Vísir - 13.11.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 13.11.1958, Blaðsíða 4
VÍSIR .Fimmtudaginn 13. nóvember 1958 VÍ0IR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Traustið á kommúnistum. Mönnum eru væntanlega enn í . fersku minni deilur þær, sem urðu innan stjórnarflokk- anna fyrr á þessu ári, þegar komið var að því, að tekin skyldi ákvörðunin um, , hversu mikið og hvenær ætti að stækka fiskveiðilögsög- una hér við land. Menn muna væntanlega einnig, að þegar rætt hefir verið um land- helgina og eitthvað skorizt í odda milli stjórnarflokk- anna, hefir málgagn kom- múnista ævinlega valið ut- anríkisráðhrra hin háðuleg- ustu orð og um skeið mun enginn maður hafa verið stimplaður föðurlandssvikari hér á landi nema þessi ráð- herra. Almenningur fer því ekki í neinar grafgötur um það, hvaða traust kommúnistar bera til þessa ráðherra. Á sínum tíma réðu þeir honum til að halda sér saman, og þeir eru vísir til að gera það bráðlega aftur, ef þeim finnst j það við þurfa. Þeir eru örlát- ir á heilræðin og spara held- ur ekki stóru orðin. Ráð- herrann hefir hinsvegar tek- ið þessu með staki'i þolin- mæði — að því er virðist — en margir munu þó hafa ætl- að, að hann hugsaði komm- únistum þegjandi þörfina síðar, þegar tækifæri gæfist til að gjalda þeim vinmælin. En utanríkisráðherrann virðist ekki þannig skapi farinn, að honum finnist neitt athuga- vert við orð og athafnir kommúnista. Þvert á móti, því að hann virðist hafa fengið mjög aukið traust á þeim við það, að þeir hafa hrakyrt hann við öll hugsan- leg tækifæri. Ættu þeir þá að vita framvegis, hvernig þeir eiga að fara að því að Fimmtugur í dag: Jökull málarameistari. „hafa hann góðan“, eins og það er orðað á nútímamáli. Þeir þurfa ekki annað en að gefa honum hressilega á- drepu með viðeigandi sví- virðingum, og þarf þá ekki að efa, að hann mun lýsa auknu trausti á þeim. En að slepptu öllu gamni, þá er nú svo komið, að utan- ríkisráðherrann hefir lýst yfir, að hann beri traust til kommúnista, svo að ekki geri til þótt þeir fylgist með í utanríkismálum okkar, sem afdrifaríkast eru og sízt ættu að blasa við sjónúm þeirra, sem eru að meira eða minna leyti undir erlendri stjórn. Fyrir sjö árum var ákveðið að gera breytingu varðandi utanríkismála- nefnd, svo að kommúnistar gætu ekki fylzt með því, sem gerðist á því sviði. Það var á margan hátt heilladrjúgt skref og eins eðlilegt og hugsazt gat. Nú á að snúa aftur til hins fyrra forms, leggja undir- nefnd þá niður, sem ákveðið var árið 1951, að starfandi skyldi innan utanríkisnefnd- ar, og láta utanríkismála- nefnd alla fjalla um þau mál, sem kunna að heyra undir hana. Þar með er kommún- istum boðið að gæða sér á réttunum en utanríkisráð- herrann telur, að hann sé ekki að votta þeim traus.t, þegar hann býður þeim til borðs! Það væri gott að fá að vita, hvað hann og flokks- menn hans eru fáanlegir til að kalla það. Hingað til hafa þeir ekki talað þannig um kommúnista, að þeir teldust í húsum hæfir, svo að rétt er að fá að heyra, hvaða breyt- ing er á þessu orðin. í dag er einn mætur borgarij þessa bæjar fimmtugur. Jökull Pétursson er fæddur 13. nóv. 1908 í Reykjavík, son- ur Ágústínu Þorvaldsdóttur og Péturs G. Guðmundssonar. Jökull nam málaraiðn hjá Helga heitnum Guðmundssyni og Jóni E. Ágústssyni. Eins og hann á kyn til í báð- ar ættir er hann greindur vel og skáld gott. Það er því engin tilviljun að hann hefir verið og er einn fremsti forustumaður málarastéttarinnar. í þau 17 ár, sem hann hefir verið með- limur Málarameistarafélags ins, hefir hann gegnt ritara- störfuni þess í 14 ár, auk þess gegnt ótal mörgum öðrum trúnaðarstöríum fyrir félagið, enda annar sá, er lengst hefir verið í stjórn félagsins. Árið 1950, er félagið gerist aðili að Sambandi norrænna málarameistara, er Jökull kjör- inn meðal þriggja fulltrúa er sóttu mótið í Osló það haust. 1 þeirri ferð kynntist hann samtökum málarameistara á Norðurlöndum og sá hve allt þeirra starf var með miklum myndarbrag — stórt og rúmgott skrifstofuhúsnæði, fastir starfs- menn í þjónustu þess, útgáfa myndarlegra mánaðarrita, er fjölluðu um iðnina, og ekki hvað síz hve landssambandið í hverju landi var hið sterka afl samtakanan. Þessi för hafði varanleg áhrif á Jökul, því rúmu ári síðar (í október) gef- ur hann út tímarit er hann nefnir ,,Málarinn“ ög segir hann meðal annars í formála: „Ástæðurnar fyrir því, að eg nú ræðst í útgáfu þessa blaðs, eru margar. Má þar fyrst nefna, að eg hefi nú átt þess kost að kynnast nokkuð útgáfu hliðstæðra blaða á Norðurlönd- um og jafnframt heyrt hið já- kvæða álit manna þar um gagn semi þeirra.“ Þá ritar hann í blaðið fyrst- ur manna ágæta grein um nauðsyn á landssamtökum ís- lenzkra málarameistara. — Tímaritið Málarinn varð fljót- lega eign Málarameistarfélags- ins og hefir Jökull verið rit- stjóri og ábyrgðarmaður alla tíð. Mér er það full-ljóst að með útgáfu „Málarans“ hefir Jökull hrundið af stað einum merkasta þætti í menningar- málum stéttarinnar og verður honum það seint fullþakkað. Það hefir verið málarastétt- inni mikill fengur að eiga slík- an mann innan vébanda sinna sem Jökul. Jökull er giftur ágætustu konu, Svövu Ólafsdóttur, og eiga þau þrjá mannvænlega syni. Eg veit að eg mæli fyrir munn allra stéttarbræðra okk- ar er eg færi honum beztu þakkir fyrir allt það góða og margþætta starf, er hann hefir lagt fram í þágu málarastétt- arinnar og færi honum sjálfum og heimili hans beztu ham- ingjuóskir í tilefni dagsins. Sæm. Sigfurðsson. Myndir úr þfóðhfinn" 50 við- töl eftir Vaitý Stefánsson. n Fyrsta jólabók Bókfellsútgáfunnar komin út. Skemmtibgt atbæfi. Fáar fregnir- hafa vakið meiri athygli síðustu vikurnar en sú, sem barst út um siðustu helgi„að vélbátur frá Vest- mannaeyjum hefði verið staðinn að veiðum í land- helgi. Við Jiöfum vitað í nokkra mánuði, hverjir eru fjandmenn okkar í landhelg- ismálinu, en enginn íslend- ingur hefir sennilega gert ráð' fyrir, að Bretar ættu- bandamenn meðal íslend- inga. Það athæfi, sem þessi formaður í Vestmannaeyjum hefir ',gert sig sekan um, er svo 1' 'skammarlegt, að erfitt er .að finna viðeigandi orð .til að fordæma það. Það er svo erfitt að gera sér gréin fyrir því, að til skuli vera nokk- ur maður á landinu, sem getur lagzt svo lágt að leggja Englendingum lið, þótt ó- beint sé, með því að fá varð- ■ skipununi verkefni til við- bótar, þegar þau hafa í mörgu að snúast. Lögin eru væg við menn, sem brjóta þannig af sér — alltof væg — en annar dómur • hefir einnig verið upp kveðinn. Það er dómur almennings á slíku atferli og hann er fullkomin fyrirlitning á hin- um brotlega. Fyrsta bókin, sem Bókfells- útgáfan sendir frá sér á jóla- markaðinn í ár, heitir „Myndir úr þjóðlífinu“ fimmtíu viðtöl eftir Valtý ritstjóra Stefáns- son, Er hér um væna bók að ræða, 352 blaðsíður, býsna fróðlega og fjölbreytta að efni, og er ekki að efa, að þetta verður mörgum kærkomin bók og lík- leg til mikilla vinsælda eins og hin fyrri bók Valtýs af sama '(tági, „Þau gerðu garðinn fræg- an“, .sem kom út fyrir jólin 1956. Báðar þessar bækur eru safn af viðtölum, sem Valtýr hefir átt á sínum langa blaða- mennskuferli við fólk af ýms- um stéttum þjóðfélagsins, og' hafa mörg mikið sögulegt gildi og eru öll bráðskemmti'leg. Hér sltulu nefnd nokkur við- töl úr þessarri nýju bók, tekin af handahófi: „Það yita allir eitthvað um mig“ (Matthías Einarsson), „Ég hefi lifað 90 jól“ (Margrét Magnúsdóttir), „Heldur lána út á lifandi menn en þorskinn í sjónum“ (Magn- ús Sigurðsson), „Snæfellsnes er heimur fyrir sig“ (Árni Þór- arinsson), „Flutti 12000 manns á dag og mettaði 5000 á tveimur klukkustundum“ (Sigurbjörn Ármann), „Svo yar tekið upp á því að gefa mér að borða“ (Pét- ur Hjaltested), „Náttúrustæl- ingar eru fjarstæða — lista- verk endursögn hugmynda“ (Ásgrímur Jónsson). í formálsorðum bókarinnar se’gir Valtýr m. a.: „Við útgáfu fyrri bókarinnar urðu þau mis- tök, að hvergi var tilgreint, hvenær viðtölin höfðu birzt í Morgunblaðinu. En nú eru allar dagsetningar tilfærðar eftir hverja grein, og gerir það bók þessa stórum aðgengilegri fyrir.lesendur en þá fyrri.----- Þessi bók á það sammerkí við hina, að allar greinarnar eru skrifaðar í miklum flýti, eins og tíðkast í nútíma blaða- mennsku.“ Stjarnan í Borg- arnesí 20 ára. Um helgina hélt kvenskáta- félagið Stjarnan í Borgarnesi upp á 20 ára afmœli sítt. Félagið var stofnað 1938 af sjö stúlkum og var Þórhildur Bachmáhn kjörin formaður, óg hefur hún verið formaður síðan. í skátafélaginu eru nú 50 stúlk- ur. Skátastúlkurnar hafa starf- að að félagsmálum sínum af miklum þrótti, undir forystu Börnin, sem bera út blöðin. Þau eru ófá börnin, sem bera út blöð hér í bæ, og inna með því af höndum mikilvæga þjón- ustu í þágu blaðanna og kaup- enda þeirra. Það má hiklaust segja, af reynslu, að það eru yfirleitt börn, sem táp er í, sem sækjast eftir þessu starfi, hafa athafnaþrá til að bera, langar til að vinna sér eitthvað inn, og ekki ósjaldan er um að ræða börn, sem taka að sér þetta starf, til þess að létta undir með foreldrum sínum. Yfirleitt rækja börnin þetta starf vel, þótt um börnin gildi hið sama og hópa fólks á öllum aldri, að liðsmenn eru misjafnir. Það er stundum kvartað yfir vanskilum og börn- unum þá um kennt, — það vill stundum verða fyrst fyrir — en þau eiga líka stundum við sína erfiðleika að stríða við að koma blöðum til skila, — enginn heima, loka, blaðið skilið eftir á hurðarhún og fýkur. Reyndin er sú, að með nokkru umburð- arlyndi og góðvild, ef eitthvað ber út af, er hægt — og alltaf reynt — að kippa öllum misfell- um í lag. Hinir krakkarnir —. En svo eru hinir krakkarnir, sem kannske eru úti að leika sér, einkum þegar snjór er á jörð, full af glensi og kæti — og kannske ertni. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, en því miður kemur það ekki ósjaldan fyrir, að krakkar, sem eru að leika sér, glettast við börnin, sem eru að bera út blöðin, jafnvel dæmi til að hóp- ur krakka gerir aðsúg að blað- burðarbörnum og rifið af þeim blöðin. Þetta er vitanlega gert í hugsunarleysi, en það er ljótt, og það eru vinsamleg tilmæli til fullorðinna, einkum foreldra, er slíks verða vör, að þau beiti hér áhrifum sínum í rétta átt. Með því væri ekki aðeins börn- unum, sem bera út blöðin, greiði gerður,. heldur og hinum, hrekkjalómunum, og hann miklu meiri, því að það væri þeim fyrir beztu, að vandað væri um við þau. Gleymdu ekki parkljósunum. „Sértu til neyddur að stanza,“ segir í Umferð, „eða að leggja bil þínum í myrkri úti á vegum, þá gleymdu ekki parkljósunum. Legðu bílnum utan akbrautar, sé það mögulegt. Þurfirðu að vinna við bílinn, er ekkert eins öruggt og „þríhyrningurinn lýs- andi“ (sjá Umferð, 2. tbl.). Hann ættirðu að eiga.“ formanns síns, í öll þessi ár. Meðal annars háfa þær unnið að skógræktarmálum með góð- um árangri. Félagið fékk fyrir 12 árum tvo hektara af landi Stóru Grafar í Stafholtstungunr og gróðursetti þar nokkur þús- und trjáplöntúr. Það má segja, að flestar stulk- ur í Borgarnesi séu í skátafé- laginu. Uppeldisáhrif og félags- þroski, sem skátahreyfingin hef- ur veitt stúlkunum, verður ekkí metinn til fjár. Er það mál manna hér, að skemmtanir þær, sem skatastúlkurnar héldu á laugardags- og sunnudagskveld hafi verið með þeím beztu, er hér hafa verið. Sáu þær sjálfar um öll skemmt.iatr ið i;. með á-•; gætum.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.