Vísir - 10.01.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 10. janúar 1959
VÍSIR
Góðtemplarareglan á íslandi 75 ára.
Fyrsta stúkan, Isafold nr. 1, var stofnuð á Akureyri.
Hinn 10. janúar 1884 nam Góð-
templarareglan land hér á Is- !
landi með þvi að Norðmaðurinn
. i
Ole Lied stofnaði stúkuna Isa-
fold nr. 1 á Akureyri, sem enn 1
|
starfar. Stofnendur voru 12. — j
G.T.-reglan er fyrsti alþjóðafé-
lagsskapurinn sem festi rætur á
landi hér, annar en kristin
kirkja. — Hér skulu nefnd nokk-
ur atriði úr sögu þessa merka fé-
lagsskapar.
Uppriuii.
Vagga G.T.-reg-lunnar stóð i
bænum íþöku i New York riki
Bandaríkjanna. En rætur félags-
skaparins má rekja miklu lengra
aftur í aldir.
Á miðöldum voru stofnuð ýms
félög með sérstöku sniði, lögum,
inntöku og fundasiðum. Þau
voru nefnd riddarafélög (t. d.
Jóhannesarriddarar, Musteris-
riddarar o. fl.). Rætur þeirra
eru raktar aftur í gráa forn-
eskju, allt til hinna fornu laun-
helga Egyptalands. Á siðustu
öldum hafa verið stofnuð ýms
félög með margvíslegum til-
gangi, er sniðið hafa lög sin og
reglur eftir riddarafélögum mið-
alda, t. d. Oddfellowar.
Fyrstu stúkurnar.
Árið 1850 stofnuðu prentarar í
fyrrnefndum bæ, Iþöku, félag
með sér og nefndist það Jeríkó-
riddarar. Það var fyrst skemmti-
féiag og bindindisfélág. En brátt
varð alvaran yfirsterkari. Fé-
lagsmenn lofuðu að vinna á móti
tilbúningi og sölu áfengis, hjálpa
hver öðrum og verja heiður fé-
laga sinna1. Hliðstæð félög voru
stofnuð í nágrenninu, þeim
steypt saman í eina heild, sem
var nefnd Óháð Regla Góðtempl-
ara. Samband þeirra var stofnað
1852 og nefnt Stórstúka. Stefnu-
skráin var þessi:
1. Alger afneitun allra áfeng-
isvökva til drykkjar og alger út-
rýming áfengra drykkja úr land-
inu.
2. Algert jafnrétti allra reglu-
félaga, án tillits til kynþátta,
ti-úarbragða, þjóðmálaskoðana,
stéttar eða stöðu.
3. Einkunnarorðin skyldu
vera: trú, von og kærleikur.
4. Þeir sögðu; Akur vor er
heimurinn, kærleikur vor er rúm
góður, mannúðin knýr oss áfram.
Samkomulag varð um ákveðna
fundarsiði og reglur —• suma
leynilega — sem héldust litt
breyttir nær 100 ár hjá góðtempl
urum um allan heim og gilda
flestir enn í dag. Þessvegna m.
a or Góðtemplarareglan eina
bindindisfélagið, sem enn heldur
velli víðsvegar um heiminn og
er alls staðar öruggasti máls-
vari albindindis, en skæðasti and-
stT'ðingur áfengisnautnar í
h""ða mynd, sem hún birtist.
Þ ð v'ta áfengisdýrkendur og
því steína þeir geirum sinum
me'ra gogn Góðtemplarareglunni
en no’-l"'um öðrum bindindisfé-
lajsskr.p.
Útbrelðsla.
H.-'lfan aitnan áratug var G.T.-
reglan að breiðast út um Norður-
Ameriku við vaxandi álit og
gengi. Árið 1868 barst hún til
Énglands og þaðan til annarra
landa í Evrópu og öllum öðrum
heimsálfum. Þegar hún hafði
starfað tæpan aldarfjórðung töld
ust vera um 750 þús. menn undir
merkjum hennar.
Til Norðurlanda barst G.T.-
reglan 1877 og þá til Noregs, en
síðan til allra hinna Norður-
landanna, siðast til Finnlands og
Islands 1884.
Áhrif G.T.-reglunnar.
Félagafjöldi skiptir ekki mestu
örðugt hlutverk á landi hér, að
vinna gegn nautn áfengra
drykkja og helzt að gera þá út-
læga úr landinu. Hún var því
litin hornauga fyrst í stað og
mætti ýmsum misskilningi og
tortryggni, m. a. vegna þeirrar
leyndar, sem hvíldi yfir siðum
þeirra á fundum. En smám sam-
an vann Reglan sigur á þessum
örðugleikum og fólk lærði að
skilja bræðralagshugsjón hennar
og hinn góða tilgang. Félögum
fjölgaði hægt en örugglega
fyrstu árin. Á 10 ára afmælinu
telur Reglan 1600 félaga, en 5000
Brynjólfur Tobiasson á einum
stað í riti um Góðtemplararegl-
una:
„Lögin 1888, 1899, 1907 og 1909
sýna vilja löggjafans, allt frá af-
námi staupasölu og annarrar á-
fengisneyzlu i búðum til aðflutn-
ingsbanns á áfengi. Þau lög voru
sett á grundvelli þjóðaratkvæða-
greiðslunnar 1908. Almennings-
álitið kom þar fram. — Árin
1906—1910 nam drykkjuskapur-
inn á íslandi 1.9 lítrum af vinum
og sterkum drykkjum að meðal-
tali á hvern mann í landinu á ári
hverju, en hafði numið 3.0 lítrum
að meðaltali á ári á hverja mann
eskju árin 1891—1895. — Lærðu
mennirnir voru í þennan tíma
foringjar bindindishreyfingar-
innar viðast hvar hér á landi,
gagnstætt þvi sem var að jafnaði
erlendis."
IIús Friðbjarnar
Steinssonar
inni ■' „Fjörunni“
á Akureyri
I þessu húsi var
Góðtemplara-
reglan stofnuð,
(uppi í kvist-
herberginuV
máli í ævi hvers félagskapar,
heldur áhrif hans á umhverfið.
Svo var og um G.T.-regluna.
Hún hafði mikil áhrif á hugsun-
arhátt almennings og alla af-
stöðu til áfengisnautnar. Hún
gjörbreytti skoðunum manna á
eðli og áhrifum áfengis, ölvun
var talin ósiðsamleg, en afneitun
áfengra drykkja viðurkennd hin
beztu meðmæli með þeim er
vinna skyldu vandasömustu
störfin. Árangur af auknu bind-
indisstarfi varð aukin og bætt
bindindislöggjöf meðal þjóð-
anna, sem hafði m. a. í för með
sér ýmsar takmarkanir á sölu og
veitingum áfengis, sem ávallt
dregur úr ofnautn áfengis. Jafn-
framt var unnið að þvi að fræða
almenning um skaðsemi áfengis
og stofnuð var fljótlega unglinga
reglan. er starfaði meðal barna
og unglinga.
Þannig hófst starfsemi G.T.-
reglunnar og þannig hefur hún
starfað til þessa dags.
Stúkan ísafold nr 1
á Akureyri.
Svo sem fyrr segir voru stofn-
endur stúkunnar 12. Forystu-
menn, auk stofnandans, voru
þeir Friðbjörn Stefánsson bóli-
sali og Ásgeir Sigurðsson, verzl-
unarmaður, síðar ræðismaður i
Reýkjavík. Þeir voru aðalstjórn-
endur og sáu um útbreiðslustarf-
ið fyrstu tvö árin, eða þar til
Stórstúka Islands var stofnuð
1886. Ásgeir var umboðsmaður
hátempiars hér á landi fyrstu 2
árin. St. Isafold gekkst fyrir
stofnun nær 20 undirstúkna, þar
á meðal St. Verðandi nr. 9 í
Reykjavík, 3/7. ’85, sem er fyrsta
stúkan er stofnuð var i höfuð-
staðnum.
Vöxtur G.T.-reglunnar
á fslandi.
Góðtempiarareglan tók að sér
eftir 20 ár. Engin tök eru á að
greina nákvæmlega frá vexti og
viðgangi Reglunnar þessi 75 ár
í stuttri blaðagrein. Þar hefur
oltið á ýmsu, eins og gerist í
þessum heimi, sigrar og ósigrar
skiptast á. Sum árin fjölgar fé-
lögum en önnur fækkar. Fámenn
ust varð Reglan um 1918, tæp 3
þús., en fjölmennust 1928, tæp
UV2 þús. Síðustu 15 árin hefur
félagatalan verið nær 10 þús. I
ársbyrjun 1958 voru 50 undir-
stúkur og ungmennastúkur með
4098 félögum og 63 barnastúkur
með 6215 félögum, samtals 9952.
Litið til baka.
Sé litið yfir farinn veg og at-
huguð áhrif Reglunnar hér á
landi, virðist hún hafa komið
hingað á réttum tíma. Hún
kenndi þjóðinni að vinna að fé-
lagsmálum. Flest félög, sem síð-
ar voru stofnuð sóttu fyrirmynd
til Reglunnar um lagasmíð o. fl.,
þó ekkert þeirra haíi enn svo
fulikomin og nákvæm fundar-
sköp sem hún.
Alkunnugt er, að ýms áhrifa-
mikil félög og samtök eiga rót
sína að rekja til Templara, að
\ miklu eða öilu leyti. Má þar
nefna Leikfélag Reykjavíkur,
glímufélagið Ármann, Sjúkra-
samlag Reykjavíkur, Alþýðu-
bókasafnið o. fl.. — Þá voru og
stúkurnar hinn bezti skóli í al-
mennri félagsstarfsemi og eru
enn, m. a. ræðumennsku o. fl.
Það er ekki lítið starf á bak við
vikulega fundi allt árið og ára-
tugum saman, eins og átt hefur
sér stað í mörgum stúkum. —
Margá eldri templara hef ég
heyrt segja, að Góðtemplararegl-
an hafi verið sinn eini skóli og
minnast þess með þakklæti.
Um áhrif Reglunnar á löggjöf
iandsins og áfengisneysiu segir
hinn nýlátni bindindisfrömuður
Samþykktin um aðflutnings-
bannið var stærsti sigur vor
templara, en afnám þeirra 1935
mesti ósigur. Ekki skal frekar
fjölyrt um það hér, en vel mættu
andstæðingar vorir minnast þess
— ekki sízt nú þegar drykkju-
skapur virðist færast í aukana
— að þau tvö ár sem bannlögin
voru í fullu gildi, eru einu árin,
sem hegningarhúsið við Skóla-
vörðustíg var svo að segja mann
laust. (Einn íangi annað ár-
ið, ef ég man rétt). — En minn-
ast má og þess að lokum, að fyr-
ir áhrif og baráttu Reglunnar er
almenningsálitið á móti drykkju-
skap, að bindindissemi þykir
hinn mesti kostur á þeirn manni
er ábyrgðarstörf vinna, að
minna er drukkið hér miðað við
áfengismagn á hvern einstakling,
en í flestum öðrum löndum, að
um 10% landsmanna eru nú tal-
in vera í Góðtemplareglunni og
öðrum félögum, sem hafa bind-
indi um áfengi að inntökuskil-
yrði.
Víst er, að ástandið í áfengis-
málum hérlendis væri annað og
verra ef Góðtemplarareglan
hefði ekki starfað hér svo lengi
og starfar enn.
Störfin í dag.
,,Þið templarar gerið ekkert,
nema að dansa og skemmta ykk-
! ur“, er stundum sagt.
‘ Til fróðleiks þeim er þannig
J tala og til viðbótar því, sem að
framan er sagt, skal hér birtur
útdráttur úr frásögu Þingtempl-
ars, Indriða Indriðasonar, rith.
í 75 ára afmælisriti Reglunnar,
sem pr að koma út. Það eru upp-
lýsingar um helztu sérgreinir
Reglunnar og ýmsar deildir henn
ar.
„Sjómanna- og gestaheimili
hefur ver'ð starfrækt á Siglu-
firði r.ú Um 19 ára skeið af stúk-
unni Framsókn nr. 187, með
styrk frá Reglunni og fleiri að-
ilum. Þá hefur Reglan veitt styrk
til undirbúnings starfrækslu sjó-
mannastofu i Vestmannaeyjum}
Keflavík og Hafnarfirði.
Á Akureyri starfrækja templ-
arar æskulýðsheimili með tóm-
stundaiðju í húseign sinni Vai-ð-
borg ásamt bókasafni. Þar er
einnig gistihúshald og kvik-
myndasýningar.
Barnaheimilið að Skálatúni
1 Mosfellssveit er rekið undir yf-
irumsjón Umdæmisstúkunnar
nr. 1 og á vegum hennar.
Hjálparstöð Þingstúku Reykja:
víkur hefur verið rekin um ára-
bil. Hún hefur opna skrifstofu
2 klst. á dag, fimm daga vikunn-
ar, þar sem fólki er veitt marg-
háttuð aðstoð og leiðbeiningar.
Landnám templara að Jaðri,
sem er undir stjórn Þingstúku
Reykjavíkur, hefur starfrækt
sumarnámskeið barna og ung-
linga að Jaðri, og nú um nokkur
ár haft þar barnaheimili á sumr-
in og notið til þess styrk frá
Stórstúkunni og fleiri aðilum.
Stórstúkan hefur á hendi út-
gáfu barnablaðsins Æskan, sem
gefið er út, í 8500 eintökum. Þá
hefur hún einnig á hendi allum-
fangsmikla útgáfu barna- og
unglingabóka, er þótt hafa til
fyrirmyndar og náð vinsældum.
Bókasafn Reglunnar er bind-
indisbókasafn er telur um 1800
bindi bóka og rita um áfengis-
mál. Það er opið til útlána fyrir
templara.
Söngfélagið I.O.G.T. er starf-
andi í Reykjavik og hefur verið
um allangt árabil.
Tómstundaheimili ungtempl-
ara er starfrækt í höfuðstaðnum
og einnig í Hafnarfirði.
Skemmtifélög góðtemplara I
Reykjavik eru tvö, S. K. T. og
S. G. T. Þau standa fyrir áfeng-
islausu skemmtanahaldi fyrir
unga og gamla í Góðtemplara-
húsinu. ^
Til viðbótar þessu stutta yf-
irliti er rétt að geta þess að á
síðastliðnu ári hafa verið
stofnaðar 3 stúkur til viðbótar
þeim sem áður eru taldar, og
eru það ungmennastúkur, tvær
í Reykjavík og ein í Hafnar-
firoi.
Ungmennastúkurnar, sem
nú eru átta samtals, stofnuðu
með sér á s.l. vóri, 24. apríl,
sambandið íslenzkir ungtempl-
arar. Sambandið hóf þegar
starf í sumar með námskeiði að
Jaðri og útilífi og ferðalögum.
í vetur hefur verið fram haldið
í fjölbreyttara sniði, tóm-
stundastarfi því er áður var
hafið af ungtemplurum í höf-
uðstaðnum. Sambandið var þátt-
takandi í sýningunni „Með eigin
höndum“, sem Æskulýðsráð
Reykjavíkur hélt á næsriiðnu
hausti. Vel er af stað farið með
stofnun I. U. T. og væntir Regl-
an að þessi nýju samtök æsku-
lýðsins verði drjúgur þáttur í
vaxandi sókn og auknu fylgi
við málstað Reglunnar.
Að lokum bið eg lesendur
þessa greinarkorns að minnast
m. a. þessara atriða úr grund-
vallárákvæðum Alþjóðareglu
Góðtemplara:
„Markmið Alþjóðareglu
Góðtemplara er að skapa feg-
j uri-a, frjálsara og fullkomnara
I Framh. á 8. síðu.
$rP4(//v/MG
'OPÖT?F
3(fcrt.