Vísir - 12.11.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 12.11.1958, Blaðsíða 10
10 V-l S 1R Miðvikudaginn 12. nóvember 1958 BRIDGGÞ4T1UR I VÍSIS , Hilmar vann Stefán. Sex umferðum er nú lokið í sveitakepjíni Bridgefélags Reykjavíkur og hefir sveit Harðar Þórðarsonar tekið for- ustuna. Röð og stig efstu sveit- anna er eftirfarandi: Harðar Þórðarsonar .... 11 st. Stefáns Guðjohnsen .... 8 — Asbjörns Jónssonar .... 8 — Hilmar Guðmundss....... 8 — Sigurhjartar Péturss. .. 8 — Halls Símonars......... 7 — Ólafs Þorsteinss....... 7 — Hér er eitt skemmtilegt spil frá leik Hilmars og Stefáns. Staðan var: allir utan hættu og austur gaf. Jón A A-6 V Á-G-D-9-7-6-5 ♦ ekkert * Á-5-4-2 Guðlaugur A K-D-G-8-2 V 4-2 ♦ D-9-6-4 * G-7 Eggert A 10-9-3 V 3 ♦ Á-K-10-8-7-5-3-2 * 8 Jakob A 7-5-4 V K-10-8 ♦ G * K-D-10-9-6-3 Eggert opnaði á þremur tígl- um, Jakob sagði pass, Guðlaug- ur pass, Jón fjögur hjörtU, Eggert fimm tígla, Jakob fimm hjörtu, Guðlaugur sex tígla og Jón sex hjörtu, sem urðu loka- sögnin. Á hinu borðinu sátu N-S, Stefán og Jóhann, en A—V Rafn og Hilmar. Rafn opnaði einnig á þremur tíglum, Jóhann pass, Hilmar pass, Stefán fjögur hjörtu hann pass og Hilmar pass. Sjö unnust auðveldlega á báðum borðum. Bridgekeppni starfsmanna ríkisins hófst 24. okt. s.l. og taka þátt í keppninni 10 sveit- ir. Spilaðar hafa verið 3 umferð- ir og er staðan þessi: 1.—3. sveit Útvarps- og við- tækjaverzlunar 5 stig. 1.—3 sv. Innflutnings- og verðlagsskrif- stofu 5 st. 1.—3. sveit Bruna- bótafélags o. fl. 5 st. 4. sveit Fiskifélags og lögreglu 4 st. 4. umferð verður spiluð næst- komandi föstudagskvöld. í I. fl. keppni I.B.K. taka þátt 10 sveitir og hafa nú verið spil- aðar 3 umferðir og standa þá leikar þannig: 1.—3. sveit Svavars H. Jó- hannssonar 6 st. 1.—3. sveit Sóphusar A. Guðmundssonar 6 st. 1.—3. sveit Ingólfs Böðv- arssonar 6 st. 4. sveit Björns Benediktssonar 4 stig. Næsta umferð fer fram annað kvöld í Sjómannaskólanum. írakskur prins átti að verða konungur í Aden. Bylttngín hmdraði framkvæmd áfooisins. Bretar og valdhafar íraks ætl- uðu að gera Aden að konimgs- ríki, en ekki varð neitt úr neinu vegna byltingarinnar. Blaðið A1 Aliram í Kairo blrti fyrir skömmu viðtal við E1 Badr, krónprins af Yemen, þar sem því var haldið fra.m, að fyrrver- andi stjórnendur fraks, sem hefðu verið verkfæri Bretajiefðu áformað að lýssa Abduhl Illah konung yfir Aden-verndarsvæð- inu. Abdul Illah var drepinn með Feisal konungi, ásamt öðrum meðlimum konungsfjölskyldunn. ar í upphafi uppreistarinnar í Irak. Krónprinsinn segir í viðtalinu, að Bagdad-veldin myndu þegar í stað hafa viðurkennt hið nýja ríki, sem mundi hafa haft að markmiði að einangra Yemen frá „suðurhluta þess“. Þá kveðst krónprinsinn hafa komizt að ýmsum atriðum fyrrnefnds á- forms, er hann kom í heimsókn til Bagdad nýlega. Ræddi hann þá við hina nýju leiðtoga ýms hagsmunamál Araba. Þá segir í sömu fregn, að Mahmoud Namouk prins, sem dæmdur var í Kairo fyrir meinta þátttöku í samsæri til að drepa Nasser, hafi verið ger landræk- ur í írak og fluttur til Kairo, þar sem mál hans verður 'tekið fyrir af nýju. Mahmoud Nam- ouk, frændi Feisals konungs, fékk hæli sem pólitískur flótta- maður í Irak í fyrra. Var hann handtekinn í Bagdad skömmu eftir byltinguna í júlí s.l. □ Persónutekjur hafa nú aukist að miklum mun í Bandaríkj- unnm 3 mánuði í röð. Þær hækkuðu 1 september um 1400 millj. dollara frarn yfir það, sem þær voru í Banda- ríkjunum og komu saman- lögðum árlegum persónutekj- imi upp í 357.500 millj. doll- ara. Samanlagðar kaupgreiðsl ur jukust um 600 mrllj. doll- ara miðað við ágúst. Þetta og fleira sýnir batnandi á- stand á sviði efnahags og at- vinnulífs i Bandaríkjunum. Fjórða músin, sem kom hlaupandi inn hóf strax að segja sögu sína áður en þriðja músin gat komið upp einu orði. — Eg fór strax til stórborgarinnar og þar fór. eg til fangavarðarins. Hann sagði mér frá einum fanganum sem talaði um heimskulega hluti og sagði að, „það væri allt saman súpa á pylsuprjóni,“ en fangavörðurinn sagði þessi súpa hans getur kostað hann höfuðið. Af þessu fékk eg löngun til að hitta fangann og það fór nú svo að hann lokkaði mig til sín með brauðmola, flautu og fagurgala og setti mig svo í rimlabúr. Eg slapp samt út og komst í þakrennuna og komst þaðan í gamlan turn og þar bjó gamall varðmað- ur og fjölfróð ugla sem vissi miklu meira en varð- maðurinn. Uglu ungarmr gerðu veður út af ýmsum smámunum og þá sagði uglan: ,,/E, verið ekki að búa til súpu á pylsuprjóni." Eg bað hana um uppskrift- ina að súpu á pylsuprjóni, en hún sagði mér að það væri ekki annað en orðtak sem notáð væri þegar mað- ur gerði úlfalda úr mýflug- unni. — Sannleikurinn er Eg fór ekki langt, sagði músm, eg fór elcki til út- landa. Það er víðar hægt að láta sér líða vel en í útlönd- um. Vizku mína hefi eg ekki fengið af yfirnáttúru- legum hlutum, hvorki með því að eta bækur eða tala við uglur. Eg öðlaðist vizku með hugleiðmgum. — Nú skuluð þið fylla pottinn af vatm og setja hann yfir eld- inn. Það verður að bull- sjóða í pottinum. Svona hendið nú pysluprjóninum í pottinn og vill nú ekki hans hátign konungurinn gera svo vel að hræra.í með halanum. Því lengur sem. hann hrærir, því sterkarij verður súpan. Kóngurinn stökk og setti halann yfir pottinn, í gufuna. Hann stökk strax niður aftur og hrópaði: ,,Þú verður drottningin mín. Við skul- um láta súpuna eiga sig stundum óþægilegur en sannleikurinn er göfugur, það sagði uglan mér og svona er þessu þá farið með súpuna. „Þinn sannleikur er lýgi,“ sagði nú þriðja músin, sem ekki hafði kom- ist að með sína sögu. „Og eg skal sýna ykkur hvernig á að fara að búa til súpu á pylsuprjóni, svo sannarlega skal eg gera það. þangað til við höÞ’um <nill- brúðkaup svo fátækling- arnir í ríki mínu geti hlakk- að til veizlunnar." Þegar mýsnar komu heim sögðu þær að þetta hafi ekki orð- ið súpa á pylsuprjóni, held- ur súpa á músahala. Á Ránarslóðum — Framhald af bls. 4. allt er fullt af vötnum fyrir neð- an, þegar rofar í skýin. „Efst á Arnarvatnshæðum ...“ raular einhver, hvort sem það er rétt eða ekki. Svo tökum við eina beygjuna enn, þegar við erum komnir langt inn á heiðar. Við erúm nefnilega komnir á einskonar „Aðalstræti“ eða „Laugaveg“ flugsamgangnanna milli Reykja víkur og Norðurlands. Ef eg man rétt, þá er það kallað að fljúga eftir „einum grænum“ að fara þessa leið. Hana fara víst fleiri flugvélar en nokkra aðra leið hér á landi. Og nú hallar undan fæti, við brunum beina leið á Reykja- víkurflugvöll, og þar lendum við laust fyrir klukkan sjö. Við höfum verið næstum sex stundir í þessari ferð og upp- skeran hefir verið sú, að skrif- aðir hafa vcrið upp tíu brezkir togarar, sem hafa verið innan landhelgi. Vart hefir orðið ann- arra tíu, sem voru utan mark- anna. Það er að byrja að rökkva, þegar við lendum. Blaðamenn- irnir geta farið sína leið, en flugmennirnir ekki. Þeirra dagsverki er ekki lokið, þeir eiga að fara í annan leiðangur skömmu síðar. Landhelgisgæzl- an starfar bæði nótt og dag. H. P. ----•----- Samningar liafa verið und- irritaðir um gagnkvæmar sýningar milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. — Bandarísk sýning verður lialdin í Moskvu og sovézk í Nevv York næsta sumar. Sýningarnar munu verða hliðstæðar þeim, er þessar þjóðir höfðu í Briissel.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.