Vísir


Vísir - 08.04.1959, Qupperneq 12

Vísir - 08.04.1959, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 8. apríl 1S59 í Hamborgarblaði liefur verið sl:ýrt frá því, að Krúsév for- s' tisráðherra Iiafi fengið fyrir li’artað ó A.-Þýzkalaiidsförinni og íegið við yErliði. Blaðið segxr, að læknar hafi ráðlagt honum, að hætta að neyta áfengis nema í miklu hófi og hafi hann ekki bragðað vín framair af meðan hann dvalcl- ist í A.-Þ., þar tíl í einni veizl- u.nni og var það þá eða á eftir, sem hann lasnaðist. — Ekkert skal sagt um samnnleiksgíldí þessarar fregnar, en áður hafði veríð sagt, a5 hanii væi'i hættur að drekka og hefði að hans fyr- irmælum veríS hafin sókn gegn ofdrykkju. Biðskýli opnað við Kalkofnsveg. Biðskýli stræíisvagnafarþega við Kalkofsvfig er nú fullgert og var tekið í noíkuíJ í gær, I’ar iimi geta samtímis verið 80 tnanns. Auk þess er í húsinit sem alls er 70 fermetrár, biS- stofa fyrir bílstjórana, farmiða sala og snyrtiklefar. í biðsalnum er skiptimynta- vél, sem skiptir tveggja krónu pening í tvo krónupeninga og einnig er hægt að fá skipt í 25- cvringa. Skýlið kostaði 380 Jxús. krónur. Gunnar Hansson arkitekt teiknaðj skýlið. átvinnuEeysi minnkar - en ekki nóg. Tilkynnt hefur verið í Wasli- íngton, að atvinnuleysingjuixi hafi fækkað talsvert undanfar- Ið. Þegar tala atvinnuleysingja hefur verið hæst að undanförnu,1 hefur hún komizt upp í 5,3 millj ónir manna, en nú er svo kom- Ið, að hún hefur minnkað um milljón frá hámarkinu. Forseti verkalýðssambandanna í Banda ríkjunum, George Meany, hef- íxr þó látið svo um mælt, að á- standið 1 atvinnumálum lands- ins sé samt óviðunandi enn. Bretar fá orB í eyra frá Ghana. Stjórn sambands Afríkuríkja, sem hefur aðsetur í Ghana, hef ur haldi'ð fund um vandamál blökkumanna £ Njassalandi og víðar. Hefur stjórnin komizt svo að orði í ályktun um þetta, að hún muni veita blökkumönnum í Njassalandi alla þá aðstoð, sem <unnt sé, og' því er bætt við, að menn, sem geta ekki unnt svert- íngjum réttlætis í Afríku, ættu ekki að vera að tala um að bjarga Berlínarbúum frá komm línistum. Misfingar ganga fyrir vestan. Fara hægt yfir og eru yfir- leitt vægir. ísafirði, 2, apríl 1959. Mislingar ganga hér í kaup- staðnum og nálægum sveitum. Ganga þeir hægt yfir og eru yfirleitt vægir, enda bólusett við þeim. Mislingar voru áð- ur meinleg farsótt, sem fór oft Innanlandsflug F.L á Grænlandi, Fyrir nokkrum dögnm voru undirritaðir samningar milli Flugfélags íslands annars veg- ar og danskra aðila hinsvegar um leiguflugferðir innanlands á Grænlandi á komandi suinri. Farnar verða vikulegar ferðir frá Reykjavík til Kulu- suk á austurströnd Grænlands og þaðan áfrarn til Syði’i- Straumfjarðar á vestui'strönd- inni. Frá Syðri-Straumfirði verður síðan flogið til Kulusuk og Reykjavíkur. ErM mennirnir að byggja hús — e,a livað? Nei, þeir eru aðeins að hL’sða upp glærum mjólkurflöskum í mjólkurbúi einu í Kaup- mannahöfn. Það á ekki að nota bessar flöskur framar þarna, því að bfúnar flöskur yarðveita betur fjörefnin í mjólkinni. Tvö íbúðarhiis brunnu tiS ösku. Það þriðja stórskemmdist í eldi. Þrír eldsvoðar urðu úti á landsbyggðinni í gær og fyrra- kvöld. í fyi’rinótt brann gamall bær á eyðibýlinu Krókhúsum k\ Rauðasandi. Hún þetta var not-j að til geymslu hvers konar á-! halda og tækja sem bóndinn á| Stökkum átti. Þar var m. a. geymd dráttarvél. þar var þar ennfremur útungunarvél í gangi og var hún hituð með olíuofni. — Sennilega hefur kviknað út frá honum. Húsið brann til ösku og allt sem í því var. í fyrradag brnn lítið íbúðar- hús í Búðardal. Hús þetta var úr timbri og var enn í smíðurn. í því bjuggu tvær systur, roskn r. Eldurinn kom upp á lofthæð og varð húsið alelda á skammri stund. Allar slökkviliðstilraunir urðu ái'angui'slausar og brann húsið, ásamt innbúi þeirra systra, til kaldra kola. Ekki er vitað um orsakir eldsins. Um eða eftir miðjan dag í gær kviknaði eldur í íbúðarhús- inu á Arnarfelli í innanverðum Eyjafirði. Þarna er um steinhús með timburinnréttingu að ræða og ui'ðu verulegar skemmdir á því, enda þótt slökkviliðinu á Akureyri og nágrönnum tækist að slökkva eldinn. Mestar urðu skemmdir x eldhúsi, en þar munu eldsupptökin hafa oi'ðið. í Reykjavík var slökkviliðið tvívegis kvatt út í gær. í fyrra skiptið laust fyrir kl. 3 e. h. að Höfðaborg 102. Þar var maður með lakk og var að hita það við rafmagnsofn er skyndilega kviknaði í. Slökkviliðið var beð ið um aðstoð, en búið var að kæfa eldinn þegar það kom á staðinn. Laust fyrir kl. hálfsjö í gæi'- kveldi og var slökkviliðið aftur kvatt á vettvang og þá vegna elds í sinu, sem krakkar höfðu kveikt við Holtaveg. Hann var strax slökktur. V.R. semur vi5 söfn- turnaeigendur. í fyrradag tókust saxnningar nxilli Félags söluturnaeigenda og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsonar. Aðalatriði samkomulagsins er það, að fi’ídagur skal vera einn í viku hverri, kaup greið- ist samkv. samningi V.R. og vinnuveitenda að viðbættum 4%. Vinnutími skal almennt vera frá kl. 9 f. h. til kl. 2 e. h. og frá kl. 2 e. h. til kl. 11.30. Samkomulag þetta gildir frá og með 1. maí n. k. 1000 kg. sprengja finnst í London. Nærri 1000 kg. eftirlegu- sprengja frá stríðslímanum fannst í London nýlega og var gerð óvirk. Fannst hún þar sem verið er að byggja hæsta hús borgar- innar, en það á Shell í smíðum, milli Waterloo-stöðvai’innar og Kcl. svninparbvgöinsarinnar. illa með fullorðið fólk, og olli talsverðum barnadauða. Fólk var við fáar sóttir hræddari en mislinga, og lagði áherzlu á að forðast þá með samgöngubönn- um og öðrum tiltækilegum ráð- um. Hið vinsæla leikrit Hostrups: Æfintýri á gönguför var sýnt á Þingeyri í Dýrafirði í páskavik unni við góða aðsókn. Leik- stjóri var Þorgeir Jónsson. Það er ráðið, að Guðmundur Einarsson frá Miðdal heimsæki Vestfirðinga á komandi sumri og hafi þá málvei'kasýningu Bolungarvík og máske víðar. Guðmundur mun og vinna. að málverkum meðan hann dvelst hér vestra. Benedikt S. Bjarklind stór- templar var hér stuttri heim- sókn til vestfirzkra templara. I Hann sat fundi með framkv.- íxefnd Umdæmisstúkunnar nr. 6 óg og st. ísfii'ðingur nr. 116, sem jók félagatölu sína um 80 frá 15. janúar til marzloka. Víða hafa stúkurnar starfað vel en slík félagsfjölgun í st. ísfirðing mun vera með fádæm um. Æskulýðsheimili ísafjarðar hefur starfað vel í vetur og að- sókn verið ágæt. Æskulýðs- heimilið lauk störfum að þessu sinni í páskavikunni. — Arn. Kúrdar sendir til íraks. Tilkynnt var í Bagdad í morgun, að væntanlegt væri til fraks rússneskt skip, senx hefði innan borðs 820 manns af stofni Kúrda — karla, kon ur og börn — og mundi fólk þetta setjast að í landinu, þar sem karlmennirnir ættu að vera embættismönnum í írak til aðstoðar, en fyrst og fremst á sviði herþjálfunar. Það hafði verið tilkynnt áð- ur, að skip þetta liefði farið urn Suez-skurðinn á leið til fraks. Rússar fagna vafa- sömum sigri. Sovétstjórnin hefur gefið út nýtt frímerki, sem vakið hefur mikla furðu víða um heim. Er frímerki gefið út til að minnast þess, að sovétborgarar hafi orðið heimsmeistarar í körfuknattleik, en sá er gall- inn á þessu, að Sovétríkin voru dæmd úr leik í mótinu, er fram fór í Chile í byrjun ársins, því að þau neituðu að leilca við lið Formósu. Er Brazilía talin heimsmeistari. GuSn. GísSason og Pétur Kris keppa í skriðsundi í kvöld Það Ieikur ekki á tveim tuug- mn, að mikill spenningur verði á sundmóti Í.R., sem hefst í SundhöIIinni í kvöld. Verð'ur þar eflaust hörðust keppni milli tveggja margfrægra kappa, sér í lagi í skriðsundi, þeirra Gúðmundar Gíslasonar og Pét- urs Kristjánssonar. Guðmundur hefur þráfald- lega að undanförnu haft yfir- höndina í 100 m. skriðsundi, en Pétur hefur æft af kappi upp á síðkastið, og má búast við því, að hann verði Guðmundi erfið- ari keppinautur nú en um langt skeið. Ennfremur keppir Guðmund ur í 100 m. baksundi við þá Vilhjálm Grímsson, K.R., og fyrrv. methafa Jón Helgason. Meðal keppenda í 200 m. bringusundi eru Einar Krist- insson, Á. og Akurnesingarnir Sigurður Sigurðsson og Árni Guðmundsson. í bringusundi kvenna verð- ur hörð keppni milli Hrafnhild- 1 ar í Í.R. og Sigrúnar frá Hafn- arfirði. Þá verður þrísundskeppni karla, sveitir frá K.R. og Í.R., Ármanni og Akranesi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.