Vísir - 03.01.1959, Side 7
Laugardaginn 3. janúar 1959
VISIR
engin börn eða neitt annað sem bindur hana heima. — Þetta
var að minnsta kosti skref í rétta átt. —
— Og svo?
— Hún var sofnuö þegar eg kom heim og eg lagði mig bara.
Eg vaknaði við að hún stóð yfir mér. Þá var það, sem eg hafði
nefnt nafnið þitt.
— Og hún vissi, að það var eg?
— Hún hafði heyrt þín getið.
Auðvitað hafði hún heyrt mín getið. Heyrt okkar getið. Það
var ekki að undra. Þá hefur þú að minnsta kosti fengið tækifæri
til að tala við hann um eitthvað. Þú hafðir ekki einu sinni haft
tækifæri til þess fyrr.
* >
Hvað þeir sögðu á skrifstofunni þegar eg ákvað að lokum að
halla mér að einum, ákveðnum nianni. Það varð auðvitað leiði-
gjarnt að tala um það eitt til lengdar. Ef ósiðsemi er viðhöfð
nógu lengi kemur að því, að engum finnst neitt til um hana.
Þar að auki vissu þeir ekki allt.
Hvort þeir töluðu ekki um okkur? Við heyrðum það ekki. Við
hlustuðum ekki á það. Þetta kom líka svona smátt og smátt,
fólkið var orðið vant því að sjá okkur sarnan, vant því að annað
okkar vissi alltaf hvað hitt gerði og gætum svarað spu.rningum
þess — hvenær skilti eða bókakápa væri tilbúin. Það var ekki
óheppilegt að við tvö skyldum vinna saman — þau beztu í stofn-
uninni. Að minnsta kosti gat forstjórinn þakkað sínum sæla
fyrir að við skyldum ekki standa í stríði hvort við annað.
Auðvitað hef eg líka unnið með öðrum í stofnuninni. Setið
og drukkið með þeim, og gefið þeim góðar hugmyndir. Leiðbeint
þeim með liti og annað. Bölvað auglýsingastjórum, sem héldu
að þeir vissu meira um teikningar og auglýsingatækni en við.
Snúið á útgefendur, sem reyndu að sýnast bókmenntasérfræð-
ingar, en þyrsti aðeins eftir myndum af nöktum stúlkur utan
um bækur sínar.
En eg setti allt mitt traust á hann.
Þess vegna hlustaði eg á það, sem hann sagði. Þess vegna var
mér nautn í því að láta hann taka ákvarðanimar. Ákveða hvaða
verkefni við tækjum að okkur. Segja til hvenær við áttum að
fara út að borða. Taka blýantinn ú;r hendinni á mér þegar við
áttum að fara heim. ■, !;J
Það var gott að hafa einhvern, sem sá um að maður borðaði
nóg, svaf nóg og vann ekki of mikið. Það var gott að hafa ein-
hvern, sem vann í sama herbergi, klukkustund eftir klukku-
stund, andvarpa við hliðina á mér, nota strokleðrið og blýantana,
sem voru á skrifborðinu mínu, ganga inn um útidyrnar-hjá mér
eins og hann væri heima hjá sér, draga upp vekjaraklukkuna
mína . . .
Stal eg þessu frá þér?
En þú áttir þetta ekki. Þú áttir hann ekki, þegar eg kynntist
honum. Þú áttir hann ekki, og samt villt þú ekki sleppa hon-
um. Hata — ef einhvern á að gera það, þá er það eg. Jú — þaö
kom fyrir, að eg hataði þig. Eg, sem einu sinni hélt því fram,
í gamni eða alvöru, að hefði maður viðhald, þá ætti það að vera
giftur maður. Og flest það ánægjulega, sem hjónabandinu fylgdi
— nema að þvo sokkana ykkar og skúra gólfin og festar tölur
EVASEEBERG:
Ja, 1 íann var tijá mér.
m rn ! « 14
og strjúka skyrtur. — Eg hataði þig þú festir töluna á jakkann
hans. Þegar þú lagaðir fóðrið i frakkanum hans. Og þegar þú
prjónaðir vettlingana fyrir hann. Þegar þú hélzt upp á afmælis-
daginn hans. —
Eg átti hálfa flösku af bezta kampavíni, sem eg hafði geymt til
þess dags. Eg tók hana upp úr skúffunni rétt áður en hann átti
áð fara heim af skrifstofunni. Það var orðið áliðið dagsins.
— Við skulum halda svolítið upp á komandi afmælisdaga þína,
sagði eg.
Um leið og hann losaöi tappann datt flaskan á gólfið. Sorg-
lega lítil glerbrotahrúga og gullin vökvi, sem freyddi eitt andar-
tak og varð að engu. i
Þá hataði eg þig.
Eg stakk upp á því daginn eftir, að við skyldum borða saman
miðdegisverð heima hjá mér. Eg ætlaði að búa til miðdegisverð-
inn. Eg keypti í matinn áður en eg fór á skrifstofuna.
Við fórum með strætisvagninum heirn. Eg var að hugsa um
það, hve ákjósanlegt það væri að vera gift manni, sem maður
ynni með. Manni, sem maður þyrfti ekki að kveðja nð morgn-
inum og vera án mestallan tímann, sem maður er vakandi. Mað-
ur vissi hvað hann væri að gera í vinnunni, væri heimakomin á
skrifstofunni hans og þyrfti ekki að vera afbrýðisöm út í neitt, ^
ættum allt sameiginlega, bæði vinnuna og tómstundirnar, yrðij
honum samferða á skrifstofuna á morgnana, kæmi heim með:
honum á kvöldin, löguðum sanian miðdagsmatinn, væri með
honum í einu og öllu!
En þann daginn bjó eg ein til miðdegismatinn. Hann gat setið
og lesið blaðið þangað til eg opnaði hurðina. Eldhúsið mitt var
snoturt, blóm á borðinu og lagt á það fyrir tvo — en hentugt var
það ekki. Eg hafði gleymt að kaupa salt. Eg vissi ekki í hverju
eg átti að sjóða frosna blómkálið. Eg setti það svo í pottinn með
kaftöflunum.
Blómin voru það fyrsta, sem hann færði til, þegar hann kom
inn. Það var 'satt, það var nógu þröngt á borðinu samt.
Það var ekki aðeins að þetta væri misheppnað, það var hlægi-
legt. Eg hafði ætlað að matbúa á franska vísu, með hors d’oeuvres,
millirétti og tilheyrandi. Léttan mat en fjölbreyttan. Allt það
bezta, sem hann þekkti, hrúgað hver.ju ofan á annað. Ailt of
mikið af öllu. Hann komst ekki yfir helminginn af þvi. Hann
var heldur ekki búinn að jafna sig eftir samkvæmið kvöldið
áður, hafði borðað of mikið, sagði hann.
Ó — hvað eg hataði þetta samkvæmi þitt!
Þú hafðir oft gestaboö um þær mundir. Fjölskylda þín, íþrótta-
félagar manns þíns, bridge-klúbburinn.
Eg varð að viðurkenna, að þú sýndir þó nokkurn kjark með
þessu, ekki var mér ljúft að gera það. En hver var tilgangur þinn
með þessu? Hélztu að þessi boð þín mundu sameina ykkur, færa
hann eitthvað nær þér? Hann var neyddur til að vera heima,
já — en honum var það þvert um geð.
Það var þá, sem við áttum að vera saman. Hann átti að vinna.
Vinnan hafði setið á hakanum síðustu dagana. Hann skilaði
ekki nærri því þéirri vinnu, sem honum bar. Og hann þarfnaöist
peninga, var í vanskilum með ýmsar afborganir. Það er ekki
ódýrt að reka heimili. Að minnsta kosti ekki þegar heimilið á að
vera til sýnis — og maður eyðir þess utan nokkru fé í annað.
Mig langaði oft til að spyrja þig; hvernig gaztu þetta? Haldið
afmælisveizlur fyrir mann, sem þekkti þig varla. Bjóða fólki,
sem þú vissir að hann kærði sig ekkert um að umgangast. Þvinga
hann til að standa við hliðina á þér og taka á móti gestunum,
skála við þá með þér. Til að dansa við þig og brosa til þín
[meðan aðrir sáu til. Ræða kurteislega við þig, jafnvel gera að
gamni sínu við þig. Hjálpa þér við eitt og allt. Vera gestgjafinn
á heimilinu, taka upp flöskur, hella víninu ,í glösin og bjóða
sætindi og kökur. Taka þátt í umræðum og. bollaleggingum um
framtíðina og sumarleyfin og börn gestanna. Fylgja gestuhum
| til dyra, taka í hendina á þeim, og svo — þegar hurðinn skall að
; stöfum á hælana á síðasta gestinum — standa þarna bæði tvö,
alein. Hvað gátu þið þá sagt?
Það fer hryllingur um mann.
Batista
Framh. af I. síðu.
orðið um 4000, fallnir og særð-
ir. — Enn bárust fregnir um,
að hershöfðingi að nafni Lopez
hefði verið skipaður yfirhers
höfðingi stjórnarhersins, en
hann er hlyntur uppreistar-
mönnum, og mun nýlega hafa
verið sleppt úr fangelsi.
Fidel Castro
kom heim úr útlegð frá Mexi-
co fyrir tveim árum með 100
manna fylgdarliði, en allir voru
felldir nema 12, sem flýðu til
fjalla. En fylgi Castros fór vax-
andi, skæruhernaður var haf-
inn, og á seinustu mánuðum
færðust uppreistarmenn mjög
íaukana, og varð æ meira á-
gengt, eins og komið hefur
fram í fregnum að undan-
förnu.
Fidel Castro hefur átt viðtal
við fréttamann Kanadiska út-
varpsfélagsins. Sagði hann, að
markið, sem stefnt væri að,
væri algert lýðræði og neitaði
því algerlega, að skoðanir sinar
hefðu mótast af kommúnisma
eða marxisma. Hann boðaði, að
skipaður yrði bráðabirgðafor-
seti, og að þjóðin fengi að velja
sér stjórn og forseta í frjálsum
kosningum.
Álit vestrænna blaða
er yfirleitt, að sigur upp-
reistarmanna sýni, að öld lýð-
ræðis sé uppr.unnin í Mið- og
Suður-Ameríkulöndum, — nú
sé einræði ríkjandi í aðeins
þremur ríkjum fyrir sunnan
Rio Grande, og ekkert þeirra í
tölu hinna mikilvægari. Raddir
héyrast þó um það, að á 30 ára
tímabili, er Batista var tíðast
við völd, hafi margt verið gert
til umbóta og framfara á Kúbu.
Nærfatnaöur
karlmanna
og drengja
fyrirliggjandi
E. R. Rurroughs
- TARZAISI
THEMEN HEAC7E7 EAOCTO CAMF? ‘THE FACT KEMAINS.'SAIP THE APE-
/AAN,‘THAT SCTAEOSIE WANTS YOU KJLLEC’—YOUE BSJOTHEK, PEEHAPS—‘
W\ jfeSVff
■gÉL,,
w',OTód’’r(T.:Tfsj'.T.c«i,1 inc.:
Mennirnir héldu aftur til
tjaldbúðanna. „Reyndin er I
sú, að einhver vill þig feig-
an. . . . ef til vill bróðir
þinn. .. .“ — Kjánaskapur!“
mælti Jón. ,.Hví skyldi hann
óska þess?“ ,,Eg var aðeins
að hugsa,“ tautaði konung-
ur frumskógarins „um leik-
konuna ykkar, Sue French,
hún er mjög fögur stúlka.“
férhvemyd
dag
verndar NIVEA .
húð yðor gogn
kulda og vætu og r j.G.j
kemur í veg fyrir v<'-jhí
oð hún legglst i -
fr’lingar. Gjöíult
^ sr NIVEA.
Pappsrspokar
allar stærðir — brúnir úr
kraftpappír. — Ódýrari en
erlendir pokar.
Pappírspokagerðin
Síxni 12870, ]