Vísir - 11.04.1959, Page 4
4
VÍSIB
Laugardaginn 11. apríl 195®
WSZR.
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Tííir kemur út 300 daga á ári, ýmlst 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn rálsson.
Skrifstofur blaðsins eru I Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00..
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—-18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
i Vísir kostar kr. 25.00 i áskrift á mánuði,
MiJh. I kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Komntúnistar og Bretar.
jÞað eru nú meira en sjö mán-
uðir, síðan nýju reglurnar
! um landhelgina hér við land
gengu í gildi og Bretar hófu
; hernað sinn hér við land.
Megnið af þeim tíma hefir
Alþingi setið á rökstólum,
en samt er það'ekki fyrr en
nú í vikunni, að komúnistar
j bera fram á þingi tillögu um,
að Alþingi lýsi yfir þeim
vilja sínum, að stjórnmála-
sambandi verði slitið við
Breta — sendiherra íslands í
Lundúnum kallaður heim og
sendiherra Breta hér á landi
látinn fara til síns heima.
Mönnum hlýtur að leika for-
vitni á að vita, hvers vegna
komúnistar hafa látið allan
þenna tíma fara til einskis,
sem liðinn er frá fyrsta degi
septembermánaðar, þegar
j' Bretar sendu herskip sín inn
; fyrir nýju landhelgislínuna.
• Það hefir aldrei verið neitt
1 leyndarmál, síðan deilan
hófst, að kommún'istar hafa
i viljað, að íslendingar slitu
f allt samband við Breta, þar
sem þeir hafa gerzt foringj-
arnir í baráttu gegn okkur í
landhelgismálinu. Þó hafa
þeir ekki borið fram neina
tillögu um það á þingi fyrr
en þetta, og menn vita held-
ur ekki til þess, að þeir hafi
borið fram tillögu um þetta
innan ríkisstjórnarinnar,
meðan þeir sátu þar undir
væng Hermanns Jónassonar.
Ef kommúnistum hefði því ver-
ið þetta eins mikið áhuga-
mál og þeir láta nú í veðri
vaka, hefðu þeir svo sann-
arlega ekki dregið það meira
en hálft árið að láta til skar-
ar skríða og bera fram til-
lögu. Þeir hefðu gert það
þegar í upphafi deilunnar,
og þá höfðu þeir einmitt
miklu betri aðstöðu til að
koma ár sinni fyrir borð,
þar sem þeir voru aðili að
stjórninni, stærsti stjórn-
arflokkurinn og sá, sem
hafði líf hennar í hendi sér
og gat *stöðvað feril hennar,
þegar honum sýndist svo.
Hvað olli því, að hann skorti
þá þann áhuga, sem hann
hefir nú fengið?
Einangrwi og annað verra
Það, sem við íslendingar verð-
um fyrst og fremst að forð-
J. ast, er að einangra okkur að
meira eða minna leyti frá
þeim þjóðum, sem hafa í
flestum efnum sömu lífs-
‘ skoðanir og við — hafa í
heiðri lýðræði og almenn
mannréttindi. Við höfum
valið okkur samstöðu með
þeim, og við ætlum að reyna
að halda samstöðu við þær,
jafnvel þótt stundum hlaupi
snurða á þráðinn eins og
gengur.
Annars hafa Breta ráðizt
gegn okkur með þeim að-
! ferðum, sem þeir segja, að
beiti, þegar smáríki eiga í
engir aðrir en kommúnistar
hut. Það þarf einkennilega
sálarinnréttingu til þess að
geta hegðað sér og talað eins
og Bretar hafa gert gagnvart
íslendingum.
Þrátt fyrir þetta vilja íslend-
ingar ekki gera kommúnist-
um þann greiða að rjúfa
stjórnmálasambandið, því að
engum yrðd skemmt með því
nemá þeim, sem segja fyrir
verkum austur í Moskvu.
Enginn íslendingur efast
heldur um, að hinn góði mál
staður og' réttlætið munu’
sigra um síðir. •
Þegar svo veriur kontið
Það er nú ekki nema rúmt ár,
þangað til efnt verður til
næstu ráðstefnu um réttar-
reglur á hafinu og landhelg-
ina. Lítill vafi er á því, að
málstaður íslands og annarra
þjóða, sem hafa mikilla
hagsmuna að gæta, hvað
fiskveiðar enertlr, mua þái
eiga melra fylgl að fagna en
áður, enda hefir hann mætfl
vaxandl samúð að unðan*
fömu, eins og vitað er.
3fenandi .verður sú ráðstefna til
þess að tryggja sigur hins
góða málstaðar, svo að Bret-
ar verði að hverfa af íslands-
miðum með herskip sín og
hætti hér öllum herskap. En
þótt svo fari, að þeir geri
þetta, mun það seint fyrnast,
hvernig þeir hegðuðu sér við
„sinn minnsta bróður“, svo
að notast sé við biblíuna,
sem þeir halda jafnan . í
vinstri hendi, er þeir vega
með þeirri hægri.
KIRKJA OG TRUMAL:
Góði hirðirinn.
Jesús er góði hirðirinn. Þannig
ber hann sjálfum sér vitni.
Þannig vitnar kristin kirkja um
hann, því að svo hefur hann
reynzt.
í guðspjalli dagsins á morgun
minnir hann á sig enn að nýju
sem hirði minn og þinn. Hann
mætir börnunum, sem ganga
upp að altarinu til þess að stað-
festa skírnarsáttmála sinn og
segir við þau: Ég er hirðir þinn.
Hann hefur tekið þau sér í faðm
sem ómálga börn, eins og góður
hirðir tekur lambið í fang sitt
og ber það í hús. Hann áréttar
fyrirheit sin á fermingarstund-
inni og segir: Ég gleymi þér
aldrei, hvar sem leiðir þinar
liggja, ég vil hafa augun á þér
og vaka yfir þér og leiða þig.
Guð gefi, að hvert barn, sem
gengur til móts við hann i ferm-
ingarskrúða, nái að skynja ná-
vist hans og fylgi honum ævin-
lega sem konungi hjarta sins og
hirði sálar sinnar.
Margar myndir eru til af góða
hirðinum. Þær sýna hann marg-
ar, þar sem hann stendur á
grænu engi með hjörðina í
hnapp í kringum sig, friðsæl feg-
urð yfir öllu. Og vissulega er
þetta rétt túlkun. Það er friðsælt
í nánd hans. Þar er allt öruggt,-
sem hann er. Þeirri hjörð er
borgið, sem fylgir honum og er
undir hans vernd.
En ef þú lest orð hans í 10.
kapítula Jóhannesarguðspjalls,
þá sérðu, að þessi hlið er ekki
allur sá veruleiki, sem likinga-
mál hans túlkar. Orð Jesú miða
að þvi að gera okkur skyggn á
raunverulega aðstöðu okkar i
lífinu. Hann talar ekki aðeins
um öryggið í nánd sinni. Hann
talar líka um tvísýnu og háska
þess að vera fjarri honum, að
verða viðskila við hann. Hann
líkir okkur við hjörð, sem er í
afrétti, þar sem margar hættur
leynast. Þar er auðnin allt í
kring, þar eru úlfar á ferð. Án
hirðis er hjörðin umsjárlaus,
vegavillt, varnarlaus. Og það er
aðeins einn hirðir til, sem veit
rétta leið, getur komið hjörðinni
á það haglendi, sem er hollt og
gott, varið hana fyrir öllum á-
föllum og leitt hana að réttu
húsi. Og þessi hirðir er hann.
Ýmsir aðrir kunna að bjóða fram
leiðsögu sina og gera tilkall til
hjarðarinnar. En henni er ekki
borgið í umsjá þeirra. Því að
þeir eiga hana ekki. Hann einn
á hjörðina og þekkir hana, þekk-
ir hvern einstakan, veit um allar
hættur og kann ráð við þeim.
Jesús talar aldrei um sjálfan
sig sem einn möguleka meðal
margra. Hann býður aldrei fram
aðsoð sina til lausnar á vanda,
sem við getum í rauninni greitt
úr sjálf, þó að hitt kynni að
vera betra að njóta hjálpar.
Hann talar ævinlega í anda orða
sinna, þegar hann segir: Án mín
getið þér alls ekkert gjört.
Hinn góði hirðir, Jesús Krist-
ur, er ekki einn í flokki margra
annarra, úrræði, sem gott kann
að vera að gripa til eins og vara-
sjóðs eða aukagetu í lífinu. Hann
er eina úrræðið, eini hirðirinn.
Það er að lenda í villu, það er
að stofna sér í dauðans hættu,
það er að tefla sálu sinni í voða
að segja skilið við þann hirði. Þá
ekki annað að bjóða en þyrna
og þistla og glefsandi varga.
Þannig talar Jesús við okkur.
Hann segir: Ég hef lagt iífið í
sölur fyrir þig, af þvi að mér er
annt um þig, af þvi að eg elska
þig. Aðrir, sem gera tilkall til
hjarta þíns og vilja ná tökum á
sálu þinni, eiga þig ekki og er
ekki annt um þig. Ekkert, sem
freistar þín eða ásælist hug þinn
og kenndir á þann veg, að það
vill lokka þig frá mér, er runnið
af.rótum þeirrar umhyggju, semc
neitt vOl leggja í sölur fyrir þig.
Og ekkert af því megnar að
vera þér neitt, þegar á reynir.
Það er ég einn, sem veit um á-
hættu og háska lífsins, ég einn,
sem í kærleiksmætti hins eilífa
föður er fær um að mæta þeirri
áhættu og bægja þeim háska
frá. Þess vegna segi ég þér að
koma til mín og fylgja- mér. Þess
vegna segi ég við þig: Ég er hirð-
ir þinn, góði, eini hirðirinn.
Sextugur:
ísleifur Jónsson,
liuu pttt tt tinr.
Þegar eg setzt niður til aðannan skyldan varning, einnig
rita nokkrar línur á sextugs-
afmæli míns kæra vinar ísleifs
Jónssonar byggingarvörukaup-
manns er mér það ljóst, að eg
nota tækifærið til að fram-
kvæma það, þegar hann er
fjarverandi í verzlunarerind-
um, ásamt eiginkonu sinni, því
ef hann hefði verið heima á
þessum tímamótum, hefði það
verið honum mjög á móti skapi,
að nafni hans hefði verið haldið
á lofti.
ísleifur er fæddur í Reykja-
vík 4. dag aprílmánaðar 1899.
Hann er sonur hinna ágætu
hjóna Jóns sál. Eyvindssonar og
Lovísu ísleifsdóttur, sem enn
býr á Stýrimannastíg 9 á ní-
ræðis aldri, en á Stýrimanna-
stíg sleit ísleifur barnsskónum,
meira að segja bjó hann sín
fyrstu hjúskaparár á Stýri-
mannastíg 9. Þaðan fluttist
hann á Bræðraborgarstíginn,
og býr nú í sínu eigin húsi í
Túngötu 41, svo að segja má,
að hann sé Vesturbæingur í
húð og hár.
Þegar ísleifur hafði lokið
barnaskólanámi innritaðist
hann í Verzlunarskóla íslands
og brottskráðist þaðan vorið
1915, þá 16 ára gamall. Skrif-
stofustörf hóf hann strax að
prófi loknu, og vann að þeim
og sölumennsku þar til hann
stofnsetti sína eigin verzlun
um áramótin 1922—23. Fyrst
framan af verzlaði hann aðal-
lega með sportvörur og leik-
föng, einnig lítilsháttar með
byggingarvörur, en snemma
breytti hann verzlun sinni í
fullkomna byggingarvöru-
verzlun, sem hann hefir rekið
af miklum dugnaði. Þau eru
ekki fá húsin hér í bænum og
víðsvegar um landið, sem hann
hefir selt í miðstöðvarkerfi og
hefir hann selt Vatns- og Hita-
veitu Reykjavíkur mikið a£
rörum og pípum, sem notað er
í vatns- og hitaveitukerfi höfuð-
staðarins.
Á yngri árum lagði ísleifur
mikla stund á fimleika og' þótti
liðugur fimleikamaður. —■
Snemma tók hann þátt í félags-
málum, var um áratugi félagi
í Verzlunamannafélagi Reykja-
víkur, eða þar til lög þess félags
leyfðu það ekki lengur vegna
kaupmennsku hans. Hann hefúr
um margra ára bil átt sæti í
stjórn Verzlunarráðs íslands;
einnig verið formaður í Félagi
byggingarvörukaupm., fram-
kvæmdastj. Sameinaðra pípu-
innflytjenda og í samninga-
nefnd um kaup og kjör verzl-
unarfólks sem fulltrúi stéttar
sinnar. Einnig er hann í stjórn
Vátryggingarskrifstofu Sigfús-
ar Sighvatssonar h.f. Hann
hefir og verið félagi í Odd-
fellowreglunni um áratuga bil.
ísleifur er drengur góður,
traustur og styrkur, og vinur
vina sinna. í eðli sínu er hann
maður hlédrægur. Hann er
maður ósérhlífinn og starfs-
maður góður. Hann hefir verið
mikill lánsmaður í lífinu. Hinn
23. október 1926 giftist hann
sinni ágætu eiginkonu Svan-
laugu Bjarnadóttur. Hjónaband
þeirra hefir alla tíð verið
happasælt, og þau hjónin verið
samhent um hag heimilis síns
og uppeldi fjögurra barna
sinna, en þau eru nú öll gift
og hafa stofnað sín eigin heim-
ili. —
Á þessum tímamótum flyt eg
ísleifi vini mínum hugheilar
hamingjuóskir með von um að
mega njóta vináttu hans um
mörg ókomin ár.
4. apríl 1959. C. H. Sv.
mörk( sem innan stundar hefvu’
Bifreiðaframleiðsla hafin í
fyrsta sinn í N.-írEandi.
Benzíneyösla 4Vá I. á 128 km.
Iðnaður er mikill í Norður-
Irlandi (Ulster). Þar eru m.
a. siníðuð skip af nær öllum
stærðmn og flugvélar, en bílar
ekki, þar til nú.
Bifreiðaframleiðslan er nú haf
in í Norður-írlandi í fyrsta
sinn og er þó eingöngu um sam-
setningu að ræða. Hefur fyrir-
tæki Short Brothers & Har-
lands, er framleiðir skip og
flugvélar, tekið að sér sam-
setnhigu bifreiða fyrír Ýork
liggur leiðin út í andlega .eyði- Noble Industries . Ltd%, enska
bifreiðaverksmiðju.
Sennilega verða vissir hlutar
bifreiðarinnar einnig fram-
leiddir Norður-írlandi. Sam-
setningin fer fram í Glen-
verksmiðjunum í Newtonards.
Bifreiðin, sem þarna er fram-
leidd, nefnist Noble 200.
Verðið á þessari nýju bifreið
er 389 stpd. og er hún sögð
vera ódýrasta bifreiðin á mark-
aðnum á Bretlandi. Benzín-
eyðslan er 4 Vi lítri á 128 km,