Vísir - 16.02.1959, Side 1
12
síður
12
síður
y
49. árg.
Mánudaginn 16. febrúar 1959
38. tbl.
Þessi mynd var tekin í gærmorgun af bátaþilfari togarans
Þorkels mána, sem kom af Nýfundnalandsmiðum í fyrrinótt.
Sést greinilega, hvernig skipverjar hafa logskorið bátauglurnar
til þess að létta skipið, er það var mjög hætt komið vegna ís-
ingar og fárviðris. (Ljósm. St. Nik.)
Gunnfaxi hefir ef til vill
eyhilagzt í fyjum.
Fli&gvélin fauk á annan
vænginn í fyrrinótt.
Skipverfar á bv. rkafEi
ÍMjrðiist við isinguna i
Harðfengi þeirra og samheldni
bjargaði raunverulega skipinu.
Ein af flugvélum Flugfélags
íslands — Dakota-vélin Gunn-
faxi — varö fyrir miklum
skemmdum í Vestmannaeyjum
í fárviSrinu, sem yfir hefur
gengið.
Flugvélin fór til Eyja á föstu-
daginn og átti að koma aftur
samdægurs, en afgreiðslu flug-
vélarinnar seinkaði þar svo að
veður var orðið óhagstætt til
flugtaks, og varð flugvélin að
vera um kyrrt. Gerði svo mik-
ið veður um nóttina, að óger-
legt var að verja flugvélina á-
föllum, enda ekkert skýli við
flugvöllinn, svo að hún varð
að standa á bersvæði. Biluðu
hæðar og jafnvægisstýri flug-
vélárinnar, svo að sýnt var þeg-
ar, að hún mundi ekki geta
komizt á brott, fyrr en gert
hefði verið við hana.
í fyrrinótt gerði svo aftur af-
takaveður í Eyjum, og varð
flugvélin þá enn fyrir áfalli, því
að hún slitnaði upp af festing-
um, þótt reynt væri að skýla
henni og fauk 20—30 metra
vegalengd. Lenti hún þá meðal
annars á öðrum vængnum, og
mun hann hafa laskazt svo, að
vart verður gert við flugvélina
í Eyjum, og sumir óttast, að
hún kunni að vera ónýt með
öllu.
Bv. Þorkell máni, einn af
botnvörpungum bœjarútgerðar
Reykjavíkur, var hœtt kominn
á Nýgundnalandsmiðum í fár-
viðrinu, sem gekk þar yfir fyr-
ir rúmri viku.
Var togarinn rétt búinn að
fá fullfermi, þegar veðrið skall
á mjög snögglega, og hefur
skipstjórinn komizt svo að orði,
að ekki hafi verið tök á að sigla
undan veðrinu, og hafi þess
vegna verið andæft gegn vindi
og sjó.
Auk þess sem veðurhæðin var
mjög mikil, var talsvert frost
og fór ís brátt að safnast á skip-
ið, svo að það varð bráðlega
mjög máttlaust í hreyfingum og
átti erfitt með að rífa sig upp
úr sjóunum. Voru skipverjar
þá látnir taka til við að berja
ísinn af skipinu, en jafnframt
var varpað útbyrðis öllu laus-
légu ofan þilja, sem ís gat
setzt á.
Aðstaðan var að sjálfsögðu;
mjög erfið, því að veðurhæðin
var svo mikil, og óskaplegur sjó
gangur, og einu sinni kom það
fyrir, að stýrimaður, er var að
brjóta ís á hvalbak, varð fyrir
sjó, sem fleygði honum til, að
að hanr. meiddist í baki. Var
hann illa haldinn og var þegar
fluttur í sjnkrahús, er skipið
kom hingað.
Þrátt fyrir það, að skipverjar
gengju mjög rösklega fram við
að berja ísinn af skipinu, var
hann um skeið svo mikill, að
skipið var tekið að hallast á
bakborða, og var þá tekin á-
kvörðun um að skera af því
bátauglurnar á bátaþilfari með
rafsuðutækjum, sem á skipinu
voru og hægt var að beita. Tók
það nokkurn tíma, en þegar því
var loki,ð, og þetta hafði sópazt
fyrir borð, ásamt ísnum, sem
á það hafði safnazt, var skipið
mun léttara.
Hefur Marteinn Jónasson
skipstjóri komizt svo að orði,
að harðfengi og ódrepandidugn-
aði skipverja sé það að þakka,
að skipið komst klakklaust úr
þessum erfiðleikum,, og hafi
þeir staðið hvíldarlaust í 60
stundir við að berja ísinn af
skipinu og halda því þannig of-
ansjávar.
Togararnir héldu undan
til hafs í hlýrri sjó
130 mílur suður af
híýrri og minni
Ritubanka var sjórinn
hætta á ísingu.
Vísir náði í morgun tali af
Benedikt Ögmundssyni, skip-
stjóra á togaranum Júní frá
Hafnarfirði, en Júní var |
skammt frá b.v. Júlí á laug-
ardag 7. febr. mn það leyti!
Alvsirlegt umferðarslys
við Grafarhoh í gærkveldi.
Sjö ára gömul telpa varð fyrir bíl
og hlaut mikinn höfuðáverka.
í gær varð alvarlegt um-
ferðarslys við Grafarholt í
Mosfellssveit.
Um sjöleytið í gærkveldi
voru hjón úr Reykjavík ásamt
7 ára telpu að bíða eftir áætl-
unarbíl úr Mosfellssveitinni
áleiðis til bæjarins.
t Hjónin biðu vinstri megin
við götuna, en telpan var heima
í Grafarholti. Allt í einu bar
að stóran bíl, sem telpan mun
hafa haldið að væri áætlunar-
bíllinn og hljóp út á götuna og
beint fyrir hann.
Telpan lenti framan á bílnum
og barst með honum um 10
metra spöl unz hún losnaði og
lá þá meðvitundarlaus úti á
vegarbrún.
Hlúð var að telpunni eftir
föngum unz bifreið kom úr
Reykjavík með sjúkrabörur og
flutti hana í Slysavarðstofuna.
Hún hafði hlotið mikinn höfuð-
áverka og var að athugun lok-
inni í Slysavarðstofunni fiutt
í Landakotsspítala. Lá hún
þungt haldin í morgun.
Vísir átti tal við yfirlækni
Slysavarðstofunnar í morgun
taldi hann að meiðsli telpunn-
ar væru ekki lífshættuleg. —
Telpan heitir Þórunn Ósk Ást
þórsdóttir og er til heimilis a'ð
Rauðalæk 24.
Annríkt hjá lögreglunni í
Vestmannaeyjum.
Vertíðarfólk gerist uppivöðslusamt
- í þriggja vikna landlegu.
Vestm.eyjum í gær.
Síðustu dagana liafa talsvert
aukizt vandræði í Vestmanna-
eyjum út af'sambúð vertíðar-
fólks, sem nú hefir verið nær
þrjár vikur aðgerðarlaust í
landi.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Vestmannaeyjum
hafa kvartanir og kærur yfir
framferði ýmissa vertíðar-
manna ágerzt með hverjum
deginum sem líður. Fólk, sem
vill sofa og hvíla sig, fær ekki
svefnfrið vegna ónæðis, óláta
og ærsla ölvaðra manna og
kvenna.
Mjög ber á aukinni vín-
neyzlu manna frá því er land-
legur hófust og hafa vínbirgð-
ir verið pantaðar í heilum
kössum af ýmsum aðilum.
Lögregluþjónar eru aðeins 6
eða 7 í Vestmannaeyjum og
eru þeir jafn margir allan árs-
ins hring. Koma störf þeirra
mjög misjafnt niður á árstíð-
irnar, því á meðan vertíðin
stendur yfir hafa þeir marg-
földum störfum að sinna mið-
að við það, sem þeir hafa að
gera aðra tíma ársins. Eins og
sakir standa telja þeir sig allt
of fámenna til að anna öllum
þeim útköllum og störfum,
sem nú steðja að.
er bæði skipin hættu veiðum
vegna veðurs á Ritubanka.
Júlí hætti að toga nokkru á
undan okkur og var með fisk
á dekki. Þá var ekki orðið sér-
staklega hvasst, sagði Bene-
dikt, en veðrið harðnaði skyndi
lega. Við vorum búnir að fá
um 100 lestir og gerði það
skipið stöðugra. Tók eg það
ráð að slóa undan suður á bóg-
inn til hafs í hlýrri sjó. Á
bankanum var veðurhæðin 12
stig og frostið 11 til 12 stig og
sjórinn 0 gráður og fraus því
hver dropi sem á skipið kom.
Eg var um sólarhring að kom-
ast 130 mílur í hlýrri sjó og
allan tímann stóðu skipverjar
við að höggva ísinn af skip-
inu.
íslenzku togararnir voru
þarna nærri hver öðrum og
tóku sömu stefnu og við, en
Marz varð eftir hjá Þorkeli
mána.
— Urðu nokkrar skemmdir
á skipinu?
— Nei, ferðin heim gekk vel.
— Voru nokkur önnu skip
á þessum slóðum önnur en ís-
lenzku skipin?
— Það voru þarna tveir stór-
ir rússneskir togarar en ekki
önnur erlend skip.
.66
Eftir 3 ár fá menn spænskan „Skota'
Æfcngið liggur í ttntunt ag béðtsr .sins iinttt\
Segovia á Spáni
í febr. (UPI). —
Tugþúsundir lítra af
uengi, sem að lokum
að verða að whisky,
.iggur og bíður síns
tíma í helli miklum koma í Ijós snemma
hér við borgina. Þetta árs 1962, hvort til-
er fyrsta verulega til- raunin hefir tekizt.
raunin til að framleiða , Maðurinn, sem
,,ósvikinn Skota“ hér \ gengst fyrir þessari
á landi, og það mim jtilraun, Nicomedes
García Gómez, telur
allt hafa verið gert til
að tryggja, að tilraun-
in geti heppnast. Hann
hefir til dæmis keypt
Framh. á 2. síðu.