Vísir - 25.11.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 25.11.1958, Blaðsíða 8
fffSSSSSS Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað Iestrarefni heim — án fyrirhafnar at yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Þriðjudaginn 25. nóvember 1958 Hafnartiarður Hiísavíkur fengdur um 50 metra. Mú eru 25 ár9 síðan byrjað var á hafnargerð þar. Á þcssu ári er liðin 25 ár, síð- en hafizt var handa um að gera liiöfn í Húsavík, því að vinna var hafin árið 1933 við bryggjusmíði á staðnum. Byrjað var á hafnargarði ár- Sð 1950 og á síðasta ári var haf- Snn undirbúnigur á lengingu Lans, sem hefir síðan verið framkvæmd í sumar. Var um 15 metra lengingu að ræða, sem framkvæmd var með þvi, að sökkt var steinkeri við enda hans. Þá er verið að steypa 10 metra ker, sem ætlunin er að sökkva næsta vor rétt við end- ann á hinu eða fimm metra frá því, svo að þar verður aftur um 15 metra lengingu að ræða, því að fyllt verður á milli. liafa unnið við þetta að stað- aldri í sumar, en alls er gert ráð fyrir að lengja garðinn um B0 metra, og á þeim fram- kvæmdum að vera lokið eftir tvö ár. Þá verður svo komið, Líflátsdómar morð. fyrir Tveir rússneskir unglingar Iiafa verið dæmdir fyrir morð á jafnaldra sínum. Margar fréttir bera með sér, að þrátt fyrir „fyrirmyndar" þjóðfélag eiga kommúnistar við samskonar vandamál að stríða og önnur ríki, m. a. af- brot unglinga. Hefir borið mik- 5ð á þeim í borgum Sovétríkj- anna og fara blöðin ekki leýnt rtieð, þótt illt sé að verða að viðurkenna slíkt. Nýlega var kveðinn upp dómur yfir tveim ungmennum, sem fyrr segir, og hlaut annað líflátsdóm en hinn 20 ára fangelsi. að millilandaskipin geta legið við garðinn. Auk þess er fyrirhugað að vinna í vetur og næsta vor við að byggja út úr gömlu bryggj- unni 40 metra langa og fimm metra breiða bryggju fyrir smábáta. Þegar byrjað var á bryggju- smíðinni á Húsavík fyrir 25 árum voru fyrir tvær bryggjur — Guðjohnsensbryggja og kaupfélagsbryggja — og var nýja bryggjan gerð á milli þeirra. Árið eftir að byrjað var á henni, gerði tvívegis ofviðri við Skjálfanda með fimm vikna millibili — þ. 19. september og' 26. október — og eyðilögðust þessar bryggjur þá. Sér enn leifar þeirra. Allar framkvæmdir við höfn- ina í Húsavík eru unnar á veg- um vitamálaskrifstofunnar — en verkstjóri hefir verið Sveinn Júlíusson að undanförnu, en hann er búsettur á staðnum. Aðalhvatamaður að hafnar- gerð í Húsavík var Júlíus Havsteen, er var sýslumaður Þingeyinga til skamms tíma. Hér sér yfir höfnina í Húsavík, og er síldarverksmiðjan lengst til vinsíri, en sést þó ekki öll. Stendur hún alveg við bryggj- una, en fyrir miðri myndinni og til hægri er síldarplan, enda er talsverð söltun þar á sumrin, því að ekki er langt á síldarmiðin. S.l. sumar nam söltunin til dæmis 13,000 tunnum. Fjöllin fjarst á myndinni eru í Köldukinn, eða Kinnarfjöll eins og þau eru jafnan nefnd. (Ljósm. Óli Páll Kristjánsson). Vestfirðingar fá 2 nýja báta. Báðir koma til Súgandafjarðar. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í fyrradag. Togarinn Sólborg kom af Ný- fundnalandsmiðum með rúmlega 300 lestir í s.l. viku. Færibönd þau, sem vélsmiðjan Iílettur smíðaði voru notuð við uppskip- un úr Sólborgu. Reyndust þau mjög vel eftir að hægt var að koma þeim við. Eru ísfirðingar mjög st'oltir yfir því að hafa fyrstir fehgið slík tæki, sem áreiðanlega verða til mikils flýtis og spara mannafla. Dettifoss lestaði fimmtán þús. kassa af freðfiski. Tungufoss lestaði um 200 tonn fiskimjöls. Is borg var væntanleg um helgina af Nýfundnalandsmiðum með fullfermi. Nokkuð gætir mann- eklu þegar svo mörg ,skip ber að í einu. Bezta veður var fyrir helgi og allir bátar á sjó. Nýr sjötíu lesta vélbátur bætt- ist í vélbátaflota Súgfirðinga síðastliðinn þriðjudag. Báturinn heitir Friðberg Guðmundsson. Hrafnhetta, fyrsta sogulegt skáldverk Guðm. Daníelssonar. Það kom út á forlagi Isafoldar fyrir fáum dögum. Þjóðverjar fram- leiða næg kol. Þýzkir námamenn hafa mót- mælt því, að V.-Þýzkaland kaupi kol vcstan um haf. Vilja þeir, að hofíið verði frá Jdví að stytta vinnuviku þeirra, aneðan kol sé keypt í Banda- tíkjunum. Hefir orðið að sam- komulagi að hætta þessum inn- flutningi og auka framleiðsl- lina heima fyrir. Fyrir nokkrum dögum sendi Isafoldarprentsmiðja h.f. á I markaðinn skáldsöguna Hrafn- ! hettu eftir Guðmund Daníels- 1 son. Þetta er skáldsaga, sem ger- ist á 18. öld í Kaupmannahöfn og hér á landi, nánar tiltekið á Bessastöðum, í tíð Níelsar Fuhrmanns amtmanns, enda hefir höfundurinn sótt ýrkis- efnið í sögu hans og Appolinu Schwarzkopfs. Þau voru bæði af norsku bergi brotin, en svo vildi til, að þau hittust í Kaup- mannahöfn, þar sem örlögin gerðu þau fyrst að leiksoppi sínum, en „tragedían“ á ævi þeirra gerðist ekki fyrir al- vöru, fyrr en komið var til ís- lands og Fuhrmann orðinn virðulegur embættismaður konungs. Fór Appolina Schwartzkopf hingað á eftir honum, en varð ekki langlíf hér Eigandi er Páll Friðbergsson kaupmaður og fleiri.' Báturinn er smíðaður í Fredrikssund í Danmörku. Hann hefur Alpha dieselvél og er búinn öllum ný- tízku tækjum. Skipstjóri á bátn- um verður Einar Guðnason. Bát- urinn mun hefja línuveiðar inn- an skamms. Súgfirðingar eiga von á öðrum nýjum 70 lesta vél- bát á næstunni. Hafa þeir þá fengið þrjá nýja vélbáta á líð- andi ári. — Arn. □ Verðfall mikið varð á kaup- höllinni í New York í gær. Margar biðskákfr á haustmétinu. Tíunila umferð í liaustmóíi Taflfélags Reyk.javíkur var tefld í gaukvöldi, og fóru leikar þann- Jón Pálsson vann Stefán Briem, Haukur Sveinsson vann Jónas Þorvaldsson, og Gunnar Ólafsson vann Guðmund Ársæls son, Aðrar skákir fóru í bið. Á sunnudag lauk aðeins tveim biðskákum: Eggert Gilfer vann Kristján Theódórsson, og jaín- tefli gerðu Guðmundur Ársæls- son og Ragnar Emilsson. Eins og sakir standa, eru þess- ir efstir: Jón Pálsson með 7 vinn inga í 8 skákum, Reymar Sig- urðsson með 6V2 í 8, Guðmund- ur Ársælsson með 6 i 9, og Jón- as Þorvaldsson með 5 vinninga í 8 skákum. Vörðurinn barði konuna. Ekkja Aga Khans varð fyrir barsmíðum í gistihúsi í Iiairo fyrir nokkrum döguni. Fór hermaður frá Saudi-Ara- bíu, er átti að gæta eins sonar Sauds konungs, herbergja villt, og réðst á konuna, er hann sá hana í herbergi þvi, sem hann taldi, að hann ætti að gæta. Ekki varð Bergum þó meint af þessu og lét sér nægja afsökun fyrir barsmíðina. Mesta verðhrun kauphöllinni New York- 3 ár. Ástæðan ótti við nýjan afturkipp. land, enda varð ekki langlifi á landi, enda var talið, að henni hefði verið fyrirfarið. Þetta mun vera í fyrsta skipti, að Guðmundur Daníels- son glímir við sögulegt skáld- verk, og munu hinir fjölmörgu aðdándur hans taka bókina sér í hönd með mikilli eftirvænt- ingu. Hefst spennan raunar þegar í upphafi, er fundum Fuhrmanns og Hrafnhettu ber saman í húsi við Kaupmang- aragötu í Höfn og helzt síðan bókina út. Vísir ljóstar vonandi ekki upp hernaðarleyndarmáli, þótt hann geti þess, að meðan Guðmundur vann við skáld- sögu þessa, bauð forseti íslands honum nokkrum sinnum til næturdvalar, svo að Guðmund- ur gæti svo að segja drukkið í sig anda þeirra húsakynna, þar sem Hrafnhetta gekk um fyrir rúmum tveim öldum. í gær varð mesta verðfall á kauphöllinni í New York, sem komið hefir í 3 ár, síðan Eisen- hower forseti veiktist -af hjartabilun. Féll verð á hlutabréfum allra helztu fyrirtækja landsins, og nam verðfallið samtals um 6,5 milljörðum dollara, að því er fróðir menn fullyrða, og þegar kauphöllinni var lokað, sáust þess engin merki, að verðhrun- ið mundi á enda. Var því gert ráð fyrir, að það mundi halda áfram í dag. Menn telja helzt, að sálrænar ástæður sé fyrir verðfallinu. Verð hefir verið hækkandi á öll um varningi að undanförnu og framleiðsla tekið mikil stökk fram á við, en samt virðast menn kvíða því, að aftur verði um afturkipp að ræða, og þess vegna stafar verðhrunið. Þá er það og talið hafa áhrif á þetta, að Eisenhower forseti hefir gefið fyrirmæli um, að dregið skuli úr útgjöldum ríkisins á næsta ári, en það mun tákna, að iðnaðurinn fær minni verkefn hjá hinu opinbera en ella. Skip fórst á Michigan-vatni og með þvt 35 manns. Það strandaði og brotnaði í tvennt. Eitt mesta slys, sem um getur | ið að sök, ef veður hefði ekkl í siglingasögu vatnanna miklu á ^ verið mjög illt og öldugangur ó- landamæriun Kanada og Banda- skaplegur, þar sem vatnið er ríkjanna varð um miðja s.l. viku. [ frekar grunnt umhverfis þann.- Gerði þá versta veður á stóru svæði um miðbik Bandaríkjanna, svo sem getið hefur verið í blað- inu, og þá fórst einnig stórt flutningaskip, sem var hlaðið kalksteini til stálvinnslu, er það var á siglingu á Michiganvatni. Skipið tök niðri á grynning- um, en hefði sennilega ekki kom stað, þar sem skipið tók niðri. Brotnaði það í tvennt, er það hafði kastazt um skeið fram og aftur á skerinu. Skipið var tæplega 15 þús. Iest ir og voru á því 35 menn, er slysið varð. Ekki var unnt að bjarga neinum mannanna vegna illvirðis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.