Vísir - 12.11.1958, Side 7
Miðvikudagínn 12. nóvember 1958
VfSIR
7
Byija&i sem sendill í llpp salakjallara,
og rak síiar um mörg ár stórverzlun.
Litið um öxi með Áíois kaup-
msaini Ámasyni
Því var skotið að mér hérna
á dögunum, að merkur og mæt-
ur maður í kaupsýslustétt þessa
bæjar, Árni Árnason kaupmað-
ur, ætti sextugsafmæli 6. nóv.
Mér flaug þá þegar í hug, að
eiga við hann dálítið afmælis-
spjall, í rólegheitum að afmæl-
ishátíðinni lokinni, því að það
er nú einu sinni svo, með vin-
sæla menn, sem jafnan hafa
verið forystumenn og virkir í
félagslífi, að þeir hafa nógu að
sinna á slíkum tímamótum.
Það verða alltaf margir, allt að
einu, til að- líta inn ,og taka í
hönd afmælisbarnsins og þakka
það liðna, og vilja margir, að
vonum, vera lausir við allar
afmælisgreinar.
En sú ákvörðun var nú tek-
in, hvað sem afmælisgreinum
og slíku líður, að láta Árna í
Vöruhúsinu, eins og hann jafn-
an var og er enn nefndur, ekki
sleppa með öllu, og því leit eg
inn til hans um seinustu helgi
og átti þar ágæta stund hjá
gömlum sambýlismanni og'
kunningja, en fyrstu kynni
mín af Árna voru, er hann var
nýkominn til Jensen-Bjerg,
sem á sínum tíma rak mikla
verzlun í Hótel íslands-bygg-
ingunni við Austurstræti og
Aðalstræti, en það stóð sem
kunnugt er, þar sem bílastæð-
ið er nú. Þarna var einn bezti,
ef ekki bezti verzlunarstaður
bæjarins, í stórhýsi á þeirra
tíma mælikvarða. Þar rak Jen-
sen-Bjerg mikla verzlun undir
nafninu Vöruhúsið, sem Árni
varð síðar eigandi að, og í
Hótel ísland var hún til húsa,
þar til hið mikla hús brann til
kaldra kola aðfaranótt 4. fe-
brúar 1944.
Þetta bar strax á góma, en
svo bað eg Árna að skreppa
aftur i tímann, og segja lítið
eitt frá tildrögum þess, að hann
fluttist hingað að vestan með
foreldrum sinum, og frá bar-
áttu unglingsáranna.
Byrjaði sem
sendisveinn.
— Það var um haustið 1915,
sem eg fluttist hingað með for-
eldrum mínum. Faðir minn var
Árni Sveinsson kaupmaður, og
hafði verið ráðinn hingað sem
forstjóri Klæðaverksmiðjunnar
Iðunnar, en móðir mín var Guð-
rún Brynjólfsdóttir, frá Mýrum
| í Dýrafirði. Nú, eg hafði verið
á síld um sumarið, og átti að
' fara í verzlunarskóla. En mér
hraus sannast að segja hugur
| við að setjast á skólabekk og
, hafði það fram, að fá að ráða
J mig sem sendisvein og innan-
i búðarmann, til Björns Guð-
, mundssonar, sem þá rak ný-
j lenduvöruverzlun í Uppsala-
kjallaranum. Þar var gott að
vera, opnað snemma eins og lög
gera ráð fyrir, og stundum lítið
að gera á morgnana, og var þá
^ mikil tilbreyting í því, er Þor-
steinn Jónsson útgerðarmaður
I frá Seyðisfirði kom, sem ekki
‘ var ótítt, til þess að spila kas-
ínu við búðarmanninn. Þarna
j vann eg svo fram yfir áramótin
t og vann svo með trésmiðum og
málurum til vors, en um sum-
arið fór eg á síld.
Þegar ísafjörður
var síldarbær.
Og vitanlega fór eg vestur á
ísafjörð. Réff mig til O. G. Syre,
sem hafði verið félagi föður
míns um síldarútgerð, var
dixilmaður, og seinni part
sumars „planformaður“ eins og
það var kallað, eða verkstjóri.
Þeir voru ungir í þá daga. Það
var mikil síldarútgerð þarna
þá. Þeir pabbi og Syre hófu
þar síldarútgerð, voru frum-
herjar um þá útgerð, og stóð
hún til 1920, en þá kom hruniff
og síldveiðin (snurpinótaveið-
; in) lagðist niður. Og ísafjörður
varð ekki síldarbær eftir það.
En það var mikið um að vera
og síldarlegt á ísafirði meðan
þetta stóð, 3—4 ár.
Ráðinn til
Jes Zimsen.
Eg kom svo heim um haustið
(1916) off réð mig til þess á-
gæta manns Jes Zimsen kaup-
manns, sem innanbúðarmann.
Þar var gott að vera, húsbónd-
inn hlýr og elskulegur, og hafði
hann mannval mikið í þjónustu
sinni. Verzlunarstjóri var Helgi
Helgason, einn af helztu leik-
urum bæjarins um langt ára-
bil. Haraldur Sigurðsson, síðar
forstöðumaður Elliheimilisins,
var deildarstjóri, og þar voru
þeir við afgreiðslu einnig
Sveinn Þorkelsson kaupm., sem
hafði söngrödd góða, sem
kunnugt er, og Stefán Krist-
insson, nú fulltrúi hjá toll-
stjóra. Samstarfið var þarna hið
prýðilegasta og vistin góður
skóli fyrir ungan mann.
— Og svo sigldirðu til kóngs-
ins Kaupinhafnar?
I skóla í Khöfn.
— Vöruhúsið.
— Já, eg var nú kominn á
aðra skoðun en þegar eg vildi
heldur vera sendill en setjast
á skólabekk, og fór nú utan til
náms, fékk inngöngu í Kaup-
mannaskólann og lauk þar prófi
í október 1920. Þá réð Emil
Nielsen mig til Eimskipafé-
lagsins sem bókhaldari félags-
ins í Kaupmannahöfn, en
það varð dálítið sögulegt, því að
öðrum var fengiff starfið í
hendur, og gramdist mér þetta,
þótt annað stæði til boða, og
réð mig til Jensen-Bjerg, og
naut þar að míns gamla hús-
bónda Jes Zimsen. Hóf eg starf
hjá honum í janúar 1921. Vann
eg svo hjá þeim ágæta manni,
Jensen-Bjerg, þar til hann lézt
í dés. 1927. Hann hafði mikið
umleikis, átti Hótel ísland og
rak, var frkvstj. togarafélags-
ins Ara, og sá eg um útgerðina
fyrir hans hönd, og eftir dauða
hans, þar til félagið leysist upp.
Eg var nú forstjóri Vöruhúss-
ins 1927—1931 og eigandi þess
og forstjóri frá 1931. Hefi eg
rekið það með misjafnlegum ár-
angri, en ekki þarf að taka fram
hvert áfall var, er Hótel ísland
brann, en auk tjónsins af glöt-
uffum vörulager, var það stór-
kostlegt áfall, að missa þarna
bezta verzlunarstað bæjarins.
Vöruhúsið flutti á Klapparstíg
4. ágúst 1944 og var rekið sem
einkafyrirtæki þar til í marz
1955, er eg gerði það að hluta-
félagi. — Hætti eg þar störfum
1. nóv. 1957, en er meðeigandi
fyrirtækisins og varaformaður
þess.
Þrívegis brann
á spilakvöldi.
— Það var annars einkenni-
legt, að tvívegis áður en Hótel
ísland brann, höfðu orðið stór-
brunar, er við höfðum L’hombre
kvöld, fjórir vinir, Friðrik Ól-
afsson, síðar skólastjóri, Einar
Erlendsson, húsameistari, Gúst-
av Jónasson ráðuneytisstjóri og'
eg. en þeir voru er Laugarnes-
spítali brann og Austurstræti 6?
— og hinn þriðji, er Hótel Is-
land brann, en þá um kvöldið
spiluðum við heima hjá mér.
— Þú hefur verið virkur allö
tíð á sviði félagsmála, Árni. Eg
vildi gjarnan fá hjá þér stutt
yfirlit um þau störf.
— Eg hefi látið dálítið til mín'
taka á þeim vettvangi. Eg var:
einn af stofnendum Félags:
vefnaðarvörukaupmanna, fyrstí
ritari þess og var það í 8 ár,
og svo 15 ár formaður. Þaff var,
1956, sem eg' hætti þar for-
mannssstörfum, og var þá gerð-
ur heiðursfélagi þéss, hinn
fyrsti. í Verzlunarráði íslands
hefi eg setið í stjórn og vara-
stjórn um mörg ár, varaform.
2—3 ár, en hætti að eigin ósk.
I stjórn Samb. smásöluverzl. var
eg í 2 ár og varaformaður sama'
tima. Þá var eg einn af stofn-
endum slysavarnadeildar Ing-
ólfs og fyrsti ritari hennar. Á
fyrsta landsþingi SVFÍ var eg|
kjörinn gjaldkeri þess og er,
|enn. Þetta verðurðu nú að láta
þér nægja, en eg vil því aðeinsi
við bæta, að eg hefi haft mikla
ánægju af starfi i þágu félags-
mála, og minnist ávallt með
þakklæti allra, sem eg hefi
starfað meff að viðskiptum og
félagsmálum.
Árni Árnason er kvæntur
Guðrúnu Olgu Benediktsdótt-
ur, Jónssonar, vei’zlunarmanns,
ágætri konu, og eiga þau eina
dóttur barna. Við mínar heilla-
óskir í tilefni afmælisins vel eg
svo færa afmælisbarninu beztu
óskir blaðsins og fjölmargra
lesenda þess.
ATH.
Þeír kræktu fyrir storminn.
Frækiles* flwiíerð Sólfaxa.
Síðastl. sunnudag fór Sól-
faxi Flugfélags íslands leigu-
flugferð til Thule á Gi-ænlandi
fyrir danska heimskautsverk-
taka.
Á leiðinni norður átti að
fljúga yfir Danmarkshavn og
Dannebrog' á austui’ströndinni
og kasta þar niður vörum er
flugvélin hafði meðferðis. Er
Sólfaxi átti skammt ófarið til
fyi-rnefndi'a staða, barst skeyti
urn að hætta við að kasta vör-
unum útbyrðis. Hélt flugvélin
því áfram fei'ð sinni til Thule
og lenti þar á sunnudagskvöld.
Aðfaranótt mánudags skall á
fárviðri í Suður- og Mið-Græn-
landi. Venjuleg flugleið frá
Thule til Reykjavíkur um Syði'i
Straumfjöi'ð varð ófær vegna
veðursins, en sextíu farþegar í
Thule, sem þurftu að komast
sem fyi'st til Kaupmannahafn-
ar.
Flugstjói’inn ákvað að fljúga
fyrir norðan óveðrið og á há-
, degi á mánudag var lagt af stað
frá Thule. Flogið var í noi'ð-aust
1 ur og komið til Station Nord á
austurströndinni eftir fjögui'ra
1 stunda flug. Eftir að hafa tek-
‘ ið eldsneyti var enn lagt upp og
í flogið suður með ströndinni í
i átt til íslands. Til Reykjavíkur
j kom flugvélin kl. 2,30 aðfara-
nótt þriðjudags og hélt áfram
til Kaupmannahafnar næsta
moi’gunn. Flugstjói'i í þessu
fi-ækilega Gi’ænlandsflugi var
^Aðalbjörn Kristbjarnarson, að-
stoðai'flugm. Karl Schiöth, flug
leiðsögumenn Eiríkur Loftsson
og Frosti Bjai'nason og véla-
menn Gunnar Valdemarsson og
Ásmundur Daníelsson.
-RÝMINGARSALA
Síðasfi dagur er á morgun, finamtudag
Notið betía einstaka taekiísri og kaapið góoan skóíatnað á "6Su verði.
Margar geroir íá Kvenskóm raeð kæhim í mörgum litum. Verð aðeins 180,00, áður 308,50.
Kveninniskór margar gcrSir. Verð írá 38,00 áður 65,00. 80,00 áðor 134,00. — 100,00 £'r.ir 190,03.
Mutiíd aðeins 2 dagar eftir
A vV 3 ■ , • O
AöaiSiræíi o.