Vísir - 12.11.1958, Page 12

Vísir - 12.11.1958, Page 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WM> Miðvikudaginn 12. nóvember 1958 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Jcrdánia kærír Sýriand fyrír ofbeldisaðgerðir. Kæra einnig send Arababandalaginu. Jardaníuþing kom samn til fundar í gær og gerði forsætis- láðherrann grein fyrir árásinni á fiugvél Husseins konungs og lýsíi yf.r, að Jordania hefði kærí árásina fyrir Sameinuðu i»í cðunum og Arababandalag- ínu. ■Kvað hann það gert á þeim ígrundvelli, að um ofbeldisleg- ar aðgerðir væri að ræða, Sýr- landsstjórn hefði vitað, að flug- ■vél konungs myndi fljúga yfir landið, venjulegar tilkynningar hefðu verið sendar öllum flug- Btöðvum í Sýrlandi daginn áð- ur, og í öllu fylgt venjulegum 135 þús. kr. söfnuðust á barnaverndardaginn. Að þessu sinni söfnuðust á fcarnaverndardaginn 135 þús. fcrónur hjá 10 félögum, sem eru £ Landssambandi íslenzkra barnaverndarfélaga, og er það tneira en nokkru sinni fyrr. Níu ár eru liðin, síðan fyrsta fcarnaverndarfélagið var stofn- að hér í Reykjavík. Öll vinna fcau í þágu barna að aðkallandi verkefnum, hvert á sínum stað. í samvinnu við Kvenréttinda íélag íslands hefur Barnavernd arfélag Reykjavíkur boðið hing- að til fyrirlestrahalds danska sakamannasálfræðingnum frú Karen Berntsen, og mun hún flytja á vegum þessara félaga tvo fyrirlestra síðar á vetrinum um sálræn vandamál saka- manna og sálfræðilega hjálp við fanga. reglum. Árásin væri og kærð fyrir Sameinuðu þjóðunum sem brot á samþykktum þess og sátt mála, og kvað hann Öryggisráð- ið mundu fá málið til meðfeið- ar. Liðssafnaður við landamærin. Talið er, að taka beri með var úð öllum fregnum um liðssafn- að við landamærin, en æsileg- ar fregnir voru um þetta birtar í gær, jafnvel talið, að Jordan- ía hefði sent mikið lið til allra stöðva við landamæri Sýrlands. Fregnir þessar voru frá ísrael komnar. Fréttaritarar í Amman segja, að gripið hafi verið til vissra varúðarráðstafana, og vafalaust hefir landamæralið verið eflt, en aðeins í öryggis- skyni, og ekki eins og talið var í fyrri fregnum. Alit brezkra blaða er, að allt sé rétt, sem um á- rásina hafi borizt frá Jordaníu, en hallast yfirleitt ekki að því, að um beina fyrirskipun hafi verið að ræða frá Nsser, forseta Arabiska sambandslýðveldisins, heldur hafi einhverjir ráðamenn í Sýrlandi, ef til vill ráðherrar, sem ekki geri sér Ijóst hver ábyrgð hvílir á þeim, verið hér að verki. Nasser geti þó ekki skotið sér undan allri ábyrgð, því að loft allt sé lævi blandið í löndunum þar eystra, af völd- um áróðursins frá Kairo, og megi þá allt af búast við, að hættulegir atburðir gerist. Fríverzlun Evrópu rædd á Varóarfundi í kvöld. Pétur Benediktsson bankastjóri verður málshefjandi. Landsmálafélagið Vörður heldur aðalfund sinn í kvöld og hefst hann í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30. Verður þegar gengið til aðal- fundarstarfa, en þegar þeim Herlög og handtök- ur í Argentínu. Herlög hafa verið sett í Ar- gentínu og eiga að gilda í 30 daga. Miklar Iiandtökur eiga sér stað víða um landið. Orsök þessara ráðstafana er, að verkfall er í einu olíuiðnað- arhéraði landsins, og - óttast stjórnin að það breiðist til ann- arra olíuhéraða, en verkföll í olíuiðnaðinum gætu leitt tií etórminnkandi ríkistekna. Kommúnistum og Peronist- um er kennt um, að hafa æst menn upp til verkfalla. verður lokið mun Pétur Bene- diktsson bankastjóri taka til máls og verður umræðuefnið „efnahagssamvinna og fríverzl- un Evrópu“. Mál þetta hefur verið á dag- skrá árum saman, meðan athug| anir hafa farið fram á því, hvort unnt muni vera að hrinda J því í framkvæmd og' hver áhrif framkvæmdin muni hafa á við- skiptalíf þjóðanna, sem koma til greina sem aðilar. íslending- ar hafa tekið þátt í umræðum um þessi mikilvægu mál, enda snerta þau okkur mjög. Pétur Benediktsson mun vera öllum íslendingum kunnugri þeim atriðum, sem þarna er um að ræða, þar sem hann var sendiherra íslands í París árum saman, þegar þessi mál voru fyrst á döfinni og lengi eftir það. Hefur hann því manna bezta aðstöðu til að gera al- i Kornrækt í Miklaholtshelli í Flóa. — í Miklaholtshelli búa bræður tveir, sem hafa kornrækt og kálrækt í stórum stíl. S.l. sumar fengu þeir um 60 tunnur korns af h. u. b. 2 hekturum lands. Þeir nota kornið til fóðurs heima á búinu. — Reynslan sýnir, að hægt er að rækta korn til þroska í venjulegum árum í öllum veðursælli sveitum á íslandi. Kornræktin er ekki óár- vissari en kartöfluræktin í beztu sveitum. Er ekki að efa, að við getum verið sjálfum okkur nógir um fóðurkorn, ef meira kapp væri Iagt á þessa ræktun. Biindrafélagið seidi merki í Rvík fyrir 50-60 þós. kr. Blindravinafélagið hafði merkjasölu s.l. sunnudag, og seldust merki i Reykjavík fyrir 50—60 þúsund krónur. Eru forráðamenn félagsins ánægðir með árangurinn, tekj- urnar verða svipaðar og í fyrra. Lokatölur liggja ekki fyrir, því að ekki eru allir búnir að gera skil úr Reykjavík, og ekki ligg- ur enn fyrir skýrslu um sölu utanbæjar, en hér í bænum hef- ur selst fyrir 50—60 þúsund krónur. Hér í bænum hefur verið merkjasala um hverja helgi í margar vikur, og a.m.k. tvær um eina helgi, en samt hefur árangur verið góður hjá flest- um félögunum, sem nærri öll eru góðgerða- og líknarfélög. Þetta sýnir, að almenningur hefur mikinn skilning á starfi þessara félaga og viðurkennir, að merkjasala þeirra eigi fullan rétt á sér. SS§8*tS8® -A / HÉÉH Þúsundir Breta bjóðast til starfa á Kýpur. - Stöðugt leitað yopnabirgða og hermdarverkamanna. Þúsundir ungra manna og kvenna hafa sótt um störf í flugstöðvum Breta á Kýpur, en auglýst var eftir 500, í stað manna af Kýpurstofni, sem sagt var upp, eftir að tveir flugmenn biðu bana af völdum tímasprengju í flugstöðinni við Nikosiu. Margar stúlkur buðu sig fram til starfa fyrir lægra kaup en í boði var, en heitið var 3 stpd. aukalega á viku, vegna áhættunnar. Blöðunum verður tíðrætt um þessar ágætu und- irtektir og segir eitt þeirra, að enn hafi komið í ljós margir beztu kostir þóðarinnar, sem ávallt á hættutímum, og sjáist nú enn, segir eitt blaðið, hve aðdáanlegir Bretar séu. Hryðju Spretthlauparinn sýndur á ný. Spretthlauparinn eftir Agnar Þórðarson verður leikinn í Austurbæjarbíó á fimmtudag ltl. 23.30 til ágóða fyrir- Félag íslenzkra leikara. Leikurinn hefir nú verið sýndur 45 sinnum víða um land, og hér í Reykjavík var hann alltaf leikinn fyrir fullu húsi unz hætta varð sýningum er Leikfélagið hóf vetrarstarfið. Er því ekki að efa, að margir muni nú grípa tækifærið að sjá leikinn. Þetta er síðasta sýn- ingin til ágóða fyrir leikarafé- lagið í vetur. menningi grein fyrir því, sem þarna er um að ræða, og leysa úr spurningum þeirra, sem óska upplýsinga um sérstök atriði. verkin, framin á óvopnuðum borgurum hafi skapað einhug þjóðarinnar. Brezkir hermenn halda á- fram leit að hermdarverka- mönnum og vopnum og skot- færum. í þorpi nokkru fannst hermdarverkamaðui, sem leit- að hafði verið lengi. Hann hafði falist í brunni seinustu vikuna. — Á prestssetri í þorpi einu var hermönnunum mjög vin- gjarnlega tekið, og einkum voru ungar og laglegar dætur klerks sérlega el^kulegar og Líflátsdómar í Bagdad. f írak hefur herréttur kveðið upp líflátsdóm yfir Javal fyrrv. forsætisráðherra, og tveimur her shöf ðingj um. Þeir voru sekir fundnir um samsæri til að steypa stjórn Sýrlands á s.l. ári, Kassem forsætisráðherra hef- einnig losað sig við Aref, sem var annar aðalmaður bylting- arinnar. brosleitar og buðu hermönnun- um ávexti. En brosið dvínaði og kom annar svipur á heima- menn, segir í fregnum um þetta, er sprengjur fundust undir hænsnakofagólfi, og við frekari leit vopn og skotfæri í kjallara — miklar birgðir. Kommúnistar í Rússlandi minntust 41. afmælis byltingarinnar á föstudaginn, og var mikið mn dýrðir í Moskvu. Eins og allir vita eru kommúnistar manna friðsamastir og sanna það nokkr- tun sinnum á ári með því að sýna skriðdreka sína og annað, sem friðinum tilheyrir. Myndin hér að ofan er tekin á Rauða torginu í Moskvu, þegar skriðdrekar streyma fram hjá, en þeir eru af nýrri gcrð, miklu breiðari en eldri gerðir og búnir tveimur fallbyssum. Það sæmir betur friðsömum mönnum en ein lítil tappabyssa.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.