Vísir - 19.02.1959, Blaðsíða 5

Vísir - 19.02.1959, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 19. febrúar 1959 VlSIB 5 Skipshafnarinnar á Júlí minnst á Alþingi. Sameinað Alþingi kom saman komust i mikinn háska og voru á venjulegum fundartíma í gær til að minnast þeirra 30 sjó- inanna, sem fórust með togaran- um Júlí. Forseti Jón Páhnason, flutti minningarræðu þá, er liér fer á eftir, en að henni lokinni vottuðu þingmenn samhryggð sína með því að rísa úr sætum, og fundum og þingstörftun af- lýst. Jón Pálmason komst svo að orði: 1 dag komum við alþingis- menn saman af óvenjulega hörmulegu tilefni, því að nú er talið vist, eftir viðtæka leit úr lofti og á sjó i átta daga, að botnvöruskipið Júlí frá Hafnar- firði hafi farizt með allri áhöfn á Nýfundnalandsmiðum í ofviðr. inu þann 8. þ. m. Hafa þar horf- ið í hafsins djúp 30 hraustir menn úr liði okkar sjómanna- stéttar. i Togarinn Júli var talinn eitt á , meðal ágætustu skipa í þeim j flokki okkar fiskiskipaflota, sem , ber nafnið nýsköpunartogarar. Hann var fullgerður á árinu 1947 og var 657 brúttósmálestir að stærð, útbúinn fullkomnustu öryggistækjum. Islenzka þjóðin vill hafa frið við aðra menn. Hún er friðsöm þjóð. Þó á hún í árlegu stríði vegna sinna örðugu atvinnuvega. Það stríð er háð við hamfarir náttúrunnar á sjó og landi: ofsastorma, stórhriðar, þokur og dimmviðri, hafís vatnsöfl og annan háska. í þeirri baráttu hafa margir íslendingar látið lífið fyrr og siðar í hættulegum ferðalögum í okkar illviðrasama landi og á síðari árum ekki sízt í viðskiptunum við okkar þýðing- armestu samgöngutæki á landi, sjó og í lofti og einnig okkar nýjustu vinnuvélar. En i fremstu víglínu okkar ‘lands stendur sjómannastéttin, sem sækir bjargræði þjóðarinn- ar í djúp hafsins við strendur landsins og á fjarlægum fiski- miðum. Hún getur á öllum tím- um árs búizt við örðugu stríði við ólgandi hafrót, enda þó okk- ar veiðiskip hafi á síðari árum orðið miklu stærri og fullkomn- ari að öllum öryggisútbúnaði en áður hefur þekkzt. Það er líka svo, að nálega ár- lega eru stærstu skörðin höggv in í það víglið Islendinga, sem á sjónum heyir baráttuna. Undanfarna daga hef ég og fleiri hugsað aftur í timann til þess atburðar er gerðist 8. febr. 1925 þegar einhver ægilegasta stórhríð, sem komið hefur á þess ari öld skall á, fyrri hluta dags, yfir allt Norður. og Vesturland. 1 þeim ósköpum fórust tveir fullkomnustu togar, sem þjóðin átti þá, vestur á Halamiðum. Fórust með þeim 68 manns. Víðs vegar á landinu varð þá mann- fjón og miklir fjárskaðar. Eg nefni þetta nú vegna þeirra einkennilegu örlaga, að saffla mánaðardaginn, þann 8. febrúar 34 árum siðar, varð það hörmulega- manntjón, sem veld- ur okkur sorg. Siðasta skeyti sem frá Júlí barst heyrðist að kvöldi þann 8. þ. m. og allt bendir til, að það sama kvöld hafi skipið far- izt. Þá var ofviðrið mest 'og mörg önnur íslenzku skipin sum tæpt komin. Alltaf síðan hefur skipsins verið leitað af skipum og flug- vélum og það með mikilli fórn- fýsi og dugnaði. Ástvinir skips- manna og þjóðin öll hefur eigi viljað gefa upp síðasta vonar- neistann þar til allt um þraut. En nú virðist öll von úti um það, að nokkur hafi bjargazt. Leit flugvélanna og skipanna hefur náð yfir 70 þúsund fersjó- mílna svæði. Á skipinu var 30 manna skips- höfn, flest ungir menn og hraust ir. Hinn yngsti þeirra var 16 ára en sá elzti 48 ára. Flestir 20—30 ára. Af þessum mönnum voru 19 frá Reykjavík, 5 frá Hafnar- firði og 6 frá öðrum stöðum á landinu. 12 heimilisfeður voru í þessum hóp og láta eftir sig konu og börn. 39 börn samtals innan 15 ára aldurs eru föðurlaus eftir þetta sorglega slys. Magir áttu foreldra á lifi og er sumt af því fólki einmana eftir. Þann hörmulega atburð, sem hér hefur orðið harmar þjóðin öll. Missir 30 hraustra manna er mikið áfall. Við sem hér erum saman komin kveðjum hinar föllnu hetjur í nafni þjóðarinn- ar með virðingu og þakklæti fyrir mikið og gott ævistarf. Minningarnar um þá og þann atburð, að þeir féllu á vigvellin- um, eru merkilegar. 1 sliku stór- slysi felst mikil aðvörun fyrir þá sem eftir lifa um alla þá fyr- irhyggju, sem farmvegis er unnt að viðhafa. Við þökkum öllum þeim mörgu innlendu og erlendu mönnum, sem af fórnfýsi, hug- rekki og atorku tóku þátt í hinni víðtæku leit sem að skipinu var gerð. En fyrst og fremst, einkum og sérstaklega viljum við í okk- ar veikleika votta syrgjandi ást- vinum hinna látnu manna ein- læga samúð og dýpstu hluttekn- eldrar og börn, eiginkonur, unn- ustur, systkini, frændur og ann- að venzlafólk á þar hiut að máli. Við viljum biðja Guð vors lands, Drottin allsherjar, sem við tilbiðjum og trúum á, að senda öllu hinu syrgjandi fólki sinn styrk og veita því sína vernd svo að það geti tekið hin- um þungu örlögum, sem að höndum hefur borið, með sálar- ró og hugrekki. Og að öllu þessu harmandi fólki verði fært að hugga sig við minningarnar um hinar horfnu hetjur og vonirnar um það að fá síðar að hitta þessa sína ástvini á landi lifenda. Eg bið háttvirta alþingismenn að taka undir min orð með því ingu í þeirra sáru sorg. For- [ að rísa úr sætum. Ovæntur skyndifundur um Kýpur í gærkvöldi. Orðrómur um, að Makarios sé þrándur í götu samkomulags. Fimtlur var haldinn á Kýpur — ráðstef nttnni í gærkvöldi þrátt fyrir tilkynningu um, að enginn ftindur yrði ltaldinn fyrr en í dag. dag), vegna flugslyssins, er tyrkneska Viscountflugvélin fórst við Gatwick. Var gefið til kynna í gærkvöldi, að brezka stjórnin óskaði eftir þvi, að I gærkvöldi var boðað til fund reynt væri að hraða málum, og ar á Kýpurráðstefnunni og kom það mönnum óvænt, þar sem tilkynnt hafði verið í gærmorg- un frá skrifstofu forsætisráð- herra, að enginn fundur yrði haldinn fyrr en í dag (fimmtu- ná samkomulagi, ef unnt væri, áður en þeir Harold Macmillan og Selwyn Lloyd færu til Moskvu, en burtför þeirra á laugardagsmorgun verður ekki frestað. Fjárhagsáætlun bæjarins: r I fjárhagsáætlun þ. árs er gert ráð fyrir nær 255 millj. kr. tekjum. Rekstrargjöldin eru áætluð 213 millj. kr. og er hæzti liöurinn til félagsmála, samt. nær 67 millj. í frumvarpi því, sem nú skóla liggur fyrir bæjarstjórn Reykja víkur, að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurbæ árið 1959 er gert ráð fyrir 254.8 millj. kr. tekjum og 213.5 millj. kr. út- gjöldum. Tekjumegin eru tekjuskatt- ar langhæsti liðurinn, er nemá ar' nær 230 millj. kr. Fasteigna- gjöld eru áætluð 14.3 millj. kr., arður af fyrirtækjum 5.4 millj. kr., arður af eignum 3.8 miilj. kr., ýmsir skattar 1.1 millj. kr. og ýmsar tekjur, aðallega dráttarvextir, eru áætlaðar 350 þús. kr. Gjaldamegin eru útgjöld til félagsmála stærsti liðurinn, samtals um 67 millj. kr. og í þeim lið eru talin framlög til hjúkrunar- og líknarstarfsemi, barna- og vistheimila, framlög til ýmiskonar lýðhjálpar, fé- laga og starfsmanna, til vinnu- miðlunar, framlög til sjóða, al- mannatrygginga, framfærslu og til ýmiskonar starfsemi. Til gatna og holræsa fara 45.1 mill. kr., þar af til nýrra gatna 14 mill. kr., til nýrra holræsa annað eins, og til gatnaviðhalds 9.4 mill. kr. Til fræðslumála verður varið 26.2 millj. kr.. Eru þar með talin framlög til barna- og gagn- fræðaskóla svo og annarra en auk þess til safna bæjarins. Til hreinlætis og heilbrigðismála 24.7 millj. kr. Þar í innifalin framlög til sjúkrahúsa, heilsuverndar og annarrar heilbrigðisstarfsemi, svo og til þrifnaðar eins og gatnahreinsunar, sorphreinsun- sorpeyðingarstöðvar, lóða- hreinsunar og þess háttar. Til stjórnar kaupstaðarins fara 13.8 millj. kr., til löggæzlu 12.8 millj. kr. og til lista, íþrótta og útiveru 9.8 millj. kr. f síðasttalda liðnum er áætlað að vex-ja til Leikfélags Reykja- víkur 70 þús. kr., til lúði-a- sveita í bænum 70 þús. kr., til Symfóníuhljómsveitarinnar 600 þús. kr., til íþrótta 3.4 millj. kr. og framlög í sam- bandi við útiveru, m. a. í skemmtigarða, leikvelli, Heið- möi’k, Tjörnina, Skógræktarfé- lagsins o. fl. samtals 5.5 millj. króna. Með frumvarpinu að fjárhags- áætlun Reykjavíkur 1959 fylgir svolátandi athugasemd: „Við samningu frv. að fjár- hagsáætlun fyrir árið 1959 voru við úti-eikning á launum fastra stai’fsmanna lögð til grundvallar gi’unnlaun samkvæmt launasam þykkt frá 1956, að viðbættum 5% skv. 1. 33/1958, um útflutn- ingssjóð o. fl., og vei’ðlagsupp- bót skv. vísitölu 202 stigum. Hins vegar var ekki reiknað með 6% og 9% grunnkaupshækkunum, sem samþykktar voru i desem- ber s.l. og giltu fi’á 1. sept. 1958. Sams konar reglu var beitt við útreikning á launum annarra stai-fsmanna en þeiri’a, er taka kaup samkvæmt kjarasamning- um stéttarfélaga, nema annað væri ákveðið í þeim samningum, sbr. samning við Stéttarfélag verkfræðinga. Kaup þeirra stai’fsmanna, er laun taka samkvæmt kjarasamn ingum við stéttarfélög, var mið- að við gildandi grunntaxta þeg- ar frumvarpið var samið (nóv. 1958) og vei’ðlagsuppbót reiknuð á þá skv. visitölu 202 stigum. Þar sem nú hefur verið lög- bundið að greiða verðlagsuppbót á laun skv. vísitölu 175, færist verðlagsuppbót á kaupgjaldsliði áætlunarinnar niður um 13.4% í 11 mánuðfeða 12,23% fyrir allt árið 1959. Hins vegar hækka liðirnir um þær grunnkaups- hækkanii’, sem samþykktar haía vei’ið eftir samningu áætlunai’- innai’. Um önnur útgjöld en kaup er ekki unnt að beita jafn ákveð- inni reglu og nú var lýst. Lækk- anir á vöruverði verða að sjálf- sögðu mismunandi, og , fer þvi eftir mati og athugun á hvei’jum einstökum gjaldlið, hversu mikil lækkun er réttlætanleg af þess- um ástæðum." Orðrómur. I gær var orðrómur um, a8> Markarios erkibiskup stæði í vegi fyrir samkomulagi. Ríkis- stjórnir Bretlands, Grikklandíí og Tyrklands hafa nú allar að- hyllst samkomulag það, serny kennt er við Zurizh, þar serrtt grískir og tyrkneskir ráðherrar náðu samkomulagi sín í milli un® lausn málsins. 1 morgun var litið svo á, aði samkomulagshorfur væru nokk- uð reikular, en því væri ekki tilf að dreifa, að allt væri komið I strand. Flugslysið. Það hefur nú vei’ið tilkynnt, a® rannsókn fari fram á flugslys- inu við Gartwick. Leidd er at- hygli að þvi, að i fyrstu fregn- um hafi verið skýrt skakkt frá staðreyndum. Flugvélinni hafí verið beint til Gatwick vegna þess, að vísu, að svai’ta þoka var í London og grennd, en það sé ekki rétt að veðurskilyrði 1 Gatwick hafi verið slæm, og er fært fram því til sönnunar, að flugvélar hafi lent þar rétt áður en tyrkneska Viscountflugvéllri fórst, og rétt á eftir. Seinustu fregnir: Búist er við, að forsætis- ráðherrar Bretlands, Grikk- lands og Tyrklands sitji fund ráðstefnunnar í dag. Talsmaður Markariosar kef ur sagt að Iiann telji sana koniulagshorfur mjög góðar, Osannindum mótmælt. í Alþýðublaðinu í dag én fyrstu síðu „frétt“ undir fyrir- sögninni: Tryggvi Ófeigsson krefst skaðabóta. Um efni þessarar greinar skal tekið fram eftirfarandi: 1. Það er tilhæfulaust, að Bæjarútgerð Reykjavkur hafi vei’ið „kærð“ fyrir sjó- dómi af eigendum Marz. 2. Það er einnig' tilhæfulaust, að eigendur Mai’z hafi krafizt skaðabóta af eig- endum Þorkels mána, Bæj- arútgerð Reykjavkur. 3. Það eru hrein ósannindi, að skipstjóra b.v. Marz hafi verið sagt upp stai'fi og dylgjur um framburð hans eru tilhæfulausar og í hæsta máta ósmekklegar. Bæði eigendur b.v. Marz og b.v. Þorkels mána óskuðu hins vegar eftir sjóprófi eins og venjulegt og skylt er undir slíkum kringumstæð'um. Reykjavík, 18. febrúar 1959. Tryggvi Ófeigsson. Rétt: Sigurgeir Pétursson. skipstjóri. Framangreint óskast birt í Alþýðublaðinu hinn 19. febi’ú- ar 1959. ___• — • Marshall liggur þungt haldinn. George Marshall fyrrverandi hershöfðingi og utanríkisráð- herra Bandaríkjanna um skeið, liggur þungt haldinn •* sjúkra- húsi í Norður-Karolinafylki. Hann hefur tvívegis fengið aðkenningu af hjartabilun og er r.ú vart líf hugað. Hann er 78 ára að aldri. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.