Vísir - 16.02.1959, Side 10

Vísir - 16.02.1959, Side 10
10 VÍSIB 27 föofin heit SKALD5AGA EFTIR MARY ESSEX Hugsum okkur ef hann byði henni út með sér síðar — hvað mundi Hugh segja um það? Þau gengu um garða, með mislitum ljóskerum dinglandi á trjá- greinum. Ljósadýrðin í Monte Carlo var undursamleg á svona kvöldi, maður skyldi halda að þetta væri gert í tilefni af stórri sýningu. Eða það væri í leikhúsi. Fallegu litirnir, ilmurinn, lágvær hljóðfærasláttur í fjarska — allt þetta var bakgrunnur, en trén gnæfðu óbifanleg við næturhimininn voru eins og leiksviðstré, skorin úr pappa, kringum atburði kvöldsins. Colin og Hugh töl- uðu saman, en Candy tók eftir að Hugh var hlédrægari en hann átti að sér. Colin fór inn á undan, inn í uppljómaðan veitingasal þar sem strokhljómsveit lék lágt ítölsk kvöldljóð — þau minntu á síkin í Venezia. Var það hugsanlegt að hún ætti eftir að koma til Venezia ""með Colin? Hátt var undir loft í veitingasalnum og allir gluggar opnir, þetta var eitthvað annað en klausturloftið í spilabankanum. Við borðin sat kátt fólk í hátíða,skapi og var að borða. Hér var yngra fólk, sem gat notið lífsins án þess að gripa til lukkuhjólsins og >- æsiáhrifa fjárhættuspilsins. Þau fengu sér lítið borð í einu útskotinu, þar sem lítil Venusar- mynd brosti til þeirra úr horninu. Hugh sat á hægri hlið Candy og Colin til vinstri, og hún gat ekki stillt sig um aö bera þessa tvo menn saman. Hugh var langleitur og mjóleitur, með alvarlega drætti í andlitinu, sem minnti hana á myndirnar af fornhetjum Rómerverja, sem hún hafði séð í Brítish Museum. Cohn var því likastur að hann hefði spánskt blóð í æðum. Hann var með þétt blásvart hár og brún augu, sem stundum gátu sýnst svört, þau voru alltaf aö breyta um lit. Bros lék aö jafnaði um lostafullar varirnar, og Candy hugsaði til þess hve oí't þessar varir hefðu snert munna hennar, augu og axlir — stundum svo fast aö hún hafði fengið rauða bletti — en Hugh hafði aldrei kysst hána nema á handarbakið. Varlega, eins og rann væri hræddur um að meiða hana. En þegar hann hafði sótt hana í greipar hafmeyjunnar hafði hann ekki veriö smeykur við að beita kröftunum — þegár hún var komin að drukknun og hann lagði lif sitt í hættu til að bjarga lífi hennar. — Líður þér. vel, Candy, sagði Colin og klappaði henni á höndina. Hann beið ekki eftir svari, hann hafði tekið matseðil- inn og var farinn að panta. Hann var alltaf vanur að gera það sjálfur, Candy mundi þaö núna. Hann hafði alltaf haft gaman af aö velja réttinn sjálfur, án þess aö ráðfæra sig við gesti sína. Nú bað hann um kjúkling, melónur og smákökur með kaffinu. Og svo auðvitað kampavín, hér drukku engir annað. Þegar þjónninn var farinn hallaði hann sér aftur í stólnum og horfði yfir salinn. Svo beygöi hann sig að Candy og sagði: ■— Þú verður að segja mér hvernig þið kynntust. — Úti í Miðjarðarhafi, svaraði Hugh og kveikti sér í vindlingi. — Neðan undir kletti, sem sagan segir að afbrýðisöm hafmey sitji á og ginni ungar fallegar stúlkur til sín til að drekkja þeim. Candy hafði synt of langt frá landi og var nærri því komin í net hafmeyjarinnar. . — Það var einkennileg tilviljun, sagði Colin. — Já, merkileg ráðstöfun örlaganna, sagði Hugh. En svo lét hann Candy segjá frá atburðinum, hvernig allt hefði gerst. Mér var ómögulegt að vera í London lengur, sagði hún. — Eg varð að komast burt frá öllu saman. Eg var afar bág. — Það skil eg vel. Eg var ekki á marga fiska heldur, sagði Colin. — Eg tók mér fari með fyrstu flugvélinni sem eg náði í, og flýði, eins og karlmenn eru oftast vanir að gera. — Einmitt. Eg gat ekki gert það sama, en eg gerði það næst bezta — og sótti um starf erlendis og fékk það. Eg átti að annast um litla telpu, sem hét Diana Jackson, og mér datt vitanlega ekki í hug, að nokkurt samband væri milli hennar og málaflutn- ingsmanns þíns. Diana hafði haft lömunarveiki og þurfti sam- fylgd til Suður-Frakklands — þannig komst eg hingað. Nú kom kampavínið og þau lyftu glösunum þegjandi. Var hljótt t\m stund, en svo sagði Colin rólega: — Það versta við þennan heim er að hann er alltof lítilh Hann átti erfitt með að hafa augun af Candy — og Hugh sat og horfði á þau og horfði svo alvarlegur á hverja svipbreytingu þeirra að Candy langaði til að hrópa: Horfðu ekki svona á mig! Eg hef rétt til að elska Colin, eg hef alltaf elskað hann, eg hef aldrei farið leynt með það! En horfðu ekki svona á mig, Hugh.... En hún sagði ekki eitt orð. Colin mun hafa tekið eftir að hún var ólgandi og ætlaði að bæta úr því, og sagði: — Fiiinst ykkur ekki að við ættum að strika yfir þessi mála- ferli? Þau voru okkur öllum til kvalar — ekki sízt mér, sem missti föður minn síðasta daginn. Það fékk mikið á mig. — Eg veit það, Colin. Eg vorkenndi þér mikið, sagði Candy lágt. Hugh ’slökkti í vindlingnum, þó ekki væri hann nema hálf- reyktur, og kveikti strax í öðrum. Honum var auösjáanlega órótt, hendurnar voru alltaf á iði, og nú hafði hann ekki málaflutn- ingskuflinn að fela þær í, eins og foröum. — Hvernig gengur heima á óðalinu, spurði hann Colin, nán- ast til að vera ekki alveg utan við samtalið. — Ekki vel, svaraði Colin, og talaði fremur til Candy en hans. Eg man að þú varst einu sinni að tala um græn augu og kven- fólk. Hún móðir mín er með græn augu. Og kettir líka. Candy gat ekki stillt sig um að líta til Hugh við og við. Konan hans var með græn augu líka. En Colin hélt áfram: — Mamma er enn í aðalhúsinu. Eg get ekki fengið hana til að flytja í ekkjusetrið í garðinum. Þaö er ljómandi gott hús, og þar ætti hún að vera núna. Hún er gigtveik og uppástendur að saggi sé í húsinu — og svo sé það líka of lítið og gamaldags. Hún hefur allskonar mótbárur á takteinum. — Væri ekki hægt aö breyta húsinu? spurði Hugh og slökkti aftur í vindlingnum. — Ekki þannig aö það veröi eins og mamma vill hafa það. Húsið' er friðað og þess vegna má ekki breyta því nema lítið. En eg álít að úr því að það var ,nógu gott fyrir ömmu mína þá sé það boðlegt handa móður minni líka. Amma mín kvartaði aldrei undan sagga. En mamma hefur tekið það í sig að vilja ekki flytja. — Þú verður að setja hart móti hörðu, sagði Candy. — Það er ekki nema rétt og sanngjarnt að þú búir sjálfur í aðalhúsinu. Það er yndislegur bústaður. — Auðvitað ætla eg að búa þar. Eg vil hafa samkvæmi og sjá vini mína hjá mér þar. Eg vil njóta lífsins meöan eg er ungur. Þið hafið elcki hugmynd um hve andstyggilegt það er að eiga að búa með móður sinni. — Það get eg ofurvel ímyndað mér. — Og svo getur enginn fullyrt að eg verði piparsveinn alla æfi.... Colin sótti í sig veðrið.... — og að eiga að fá konu í húsið með mömmu — nei, það tek eg ekki í mál. Mamma getur ekki á sér setiö, en slettir sér fram í alla skapaða hluti. Eg verð enn meir var við það síðan faðir minn dó. Það var kominn svo mikill hiti í hann að hann hafði gleymt Candy. Átti aö skilja þetta svo, sem hann væri í þann veginn að trú- lofast laí'ði Katharinu? Honum lá að vísu illa orð til móður sinnar, en h\aö það' mál snerti mundi hann eflaust láta að vilja liennar? — Er það svo að skilja að þér séuð í giftingarhugleiðingum? spurði Hugh. Spurningin kcm í r.lveg sama tón og hann hafði notað í réttinum. Mánudaginn 16. febrúar 1953 MAFÍAN - Framh. af 9. síðu. hverjir, er nú nokkurn veginn vitað mál, en það er ekki auð- gert að fá þá sakfellda. Réttar- farskerfi okkar stendur höllum fæti í viðureign við hið flókna og krókótta skipulag Mafíunn- ar. Sem dæmi í þessu sambandi má nefna, að um helmingur allra sektardóma í Bandaríkj- unura byggjast á aðstoð sögu- manna, slúðrara. Mafían bind- ur tungu manna; áhættan er of mikil. Áhugi á málum kirkjunnar. Cussack lögregluforingi seg- ir ennfremur: „Til þess a<3 vinna sér álit hjá almenningi og koma ár sinni vel fyrir borð við löglegan atvinnurekstur, og til að dylja glæpastarfsemi sína, haga meðlimir Mafí- unnar sér samkvæmt velhugs- uðu siðakerfi og setja fólk úr öllum stéttum ef unnt er í þakkarskuld við sig. Starfsað- ferðir þeirra útheimta áhuga og afskipti af opinberum mál- um og málum kirkjunnar. Þeir gefa opinberlega og rausn- arlega til ýmiskonar líknar- starfsemi og lifa á .yfirborðinu einföldu og ráðvöndu fjöl- skyldulífi. Þeir eru alltaf til- búnir til að skemmta og gera ;,réttu fólki“ greiða. Og svo að síðustu, til þess að svara fyrstu og þýðingar- mestu spurningunni um hið volduga ríki glæpanna. Hin vaxandi auðlegð Mafíunnar á- samt liinu næstum ógagnrýn- anlega skipulagi félagsskapar- ins er nokkur skýring á hinu einkennilega ósaknæmi. sem. hann hefur notið hingað til —• og virðist ætla að njóta um alllangan tíma ennþá. É. R. Burroughs TARZAN 21525 THE OLI7EK MAN SFOKE. ’ /OU FAVE E-EEM HIGHLY KECO/AMEMPEP, UOHN- SON, ANP VCfJZ PAF&iZS SEEM IN OEPEK * i Það var eldri maðurinn í J iem talaði. „Það heíur verið [_ mælt með. þér Johnson og skilríki þín virðast vera í bezta lagi.“ „Hvítur veiði- maður verður að hafa gott orð á sér, herra Laver, svar- aði hinn. „Eg kann verk mitt.... og eg er viss um að eg get sýnt æsandi.“ þér ýmislegt Mikið um iðrakvef. En mislingar í rénum. Umferðarkvilli sá, scni flesta þjakar í bænum um þess- ar mundir, er iðrakvef, öðru nafni magaveiki. Einnig geng- ur kvef víða um bæinn. Misl- ingax-, sem gengið hafa nú all- Iengi, eru nú rnikið að ganga niður, og má segja, að þeir séu að mestu um garð gengnir. í samtali við skrifstofu borg'- arlæknis í moi'gun spurðist fréttamaður fyrir um það, hvort leikflokkur Menntaskól- ans, sem var á ferð austan- fjalls um helgina og veiktist snögglega á heimleið, mundi hafa verið gripinn þeim sama magakvilla, sem nú gengur hér, eins og fararstjórinn taldi í yf- irlýsingu út af frétt um þessa leikför. Aðstoðarlæknir borg- arlæknis kvaðst ekkert ákveðið geta sagt um það, en ólíkleg't mætti telja, að svo stór hópur hefði veikzt svo skyndilega af iC.akvefi, heldur hlyti hér að hafa verið um einhverskonar matareitrun að ræða. Það kæmi heim við það, aS þeir Mennta- skólanemar hefðu veikzt nokkr um klukkustundum eftir að þéir mötuðust, og batnað innan sólarhrings eða svo. Iðrakvefið stæði hinsvegar miklu lengur yfir og því fylgdi allhár hiti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.