Vísir - 28.02.1959, Blaðsíða 4
VlSFB
Laugardaginn 28. febrúar 1959'
L
wlsm
, DAGBLA8
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson.
Skyifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla. Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið 1 lausasölu.
Félagsprentsmiðiar, h.f.
SjáSfstæð viðbrögð,
Fram er komin á Alþingi til-
laga, sem sprottin er beint
af slysum þeim hinum
miklu, sem orðið hafa í þess-
; um mánuði, er tvö góð skip
hafa horfið í hafið með sam-
tals 42 mönnum innanborðs,
flestum mönnum á bezta
aldri, sem deyja frá tugum
barna, svo að ekki sé getið
um aðra ástvini. Tillagan
er borin fram af þingmönn-
um allra flokka, og það sýn-
ir gleðilegan vott þess, að
, íslendingar geta staðið sam-
an, verið sannarlega ein-
huga, þegar mikið liggur
við. í slysum þessum var
líka vegið að þjóðinni allri,
enginn getur látið sér fátt
um finnast, er svo hroðaleg-
ir atburðir gerast.
Tillaga þessi er stutt og laggóð
óg hljóðar á þessa leið: „Al-
þingi ályktar að skora á rík-
isstjórnina að láta í samráði
við Slysavarnafélag íslands
fara fram athugun á mögu-
_ leikum til öflunar nýrra
björgunartækja og full-
komnari útbúnaðar skipa til
sköpunar aukins öryggis ís-
lenzkra sjómanna og sjófar-
enda.“ í greinagerð er síðan
minnt á þau tvö slys, sem
okkur eru í svo fersku
minni, en auk þess er bent
á það, er danska skipið Hans
Hedtoft fórst undan Hvarfi
rétt áður og með því næst-
um hundrað manns. Það er
einnig áminning til okkar
um að bæta öryggi sjómann-
anna.
Vitanlega verður þessi tillaga
samþykkt með öllum greidd-
um atkvæðum, og það þarf
vart að ræða hana að neinu
ráði, svo sjálfsögð mun hún
þykja. En svo þarf að ganga
ríkt eftir því, að unnið sé
sem kappsamlegast við að
afla þeirra tækja, sem helzt
eru talin koma að gagni og
leita í því efni til sjómanna
sjálfra. Slysavarnafélagið
hefir unnið mikið starf á
undangengnum áratugum,
eins og alþjóð viðurkennir,
en þessi tvö síðustu slys eru
því hvatning og áskorun um
að ganga nú enn betur fram
en áður og láta einskis ó-
freistað til að koma með nýj-
ungar, sem að gagni geta
komið.
Það er gleðilegt, að Alþingi
skuli hafa brugðið svo skjótt
við í þessu máli og þess er
einnig að vænta, að það fylgi
málinu eftir, fylgist með því,
hverju fram vindur í því,
þegar það hefir verið afgreitt
og það verður komið á
framkvæmdarstigið. Oft vill
svo fara, að mikilvæg mál
lendi í einhverri skúffunni,
þegar í stjórnarráðið er
komið, og svo verði ekkert
gert, fyrr en farið er að
spyrja um það eftir langan
tíma, hvers vegna einhverju
máli hafi ekki verið komið í
höfn, enda þótt þingið hafi
verið búið að láta í ljós ó-
tvíræðan vilja sinn um
framgang þess.
Það er oft talað um, að skip sé
„sjóborg“, og á þá að vera
hægt að leggja því í flestan
sjó. Það er einnig oft talað
um, að Islendingar eigi góð
og fullkomin skip. Það er
rétt, svo langt sem það nær.
Því miður geta þessi góðu
skip þó ekki staðizt mestu
hamfarir náttúruaflanna, og
það vekur til umhugsunar
um, að við verðum að gera
meira til að auka öryggi
skipverja en gert hefir verið.
Vonandi verður tillagan á
Alþingi til þess að auka það
til muna.
Kirkja og trúmál:
Þar brotnar banabáran.
Fastan stendur yfir. Sá tími
ársins er helgaður umhugsun
um krossferil Krists, pislarsögu
hans.
Hvað er í þá sögu að sækja?
Hefurðu hugsað út í það, að
öll saga Krists er baráttusaga.
Líf hans allt var stríð. Píslarsag-
an er aðeins síðasti þátturinn í
sögu þeirra átaka, sem hann
háði alla tíð.
Hvaða erindi á þetta við þig?
Það hefur svo mörg ævisaga
gerzt, sem var barátta, stríð við
raunir og erfiðleika, átök við
aðra menn, glíma við mannleg
vandamál, skammsýni, blindni
og synd. Hvaða sérstöðu hefur
saga Jesú Krists?
Hún hefur þá sérstöðu, að
sjálfur Guð birtist í sögu hans.
Því trúa kristnir menn. „Sá, sem
sér mig, sér föðurinn," sagði
hann sjálfur. Guð er í Kristi.
Barátta hans er barátta Guðs,
sigur hans sigur Guðs.
Hvaða ályktanir verða dregn-
ar af þessu?
Frá þessu fellur ljós yfir allan
veruleik. Það ljós er leiðsögn
kristinna manna í allri túlkun
þeirra á veruleikanum og lífinu.
Saga Jesú Krists afhjúpar i
fyrsta lagi þá staðreynd, að Guð
er baráttunnar Guð. Faðir Jesú
Krists og faðir vor situr ekki á
himneskum friðstóli. Hannsálar
ekki áþorfandi að rás atburð-
anna. Hann lifir sögu okkar með
okkur, berst fyrir okkur, fórnar
sér fyrir okkur.
Saga Jesú Krists birtir i öðru
lagi þá staðreynd, að hið illa er
veruleiki, bæði syndin í mann-
heimi og böl jarðlífsins. Krist-
flótta. Hann verður stundum að
láta dauga nnsigra í bili til þess
að geta bugað hann. Leiðin til
páska liggur um langafrjádag.
Skipbrot krossins var leið hans
til lendingar með okkur í lífsins
höfn.
Hvað hefur þú að sækja í
píslarsöguna?
I Kristi kom góður Guð og
gekkst undir byrðar okkar. Og
Kristur var krossfestur. Við
segjum, að sætt sé sameiginlegt
skipbrot. Skipbrot? Leið sjálfur
Guð skipbrot?
Fávislega talað. En líf og aí-
drif Jesú Krists sýna þér, að
Guð vildi heldur líða skipbrot
með þér en að sigla sinn eilifð-
arsjó án þin. Hann vildi heldur
steypa sér út í brimskaflinn til
þín en að vita af þér þar einum.
En Guð liður ekki skipbrot. Að
hann er með okkur þýðir ekki
það, að nú hafi hann bætzt við í
hópinn, sem brimsogið ber út á
djúp dauðans, að hann hafi
gengið i okkar lið af einberri
samúð en veiku megni. Það
þýðir hitt, að brimsogið brotn-
ar á honum, straumnum er snú-
ið við. röstina lægir og afl henn-
ar þrýtur. Hann hefur sigrað.
Hann er að sigra.
Viltu láta hann sigra þig?
Margir hyggja á vitavörzlu
á afskekktum stöðum.
Lausar stöður: Kambanes, Sauðanes,
Malarhorn og Höskuldsey.
Vitavarzla á ey eða á útnesi
hentar ekki þeim sem ekki geta
lifað nema hafa margt fólk í
kringum sig. í huga borgarbú-
ans er vitavarzla tákn einmana-
ieikans, þar sem brim við strönd
og torfærur til lands hindra vita
vörðinn í að hafa samskipti við
aðra dögum, vikum og jafnvei
mánuðum saman. Samt er það
svo að það eru ótrúlega margir
sem vilja gjarnan skipta á eril-
sömu, en jafnframt þægilegu
borgarlífi og einmanalegu, en
jafnframt rólegu lífi vitavarðar-
ins.
Nú eru fjórar vitavarðarstöð-
ur lausar til umsóknar og Vísir
forvitnaðist um það hjá vitamála
stjóra hvernig gengi að ráða
menn til að gæta vitanna, sem
allir eru á afskekktum stöðum,
ur skar upp herör gegn öllu böli, J og hinn væntanlegi vitavörður
líkamlegum meinum engu síður verður að sætta sig við að hitta
en andlegum, og hann sá djúp-(ekki aðra en þá, sem með hon-
syndar og um dvelja langtímum saman.
Kveðjustund,
1 dag eru skipverjar á Júlí kvaddir við látlausa
athöfn í kirkjunni í Hafnarfirði, heimkynni skipsins.
Slík kveðja verður oft að nægja, þegar menn hafa fundið
vota gröf við skyldustörf á hafinu. Skip lætur úr höfn
með glaða og reifa áhöfn, sem væntir þess að hitta
ástvini sína innan fárra daga og mega enn dvelja með
þeim langa hríð, þótt jafnan sé farið til skyldustarfa á
milli. En það má ekki alltaf verða. Þáttaskihn verða
skyndilega og óskiljanlega, því að enginn ræður rúnir
forsjónarinnar.
Þetta er þungur dagur fyrir þá, sem eftir lifa, og
margir þungir dagar hafa á undan gengið. Vonandi er
þeim nokkur huggun í því, að öll þjóðin sendir þeim
samúðarkveðjur. Girí iffi
rætt samband milli
böls, þegar litið var á mannlífið
í heild. Sjúkdómar voru í aug-
um hans illir fjötrar hins vonda
valds. Hann vildi leysa þá fjötra.
Hann hastaði á manndrápsveð-
ur og hrakti það sem óvin. Hann
undi því ekki, að mannfjöldinn
þjáðist af hungri. Hann hikaði
ekki við að takast á við dauðann
sjálfan. .
I öllu þessu er Jesús manns-
ins megin í baráttu við hvað-
eina það, sem meinum veldur og
böli. Siðan þessi saga gerðist vit-
um við, að Guð er með okkur.
Því ber Jesús heitið „Immanú-
el", Guð með oss.
En Guð er á móti því í fari
okkar, sem er sjálfum okkur
fjandsamlegt. Barátta hans um
okkur, okkur til bjargar, er fyrst
og fremst barátta við okkur,1
skuggana, sem með okkur búa,
syndina. Hver hugarhræring hat-
urs, öfundar, hræsni, lymsku, er
uppreisn gegn Guði.
Og þó er valdið hans. Vald
hans er svo guðdómlegt, að hann
getur leyft frelsi innan marka
alveldis sins, raunverulegt frelsi,
en sú dásamlega gjöf felur í sér
möguleika óhlýðninnar.
Vald Guðs er kærleikur. Það
sýnir saga Krists í þriðja lagi —
og fyrst og fremst. Og það vald
ber sigur af hólmi yfir öllu, sem
gegn því stendur. En það kostar
hann mikið að sigra. Það sýnir
krossinn. Hann verður stundum
að láta myrkrið vinna í svipinn
til þess að geta stökkt því á
„Enn er ekki búið að ráða í
þessar stöður, en það eru marg-
ir sem hafa spurzt fyrir um
starfið og aðstæður. Um vita-
varðarstöðina á Malarhornsvita
við Drangnes hafa margir sótt.
Aðstaða er þar nokkur önnur en
á hinum stöðunum því vitavörð-
urinn getur búið á Drangsnesi,"
sagði vitamálastjóri. Nokkru
öðru máli gegnir á Kambsnesi,
Höskuldsey á Breiðafirði og
Sauðanesi við Siglufjörð. Þessir
staðir eru einangraðir en samt
hafa margir spurzt fyrir um
vitavarðastöðuna. Það eru aðal-
leg fjölskyldumenn, sem spurzt
hafa fyrir um vitavörzluna. Laun
in eru ekki mikil en vitununi
fylgir húsnæði', I(.unnjndi ogí
aðstaða til búskapar. Starfið er
aðallega íólgið í því að sjá um
að logi á vitunum. Viðhald og:
annað er framkvæma þarf við
vitann er framkvæmt af starfs-
mönnum vitamálaskrifstofunn-
ar.
Um samgöngur á ofannefnd-
um stöðum er það að segja að
staðirnir eru talsvert einangrað-
ir. Flutningar til vitanna á
Sauðanesi og Kambsnesi fara að
mestu fram á sjó. Vitavörðurinní
á Sauðanesi hætti vegna heilsu-
brezts og sá sem var á Kambs-
nesi hóf búskap á annarri jörð.
Vitavörðurinn í Höskuldsey flyt-
ur í Elliðaey, en þar er lika viti.
Það mætti ætla að þeir, sem
sæktu um vitavarðarstöðui*
væru hneigðir til einveru, íhug-
unar og jafnvel skáldskapar, en
að því bezt er vitað er aðeins
eitt skáld í hópi vitavarða og’
það er Jón Aðalsteinn í Galtar-
vita.
Fiskimenn flýja
undan togurum.
Frá fréttaritara Vísis,
Osló í gær.
Erlendir togarar lialda enn
áfram að vinna norskum fiski-
mönnum mikið tjón, og hafaí
fiskimenn jafnvel orðið aðí
liætta veiðum. i
Mikið tjón hefur verið unnið
á netjasvæðunum undan Sto<
við Vesturálinn, og áætlað er„
að tjónið sé um 160 þúsund
norskar krónur á undanförnumi
vikum, en að auki er hið óbeina
tjón, sem stafar af ógæftum.
Tveir fyrrvcrandi fangabúða- Þetta hefur leitt tif þess’ a?
stjcrar nazista, sem stjórnuðu'fiskimenn’ sem logðu net %
fangabúðunum í Sachsenhaus- Þessu svæðl’ hafa st hl að
en, hafa verið dæmdir í ævi- taka þau upp °g hætta ^ðum
langt fangelsi. um tíma- af ÞV1 að landhelgis“
Menn þessir, Wilhelm Schu- Sæzlan hefur ekkl skip tú að
bert og Gustav Sorge, höfðu vernda svæðið fyrir togurunum.
játað á sig fjölda morða á tíma-
bilinu 1938—42, meðan þeir
stjórnuðu fangabúðunum, en þá
voru þar skráð 6356 mannslát
á aðeins einu 18 mánaða tíma-
bili. Um 150 vitni voru leidd
við réttarhöldin, sem fóru fram
í Bonn og stóðu alls þrjá mán-
uði.
Fangabúða-
stjórar dæmdir.
Þegar heir Nasser og Tito
voru í Damascus á dögun-
um og voru á leið á hersýn-
ingu, þar sem m.a. voru sýnd
rússnesk hergögn, fóru litlar
telpur fyrir og úðuðu braut-
ina ilmvatni!