Vísir - 25.02.1959, Side 10

Vísir - 25.02.1959, Side 10
10 Vf ííltt Miðvikudaginn 25. febrúar 195^ 3 5 £c$íh keit 5KALD5AGA EFTIR MARY E5SEX gerið þér alls ekki. Eg get hugsað mér að hann hafi sagt yður, að hann muni verða laus við mig eftir fáeinar vikur? — Hann sagði að þér hefðuð farið frá sér. — Hann lét mig fara frá sér, já. Og hann gerir sér vonir um að sleppa sem ódýrast við meðlagið til mín. En nú hef eg hann einmitt þar sem eg vil hafa hann, sjáið þér, — nú skal hann fá að borga það sem mér líst, en ekki það, sem hann telur sjálfur hæfilegt! Þegar eg sagði að hann hefði stelpu hérna syðra — skiljið þér ekki að það er atriði sem hver enskur dómstóll telur athugavert, og það er alls ekki heppilegt fyrir hann. — En Nanny er húsmóðir hérna! Candy var oröin skelkuð, oð hún fann að hún fölnaði og roðnaði á víxl. — Hún? 'Kerlingarálfurinn? Ætli eg þekki ekki hana Nanny! Eg veit hve löt og heimsk hún er, — enginn tekur mark á þvi sem hún segir. Það veit- Hugh líka. Og eg held að þér munduð skilja þetta líka, ef þér væruð ekki svona ótrúlega barnaleg. — Yður er þó varla alvara að.... Loksins skildi Candy hvert Amanda var að fara, og hún stundi af bræði og átti erfitt með að stjórna tilfinningum sínum. Ramanda lagði frá sér vindlihginn og gekk fast að Candy. Hún horfði niður á hana og sagði: Yður líst vel á Hugh, er það ekki? Og óskið honum alls góðs? En þó að ásetningur yðar sé góður, þá verðið það samt þér, sem munuö spilla öllu fyrir honum. Það vill svo til að eg veit að þér höfðuðuð mál gegn unnusta yðar fyrr- verandi og að þessi maður fékk Hugh til þess að verja málið fyrir sig. Hann mun hafa verið talsvert hrottalegur þegar hann var að spyrja yður í þaula fyrir réttinum — hvernig þótti yður það? — Það er það versta sem eg hef orðið fyrir á æfinni, sagði Candy. — Eg hataði hann og óskaði að hann fengi þetta borgaö með því að eitthvað verulega slæmt kæmi fyrir hann, en eg hafði enga trú á því þá. Mig dreymdi ekki um að eg mundi sjá hann nokkurn tíma aftur. Og svo jafnaði eg mig smám sajnan eftir þetta.... — En þér hafið hefnt yðar grimmilega á honum. Röddin var tilfinningalaus, alveg róleg, en hvert orð var eins og svipuhögg. Þér hafið snúið leiknum mér í hag, og það verður Hugh að falli. Það er merkilegt að dómstólarnir í Englandi, sem haía svo ágæta atvinnu af hjónaskilnaðarmálum, líta með vanþóknun á aö kon- ur lögfræðinganna sjálfra notfæra sér vernd laganna.... Candy starði á hana. Hefnigirnin skein úr grænum augunum og fölt og þóttalegt andlitið á Amaöndu.var hart eins og steinn. Nú fyrst skildist Candy að Amada mundi einskis svífast og setti ekkert fyrir sig. , • Bifreið nam staðar við hliðið, hurð var skellt og fast fótatak heyrðist á hellunum fram hjá gosbrunninum. Hugh var með körfu með ferskjum í hendinni er hann kom inn úr dyrunum. Hafi það snert hann ónotalega að sjá Amöndu, lét hann þó ekki á því bera. Hann setti körfuna á borðið og brosti til hennar. — Þú komst fyrr en eg bjóst við, Amanda. Hefurðu komið inn til Diönu? Ekki það — hún er þá kannske sofandi. Má eg bjóða þér glas? — Eg spurði Candy hvort þá ættir vodka á heimilinu. — Ætli ekki það. Mið minnir að eg eigi einhversstaðar flösku, Það getur hugsast að eg verði dálitla stund að finna hana, sagði hann og fór út úr stofunni. Amanda liorfði á Candy og studdi fingrunum á varirnar. Candy tók eftir hringnum, sem hún hafði á fingrunum, með afar stórmn smaragði. — Stundum er hyggilegt að halda frið, sagði hún. Candy varð litið á Hugh er hann kom aftur með flöskuna í hendinni og gekk að vínskápnum í horninu, Hann virtist afar þreyttur og Candy fann hve órótt honum var, þó hann væri að tala við Amöndu um ferðalagið, um blómin og um alla heima og geima, nema það sem hvíldi þyngst á honum. — Eg held að eg líti inn til Diönu, sagði Candy og fór. Dlana var vakandi og horfði í áttina til dyranna. Litla antdlitið á útsaumaða koddanum var orðið ótrúlega veiklulegt á þessum stutta tíma, hún var náföl og með bláa díla undir augunum og kringum munninn. Hún leit biðjandi á Candy. — Hún mamma verður að koma til mín, sagði hún biöjandi. Candy tók í höndina á henni. — Nú kemur hún bráðum. Á eg ekki að syngja fyrir þig á meðan, þá líður tíminn fljótar. Höfgi seig á Diönu aftur. Candy hætti að raula er "hún heyröi fótatak nálgast. Nunnan lagði frá sér kniplingana, sem hún var með í höndunum, og brosti til Candy. — Eg held að Diana ætti að fá að vera ein með henni móður sinni — þaö er kannske truflandi að aðrir séu nærri. — Sjálísagt. Candy sleppti hönd barnsins, sem hún haföi hald- ið um, og læddist til dyra. Þegar hún opnaði komu Hugh og Amada á móti henni. Hann var beinn í baki og andlitið eins og gríma, en Candy hefði skilið hana rétt var henni trúandi til að segja hvað sem vera skildi. Amanda bar sig eins og sýnistúlka í dýru íötunum, tignarleg og hnarreist — hún vissi að það var vtra borðið, sem hafði valdiö því að Hugh hafði orðið hrifinn af henni. Honum var vorkunn, aö hafa í ungæðislegu athugaleysi ánetjast konu, sem auðsjáanlega var ekki við hans hæfi. Hún sagði ekki orð en fór beint inn í herbergið sitt. Hún hugs- | aði og hugsaði og reyndi að finna lausn á vandanum, en fann að hún var svo æst og rugluð, að hún gat ekki komist að neinni niðurstöðu. Hún ætlaði að reyna að fá sér blund, henni veitti ekki af því ef hún yrði að vaka yfir Diönu um nóttina. Þegar hún var að hengja upp kjólinn sinn kom Nanny inn með smurt brauð og ávexti á li.tlum bakka. — Eg kom með þetta með mér — yður veitir ekki af að borða ofurlítið. — Hjartans þakkir, þér eruð alltaf svo hugulsöm, Nanny. — Nany beio, það var auðséð að henni var eitthvað niðri fyrir, sem hún þóttist þurfa að segja, en gat ekki komið orðum að því. Hún fitlaði við svunkma sina og hallaði höfðinu sitt á hvað. Loks kom það: — Eg hata hana, hvíslaði hún hásum rómi. — Eg hef alltaf hataö hana! Svo sneri hún snöggt frá og fór út. Diana var alve^eir.s i þrjá daga og gat hvorki hreyft legg né lið. I-Ijartað starfaði ekki ennþá eins og það átti að gera, og | franski læknirinn gerð.i boð eftir nýjum lyfjum flugleiðis frá I París. Hugh hafði i fyrestu verið mótfallinn því að þau væri , notuð, en liaíði fallist á það að lokum, og undir eins eftir fyrstu j sprautuna fór að færast ofurlítill roði í andlitiö á barninu aftur, æöaslátturinn vafð pafnari og hún var ekki eins sinnulaus og áður. j Amanda stjórnaoi öllu á heimilinu eins og hún hefði aldrei gert ' neitt annað. Hún fagnaði sigri við tilliugsunina um, að úr því að j hún var þarna á liiemilinu gat Hugh ekki fengið skilnað núna á I þeim grundvelli að hún hefði yfirgefið heimilið áður. Það þurfti [ meira til en hans bezta lakaþekking, að hann gæti fengiö skilnaði j framgengt eítir þetta, og það kætti hana óseigjanlega mikið. j Það var ekki að sjá aö hún kærði sig um að vera hjá Diönu jnema stundum, þó hún hefði tækifæri til, en samt hafið hún krafist þess að fá réttinn yfir barninu ef til skilnaðar kæmi. í Og þegar Diana hafði séð móður sína nokkrum sinnum hætti hún að spyrja eftir henni. Þriðja daginn var Amanda auðsjáanlega orðin gröm yfir að þurfa að vera þarna, henni leiddist ailt og hún var eirðarlaus. Hún var alltaf að klifa á því við Hugh að hann færi með hcnni í spilabankann, eða veitingastcð til að borða og dansa. Og þegar hann neitaði því hafði liún allt á hcrnum sér. Eftir að A KVÚLDVÖKUNN! ■ ’ -rist Galdramaður mikill og lækri ir frá Afríku voru einu sinni teknir í sendinefnd til London. Og þegar hann kom heim sagði hann félögum sínum þetta: „Þeir eru hreinustu galdramenn þessir Englend- ingar. Til dæmis kom það fyr- ir að 22 menn hlupu um kring á velli og eltu kúlu — og eftir 10 mínútur fór að rigna.“ 'k Það er orðið sjaldgæft, að hinn mikli Picasso ræði listir við aðra málara, en það kom þó fyrir nýlega í sólrkri gang- stéttarveitingastofu við Ríví- eruna. Meðan þeir ræddust var ung- ur listamaður þarna staddur og hann bar fram einkennileg- ar spurningar og sagði loks við Picasso. „Meistari, þegar eg mála, þá mála eg ekki með hjartanu, heldur með heilanum.“ „Nú já,“ sagði Picasso. „Þér eruð smámyndamálari!“ ★ í Washington sótti Eddie Martini um leyfi til að breyta nafni sínu í Edward Gibson. £. R. Burroughs ’WE HAP STAETEP Sy HUNTiSiS LI&HT SAMEý SAIP JUNE, "SUT CHASLES WANTE7 SCMETHINS SIS—SOAAETHINS PAKINS--" TARZAW - 2S33 ’OUE HUNTEE, JOHNSON, WAS CCNSTANTLY ON THE ALEKT— ANÍ7 FINALLY HE P’ISCOVEKEP THE SPOOK OF A GOKILLA!" 'WE TKEkiíEP’ FGZ HOU<S UNTIL OUS QUA'kSY WAS AFPKEHENP’EP’— NEVE3 BEFOPE HAP r SEEN SUCM A HIPEOUS BEAST!" P Við byrjuðum á því að veiða smádýr, en Charles vildi fá eitthvað stærra, eitt- . hvað sem þurfti hugrekki I til að veiða. Johnson leið- sögumaður okkar var mjög athugull og brátt kom að því að hann fann slóð eftir gór- illa. Við héldum- áfram klukkustundum saman og bráð okkar var hvergi að finna. En svo allt í einu birt- ist okkur gríðarleg skepna. Eg hefi aldrei séð eins hræði- legt dýr. Hungurvofan - Framhald af 3. síðu. Bretlandi, Suður-Afríka, Banda- ríkjunum. Þess er vænzt, að nefndin leggi fram ákveðnar til- lögur og áætlanir um baráttuna gegn hungurvofunni fyrir FAO- ráðið, sem næst kemur saman til fundar í júnímánuði í voi\ Baráttan gegn engisprettuplágunni. Þrjár sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna — FAO, UNESCO (Menntamála-, vísinda- og menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna) og Alþjóða veð- urfræðistofnunin — WMV — hafa komið sér saman um, að hefja sameiginlega baráttu gegn engisprettuplágunni. Hugmynd- in er, að safnað verði skýrslum um engisprettuna, til þess að hægt verði að herða baráttuna gegn þessum vágesti til muna. FAO hefur þegar unnið þarft starf í baráttunni gegn engi- sprettunum. Upplýsingastofu,, sem FAO styrkir, hefur verið komið upp í London til þess að fylgjast með ferðum engisprett- unnar og vara við plágunni. Aðildarþjóðir FAO voru 77 í lok síðasta árs. Rafljós sem beita við fiskveiðar. Á fundi fiskiveiðideildar FAO, sem nýlega var haldinn í Co- lombo á Ceylon, var skýrt frá nýrri veiðiaðferð, sem þykir hafa gefizt-vel á Miðjarðarhafi og við Indlandsstrendur. — Hin nýja aðferð er fólgin í þvi, að sérstökum, þartilgerðum raf- magnslampa er sökkt í sjó á fiskimiði. Fisktorfur sækja í Ijósið og fiskurinn er þá veidd- ur í herpinót. Það þykir kostur við þessa ljósbeitu, að Ijósinu er sökkt í sjó, í stað þess að lýsa yfirborð- ið, að lampinn er ódýr, einfald- ur og öruggur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.