Vísir - 19.02.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 19.02.1959, Blaðsíða 4
VlSIK WÍSXR D AGBLAÐ Útgefaiidi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. /Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) ■ Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Nýjasta Eistkynningin. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslendingar hafa oft orðið sér til minnkunar á undanförnum árum með kynningu á list sinni meðal ' annarra þjóða. Ekki er það þó af því, að íslendingar eigi ekki fjölda ágætra lista- f manna, er látið hafa frá sér fara margt prýðilegra verka, sem þjóðinni gæti verið sómi að sýna á erlendum vett- vangi. Hitt hefir verið þyngra á metunum, að þeir, sem þessum málum hafa ráðið, hafa ekki hirt um að sýna það bezta, sem ísland hefir upp á að bjóða. Fyrir þeim hefir ekki vakið að sýna raunverulega, íslenzka list. í þessu sambandi má minna á nokkrar þær sýningar er- lendis, sem íslendingum | hefir verið gefinn kostur á að senda listaverk á til að kynna list sína. Það, sem l íslendingar hafa sýnt þar, ) hefir verið miðað við að láta ; sýningargesti ætla, að hér kynnu menn eiginlega ekk- • ert annað að meta en klessu- list abstraktmálara, sem velja sér þvílíkt form, af því að þeir geta ekki betur og gera síðan kröfu til þess, að íramleiðslan verði flokk- uð undir „list“. Menn geta farið nærri um það álit, sem ' íslandi er aflað með þessu móti hjá fólki, sem hefir raunverulega vit á list. Nú er komið á daginn, að meiri hluta menntamálaráðs mun ; þykja slík kynning á ís- lenzkri menningu hin á- kjósanlegasta og ekki komi annað til 'greina en að henni verði haldið áfram, meðan þess er nokkur kostur. Stendur nú til að efna til sýningar austur í Sovétríkj- unum, þar sem sýnd hafa verið verk eftir sovétborg- ara hér ekki alls fyrir löngu, og hefir menntamálaráð — eða meirihluti þess — búið svo um hnútana að sérstakri nefnd er falin framkvæmd málsins, en hún velur síðan úr þeim hópi, sem til greina kemur, og má nærri geta, að varla verður valið að „verri endanum“. Margir munu segja, að þeir láti sér í léttu rúmi liggja, hverskonar list sé kynnt fyrir austan járntjaldið, og mun ef til vill skipta litlu fyrir álit fslendinga yfirleitt. En það á ekki að vera þyngst á metunum í þessu efni. Hér er nefnilega verið að skapa einskonar hæstarétt eða einræðisvald í listum þjóðarinnar, og þar verða það ekki verðleikar eða list- rænir hæfileikar sem mest verða metnir heldur per- sónulegur kunningsskapur eða önnur þvílík sjónarmið, sem eiga ekkert skylt við listir. Sér hver heilvita mað- ur, út í hvað er stefnt með þessum hætti og hverjum þjónað. Meirihluti menntamálaráðs ætti að hugsa sig' um öðru sinni og breyta ákvörðun sinni í þessu máli. Það er á góðri leið með að gera sig sekt um mistök, sem geta dregið dilk á eftir sér, og það verður einnig að hug- leiða, að það er ekki neitt einkafyrirtæki abstraktmál- aranna — það er fulltrúi allrar þjóðarinnar, sem vill, að sýnd verði list en ekki eitthvað, sem mönnum þóknast að kalla list en er einmitt allt annað. Ella verður ríkisstjórn eða Al- þingi að taka í taumana. Hermóðsslysið — Frh. af 1. síðu. Kl. 1 eftir hádegi í gær sendi Slysavarnafélagið út beiðni til deildanna í Höfnum og í Grindavík um að leit yrði haf- in meðfram strandlengjunni frá Hópvita við Grindavík að Garðskaga. 60 manna flokkur fór þá úr Grindavík og náði út að Reykjanesskaga en einskis urðu þeir varir á fjörum á þessu svæði. Um það bil er þeir komu aftur úr leitinni var tilkynnt að brak úr björgunar- báti hefði fundist rekið við Kalmanstjörn, sem er norðan Hafnarbergs. Það var nokkru fyrir hádegi að maður úr Höfn- um, var á gangi með sjónum hjá Kalmanstjörn og kom hann auga á björgunarbát er rekið hafði. Við nánari athug- un kom í ljós að á hinum grá- málaða bát stóð nafhið „Her- móður“. Þegar björgunarsveit- in kom á vettvang upp úr há- deginu fannst annar björgun- arbátur rekinn í Merkisnesi, sem er þar skammt frá. Ásamt bátnum var þar rekið ýmislegt annað brak úr skipinu, svo sem árar, lestarlúgur, gúmmí- bátskassi og var það allt grá- málað og því líklegt að það væri úr Hermóði. Eftir að brakið úr Hermóði fannst var leitinni hætt, þar sem sýnt þótti að skipið hefði farist með allri áhöfn. í morg- un fór leitarflokkur frá Sand- gerði og annar frá Höfnum með ströndinni og auk þeirra fóru menn frá landhelgisgæzlunni að leita á þessum slóðum. Brot í Reykjanesröst. Nokkur skip fóru þessa sigl- ingaleið í fyrradag og fyrri- nótt. Haugasjór var allan tím- ann, en um það leyti sem Her- móður mun hafa komið að Reykjanesröst var aftaka veður og geysilegur sjór. M.s. Vatna- jökull fór frá Vestmannaeyjum á mánudagsmorgun áleiðis til Bandaríkjanna, en varð að snúa við vegna vélarbilunar og hélt til Reykjavíkur. M.s. Vatna- jökuil mun hafa verið nokkrum klukkustundum á undan „Her- móði“, en þá var kominn svo mikill sjór að dæla þurfti út olíu til að lægja brotin. Esja og Hvassafell fóru einnig þessa leið og var sjór það mikill að leiðin þótti tæplega fær, en mun þó hafa versnað að mun eftir að þessi skip fóru um röstina. Þegar Vísir fór í prentun var ekki vitað að fleira hafi rekið úr „Hermóði“. Hótanir Kraséfs eru tilraun- ir til að blekkja. Hcinn er talinn í klípu vegna gifuryrða sinna. Byrji einhver að skjóta út af Berlín verða það Rússar, sagði Eisenhower á fundi með frétta- mönnum í gær. Brezk og bandarísk blöð láta sér vel líka þetta svar Eisenhow ers forseta við fyrirspurn frétta- manna út af þeim ummælum Krúsévs í ræðu, er hann flutti í gær, að í vestrænum löndum væru menn alltaf að munda brandinn, og kvað hann styrjöld mundu verða afleiðinguna, ef Vesturveldin reyndu að ryðja sér braut til Berlínar með því að skjóta. í vestrænum löndum er það álit manna, að hafi nokkur maður látið „glamra í verðs- hjöltum“ þá sé það einmitt Krúsév. Blöð í Bretlandi segja, að Krúsév sijálfur hlóti að vita það betur en nokkur maður annar, að hann sé að reyna að gabba menn með hótunum. Blöðin telja, að í ræðunni í gær hafi Krúsév þó ekki hótað að stöðva loftflutninga til Ber- línar, ef Bandamenn hæfu þá að nýju, en hann sé í klípu, vegna ákveðinnar afstöðu bandamanna, sem hafi ekki tek- ið sérlega mikið mark á hótun- um hans. Bíll fVk.su*. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Síðastliðinn þriðjudag fauk jeppabíll út af veginum lijá Lónsbrú skammt norðan við Akureyri. Bíllinn stórskemmdist og talin var hrein mildi að bílsjór- ^ ann, sem var einn í bílnum,1 skuli ekki hafa sakað. Samningar um Kýpur. Ténverk flutt hér í 1. sinn Víðfrægur píanóleikari í Þjóð- leikhúsinu. Mikil og góð umskipti virðast hafa oi’ðið í deilunni um framtíð Kýpurs. Helztu leið- 1 togar Grikkja og Tyrkja hittust á hlutlausri grund — ' 1 Zurich í Sviss — fyrir noklu’um dögum og komust ■ bráðlega að samkomulagi, sem margir gei’a sér vonir * um, að geti markað leiðina til sátta milli þessarra þjóða og Breta, enda er deiían um Kýpur stórhættuleg sam- heldni lýðræðisþjóða. A ráðstefnu þeiri’i, sem nú er ^ haldin í London um fram- tíðai’skipun mála eyjar- skeggja, ætti að koma fram, hversu mikill vilji er fyrir hendi hjá hinum ýmsum foi’ingjum þeirra til að finna friðsamlega lausn á vandan- um. Það vekur nokkurn ugg hjá ýmsum, að ekkert hefir heyrzt frá samtökum Eoka- manna um álit þeirra á samkomulagi Grikkja og Tyrkja, og eins er álitið, að kommúnistar muni gera sitt til að reyna að spilla sam- komulaginu. Það væi’i illt, ef þeim tækist það. Annað kvöld gefst Reykvík- ingum tækifæri til að hlusta á einn snjallasta píanóleikara Vesturheims flytja einhvern fegursta píanókonsert sem til er, með sinfóníuhljómsveitinni í Þjóðleikhúsinu. Það er bandaríski píanóleik- arinn Frank Glazer, sem leikur píanókonsért nr. 2 í b-dúr eftir Brahms, en Róbert A. Ottós- son stjórnar Sinfóníuhljóm- sveitinni, sem flytur nú í fyi’sta sinn hérlendis bæði þennan undui’fagra konsert og skozku sinfóníuna (nr. 3 í s-moll) eftir Mendelssohn. Að lokum verður svo fluttur Akademíski hátíða- forleikurinn eftir Brahms, sem hér hefir vei’ið fluttur áður. Skozka sinfónían er flutt í til- efni af 150 ára afmæli Men- delssohns, sem er hátíðlegt haldið í hljómleikasölum víða um heim. Tónleikai’nir hefjast kl. 20.30 í Þjóðleikhúsinu. Má búast við mikilli aðsókn, því að liér Fimmtudaginn 19. febrúar 1959 J. K. sendir Bergmáli pistil um áfengismálin og telur heppilegt, að beina umræðum um þau hire á aðra braut. Átti „á j)vi von“. „Eg er einn þeirra mörgu, sem hlustaði á þáttinn „Spurt óg spjallað“ 22. f. m., en þar var m. a. fjallað um áfengismálin. Ekki var ég í vafa um, að þær umræður myndu draga þana dilk á eftir sér, að farið yrði að þvæla enn á ný um þessi mál á þann hátt, að það yrði ný endui’- tekning á því, sem búið er að segja hundrað sinnum, varðandl drykkjuskapinn fyrr og nú, hvernig suðrænar þjóðir drekka og hvernig við Islendingar drekk um, hvbrt leyfa eigi framleiðslut og sölu á stei’kum bjór, og þar fram eftir götunum. Eg áttl sannast að segja á þvi von, að svona færi. Eg drep á þetta a£ því, að ég er einn þeirra mörgu, sem er oi’ðinn hundleiður á þessu, því að ekki verður sagt, að neitt nýtt komi fram. Tölur, sem tala. Það kunna að vera til einhverj ir, sem telja það eitthvað „inn- legg í málið“ hversu ástatt var í áfengismálum hér á landi fyr- ir heilli öld, en ég er alveg á' annai’ri skoðun — tel þær ekki hafa gildi fyrir nútímann. Þaðí eru nýju tölurnar, sem hafa gildi, tölur fx*á síðari árum, töl- ur, sem eru örugg vísbending, um á hvaða leið við erum nú, og það er það, sem máli skiptir. Það eru tölur sem tala. Og slik- ar tölur hafa einmitt alveg ný- lega verið birtar, og þær sýna, að áfengisneyzlan á mann nam1 1.78 lítrum (miðað við 100% á- fengi á mann 1958, en 1.69 1. í hitteðfyrra, og er það ekki mik- ill munui’, en 1.29 1 .1956 og 1.45 1. 1955. Tölur sem þessar tel ég ákaflega athyglisverðai’. lk Engin stórbreyting en — Það verður vai’la sagt, að hér sé um neina stórbreytingu að ræða — en þó er þetta aukning, og væri betur, að þessar tölur færu lækkandi ár frá ári, cg yrðu sem lægstar, þótt við get- um kinnroðalaust borið okkur saman við aðrar þjóðir hvað þetta atriði snertir. Það, sem þarf að ræða öfgalaust og útúr dúralaust er hversu þvi verði til leiðar komið, að í landinu verði sterkt almenningsálit, er for- dæmi alls' ofnautn áfengis, hún sé vansæmd hverjum manni. Til þess er uppeldisleiðin vænlegust til árangurs að mínu viti og að unnið sé að því, að æskunni sé ekki gefið illt fordæmi af þeinx, sem eldri eru, en af því tel ég mesta háskann stafa. En illt for- dæmi kalla ég alla þá meðfei’ð áfengra drykkja í neyzlu, sem hefur spillandi áhrif. Jafnframt •er ég þeirrar skoðunar og styðst þar við reynslu, ekki aðeins við reynslu sjálfs mín, heldur og margra annara, að börnum fólks sem neytir áfengis við stöku tækifæri, en gerir það í hófi og virðulega, er sjaldnast hætt, og jafnvel síður hætt en þeim, sem alast upp við eilfar bindindispré- dikanir. Það er alveg rétt, að mínum dómi, sem kom fram í þessum dálki eigi alls fyrir löngu, að hinir fullorðnu geta ekki með réttu gert strangari kröfur til æskunnar en sjálfra sín. — J. K.“ verður efalaust um mikinn við- burð að ræða í tónlistarlífi Reykjavíkur, ___t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.