Vísir - 17.11.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 17.11.1958, Blaðsíða 1
12 síðui wi 12 síður 48. árg. Mánudaginn 17. nóvember 1958 256. tbl. Vilja hrezkir þingmenn koma til íslaids? Eru sagðir ætla a5 lelta að lausn landhelgfsdeiSissinar. Það hefur komið til orða, að brezkir þyngmenn taki sig upp og haldi hingað út til þess að reyna að finna lausn á fisk- veiðadeilunni. Segir svo um þetta í Fishing News, sem út kom á föstudag- inn, að meðlimir undirnefndar sjávarútvegsnefndar brezka þingsins úr báðum flokkum fari ef til vill til íslands bráð- lega til að reyna að leysa deil una, sem upp hafi komið við það, að íslendingar stækkuðu landhelgi sína 1. september. Blaðið segir ennfremur um þetta: _,Þetta er uppástunga Sir Farndale Philips^ sem er for- seti félags brezkra togaraeig- enda, og samstarfsmanna hans, er snæddu hádegisverð með þingmönnum verkam.flokksins og íhaldsflokksins í þinghúsinu í s.l. viku. . . Brezki sjávarútvegurinn lítur svo á, að íslenzkum al- menningi hafi ekki verið kynntur brezki málstaður- inn, svo að ferð þingmanna til íslands gœti borið þann árangur“. (Leturbreyt. Vísis Þá er þess og getið, að þing- mennirnir Greville Howard (fyrir St. Ives) og Edward Evans (fyrir Lowestoft), en þeir eru í sávarútvegsnefnd fyrir hvern flokk og komu til 9 þús. tn. af rekneta- síld bárust á land í pr. Mesti afladagur haustsins. - Margir bátar með hátt á 2. hundrað tn. í gær var langmesta síldveiðin hér siumanlands á haustinu og bárust á land um 9 þúsund tunn- ur af síld. Megmð af síldinni var saltað og nokkuð fryst í beitu. Aðeins fjórir bátar fengu litla veiði en hinir allir voru með frá 60 til 200 tunnur. Aflahæsti bát- urinn var Vísir frá Keflavík, sem fékk 201 tunnu. Til Keflavikur komu 27 bátar með 2700 tunnur. Aflahæsti báturinn var Vísir. Næstur var Guðmundur Þórðar- son með 170 tunnur og voru all- margir með yfir hundrað tunnur. Til Akraness komu 2060 tunn- ur. Aflahæstur var Sæfaxi með 200 tn., Skipaskagi fékk 178 og Sigurfari S.F. 176 tunnur. Marg- ir bátar voru með yfir 100 tunn- ur. Alls komu til Haraldar Böð\r- arssonar um 1000 tunnur. Til Hafnarfjarðar komu 1100 tunnur af 10 bátum og til Sandgerðis bárust 1332 tunnur af 15 bátum og til Grindavíkur 680 tunnur af 8 bátum. Til Reykjavíkur og annarra staða bárust um 500 tunnur. Síldin er mjög góð til söltunar, jafnari og sterkari en hún hefur verið lengi. Yfirleitt var lagt kapp á að frysta sem mest, þar sem ekki er talinn nægilegur forði af síld í beitu til vertiðar- Frh. á 7. síðu íslands árið 1956, sé fýsandi til 1 fararinnar, en hinn fyrrnefndi. hefur einnig óskað eftir því, að | þingheimur verji heilum degi ! til að ræða vandamál brezka i sjávarútvegsins. Því er bætt við, að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um för þessa, og ef til vill verði ekkert gert í málinu, fyrr en laganefnd Sameinuðu þjóðanna hefur rætt og kom- izt að niðurstöðu um þessi mál, en þau liggja nú fyrir nefnd- inni og verða rædd bráðlega. Loks segir Fishing News, að brezki kommúnistaflokkurinn og Þjóðflokkurinn skozki hafi ráðizt á afstöðu Breta gagn- vart íslendingum, hefur bréfi um það verið dreift meðal fiskimanna í Hull, þar sem þess er krafizt, að flotadeildin verði kölluð heim frá íslands- miðum. Um þenna ahuga brezkra þingmanna fyrir íslandsferð, er ekkert annað að segja en það, að ekki mun verða blakað við þeim, þótt þeir komi, en þeir munu varla hafa erindi sem erfiði, eins og málin standa. Og hinn brezki málstaður hefur verið ágœtlega kynntur — — af brezka flotanum. íslending- um nœgir slík kynning á honum. Myndin er af frú Elisabeth Maack, bókasafnara á Fjóni. Hún komst í „feitt“ á dögun- um, náði í eintak af „Phantas- ier oy vskizzer“, eftir ævintýra- skáldið H. C. Andersen,------- fyrir 50 aura. Og bókin var með eiginhandar áritun hans. Veíurhæðin 13 stig í Eyjum. 0 Urkoma 4 mm hér. Veðurliæðin í óveðrinu í gær varð mest í Vestmanna- eyjum, og komst hæst upp í 13 vindstig ld. 17. Um morg- uninn kl. 8 mældust þar 9 stig og fór síðan vaxandi er á dag inn leið. Engar skemmdir eða tjón urðu að völdum þessa mikla veðurs, hvorki í Eyjum eða annars staðar þar, sem til hef- ur spurzt. Hér í Reykjavík komst veð- urhæðin mest í 9 vindstig, og var það kl. 20.30 voru 5 vind- stig, kl. 20 voru þau komin í 8 og á miðnætti sama. Sa.mfara þessu mikla veðri var gífurleg úrkoma. í fyrri- nótt vrar luin 2 mm., en í gær mældist hún 4 mm. Larsen segir ekki af sér. Frá fréttaritara Vísis. Khöfn 1 morgun. — Enn er deilt um Aksel Lar- sen, hinn gamla, harðskeytta foringja kommúnista. Þegar miðstjórn kommún- istaflokksins hafði vikið hon- um úr flokknum í síðustu viku, var þess krafizt, að hann léti af þingmennsku, þar sem þing- sætið tilheyrði flokknum en ekki honum persónuiega. Lar- sen hefur nú svarað þessu og segist hvergi fara — hann sitji á þingi eftir sem áður til næstu kosninga. — Jensen. Tillaga fslands Sþ. fær engan byr. Æ^rá 'ft&Bitii ui-anríka&BszóÍeg, meffmdnw í </<er. Efnt var til fundar í utanrikis- málanefnd í gær, og hefur Vísir fregnað, að utanríkisráðherra hafi gefið nefndinni skýrslu um landhelgismálið á vettvangi S. þjóðanna. Utanríkisráðherra skýrði með- al annars frá því, að tillaga Is- lands, sem borin var fram í upp- hafi þingsins og fjallaði um það, að þingið afgreiddi landhelgis- málið sjálft en fengi ekki nýrri ráðstefnu það til meðferðar, hefði engar undirtektir fengið. Utanríkisráðherra skýrði einn- ig frá því, að hann hefði gert eindregna kröfu til þess, að brezka stjórnin svaraði kröfu is- lenzku ríkisstjórnarinnar um að togaranum Hackness og skip- stjóra verði skilað í íslenzka lög- sögu tafarlaust. Það er þó aðeins fyrsta skrefið, eins og Sjálfstæðismenn hafa bent á, því að aðalkrafan er og verður, eins og þeir hafa einnig haldið fram, að Bretar hætti öll- um aðgerðum sínum hér við land til að hindra íslenzka löggæzlu innan landhelginnar. Sjálfstæðismenn í utanríkis- málanefnd spurðust fyrir um það á fundinum í gær, hvort full trúar hinna flokkanna væru reiðubúnir til að taka afstöðu til tillögu þeirra um að Bretar verði kærðir fyrir Atlantshafsbanda- laginu, en ekki voru stjórnar- sinnar reiðubúnir til að gefa nein svör við því. ★ Fréttaritari Vísis í Kaupmanna höfn hefur það eftir danska út- varpinu, að horfur sé á því, að meirihluti á allsherjarþingi S. þjóðanna verði fylgjandi nýrri ráðstefnu um landhelgina, er haldin verði næsta sumar, og megi þakka það frumkvæði Kan- ada og Danmerkur. Gert er ráð fyrir, að Bretar og Bandarikja- menn muni styðja tillögu um þetta. Fréttaritarinn símar ennfrem- ur, að sennilega fáist meiri- hluti fyrir tillögu, er fari með- alveglnn milli fyrri tillögu Bandarikjanna, en þó þannig, að þjóðir, sem áður hafa veitt á miðum, sem verða innan ytri sex mílnanna, megi halda á- fram veiðum þar í fimni ár. Samkomulagstillagna er um „sex plús sex“ og timatak- mark. Þoka tefur flugferðir. Þoka mikil hefur grúft yfir miklum hluta Suður-Englands síðan í gær og valdið truflunum. Þetta hefur meðal annars taf- ið fjölda flugvéla, sem komið hafa vestan um haf og átt að fara til Lundúna. Hafa þær orð- ið að láta staðar numið í Shann- on á Irlandi, og er þar nú meiri fjöldi farþega, sem orðið hafa fyrir töfum, en oft áður. Þingmannafundur NAT0 á að fjalla um landhelgina. Fuindurinn slendur fram eftir vikunni. I dag hefst í París fundur þing manna frá ríkjum þeim, sem eru aðilar að Atlantshafsbandalag- inu. Fundurinn mun standa fram á föstudag og tekur hann mörg mikilvæg mál fyrir, en þau eru fyrst og fremst þrjú, sem rædd verða. Eru það tillögur um end- urskipulagningu á bandalaginu, en hana ber nú æ oftar á góma, í öðru lagi deila Breta, Grikkja og Tyrkja um Kýpur og loks landhelgismál Islendinga. Þrír þingmenn sækja fundinn af hálfu Islendinga, en þeir eru Jóhann Hafstein, Benedikt S. Gröndal og Björgvin Jónsson. Islendingar bíða þess með nokkurri eftirvæntingu, sem rætt verður á fundi þessum vegna síðustu tíðinda, er gerð- ust fyrir Vestfjörðum fyrir nokkrum dögum. Má ganga að því vísu, að fulltrúar Islands tali máli okkar af festu, svo að þjóð- um bandaJagsins megi Ijóst vera, hversu hraksmánarlega Bretar hegða sér hér við land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.