Vísir - 22.11.1958, Blaðsíða 4
4
Vf SIR
Laugardaginn 22. nóvember 1953
^XSXR.
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Leiðin, sem á a& fara.
Undanfarnar vikur hefir oft
verið um það rætt meðal al-
mennings, og raunar einnig
verið á það drepið í sam-
þykktum ýmissa félaga, að
íslendingar hafðu átt að
leita til Bandaríkjanna og
krefjast þess, að þau beittu
herafla sínum eða flotastyrk
til þess að vernda íslendinga
fyrir hernaði Breta hér við
land. Við. þetta er þó það að
athuga, að bandaríska varn-
arliðið er hér aðeins sem
fulltrúi fyrir NATO, svo að
þaðan yrði að koma skipun
um, að það veitti okkur
vernd þá, sem menn hafa
verið að tala um, að okkur
sé nauðsyn að njóta.
Ríjpsstjórnin hefir ekki sýnt
þess nein merki, að hún ætli
að gera neitt af þessu tagi til
að rétta hlut okkar. Hún
hefir leitað til Sameinuðu
þjóðanna um styrk, en von-
laust er nú um, að allsherj-
iarþing þess geri neitt, sem
íslandi má að gagni koma.
Síðan málinu var hreyft á
Samkvæmt
Eins og Vísir hefir bent á, hef-
ir Þjóðviljinn bókstaflega
tryllzt við það, að tillaga
þessi kom fram. Hann hefir
sagt dag eftir dag, að hún sé
runnin beint frá Bretum,
þeir hafi pantað hana og sé
hún þess vegna eingöngu í
þeirra þágu. Þar af leiðandi
eigi íslendingar alls ekki að
fara þessa leið, heldur láta
allt vera eins og að undan-
förnu.
Allir hugsandi menn sjá, hversu
frámunalega heimskuleg
þessi „teóría“ kommúnista
er. Ef hún er rétt þá biðja
Bretar bókstaflega um það,
að þeir verði hirtir í augum
allra þjóða heims og. fyrst
þeim vettvangi, hefir hins-
vegar komið fyrir alvarlegur 1
atburður í landhelgi íslands,
svo að annað eins hefir ekki
þekkzt í sambúð siðaðra
þjóða um margar aldir. Það
krefst aðgerða, og þar verða
íslendingar að hafa frum-
kvæðið, enda slíks varla að
vænta úr annari átt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
bent á þá leið, sem sjálfsagt
er að fara í þessu máli. Ólaf-
ur Thors hefir bent á, að ís-
lendingar eigi að krefjast
þess, að efnt verði til fundar
æðstu manna NATO, og þar
á að setja rétt yfir Bretum,
eins og hverjum öðrum af-
brotamönnum. Og þessi rétt-
ur á að koma vitinu fyrir
Breta, neyða þá til að hegða
sér eins og siðaðir menn hér
við land. Þetta er leið, sem
við eigum skilyrðislaust að
fara, og það er meira en van-
rækslusynd hjá ríkisstjórn-
inni, ef hún gerir það ekki,
en lætur Breta halda áfram
eins og þeir hafa byrjað.
pöntun?
og fremst frammi fyrir þjóð-
um Atlantshafsbandalagsins,
enda þótt þeir vilji að sjálf-
sögðu varðveita virðingu
þeirra, meðan þess er nokk-
ur kostuF'.
Með ofsa sínum og stóryrðum
koma kommúnistar hins-
vegar upp um það, að þeir
eru hræddir við að finna
megi lausn deilunnar eftir
þeirri leið, sem Sjálfstæðis-
menn hafa bent á með til-
lögu Ólafs Thors. Kommún-
istar vilja, að hættuástand
haldi áfram að ríkja við
strendur landsins, því að það
gefur þeim betri aðstöðu til
áróðurs en sigur þjóðarinnar
yfir Bretúm.
Ulfshárin gægjast fram.
Þarna hefir kommúnistum orð-
ið á rétt einu sinni. Þeir
hafa ekki getað ráðið við
ofsa sinn, þegar þeir óttuðust
um vígstöðu sína í hinu
kalda stríði stjórnmálanna
hér á landi, og þess vegna
ganga þeir nú berserksgang
gegn hverskonar tilraunum
til að komast til botns í land-
helgismálinu. færa íslenzku
þjóðinni nauðsynlegan sigur.
Þess vegna er það líka, að yfir-
boðarar íslenzkra kommún^
#í~ •” -....®.......... -
ista, hinir rússnesku og
leppar þeirra, berjast gegn
því með hnúum og hnefum á
vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna, að efnt verði til nýrr-
ar ráðstefnu um réttarregl-
ur á hafinu. Hún gæti einnig
orðið hættuleg fyrir aðstöðu
þeirra til áróðurs. Úlfshárin
gægjast því fram hvarvena,
og ætti það að vera öllum
ljóst, sem vilja sjá og skilja
það, sem raunverulega er að
gerast í þessu máli.
Kirhja og trúntái:
Vakna þú!
Á morgun talar Jesús um kom-
andi dóm. Hann gerir það oft
endranær. En guðspjallið á
morgun (Matt. 24,15—28) er
hluti af þeirri ræðu hans, þar
sem hann talar ýtarlegast um
endurkomu sína og efsta dóm.
1 þessari ræðu sinni talar hann
raunar um tvennt í sömu andrá.
Hann talar bæði um eyðingu
Jerúsalemsborgar og endalok
heimsins. Þetta hvort tveggja
fléttast saman í orðum hans.
Hann sér þann dóm, sem vofir
yfir landinu, sem hann unni, yf-
ir þjóðinni, sem hann var fædd-
ur af í fyllingu tímans, en þekkti
hann ekki né sinn vitjunartíma.
En að baki þeirra tiðinda sér
hann þau miklu úrslit, sem öll
saga stefnir að. Þau hörmulegu
afdrif, sem Jerúsalem hreppti, af
þvi að hún hafnaði Guðs vitjun,
Guðs friðartilboði, Guðs náð, er
fyrirboði hins mikla dóms við
endalok allra tíma, en jafnframt
ógnþrungin áminning um það,
að Guð lætur ekki að sér hæða.
Hann er ekki aðeins dómarinn
að síðustu, við lyktir aldanna,
heldur hverrar nútiðar, hvers
tímL.
„Það sem hræið er, þar munu
ernirnir safnast". Þessi dular-
fullu orð Jesú benda til lögmáls,
sem gildir á hinu andlega sviði.
Landkönnuður nokkur, sem
fór víða um auðnir Asíu, segir
frá þvi, hvernig eyðimerkur-
þögnin var stundum rofin af ein-
kennilegum þyt i loftinu. Hann
vissi, hvað þettg boðaði: Klógul-
ir ernir voru á sveimi, flugu
fylktu liði í sömu átt, hnituðu
von bráðar hringa og steyptu sér
síðan til jarðar. Það var engum
efa bundið, á hvað þeir miðuðu.
Þeir höfðu fundið þefinn af
hræi. Rotnunin, nályktin kallaði
á þá. „Það lá við, að hrollur færi
um mig hverju sinni sem ég sá
hratt og stefnufast flug þessara
svörtu fugla," segir landkönnuð-
urinn. „Það minnti mig á, hver
myndu verða afdrif mín, ef ég
villtist í auðninni og kraftarnir
þrytu".
Jesús notar þetta sem likingu.
Þegar andleg rotnun er komin
í mannlifslikama, þegar villa og
spilling vaxa og taka að móta
hugarfar og hátterni, þá vofir
dómurinn yfir, eins og hræfygli
yfir þeim, sem farið hefur villur
vegar i auðnum Asíu. Jesús lík-
ir syndinni við rot, fúa, ýldu.
þegar átumeini hennar er ekki
haldið í skefjum, er dauðinn vis.
„Og þar sem hræið er, þar munu
ernirnir safnast."
Hið sama býr i huga hans,
þegar hann segir við lærisveina
sína: „Þér eruð salt jarðarinn-
ar.“ Áhrif þeirra manna, sem
hafa anda hans, eru eins og
heilsulyf, sem vinnur gegn sýk-
ingu, eitrun, upplausn, rotnun.
Sænska Nóbelsverðlaunaskáldið,
, Par Lagerqvist, segir: „Menn
líta gjarnan meðaumkunaraug-
um niður á þá, sem eiga trúar-
vissu. En samt eru það þeir, sem
geyma með sér auðlegð mann-
kynsins. Þeir hafa volduga fjár-
sjóðu fólgna í huga sér, sem vér
byggjum allir á, þegar vér leit-
um þess, sem vér þörfnumst til
þess að geta haldið oss uppi, leit-
um þess sumir opinskátt, í fullu
dagsljósi, aðrir laumast þangað,
þegar dimmt er orðið af nótt,
feimnir við að láta það sjást, að
þeir séu þurfandi. Ef þessar
hirzlur væru einhvern daginn
til þurrðar gengnar, værum vér
um leið allir orðnir svo fátækir,
að lífið væri óbærilegt."
Allt, sem Jesús boðar um það
dauðgns lögmál, sem syndin
lýtur og þjónar, miðar að þvi að
benda á lífsins lög og lífsins veg.
Ilann hefur gerzt förunautur
þess mannkyns, sem villist í
auðn, bróðir hvers einstaklings:
Ég er vegurinn, góði hirðirinn.
Fylgið mér. Vakið, verið viðbún-
ir. Þér vitið eigi dag né stund
hinztu úrslita. Þú veizt hvorki
þá stund, er hjarta þitt slær sitt
síðasta slag, né þá, er jörðin fer
hinzta snúning. Vakna þú, sem
sefur, og ris upp frá dauðum, og
þá mun Kristur lýsa þér.
Umferðarslys í gærmorgun.
Ovenju mikið um árekstra síð-
ustu dagana.
í gærmorgun varð umferðar-
slys í Tryggvagötu er kona varð
fyrir bíl.
Það var á áttunda tímanum
í gærmorgun er kona,' Gúðjón-
ína Sverrisdóttir að nafni og til
heimilis að Lokastíg 16 var að
fara til vinnu. Þegar hún var
að fara yfir Tryggvagötu bar
þar að bíl, sem fór að vísu hægt,
en vegna ísingar á götunni gat
bílstjórinn ekki stöðvað bílinn
nógu fljótt.
Konan lenti framan á bilnum
og varð þetta talsvert högg því
bíllinn dældist nokkuð. Guð-
jónína skall á götunni og
skrámaðist m. a. nolckuð á
hnakka, en einkum kenndi
hún til í baki. Hún var flutt
í slysavarðstöfuna og þar átti
að taka röntgenmynd af henni í
öryggisskyni.
Mikið um árekstra.
Að því er umferðardeild
rannsóknarlögrgelunnar tjáði
Vísi í gærmorgun hefur verið
óvenjumikið um bifreiða-
árekstra í bænum að undan-
förnu, eftir að j-igna tók fyrir
alvöru og ökuskilyrðin versn-
uðu.
í sumar, á meðan þurrviðrið
hélzt, dró mjög úr árekstrum,
og fram til þessa hefur verið
talsvert minna um árekstra en
á sama tíma í fyrra. En síðustu
dagana hafa árekstrarnir aukist
stórlega og mikið verið um
harða og -mikla árekstra og
stórtjón á farartækjum. Telja
lögreglumenn að ökumenn taki
ófullnægjandi tillit til erfiðra
birtu- og ökuskilyrða og sýni
ekki þá gætni í akstri sem
nauðsynlg sé. Þá beri og þess
að geta að í rigningatíð safnist
móða á bílrúðurnar svo að illa
sést út um þær og við slík skil-
ýrði þurfi bílstjórarnir að sýna
enn meiri varúð en ella.
Manni verður einhvern veginn
undarlega við, þegar maður
fréttir — eins og nú í vikunni —
að komin skuli vera fyrsta send-
ingin af jólatrjám til landsins.
Það er meira en mánuður, þar
til jólin koma, og sennilega eru
það aðeins smábörnin, sem eru
farin að hugsa fyrir alvöru um
þessa miklu hátið.
Og svo góðgætið.
En það sést raunar á mörgu
fleira, að jólin eru að koma nær.
Það mátti til dæmis lesa í Vísi
nú í vikunni, að ekki væri langt
þangað til fyrsta sendingin af
jólaávöxtunum kæmi til lands-
ins, en það mun eimitt verða nú
um helgina. Kemur þá talsvert
af eplum, og er vonandi, að
menn hafi vit á að treina sér þau
fram að jólum. Það er nú einu
sinni svo, að eitthvað vantar á
jólin, ef ekki er hægt að gera sér
dagamun með epla- og öðru á-
vaxtaáti.
Skreyting gatna.
Annars er það eitt, sem kemur
mönnum í mikla „jólastemm-
ingu“, þegar komið er fram í
desember-mánuð. Það er skreyt-
ing sú, sem farið er að koma
fyrir á helztu götum bæjarins,
Bankastræti, Austurstræti og
víðar, þegar komið er fram yfir
mánaðamótin nóvember—desem-
ber. Þegar öll dýrðin blasir við
manni, fer ekki hjá því, að veg-
farendur geri sér grein fyrir því,
hvað tímanum líður.
Ofurkapp.
Annars minnist ég bréfs, sem
Bergmáli barst á síðasta ári, en
ekki var birt vegna mistaka. Það
fjallaði um kapphlaup það, sem
komið væri upp meðal sumra um
að „yfirganga" hver annan með
gjöfum fyrir jólin. Allir vilja
vera mestir, því að jólahátíðin
virðist fara fyrir bí hjá sumunt
ella, og sá, sem hefur orðið und-
ir í keppninni í ár, hugsar „sig-
urvegaranum" þegjandi þörfina
og lofar sjálfum sér að fara
fram úr honum í ár.
Gengur of langt.
Það er skoðun yfirgnæfandi
meirihluta, að of mikið sé orðið
af þessu hjá okkur, og nú þeg
ar allir hlutir margfaldast í
verði, er þeim, sem úr litlu hefur
að spila, enginn greiði gerður
með slíkum gjöfum eða kappi.
Það er frekar bjarnargreiði en
nokkuð annað. Þess vegna eiga
menn að taka sig saman og hafa
vit hver fyrir öðrum eða t. d.
fjölskyldur að bindast samtök-
um um að hætta öllu kappi og
metingi.
Hollara fyrir börnin.
Það er heldur ekki til neins
góðs fyrir börnin að vera vitni
að slíkum „kappleik" og oft hef-
ur átt sér stað. Það er einmitt
hollara fyrir þau, að þeim sé
skýrt frá því, að hin mestu verð-
mæti eru oft fólgin , minnstu
gjöfunum, sem gefnar eru af
heilum hug.
Mönnum finnst þetta kannske
skrýtin prédikun, en ætli hún sé
ekki nokkuð þörf — og réttast
var að hún kæmi fram nú, þeg-
ar menn eru yfirleitt ekki farnir
að kaupa jólakaupin á sviði gjaf-
anna.
----•-----
Bezt að auglýsa í Vísi