Vísir - 05.03.1959, Side 4
VfSIK
Fimmtudaginn 5. marz 1959
i
irísiR.
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti S-
RÍtstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.f.
Tilraun sem reyndist dýr.
Stórsigur Sjálfstæðisflokksins
í bæjarstjórnarkosningun-
um 1958, hefði átt að vera
Hermanni Jónassyni og rík-
isstjórn hans nægileg sönn-'
un þess, að þjóðin væri and-
víg þeirri stjórnarstefnu
sem fylgt hafði verið undan-
farið IV2 ár. Hvernig átti
þjóðin að sýna andúð sína á
nýkommúnismanum, hinni
, svokölluðu „vinstri stefnu“?
Auðvitað með því að fylkja
sér um þann stjórnmála-
flokk, sem varaði hana við
afleiðingum þeirrar sam-
bræðslu, sem Hermann Jón-
asson hafði barist fyrir um
langt skeið. Það hefði sjálf-
, sagt verið er-fitt fyrir Her-
mann að snúa við í ársbyrj-
un 1958. Hann hafði þá enn
einhverja von um að fyrir-
ætlun sín myndi heppnast,
- enda þótt hann hefði þá þeg-
ar átt að vita að þetta fyrir-
tæki hans var dauðadæmt.
í>að er vafalaust rétt, sem Jón-
as Guðmundsson, fyrrv. al-
þingism. hélt nýlega fram í
ágætri tímaritsgrein: að
„Hermann Jónasson hefur
alla tíð síðan (1934) dreymt
! um að skapa úr Framsókn,
Alþýðuflokknum og þeim
hluta kommúnistaflokksins,
sem ekki fylgir Moskvulínu
skilyrðislaust, eina öfluga
vinstri fylkingu, sem gæti
farið með völd og ráð hér á
landi, og jafnvel um ára-
tugaskeið, líkt og gerzt hefir
í Noregi og Svíþjóð.“
Eins og menn muna tókst Her-
manni að bræða þessi öfl
saman til stjórnarsamvinnu
sumarið 1956, og þótti ýms-
um vel af sér vikið. Mikil-
vægt atriði í þeim undir-
búningi var samþykktin frá
28. marz, um brottför varn-
arliðsins, sem kommúnistar
gripu fegins hendi og vildu
fylgja fast eftir, en Fram-
sókn og Alþýðuflokkurinn
ætluðu sér frá upphafi að
svíkja! Kommúnistum hefur
réttilega verið núið því um
nasir, að þeir hafi farið sér
hægt í kröfunni um fram-
kvæmd samþykktarinnar
um brottför varnarliðsins,
meðan þeir voru í ríkis-
stjórn. En þess ber að gæta,
að með aðstöðu sinni í rík-
isstjórninni gátu kommún-
istar, komið ár sinni svo vel
fyrir borð á ýmsum öðrum
sviðum, að það hefði verið
barnaskapur af þeim, að
láta ágreininginn um varn-
arliðið valda samvinnuslit-
um — enda datt þeim það
. (_ eldrei í hug. _ .
Draumur Hermanns Jónasson-
ar um að kljúfa kommún-
istaflokkinn rættist ekki.-
Það var mikið pólitískt áfall
fyrir Hermann og eins og nú
horfir í íslenzkum stjórn-
málum, verður að telja
fremur ólíklegt að hann
komi þar nokkuð að ráði við
sögu framar. Hann ætlaði
vafalaust að gera kommún-
ista sér undirgefna, eða hinn
„samstarfshæfa“ hluta
þeirra, er hann kallaði svo.
Og óneitanlega horfði þann-
ig um tíma, að Moskvu-
deild flokksins væri að
verða áhrifalítil, en það var
aðeins stutta stund.
Hlutverk kommúnista í ríkis-
stjórninni var frá uppháfi
ákveðið af þeirra erlendu
yfirboðurum, en ekki af
Hei’manni Jónassyni, þótt
hann héldi það. Verkefni
þeirra var eins og endranær
þetta: „Að sundra þjóðinni
sem mest og skapa sem
mesta árekstra milli íslend-
inga og annarra vestrænna
þjóða“ og „binda ísland sem
föstustum fjái’hagsfjötrum
við- Rússland og leppríki
þess.“ (Dagr. nr. 68, bls. 24).
Hver maður hlýtur að sjá að
þetta hefur tekist, og jafn-
vel betur en húsbændurna
fyrir austan hefði nokkru
sinni dreymt um. Þó er loka-
áfanginn enn eftir, eins og
Jónas segir í áðrunefndri
grein, þ. e. að hrekja ísland
úr Atlantshafsbandalaginu
og vinna að því eftir megni,
að við „vanefnum og svíkj-
um þær skuldbindingar, sem
við höfum tekist á hendur
sem vestræn lýðræðisþjóð,
koma hér á mannvígum og
fangelsunum að austræn-
um sið og innlima ísland í
leppríkjakerfi Sovétríkj-
anna“.
Svona langt vildu Framsókn-
arflokkui’inn og Alþýðu-
flokkurinn ekki ganga, og
þess vegna slitnaði upp úr
stjói’narsamvinnunni, enda
var þá hinum gætnari
mönnum í báðum þeim
flokkum löngu farið að of-
bjóða veldi kommúnista
innan ríkisstjórnarinnar.
En nú er þessu lokið, segja
menn, og það kemur ekki
aftur. Vonandi í’eynast þeir
sannspáir. En hinum ís-
lenzku kommúnistum og
aðstoðarmönnum þeirra
varð mikið ágengt þetta
hálft þriðja ár sem þeir
voru í ríkisstjórn að þessu
sinni. Húsbændur þeirra
fyrir austan hljóta að vera
Norræna listlðnaðarsýningin í
París hlaut góða dóma.
Og ekki sífA íslen/.ku verkiu.
Norræna listiðnaðarsýningin,
sem stóð yfir í Louvre-höllinni
í París í nærri þrjá mánuði og
lauk um næstsíðustu mánaða-
mót, fékk mjög góða dóma
gesta yfirleitt og gagnrýnenda,
og átti stjórn „íslenzkrar list-
iðnar“, sem annaðist hina ís-
lenzku deild sýningarinnar,
fund með blaðamönnum ný-
verið og sagði þeim undan og
ofan af um sýninguna og við-
tökunum og sýndu blaðadóma.
íslenzkir sýnendur voru:
Silfursmíði: Árni B. Björns-
son, skrautgripaverzlun: Gyllt
stokkabelti, víravirki. Teiknað
af Guðmund heitnum Guðna-
syni, smíðað af Leifi Kaldal.
Skai’tgripaverzlun Jóns Sig-
mundssonar: Armbönd, skeið
o. fl. eftir Jóhannes Jóhannes-
son. Einnig ai’mband eftir Hall-
dór Kristinsson.
Frú Sigríður Björnsdóttir:
Hi’ingar, teiknaðir og smíðað-
ir af Diter Rot.
Frú Ásdís Thoroddsen: Háls-
men, eigið smíði.
Smellt: Skargi’ipaverzlun
Jóns Sigmundssonar: Hálsmen
eftir Jóhannes Jóhannesson.
Stólar: „Sindri“ h.f.: Ai’m-
stóll úr svörtu, möttu stáli, með
áklæði frá „Álafossi".
„Nývirki“ h.f.: Borðstofu-
stóll úr perobaviði, áklæði of-
ið af frú Guðrúnu Jónasdóttur.
Báðir þessir stólar eru teikn-
aðir af Sveini Kjarval hús-
gagnaarkitekti.
Vefnaður: Frú Guðrún Jón-
asdóttir og „íslenzkur heimil-
isiðnaður“: Langsjöl og værð-
arvoðir.
Júlana Sveinsdóttir listmál-
ari: Ofin og hnýtt gólfteppi og
veggklæði. I
Hér á eftir fara útdi’ættir úr
dómum þriggja Parísai’blaða
um sýninguna:
Pariser Kurier: .... Þó að
fimm þjóðir standi að þessari
sýningu orkar hún á okkur sem
órofa heild. Það vekur undr
un að komast að því, hve lífs-
viðhorf og lifnaðarhættir íbúa
þessara landa eru skyldir. Öll
Herðasjal úr fíngerðum þel-
þræði. — Sjalið prjón.aði frú
Jóhanna Jóhannesdóítir Svína-
vatni, Húnavatnssýslu.
um er þeim sameiginleg hin
mikla rækt, sem lögð er á hí-
Sveinsdóttir og f-i’ú býlamenninguna. Þetta er stað-
Asgerður Búadóttir: Mynd- reynd; sem ag sjálfsögðu má
að einhverju leyti rekja til
vefnaður.
Prjónles: „íslenzkur heimil-
isiðnaður“: Frú Þórdís Egils-
dóttir, ísafii’ði og frú Jóhanna
Jóhannsdóttir, Svínavatni,
Húnavatnssýslu: Langsjöl og
þríhyrnur.
Þá voru þar servíettubogar
eftir Kjartan á Kjaransson
húsgagnaarkitekt: Skornir í
Palisandervið.
Auk þessa voru þarna nokkr
ir stílhreinir, fagrir munir úr
Þjóðminjasafninu, valdir af
Erik Herlöw arkítekt sýningar-
innar.
Loks má telja vandað hvítt
gólfteppi ofið úr íslenzkri ull
hjá Teppagerðdnni Axminster
Rvk., 3X3 mtr. að flatarmáli..
veðurfars og legu landanna, en
er á hinn bóginn árangur
markviss, félagslegs starfs ....
Allt, sem er óþarft, ljótt, til-
gerðarlegt, er hér útlægt gert.
Styrkleiki þessa nýja lífsstíls,
sem spi’ottinn er upp „lengst í
norðri“ byggir á látleysi og
fegurð tjáningar og forms ....
Hér er sýnt, hvei’nig hagnýta
má listina á öllum sviðum hins
daglega lífs. Árangurinn vekur
furðú. Menn. spyrja sjálfa sig:
Hvers vegna er þetta ekki
svona hjá okkur? .... Sér-
staka athygli og aðdáun vekja
stólarnir, allt frá skemli til ný-
tízku hægindastóls. Á einstæð-
an hátt sameina þeir form, feg-
I urð og þægindi ....
Ai’ts, París: .... Hér er á
ánægðir með frammistöðuna ferðinni mikilsvei’ð sýning á
eins og áður var sagt, þótt | nútíma listiðnaði, sem norrænu
þeir séu kunnir að því, að löndin fimm, Danmörk, Finn-
gera strangar kröfur til er-
indi’eka sinna. Og langan
tíma mun þurfa til að bæta
allt það tjón, sem þessi ó-
gæfustjórn vann þjóð sinni.
Og þetta ævintýri Her-
manns Jónassonar hefur
vonandi sannfært aðra
flokksforingja um þá stað-
reynd, að flokkar, sem bera
hag sinnar eigin þjóðar
fyrst 0g fremst fyrir brjósti,
geta ekki unnið með kom-
múnistum.
land, íslan, Noregur og Sví-
þjóð standa að. Yfir verkunum,
sem þarna eru sýnd, hvílir
einingar- og glæsiblær. Form-
in hrein og sterk, vinnan full-
komin, litirnir fínlegir og
skærir, stíllinn í senn djarfur
og skynsamlegur .... Norðrið
veitir okkur hér góða lexíu í
smekkvísi og minnir okkur á
þann sannleika, sem okkur
hættir við að gleyma um of, að
listin er ekki takmörkuð við
svonefndar „fagrar listir“ ein-
ar, en á uppsprettu sína í hlut-
um þeim, sem við notum í dag-
legu lífi okkar ....
Revue de Paris, Paris: ....
ísland, sem hefir ekki áður
sýnt með hinum Norðurlönd-
unum, hefir nú bætzt í hópinn.
í úrvali því, sem þaðan kom,
eru áberandi hin sterku bönd,
er tengja nútíma listiðnað þess
við eldri hefðir. Gullsmíðin og
vefnaðurinn skipta þar mestu
máli ....
Þetta var 4. listiðnaðarsýn-
ingin á erlendum vettvangi,
sem félagið „íslenzk listiðn“'
tekur þátt í. Þess má minnast,
að á einni sýningunni, í Mún-
chen 1956, hlaut einn þátttak-
andinn, Ásgerður Búadóttir,
gullverðlaun frá ríkisstjórninni
í Bayern fyrir myndofið vegg-
klæði.
Stjórn „íslenzkrar listiðnað-
ar“ skipa Lúðvíg Guðmunds-
son skólastjóri formaður, Björn
Th. Björnsson listfræðingur
ritari og Ragnar Jónsson hæsta-
réttarlögmaður gjaldkeri.
Þess skal getið, að öllum er
heimilt að gerast meðlimir fé-
lagsins, en höfuðtilgangur þess
er að stuðla að því, að hér á
landi megi þróast listiðnaður,
er standist ströngustu kröfur
| um hstmæti og vandvii’kni. Og
þátttaka félagsins, fyrir ís-
lands hönd, í hinum erlendu
sýningum, hefir sannað, að
slíkt má takast.
Fimmtugur i dag:
Jén Bjarnason
fréitastjóri.
í dag er Jón Bjarnason frétta-
stjóri hjá Þjóðviljanum fimmt-
UglU’.
Við, sem kynnzt höfum Jóni i
félagslífi og öðrum störfum á
undanförnum árum, metum Jón
og þökkum honum samstarfið.
Okkur þykir vænt um hann.
Þessar fáu linur, sem honum
eru helgaðar í tilefni afmælisins,
eiga enganveginn að rekja ævi-
feril þessa siunga og starfsglaðaí
manns, heldur ætlaðar til að
þakka honum gömul og góð
kynni, sem góðum félaga og
drengskaparmanni.
Jón mun fæddur i Dölum vest-
ur og alinn þar upp — vafalaust
af góðu bergi bi’otinn — hanm
ber það með sér.
Um nær tvo áratugi hefur Jórt
starfað að blaðamennsku og nýt-
ur þar bæði hylli og virðingu fé-
laga sinna. Hann hefur góðam
stíl og blæbrigðaríkan. Greinar
hans og viðtöl bera svipmerki
hæfileikamanns og eru æfinlega
læsileg og skemmtileg. '
Jón hefur starfað lengur en
nokkur annar blaðamaður í
stjórn stéttarfélags blaðamanna,.
ýmist sem ritari eða formaður
og sýnir það gjörla hvilíkt traust
blaðamenn bera til hans.
Það sem þó er mest um vert
er það, að Jón er góður drengur
og félagi og við félagar hans E
blaðamannastétt óskum honum
til hamingju með daginn. — Þ. J.
Útflutningur frá Banda-
ríkjunum til landanna aust-
an tjalds jókst á s.l. ári og-
nam frá jan.— s ept. 92
millj. dollara, cn ínnflutn-
ingur frá þeim nam 48.S
millj., en fyrrnefndur út-
flutningur nemur tæplega
8/10 af einum hundraðs-
hluta af viðskiptum Banda-
ríkjanna við önnur lönd.