Vísir - 30.04.1959, Page 4

Vísir - 30.04.1959, Page 4
4 V ;• -r.V, VlSIB Fimmtudaginn 30. apríl 1-953 wÉsim. D AGBLAÐ • Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Tí«ir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eSa 12 blaÖsíSur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—18,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Dagur verkaiýðsins. Eins og venjulega verður efnt hér og víðs vegar um heim , til hátíðahalda á morgun —■ j 1. maí — því að þá er dagur verkalýðsins og hefir verið um langt skeið. Þó eru há- ' tíðahöldin hvergi nærri með sama svip hvarvetna, og er það raunar skiljanlegt, því að svo mismunandi eru við- horfin, en hvergi munu þau þó vera með einkennilegri blæ en einmitt þar, sem sagt er að verkalýðurinn sé öllu ráðandi og segi fyrir verkum á öllum sviðum. Þar ; eru framfarirnar, sem orðið hafa á umliðnum árum og áratugum, sýndar með því að láta vígvélarnar bruna . framhjá stundum saman. Það hefir löngum verið vígorð kommúnista og fleiri, að f fylkja skuli „stétt gegn stétt“. Þeir telja, að verka- iýðurinn verði sífellt að berjast, ekki aðeins fyrir sjálfan sig, heldur íþáguhug j sjóna þeirra manna, sem etja ■ honum gegn öðrum aðilum í þjóðfélaginu, því að.ef æv- inlega er um baráttu og úlf- úð að ræða í þjóðfélagi, verður kröftunum ekki beitt í þágu framfara og bættra lífsskilyrða. Stéttabaráttan er því ekki allra meina bót, eins og kommúnistar iáta í veðri vaka. Allar stéttir þjóðféiagsins verða að starfa saman, og hugsa verður um velferð þeirra allra til þess að heildinni vegni vel. Menn verða að sjá fyrir þörfum alls líkama síns, til þess að um raun- verulega vellíðan sé að ræða. Sama máli gegnir um i þjóðarlíkamann — þjóðar- heildinni getur ekki vegnað vel, ef hún reynir ekki að standa og starfa saman að lausn vandamálanna, sem krefjast úrlausnar. Ef hver höndin er upp á móti ann- arri, verður aldrei um full- nægjandi lausn að ræða og þjóðarskútan getur aldrei haldið stefnunni fullkomlega — ferðin að markinu sækist seint. Þetta er rétt að hafa hugfast, þegar dagur verkalýðsins rennur upp hér á landi. Við íslendingar erum svo fáir, að við höfum ekki efni á að eyða kröftum þjóðarinnar í hjaðningavíg eins og kom- múnistar óska. Þótt fram- farir hafi verið miklar hér á landi upp á síðkastið, geta þær orðið að engu eða því sem næst, ef við störfum ekki saman að viðhaldi þeirra verðmæta, er sköpuð hafa vei'ið. Það er þetta, sem hver íslendingur verður að hafa hugfast, því að í þessu efni ber hver einstaklingur ábyrgð að sinum hluta. Eng- inn er þar „stikkfrí". Sjálfstæðisflokkurinn einn get- ur kallað sig flokk allra stétta, því að hann reynir að safna stétt með stétt, en heimtar ekki að stétt berjist gegn sétt. Þess vegna hefir hann átt vaxandi fylgi að fagna að undanförnu, og þess er að vænta, að fylgi hans haldi áfram að aukast, er almenningur gerir sér grein fyrir því, að styrkur flokkur allra stétta er bezta trygging fyrir því, að þjóð- félagsþróunin verði sem flestum til hagsbóta. 200. ártíð Jóns SkáihoEtsrektors Þorkelssonar á þriðjudag iietitnif t'ft'östt' mhtnzi tí tisnt’fjfvislftftttt háit. Tvö hundruðustu ártíðar Jónsminningu hans. Loks hefir Þorkelsonar Skálholtsrektors, sem er 5. maí nk. verður minnzt á veglegan hátt hér í Reykjavík og á Suðurnesjum á þessu ári. Honum verður reist- ur minnisvarði, frímerki gefin út tii minningar um hann, rit- uð um hann bók og hans minnzt á annan hátt, bæði í út- varpi og á sérstökum sam- komum. Snemma á árinu 1957 skip- aði menntamálaráðuneytið und irbúningsnefnd, er ætlað var það hlutverk, að gera tillögur um hvernig Jóns Þorkelssonar yrði minnzt. í nefndinni voru 5 menn og var Helgi Elíasson formaður hennar. Seihna kaus sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu aðra undirbúnings nefnd og þriðja nefndin var kosin af hálfu Félags barna- kennara á Reykjanesi. Það sem gerzt hefir og gert verður í sambandi við minn- ingu Jóns Skálholtsrektors er í stuttu máli þetta: Gunnar M. Magnúss rithöf- undir hefir skrifað bók um Jón Þorkelsson. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs gefur hana út og er hún væntanleg á markaðinn einhvei'n næstu daga. Frímerki verða gefin út, 2ja og 3ja króna. Ríkarður Jónsson mynd- höggvari mun gera minnis- merki um Jón Þorkelsson, sem reist verður á stað í Njarðvík- um, sem hreppsnefndin þar á staðnum hefir gefið. Þegar það verður afhjúpað, er gert ráð fyrir hátíðlegri athöfn og jafn- framt sýningu á handavinnu nemenda o. fl. Kvölddagskrá útvarpsins 5. maí næstkomandi verður helguð minningu Jóns rektors, skólar í Kjalarnes- þingi hinu forna munu minn- ast ártíðar Jóns, gata í Njarð- víkum mun verða látin heita eftir honum, og e. t. v. önnur gata í háskólahverfinu tengd Eggert Guðmundsson listmál- ari gert líkan af Hausastaða- skóla — fyrsta og eina skólan- um, sem bæði var reistur og haldinn að öllu leyti fyrir fé úr Thorkillisjóði. Jón Þorkelsson fæddist í Innri Njarðvík 1697, skóla- meistari í Skálholti varð hann 1728, en sigldi 9 árum seinna til Khafnar og dvaldist þar til dauðadags 5. maí 1759. Hann var brautryðjandi um alþýðu- fræðslu og vann á því sviði þjóðnytjastarf, sem er ómetan- legt og mun aldrei firnast. Mánuði fyrir andlát sitt á- nafnaði hann eigur sínar fá- tækum börnum á Kjalarnes- þingi. Það er svokallaður Thor- killisjóður sem enn er til og svarar eftir núverandi verð- gildi til 5—6 milljóna króna. Um 5 þúsund börn hafa notið styrkja úr sjóðnum. Aðeins fáir íslendingar hafa verið þjóðfélaginu jafn þarfir og gegnir sem Jón porkelsson. (■ainia í fjötrum Gamla Bíó sýnir þessi kvöld- in kvikmyndina í FJÖTRUM, sem er af Cinemascopegerð og í Eastman-litum, og gerist í París. Segir þar frá ungum manni, sem kemur frá Banda- ríkjunum til að sækja nám- skeið í prestaskóla, en lendir fyrsta kvöldið í miklum ævin- týrum, og er margt með ólík- indum, en myndin er bráð- spennandi. Anne Baxter og Steve Forrest fara með aðal- hlutverk. — Fróðleg og skemmtileg aukamynd er sýnd, eins konar þættir um velgerð- armenn mannkyns. --•--- Kvikmyndiii um Biily Graham sýnd aftur hér. Iií/sni«jj stjntl hór nn»rlt»ntiis. Einhuga Allir þingflokkarnir hafa kom- ið sér saman um tillögu til 1 þingsályktunar, sem lögð var fram fyrir tveim dögum. Ályktunartillaga þessi fjall- • ar um mál málanna fyrir ís- • lendinga um þessar mundir < — landhelgismálið og af- i stöðu flokkanna innbyrðis til . þess og þjóðarinnar út á við. . í fjórum orðum má lýsa því, , sem fram kemur í ályktun- , artillögunni: „íslendingar , eru einhuga þjóð.“ Það fer varla á milli rnála, að Bretar hafa í öndverðu ætl- að, a& íslendingar mundu glúpna, þegar þeir sæu víg- di’eka brezka flotans, mann- L arítöliurn Nelsons, fljóta þjóð. fyrir landi til að verja brezka togara, er vildu ger- ast lögbrjótar hér við land. Þeim skjátlaðist í þessu, eins og þeir hefðu getað sagt þeim, sem eitthvað hafa kynnzt íslendingum af dvöl hér á landi. Nú hafa þeir reynt að herða sókn sína með ósæmilegu aðdróttunum að yfirmönnum vai'ðskipanna varðandi heiðarleika þeirra í starfi, og harðorðum mót- mælum. íslendingar munu ekki glúpna að heldur, en hafi Bretar haldið það, þá tekur þessi ályktun af öll tvímæli. Það var gott og tímabært, að hún skyldi koxna fram nú. Eins og kunnugt er af frétt- um blaða og útvarps var kvik- mynd um prédikarann Billy Graham sýnd í Sjörnubíói síð- astliðinn sunnudag. Vegna mikillar aðsóknar verður myndin sýnd aftur og þá í Tjarnarbíói á sunnudaginn kemur kl. 13.30. Beiðnir hafa borizt frá Akra- nesi og Keflavík um að mynd- in verði sýnd þar. Vegna þess hve lánstími myndarinnar er stuttur verður að hraða sýn- ingum eftir megni. Ákveðið hefir vex'ið að sýna myndina í Keflavík á morgun (föstudag- inn 1. maí) í Félagsbíói kl. 17 og á Akranesi á laugardaginn kemur (2. maí) í Bíóhöllinni kl. 21. Ekki hefir enn verið á- kveðið hvenær myndin vérður sýnd á Akureyri. Á rmdan sýningunni mun Ólafur Ólafs- son kristniboði flytja inngangs. orð um Billy Graham og starf hans. Eins og áður hefir verið skýrt frá fjallar myndin um prédikarann Billy Grahm og samkomur þær, sem haldnar voru í New .York sumarið 1957 á vegum 1500 safnaða þar í borg, en Billy Graham var þar aðalræðumaður. Meira en tvær milljónir manna sóttu þessar samkomur, sem haldnar voru á hverju kvöldi í 16 vikur sam- fleytt. Auk margra milljóna, sem fylgdust með þeim i út- varpi og sjónvarpi. Einnig tal- aðd Billy Graham á mörgum útisamkomum, sem haldnar voru víðsvegar í borginrii. Um 57 þúsundir manna gengu Kristi á hönd í þessari „kross- ferð“, sem svo hefir verið kölluð. Billy Graham jnun vera sá Serqihál Þróttmikil æska. ,,Á. S.“ skrifar: ,,Það kemur ekki ósjaldan fjT-i ir, að hnjóðað er ómaklega í hina ungu, upprennandi kynslóð, og; það stendur heldur ekki á þvl* að hún eigi sér sína formælend- ur, sem leggja áherzlu á hina' möi’gu góðu kosti hennar, og sumir gleyma ekki að taka það fram, að ef eitthvað er miður £ fari hennar eða framkomu, sé sökin ekki hennar ein, heldur lika þeirra, sem ala hana upp, og eiga að vera til fyrirmyndar. Er þetta lika eins og vera ber. Við eigum alltaf að unna ungmenn- um, sem öðrum sannmælis. Ogi alltaf ætti að geta verið til bóta, ef menn kveða upp ,,dóma“, að líta um leið i eigin barm. Gott og blessað — að vissu marki. En ég vildi við bæta: Þetta er gott og blessað — að vissu marki. Við megum ekki loka augunum fyrir því, sem ekki er til fyrirmyndar, og það má vel ræða, og sé það gert rólega og öfgalaust, ætti ekki að þurfa að hvessa neinstaðar út af því. Hóf- legri gagnrýni ættu ungir sem gamlir að geta tekið, án þess að styggjast við. Eg ætla því að á- ræða, að minnast á dálitið, sém mér hefur oft orðið umhugsun- arefni í seinni tíð, og það er þetta tvennt: 1 fyrsta lagi, að svo virðist sem það fari sífellt í vöxt, að mikils skeytingarleysis gæti um það meðal margra ung- menna, að ganga snyrtilega til fara, og ég held, að það aiundi vart nokkurstaðar vera látið við gangast nema hér, að piltar og stúlkur komi í skólana i fatnaði, sem að vísu væri ágætur til úti- leikja og vinnu, en alls ekki viðeigandi i skólum. Skólastofnun um er ekki sýnd tilhlýðileg virð- ing, ef unglingarnir koma þang- að ekki klædd á viðeigandi hátt, en nankinsbrækúr og þess konar fatnaður heyrir ekki þar undir. Svo ég nefni annað sjónarmið, sem ríkir i skólum víða erlendis, hafa skólárnir sinn ákveðna nem- endabúning. Einn kennari lands- ins talaði um „subbuskap", er rætt var um klæðaburð sumra ungu stúlknanna, og hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er það rétta orðið, ef ungmenni koma óviðeigandi klædd i skólana. og ef.til vill áberandi skeyting- arlaus að auki, um að greiða sér. Hvort tveggja er atriði sem sann arlega varðar foreldra og að- standendur ekki síður en ung- mennin sjálf. Hávaðinn. í öðpu lagi er framkoma ung- menna, er þau koma úr skólum, á götum úti og í strætisvögnum, oft mjög ókurteisleg og hávaða- söm, þvi miður, að ekki sé meii’a sagt. Hér er það að sjálfsögðu oft svo, að einstöku ungmenni hafa þau áhrif, að skrílsbragur kemst á heilan hóp. Það væri ungmennunum sjálfum til góðs, ef hægt væri að ráða hér nokkra bót á. Sennilega veldur hér miklu um skortur hóflegs aga bæði á heimilum óg í skólum, en úr því þarf að bæta. — Á. S.“ prédikari, sem hefir náð til flestra manna með boðskap kristninnar og afsannað þá kenningu rækilega, að tími hina kristilegu vakninga væri liðinn. Aðgangur að sýningunum verður 5 krónur og rennur all- ur aðgangseyrir til íslenzka , KristniboSsins í Konsó.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.