3
Skrappið á generalprufu — kvennmannsrödd,
sem veit betur — sofið á trébekk á lögreglu-
stöðinni - Róbert borgar kókið - æft stanz-
laust í fjórtán tíma — hún Milla veit allt —
að er mánudagskvöld og
það rignir eins og hellt sé
úr fötu. Nei annars, það rignir
eins og hellt sé úr tunnu, og
þú bölvar sjálfum þér yfir, að
vera of hégómagjarn til
að þora að bregða yfir hár-
ið plastregnhettu eins og kven-
fólkið notar. Vatnsstraumarnir
leka niður með hálsmálinu, en
þú hrósar þó happi yfir, að
hafa keypt þér skóhlifar á
fimmtíukall fyrr um daginn
svo þú ættir ekki að blotna
nema á kollinum.
En hvern fjandan ertu þá að
þvælast í þessu hundaveðri?
Til Hafnarfjarðar? Nú, égman
ekki betur en að þú hafir hót-
að þvi að fara þangað aldrei
aftur eftir að þú sást bíó-
myndina um hana Önnu fyrir
nokkrum árum og komst ekki
í bæinn með síðasta vagnin-
um og varðst fyrir bragðið að
sofa helming næturinnar í
Hellisgerði og hinn helming-
inn á trébekk í lögreglustöð-
inni? Undantekning? Sér má
nú vera hver undantekningin,
ég segi ekki nema það.
Já, það var sko engin smá-
undantekning, þú ætlaðir
semsé á genaralprufu hjá
Leikfélagi Hafnarfjarðar. Þú
hafðir nefnilega hitt hann
Klemenz, þegar þú skrappst
út á horn í molasopa og hann.
talið þig á að koma og sjá
generalprufuna. En Klemenz
er hann Klemenz Jónsson leik-
ari, sem í þetta sinn er
leikstjóri hjá þeim í Hafnar-
firði, og generalprufa er, skal
ég segja þér, síðasta æfing
leikrits áður en það er frum-
sýnt, og það eru alltaf heil-
margir á generalprufu, til að
gera þetta að eins konar frum-
sýningu, en krítiklausri, sem
betur fer, því leikrit er raun-
verulega verið að æfa allt
fram á síðustu mínútu (og
sum hafa meira að segja ekki
verið fullæfð þegar sýningum
á þeim er lokið, en það er önn-
ur saga og um önnur leikhús).
Þú borgar þínar fjórar krón-
ur sjötiu og fimm og bíllinn
ekur af stað. Og þarna situr
hún Milla rétt fyrir framan
þig, þú meinar auðvitað hún
Emelía Jónasdóttir, sú eina,
sem nú hlær í Þjóðleikhúsinu.
Náttúrlega er hún að fara á
generalprufuna eins og þú, það
er svo sem ekki slorlegur fé-
lagsskapur, sem þú ert kom-
inn í. Óg þarna í næstá sæti
við þig situr hann Gunnar
Hansen leikstjóri, sem auðvit-
að er líka að fara á general-
prufuna. Og þegar þú ert uppi
á Kópavogshæðinni þá er
regnið og rokið svo mikið, að
• þú furðar þig á því hvernig
bilstjórinn fer að halda bíln-
um á veginum í þessu ofboðs-
lega veðri. Og þá stoppar bíll-
inn og tveir menn með smíða-
tól koma inn og Gunnar Han-
sen fer ,út. Hann ætlar þá ekki
á generalprufuna?
Jæja, hún Emelía er þarna
ennþá og sennilega miklu
fleira fólk, sem þú þekkir
ekki, sem allt ætlar á general-
prufuna. Og þegar bíllinn ek-
ur inn í Hafnarförð, þá ferð
þú að örvænta um hvar þú
eigir að fara út, því þú ert
allsendis ókunnugur í þessum
litla bæ, sem er ekki nema tíu
kílómetra frá Reykjavík, þó
að þú þekkir Akureyri eins og
buxnavasana þína, ísafjörð
jafn vel og símanúmerið þitt
EiríJcur, Sigurður og
Ragnar œtla sér að grœða
á hrossaveðreiðum, en
nkkjan hljóp útundan sér
og því fór sem fór ....
og getir, með bundið fyrir
augun, fundið grámálaða hús-
ið í Vestmannaeyjum, þar sem
hægt er að fá gott heimabrugg.
Og þú ákveður að fara bara
úr um> leið og, hún Milla, því
hún Milla veit allt.
Og þú ferð úr um leið og
Milla og það passar, þarna er
Bæjarbíó hinum megin við
götuna, og þú vöknar heldur
betur á kollinum á þessari
stutt leið yfir götuna.
Þegar þú kemur inn þá
ferðu að greiða þér og gera
þig fínan svo fólkið þarna
haldi ekki að þú sért einhver
umrenningur og svo ferðu inn
í salinn og þarna er slatti af
fólki, nokkrar fullorðnar
manneskjur en aðallega
krakkar. Svona fjörtíu til
fimmtíu manns allt í allt og
þú sezt á áttunda bekk þrjú
og tekur upp Opalpokkar.n og
byrjar að raða í þig.
Sviðið er svo sem ekki leik-
húslegt. Vinstra megin er
ræðupúlt og oná það er hlaðið
tómum pappakössum, upp-
vöfðu gólfteppi og einu og
Auk Steinunnar, Guðjóns
og Sóiveigar leikur byssan
eitt af aðalhlutverkunum,
en samt leikur stiginn upp
í aðra hæðina afdrifarík-
ista hlutverkið í leiknum,
en hann komst ekki á
myndina.
öðru. Hægra megin er maður
að skera eitthvað út, og hann
dundar við þetta eins og hann
sé aleinn heima í ruslakomp-
unni sinni og þessi eitt hundr-
að augu, sem horfa á hann,
hafa ekki hin minnstu áhrif
á hann Ljósið er dauft svo
hann verður stundum að
bregða handverki sínu á loft,
til að sjá hvernig gengur og
alltaf heldur hann áfram.
Það heyrist hamraskellir á
sviðinu og af og til sviptist
þykkt tjaldið frá, því vind-
strokan stendur inn í húsið
þegar bakdyrnar eru opnaðar.
Og það heyrist mannamál
bak við tjaldið. Einhver segir:
Þið fáið ykkur kók úr kass-
anum og Róbert gerir það svo
upp. Svo heyrist enn annar
segja: Hvað er með músíkina?
Og þá kemur maður fram fyr-
ir tjaldið með hátalara og á
fóninn er sett gamalt og gott
lag, sem hann A1 sálugi Jol-
son söng þegar hann var upp
á sitt bezta. En þá er platan
tekin af í miðju lagi og karl-
mannsrödd byrjar að telja:
einn tveir þrír . .. einn tveir
þrír .. . halló halló . . . einn
tveir þrír ... Og þá kemur
kvenmannsrödd og auðvitað
veit hún betur eins og allar
kvenmannsraddir, því hún
segir: Þið standið allt of ná-
lægt hljóðnemanum. Hún
sagði nú reyndar míkrófón-
inum, en þú segir bara að
hún hafi sagt hljóðnemanum
til að láta þetta líta betur út.
Og þá kemur ný plata og af
undanförnum sjómanna- og
sjúklingaþáttum þá veiztu, eða
öllu heldur kemst ekki hjá að
vita, að þetta er hann Paul
Anka að syngja I love yoi:
baby. Og hann sveigir tón-
inn svo fram og aftur þegar
hann segir fyrsta orðið í I
love you baby, að það tekur
hann lengri tíma að segja það
eina orð en það tekur
málhaltan prest að fara með
faðirvorið.
Og þá hringir bjallan í
fyrsta sinn og þú ert búinn
úr Opalpakkanum, því þú hef-
ur setið þarna í hálftíma. Og
þá heyrum við Klemenz
segja bak við tjaldið: Steina
mín, og auðvitað sagði hann
þetta við hana Steinu bara
sem leikstjóri, en ekki vegna
þess að hann eigi hana, því
það er hann Alli, sem keyrir
á Iireyfli, sem á hana Steinu.
Hvaða Steinu? Nú, auðvitað
hana Steinunni Bjarnadóttur,
sem á að leika þarna með
þeim Hafnfirðingum. Og bjall-
an hringir í annað sinn og þú
hefur ekki einu sinni tíma til
að lyfta þér í sætinu því hún
hringir strax aftur í þriðja
sinn og tjaldið fer frá.
Þú hittir hann Klemenz
tveim dögum síðar og hann
segir: Blessaður góði, þú
verður að koma aftur á föstu-
daginn, þetta var alveg ómögu-
legt, því við vorum búnir að
æfa stanzlaust frá tíu um
morguninn. Og þegar þú
reiknar það út þá kemstu að
því, að það eru tæpir fjórtán
tímar. En þú segir ósköp sak-
leysislega við hann Klemenz,
til að móðga hann ekki, að
þú sért boðinn út á föstudag-
inn. Sannleikurinn er nefni-
lega sá, að þú skemmtir þér
h'- Cerviknapinn ;i
S Gamanlei'kúr í þrem þáttum. \
j Eftir Jolin Cluipiiián | j
\ r.þýðlbgu; Vals Gít>Jasonar. V
VLeikstjóri: Kléiiieríz Jónsson. S
• s
) Frumsýning ;
? . S
S þriðjudagskv. 4. ^óv. >1. 20,30. ý
S Aðgöngúmiðasala í ^Bæjárbíój \
\ frá kl. 4, . á mánudag.; —)
S Sími 50184. 4
s s
fjandans ári vel þarna á gen-
eralprufunni og þú ert ekkert
að láta hann Klemenz komast
að því, að þú hafir ekki meira
vit á þessu en það, að þú
hafir ekki tekið eftir að þetta
hafi verið ómögulegt. Hins
vegar værirðu til með að koma
eftir tíu eða tólf sýningar og
skemmta þér alveg upp á nýtt,
en það er alveg óvíst að hlát-
urinn verði hinn sami þá og
þegar þú varst á generalpruf-
unni, því þá hlóstu alveg
óhræddur þvílíkum hrossa-
hlátri að þó að bakdyrnar opn-
uðust þá stóð vindgusturinn
alls ekki lengur inn í salinn,
þú stoppaðir hana bókstaflega
af með hlátrinum.
Afmælisgjöf
handa
unnustunni
Hér kemur stutt saga, sem
við og við skýtur upp kollin-
um og alltaf er jafn hnittin,
eða það finnst okkur. Hvað
finnst þér?
Sjómaður keypti eitt sinn
mjúkar og fallegar skinnlúff-
ur handa unnustu sinni í af-
mælisgjöf. Hann bað af-
greiðslustúlkuna að senda
„lúffurnar“ heim til hennar
á afmælisdaginn. — En af
misgáningi sendi afgreiðslu-
stúlkan kvenbuxur. Með af-
mælisgjöfinni skrifaði sjómað-
urinn unnustunni eftirfarandi
bréf:
Elskan mín!
Ég sendi þér þessa smágjöf
til þess að þú sjáir, að ég
mundi eftir afmælisdeginum
þínum, þó að ég sé að heiman.
Ég vona, að það komi sér vel
fyrir þig að fá þær, þær eru
hlýjar nú í kuldanum og auð-
velt að fara úr þeim og í þær.
Ég var í vandræðum með
að velja hentugan lit, en af-
greiðslustúlkan sýndi mér ein-
ar, sem hún var búin að nota
í þrjár vikur, og það sá varla
á þeim. Ég vissi heldur ekki
hvaða númer þú notar — þó
að það stæði mér auðvitað
næst að vita það — en af-
greiðslustúlkan var á stærð
við þig, og ég fékk hana til
þess að máta þær, og þær
pössuðu henni alveg. Hún
sagði, að þú skyldir blása inn
í þær, þegar þú hefðir notað
þær, því þeim hætti oft til
að verða rakar að innan við
notkun. Mundu mig, elskan
mín, um að nota þær í kuld-
anum.
Þinn elskandi Ásgeir.