Vísir - 05.03.1959, Side 7

Vísir - 05.03.1959, Side 7
Fimmtudaginn 5. marz 1959 VÍSIR % •‘ÍX ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ☆ BUSAN INGLiS: 4 Penny rankaði við sér er hún heyrði þurra röddina í lafði Kathleen. „Þessi unga stúlka þarna,“ sagði hún, „er Mercedes Herrera. Faðir hennar á allmargar olíulindir hér í landinu. Dóttirinn.., Hún steinþagnaði. Því að það var nærri því eins og Mercedes hefði heyrt nafnið sitt gegnum allan kliðinn i matsalnum. Hún sneri sér að borði lafði Kathleen. Og á næsta augnabliki stóð hún hjá þeim við borðið, en benti samferðafólkinu, að það skyldi halda áfram. „Lafði Kathleen, eg frétti að þér væruð komin aftur.“ Ein- kennilegum svip brá sem snöggvast fyrir á andlit konunnar, en hún heilsaði stúlkunni með virktum. Penny þekkti hana.þó orðið svo vel, að hún heyrði að einhver fáleiki var í röddinni. — Mer- cedes Herrera brosti til hennar — auðvitað gerði hún það — og meira að segja alúðlega. Sagðist vona að hún kynni við sig í E1 Paradiso þegar frá liði. En samt fann Penny, að þessi svörtu augu höfðu horft gegnum hana með lítilsvirðingu. Henni létti þegar stúlkan fór frá þeim, til samferðafólks síns. „Þessi unga stúlka," sagði lafði Kathleen, „er nærri því eins og fágað listaverk. Er það ekki?“ „Hún er töfrandi að sjá.“ „En það hefur verið dekrað við hana,“ sagði lafði Kathleen þurrlega. „Ljómandi stúlka, svo lengi sem hún kemur sínu fram. En fái hún ekkl að ráða....“ Hún yppti öxlum. „Eg held að hún sé að hugsa um að giftast Andrew. Og stundum,“ bætti hún við, „liggur við að mér þætti mátulegt á hann að hún gerði það.“ „Ó.“ Penny leit þvert yfir gólfið. Mercedes Herrera hafði sest hjá sínu fólki og lét dæluna ganga. Hún hafði auðsjáanlega sagt eitthvað, sem sessunaut' hennar þótti fyndið, en augun í Fenny urðu dökk og hún fann að hún roðnaði. Mercedes Herrera hafði vafalaust sagt eitthvað um hana. Eldri konan við borðið góndi á hana og fór ekki í felur með það. Og Karlmennirnir litu líka á Penny, þó ekki væri nema snöggt. Jæja, svo að hún ætlaði að giftast Andrew Brand, hugsaði Penny með sér, og alls ekki beiskjulaust. Hann var hryssings- legur og þáu mundu eiga vel saman. „En....“ sagði lafði Kathleen sannfærandi, ,,þér komist ekki af með einn samkvæmiskjól, góða min! Sá blái er að vísu falleg- ur, en....“ Penny hristi höfuðið. Litli blái kjóllinn var gersemi. Væri hún í honum þyrfti hún ekki að skammast sín þegar hún kæmi í borðsalinn á Hotel Madrid. Lafði Kathleen las þráami úr augun- um á henni og andvarpaði. „Jæja,“ sagði hún og gerði út um kaupin við brosandi af- greiðslumeyjar á spönsku. Ungu stúlkurnar brosiu neigðu sig, og Penny hélt áfram inn í aðra deild. Það var erfitt að standast allt, en Pemiy stóSsfc það, þrátt fyrir að lafði Kathleen var alltaf að reyna að taia um íyrir henni og fá hana til að kaupa meira. „Það segi eg satt,“ sagði lafði Kathleen nærri því ergileg, að eg hafði ekki hugmynd um hve mikill þrákálfur þér eruð.“ Til þess að bæta sér upp sparsemi Penny keypti hún allmikið handa sjálfri sér. Hún sagðist þurfa að endurnýja fötin sín, vegna þess að hún hefði gefið kunningjum í Englandi mörg föt af sér. „Kannske þér viljið segja mér hve mikið þér hafið borgað fyrir mig?“ sagði Penny meðan þær gengu upp brekkuna að gisti- húsinu. „Ekkert, sem þér eigið að endurgreiða,“ sagði lafði Kathleen ákveðin. „Eg verð fjúkandi vond ef þér minnist á það einu orði frekar. Eg hef haft ánægju af þessu, en ánægjan hefði þó orðið meiri ef þér hefðuð ekki verið svona þrá, Jæja,“ sagði hún og breytti umtalsefni — „nú skulum við hvíla okkur síðdegis, það er góður siður hérna í Costa Rosa, — og í kvöld skulum við koma í spilabankann og hitta nokkra kunningja rnína. Þar verða ef- laust ýmsir ungir menn, sem þér getið dansað við, og þá getiö þér vígt bláa kjólinn yðar.“ Þegar Penny hugsaði málið síðar, fann hún að lafði Kathleen gat haft ástæðu til að reiðast yfir því að hún keypti ekki meira. En hún hafði aldrei á æfinni átt eins margt og fallegt og núna. Penny hafði hlýtt og farið inn í herbergið sitt eftir hádegis- verðinn, en hana langaði ekkert til að leggjast fyrir, og allar öskjurnar og pinklarnir voru komnir frá verzlununum. Henni sýndist þeir væri fleiri en þeir áttu að vera — en þessa sokka átti lafði Kathleen vafalaust — hún sperrti upp augun. Þetta hlaut að vera misskilningur! Tveir af kvöldkjólunum, sem'hún hafði mátaö um leið og þann bláa, voru komnir þarna líka, og ekki gat lafði Kathleen ætlað sér þá. Hún lagði þá varlega til hliðar, svo að hægt væri að búa um þá aftur og endursenda þá. Svo hengdi hún upp það, sem hún hafði keypt, og var hrifin. Næst datt henni í hug að fara í bað, því að hún var ekkert syfjuð, og fara svo í einn nýja kjólinn áður en hún drykki te. tefldi Friðrik við 33, vann 30, gerði 2 jafntefli og tapaði 1, fyrir Birni Pálssyni frá Salt-. vík við Húsavík, 15 ára göml«« um pilti. Á Húsavík hefur, Friðrik dvalið nær viku, hvílti sig að mestu frá skák og stund^ að skíðaíþróttir. í sambandi við framanskráð', er rétt að vekja athygli al-i mennings á Friðrikssjóði og a5 brýna nauðsyn ber til að safna; í hann og efla eftir föngum. Sinfónían - Framh. af 1. síðu. marz og þó flutt Sálmaforleikur- inn „Vakna, Sions verðir kalla'* eftir Bach, i útsetningu Eugenes Ormandys, siðan Konsert i d- moll fyrir fiðlu og hljómsveit opus 47 eftir Sibelius, og leikur Þorvaldur Steingrimsson einleik á fiðluna,, en svo lýkur þessum tónleikum með því að enn verð- ur leikin sinfónía Effingers, eða „íslandssinfónian", eins og hún var kölluð á blaðamannafund- inum í gær. Tónleikarnir verða allir i Þjóð leikhúsinu, og verða miðar einn- ig seldir þar frá hádegi í dag. Vegna þrengsla verður ítar- legri frásögn af hljómsveitar- stjóranum og tónskáldinu Eff- inger að bíða næsta blaðs. Friðrik o Framh. af 8. síðu. Jóhannssonar eða Guðmundar Pálmasonar. Annars bíða þrjú stórmót Friðriks á næstunni. Það er fyrst mótið í Moskvu, sem Friðriki hefir verið boðin þátt- taka í dagana 6.—21. apríl n. k. Leggur Friðrik í þessa för um páskana. f mótinu taka þátt auk Friðriks sex Rússar, en auk þess hefur einum Dana, einum Búlgara, einum Tékka, einum Austur-Þjóðverja verið boðin þátttaka í mótinu og frá einu landi enn til viðbótar. Þann 19. maí hefst skákmót í Sviss sem Friðrik tekur þátt í. Stendur það til 6. júní. Me5- al þátttakenda í því verða Tal, Keres, Gligoric, Fisher, Lar- sen, Donner, Duckstein frá Austurríki, Pachmann, Unzick- er og loks sex Svisslendingar. Af þessum þátttakendum taldi Friðrik þá Keres og Gligoric mundu verða hættulegastir og sigurstranglegastir. Þriðja mótið verður svo Kandidatamótið sem hefst 7. september í haust og stendur óslitið til októberloka. g Larsen... Friðrik kvaðst búast við að hann kæmi heim til íslands að loknu mótinu í Moskvu í n. k. apríl nema ef vera kynni að hann dveldi í Danmörku þar til mótið hæfist í Sviss. í sumar kveðst Friðrik ætla að reyna að styrkja sig líkam- lega með löngum gönguferðum og fjallgöngum, en stúdera skákir þess á milli og búa sig undir kandidatamótið með þeim hætti. Um nýafstaðið skákmót í Hollandi kvað Fi-iðrik þar lítt þekktan hollenzkan skákmann, Barendrágt prófessor, hafa komið mest á óvart, enda hafi Hollendingar sjálfir ekki vænst mikils af honum. Tapaði hann aðeins 2 skákum, fyrir Friðrik og Donner en vann m. a. Lar- sen. Hann er maður um fert- ugt. Annars telja Hollendingar dr. Euwe enn bezta skákmann sinn og Donner næstan honum. Friðrik hefur nú dvalið 11 daga norðanlands og teflt á þeim tíma, 5 sinnum fjöltefli, þar af 3var á Akureyri, 1 sinni í Laugaskóla og 1 sinni á Húsa- vík. Á síðastnefnda staðnum r r „A 11. stundu" frum- sýnt í Njarðvíkum í kvöld. Leikflokkur Njarðvíkur hefir frumsýningu í kvöld á enska sjónleiknum „Á 11. stundu“. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Það var Ungmennafélag og Kvenfélag Njarðvíkur sem stofnuðu leikflokkinn fyrir tæpum þrem árum, og byrjuðu æfingar veturinn 1956—7 und- ir leiðsögn Helga Skúlasonar. Veturinn eftir sýndi flokkur- inn svo sjónleikinn „Misheppn- aða hveitibrauðsdaga“ á alls 17 sýningum á Suðvesturlandi. Leikstjóri var þá einnig Helgi Skúlason. Hinn nýi sjónleikur, „Á 11. stundu1, er enskur gamanleik- ur, sem var þýddur sérstaklega fyrir Leikflokk Njarðvíkur, og hefir ekki verið sýndur hér á landi áður. í leiknum koma kvikmynd sem gerð er með að- alhlutverkin fara þau Eggert Ólafsson, Jóna Margeirsdóttir og Sævar Helgason. Frumsýningin verður í kvöld í samkomuhúsi Njarð- víkur. Landhelgfsmálin... Frh. af 2. síðu. £. R. Burroughs mm 2839 Apamaðurinn féllst á að hjálpa honum og næstu daga voru þeir að veiðum í kjarr- inu. Laver komst að því að það er ekki hema eðlilegt að r.-iða • gripinn ótta þegar hætta steðjar að og að það er hægt að láera að sigrast á hræðslunni. Nú kemur 'prófið-bráðum; sagði Tarzan kvöld rt. Við erum á slóð Hlébai ðans. ströng. Þar má hvergi verða slaki á einhug allra í land- helgismálinu. Það virðist líka koma æ bet- ur í ljós, að það hafi verið ó- liapp mikið þegar Alþingi og ríkisstjórn vísuðu landhelgis- málinu til Sameinuðu þjóð- anna. í þeirri miklu deiglu og hliðardeiglum hefir málið nú velkst meira en fjögur ár ár- angurslaust, og ékki virðist gott að gizka á hve langur tími muni baétast við. Sennilega ekki minna en 2—3 ár enn. Máske meira. Því landhelgh- mál íslendinga virðist mörgu-n kærkomið til að velja sér á víxl vini af vegöndum. Arn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.