Vísir - 02.12.1958, Blaðsíða 1
*8. árg.
Þriðjudaginn 2. desember 1958
268. ibJ.
Hitamá! í Hveragerði:
A miðnæíti í tyrrinon lor ix<<m Hyii'i-H wi.i.a^uar a xiusiurvem ; samuauui «..
leik Stúdentafélags Reykjavíkur í Sjálfstæðish ' sinu.' Myndin er tekin, þegar Ásgeir Ásgeirsson
forseti flytur ávarp í sambandi við hyllinguna. (Ljósm. St. Nik.)
inni vest-
Slkólu þau varu i-
varö érshjjótt ulelrfa.
Crnmir leiksir a. að ln*ímii$si
ha£i verið ak* maEinavulileEiEi.
Einliver hroðalegasti eldsvoði, sem um getur vestan hafs,
varð í gær í Chicago, þar sem 87 börn auk nokkurra fullorðinna
brunnu inni í skóla sínum eða biðu bana á annan hátt, en hátt
á annað hundrað börn eru meira og minna meidd, bæði brennd
©g brotin, svo að óttast er um líf margra beirra.
Eldurinn kom upp í barna-
skóla, þar sem um 1300 nemend-
ur voru við nám — 15 mín, fyrir
lok kennslu — og er skóli þessi
undir umsjá kaþólskra manna,
enda kenna bæði prestar og
nunnur. Magnaðist eldurinn með
geigvænlegum hraða, svo að líkt
hefur verið við sprengingu, og
er það skoðun yfirvaldanna af
þeim sökum, að ekki muni ein-
leikið með upptökin. Ýmsir ein-
staklingar hafa einnig skýrt svo
frá, að þeir hafi séð til ferða
grunsamlegs manns í grennd, við
skólann um það leyti sem eldsins
var vart.
Slökkvilið var komið mjög
íljótt á vettvang, en fékk ekki
við neitt ráðið, þvi að svo mikill
var eldurinn. Það olli einnig
miklum erfiðleikum, að mikill
mannfjöldi dreif að úr næstu
götum, þar sem börnin áttu
heima, og ætluðu foreldrar að
æða inn í brennandi bygginguna,
ef unnt mætti verða að bjarga
einhverjum barnanna úr brsnn-
andi byggingunni. Varð að bjóða
út lögregluliði til að hafa hemil
á mánnfjöldanum. Var átakan-
■ legt að sjá skelfingu fólksins,
sem átti börn inni í bygging-
unni, þar sem logarnir stóðu út
um svo að segja hvern glugga.
Það er til dæmis um það,
hversu örskjótt eldurinn breidd
ist út, að ekkert barn komst
út úr einni skólastofunni, og
fundust þau — 24 talsins —
sitjandi láð borð sín með
briumar bækur sínar fyrir
framan sig'.
Eftirlitsmenn fóru um bygg-
þeir þar ekkert, sem orsakaði
sérstaka brunahættu, og þykir
þetta enn styðja grun manna um
það, að eldurinn hafi komið upp
af mannavöldum og af ásettu
ráði.
I morgun stóðu svo sakir, að
i fundin voru lík 87 barna, og
i þriggja fullorðinna. Auk þess
eru 160 börn meira og minna
slösuð — sum skaðbrennd en
önnur beinbrotin, af því að þau
björguðu sér úr eldinum með
því að stökkva út um glugga. Er
sumum þessarra barna.ekki líf
inguna fyrir skemmstu, og fúndu hugað.
i hjá reknela
4 þús. króna hásetahlutur á tvelmur sólar-
sóEarhrlngum. — SaEtaB í 5 þús. tn. í gær.
Nú um lielgina var mjög mikil
síldveiði hjá reknetabátmn og
nnm það láta nærri að á þessum
tvei.mur dögiun liafi borizt á land
nærri 20 þúsund timnur. Er
þetta mjög mikið aflamagn og
hefur skipzt óvenjulega jafnt á
bátana og hefur meðalafli á bát
í lielztu verstöðvunum verið yfir
100 tunnur í róðri. Einstaka bát-
ur hefur fengið hátt á þriðja
hundrað tunnur í einimi róðri.
Talsvert hafði dregið úr sild-
veiði í miðri síðustu viku en á
laugardag var stærstur straum-
ur og fór veiðin þá vaxándi. Tíð-
arfar var mjög erfitt til sjósókn-
ar allan nóvembermánuð, en
þrátt fyrir það hefur aðalmagnið
af síldinni hér suðvestanlands
veiðzt á þessum tíma.
Á laugardag var búið að salta
i 61 þúsund tunnur og áætluð
söltun i gær var á 5. þúsund
tunnur. Afli sumra báta var allt
upp í 500 tunnur í tveim síðustu
lögnum. Reykjaröst fékk t. d.
450 tunnur í tveim lögnum og
Guðfinnur fékk 500 tunnur í
tveim lögnum i gær og í fyrra-
dag. Hásetahlutur fyrir tvo um-
rædda daga var á fimmta þús-
und krónur.
1 nótt var yfirleitt minni veiði
en síðustu tvær nætur, þvi í gær
kvöldi gerði storm og lögðu sum-
ir ekki net sín.
íranskeisari er í opinberri
Iieimsókn á Italíu um þessar
mundir, og hefir m. a. geng-
ið fyrir páfa.
Borimi fluttur brott, en hitaveita
Hvergerðinga vatnslaus.
Frá fréttaritara Vísis.
Sclfossi í morgun.
Lokið er nú við að bora eftir
gufu í Olfusi. Borinn hefur ver-
ið fluttur burtu og verður fjórða
og síðasta borholan opnuð í dag.
Búizt cr við feikna gosi úr
þessari liolu, jafnvcl meira en
úr holu nr. 2, scm gaf betri
raun en gert hafði verið ráð fyr
ir.
Hola nr. 4 er á einhverju
mesta jarðhitasvæði hér á landi.
Skammt frá holunni eru hver-
irnir Svaði og Baðstofuhver.'
Holan stendur þeldur hærra í
hlíðinni en hinar holurnar. Hún J
er á sjöunda hundrað metra a
dýpt, eða eins -djúp og hægt
var að bora með stóra bornum.
Ameríski borstjórinn Harris,
sem unnið hefur við jarðboran-
ir í Nýja Sjálandi og víðar, seg
ir að þarna sé að vænta hins
stórkostlegasta gúfugoss. Mjög
mikill hiti er í holunni og bú-
izt er við miklu rennsli þótt
það sé enn órannsakað.
Hitaveitan í Hveragerði er nú
Stóð þeim til boða að borað yrði
framh. á 8. siftu
nærri vatnslaus. Veldur þetta
mönnum þar eystra miklum
áhyggjum.Það má segja að heitt
sé í Hvergerðingum og. að
minnstu muni að þeir gjósi sjáh'
ir vegna þess hvernig nú ei
komið hitaveitumálum þeirra.
Brezk blöð skýra frá því,
að togarinn Hackness hafi
komið til heimahafnar, Fleeí-
wood, mánudaglnn 26. nóv.
Var því laust við, að honum
væri stefnt þegar til brezkrar
hafnar, er hann hafði verið
staðinn að lögbroti hér við
land, eins og fyrirskipað hafði
verið. Sögðu eigendur, að skip
stjórinn liefði ekki verið inn-
an 3 mílna landhelginnar, er
framangreindur atburður
gerðist, og hefði hann annan
skipstjóra sem vitni um það!!
— Annars sannaðist það á
Hackness í þetta skipti, að
ekld eru allar ferðir til fjár.
Togarinn fékk aðeins 150
„box“ af fiski í ferðinni, og
seldist sá afli fyrii- 700 sterl-
ingspund, en TAP af veiðinni
nam 3000 sterlingspundum.
(I „boxi“ mun vera hálft kitt,
31,7 kg.)
Gengur afturgangan aftur?
E5a fer stjós’nín frá í dag, elns eg
ýmslr fullyrBa?
Margar sögur ganga nú um örlög ríkisstjórnarinnar, cn
varlegast er fyrir menn að treysta engu urn örlög hennar,
fyrr en fram er komið. Þó er víst, að ókyrrð er á stjórnar-
heimilinu, og kcmst Alþýðublaðið svo að orði um þetta í
morgun:
„f setningarræðu sinni við upphaf 26. bings Alþýðu-
flokksins, sagði Emil Jcnsson, að stjórnarkrenpa blasti nú
við. Alþýðusambandsþingið hefði synjað um frest á vísi-
töluuppbótum og forsætisráðherra hefði lýst yfir því, að
afleiðingar þess gætu ekki orðið nema á einn veg, að því
er sncrtir samstarfið í ríkisstjórninni. Alþýðublaðinu er
kunnugt um það, að ríkisstjórnarfundur verður haldinn
fyrir liádegi í dag.“
Formaður Alþýðuflokksins og forseti Sameinaðs al-
þingis, Emil Jónsson, gerir að sjálfsögðu ráð fyrir, að
stjórnin fari að venjulegum reglum, er hann kemst svo að
orði, sem Alþýðublaðið skýrir frá, en liann virðist gleyma
því, að stjórnin boðaði dauða sinn þrjá daga í röð í maí, cn
reis bó upp, og allir vita, að afturgöngur eru lífseigari en
allt annað. Getur því vel svo farið, að afturgengin aftur-
ganga verði við stjórn hér framvegis. í
Kl. 11,15 hafði fundur a. m. k. ekki verið boðaður í
ríkisráði.