Vísir


Vísir - 30.04.1959, Qupperneq 5

Vísir - 30.04.1959, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 30. apríl 1959 Vf SIR ,,Hvar var Jjessi ljómandi fallega mynd máluð?“ spurði frétta- maður og benti á myndina, sem liér birtist. „Það var fyrir nokkru, að eg bjó við Skúlagötuna og Gunnlaugur Blöndal kom í heimsókn og málaði þessa mynd af mér, þar sem eg sat við gluggann og horfði á Esjuna. Myndin er falleg vinur, þetta er hin tæra list, enda segi eg ætíð að Gunnlaugur sé Jónas Hallgrímsson meðal íslenzkra málara.“ 99 Rétf er það, ungi maður, maður verður að setja markið hátt.“ Skrudiviðlal við Eggert Stefaiisson, sem siglir suðui* í lönd a laugardag. Fréttamaður Vísis leit sem snöggvast inn til Eggerts Stef- ánssonar söngvara og rithöf- undar til að eiga við liann skyndiviðtal, en liann var bá í óðaönn að ferðbúa sig til hins landsins síns, Italíu. .. Hann hefur dvalizt hér síðan snemma í vetur ásamt konu sinni, og þau hafa búið ofarlega við Háteigsveg, hæst í húsinu, og það er eins konar himnaríki að elskulegheitum, fínheitum og útsýni, og þarna hefur Eggert horft vetrarlangt á borgina sína vaxa með ótrúlegum hraða, og nú síðustu dagana „séð grösin gróa og ull vaxa á sauðum.“ Það er að koma út ný bók eft- ir Eggert, og margir eru þeir, sem bíða með óþreyju eftir nýju ritverki, því að hann skrifar eins og listamaður einn getur gert. Og nýja bókin heitir „Bergmál Ítalíu“. — Já, ég kalla bókina þessu nafni, en allar fyrri bækur mín- ar eru bergmál íslands, segir Eggert. — Þær fengu lofsamlega dóma. — Ég get ekki annað en verið ánægður með það sem skrifað var um þær. Lárus Sigurbjörns- son og fleiri létu ósköp elsku- leg orð falla um þær, og þá ekki sízt minn gamli vinur Frið- • rik Á. Brekkan. Við Friðrik vorum saman á Hvanneyri árið 1910. Friðrik var þar í fjósinu, og ég var að flytja möl og sand neðan úr fjöru í hús, sem pabbi var að byggja þar efra. Ég fékk 25 aura fyrir tímann, og tekj- urnar urðu 100 krónur, og með þær lagði ég af stað um haustið í mína fyrstu siglingu — til að leggja undir mig heiminn! Ég kom til Hull, þar hitti ég Snæ- bíörn bróður, og hann gaf mér föt, svo að ég' gæti þó verið fínn til fara með mín stóru áform. Þaðan sigldi ég til Kaupmanna- hafnar, og þegar ég steig upp á hafnarbakkann, stóð þar fyrir- mannlegur rnaður, sem allir litu upp til. Og hann sneri sér að mér og spurði, hvað ég ætlaðist fyrir. Ég svaraði því til, að ég ætlaði að verða frægur'listamað ur. Og þá mælti þessi fíni og glæsilegi maður: „Det er ret, unge mand, man skal sætte má- let höjt.“ Þessu get ég aldrei gleymt. Ég er nú orðinn svo eld- gamall, að þú getur séð það á því, að mér finnst að á þessum gömlu góðu dögum hafi allt verið öðruvísi. Þá vildu allir að- stoða alla, sem höfðu góð áform. Og það er vonandi, að sú blómst urtíð komi aftur. — Hvenær byrjaðir þú að skrifa? — Ja, ætli maður segi ekki, að það hafi byrjað árið 1917 með grein í Dagens Nyheter í Stokkhólmi. Og þegar greinin var komin út, sagði mesta tón- skáld Svía, sem var orðinn vin- ur minn, Peterson-Bérger, við mig: „Eggert, du skal skriva.“ Annars heitir þetta fyrsta skrif mitt „Island i sin sommar och sin konst“ og hún kom í fyrstu bók minni „íslands Fáta Morg- ana“ — Jæja, Eggert, þú mátt víst ekki vera að því að tala við blaðamenn. Annars langar mig til að spyrja þig að, hvað sé þér efst í huga þessa stundina. —■ Það skal ég segja þér, að vitlausan allt umstangið í ótal skrifstofum, þeytingur úr ein- um stað , annan, maður þarf að fara að eins og frá Her- ódesi til Pílatusar, þótt ekki sé annað um að ræða en að skreppa á milli vinveittra landa. Jæja, hvað um það. Annars um hitt sem þú varst að spyrja, þá er manni efst í hug þetta, sem við er að stríða fyrir Islendinga þessa stundina, en ég er reynd- ar búinn að segja svo margt um það. Það er spurningin, hvað á maður að segja, þegar kemur út til hinna stóru landa og spurn- ingar blaðamanna þar dynja á manni. Reyndar vita Bretar, hvað ég hef sagt um þá bæði við blöðin hér og á síðum stór- blaðanna í Ítalíu. Mér er svo sem ekki illa við Breta/ ég á þeim persónulega gott upp að inna. Ég var einn af fyrstu út- lendingum, sem þeir buðu að syngja í útvarp, og þeir buðu mér þátttöku í ágætum lista- mannafélögum. En mér þykir það leiðinlegt, að það skuli vera ráðamenn hjá þessari ágætu menningarþjóð, sem nú kemur eins og þurs og gerir sig að við- undri fyrir öllum heiminum. En þeir um það. Það eru alvarlegir hlutir að gerast, og það verðum við að gera okkur ljóst. Það sem gildir fyrir okkur, er að standa saman. Og ég vil segja við hina ungu íslendinga, sem eiga fram- tíðina og ber að sigra alla óvini íslands, það sem hinn fíni mað- ur sagði við mig forðum á hafn- arbakkanum í Kaupmannahöfn: .„Rétt er það, ungi maður, mað- ur á að setja markið hátt.“ LítiEI afli hjá togurum. Afli íslenzku togaranna hér við land hefur ekki verið mik- ill að undanförnu entta þótt þetta sé sá tími ársins, sem vænta mátti mikils afla. Togar- arnir hafa því leitað af íslands- miðum upp á síðkastið. Síðan 21. apríl hafa þessi skip landað í Reykjavík og eru þau talin í þeirri röð sem þau hafa landað: Neptúnus 227 lestir, Karlsefni 228, Hallveig Fróða- dóttir 242, Þorsteinn Ingólfs- son 87 lestir af saltfiski og 7 af nýjum, Marz 130, Askur 305, Austfirð.ingur 32 lestir. Hann var að koma hingað suður og fékk aflann á leiðinni. í dag er verið að landa úr Hvalfelli 270 lestum af fiski, Jóni forseta 240 og Fylki 280. Skúli Magnússon var væntanlegur fyrir hádegi í dag. Ef j-ður er annt um bifreiðina, þá látið smyrja hana reglulega. Smurstöðvar vorar eru búnar full- komnustu tækjum til smurningar á bifreiðum og þér getið treyst því, að þar fáið þér vandaða smurningu á öllum mikilvægustu hlutum bif- reiðarinnar. Munið: Þér hafið aukna ánægju af bifreið- inni, ef bér haldið henni vel við. Látið því smyrja hana að stað- aldri á SHELL-stöðvunum við Reykjanes- og Suðurlandsbraut. /f "T "V SHELL- Olínlíélagið SkeljMiigiii’ ii.f. Ankara höfuðsetur Bagdadbandaiags. Ankara verður framtíðar- höfuðsetur Bagdadbandalags- ins. Staðgenglar ráðherranna í ráðherranefnd Bagdadbanda- lagsins komu saman á fund í gær og tóku ákvörðun þá, sem að ofan greinir. Ekki verður gerð nein breyting á nafni bandalagsins, eins og' sakir standa, þótt Irak sé gengið úr því. G. R. efnir 20 sinnum til keppni í sumar. Síöesta sumarið á vellinum við Eskihlíð. Kappleikanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur hefur ákveðið eft- irfarandi kappleiki í sumar: 2. maí Bogey-keppni ' 9. — Höggkeppni 16. — Hvítasunnukeppni (úrslit 23. maí). 23. — Firmakeppni (úrslit 6. júní). 9. júní Duncan-keppnin 16. — Fjórleikur (2 boltar) 20. — Jónsmessukeppni 23. — Valkeppni 30. — Eclectic-keppni 7. júlí Afmælisb’ikar G. S. 14. — Fjórboltaleikur 21. — Flaggkeppni 25. — Afmælisb. kvenna 28. — Berserkur og Gunnlaugsb. 1. ágúst Höggkeppni 8. — Olíubikarinn (úrslit 15. ágúst). 22. — Meistarakeppni karla og kvenna (úrslit 29. ágúst). 5. sept. Öldunga- og Nýliða- keppni ('úrslit 12. sept). 19. — Greensome 25. — Bændaglíman Einnig er fyrirhugað að halda 36 holu keppni í b.yrjun júlí. Eins og kunnugt er mun þetta vera síðasta sumarið, sem keppt verður á golfvellinum við Eskihlíð og hafa kylfingar mikinn hug á að gera þetta sumar sem eftirminnilegast. — Mikið verkefni bíður G. R. á nýja vellinum við Grafarvog, því að rækta þarf brautir, byggja skála og áhaldaskúr og fleira. NÝ þriggja lierbergja íbú® til leigu á góðum stað I Vog- unum. Þeir, sem gætu útveg- að tveggja herbergja íbúð við miðbæinn sætu fyrir. — Fyrirframgreiðsla. Uppl. á laugardag kl. 3—7 og sunnu- dag kl. 11—2 í síma 33382. (1193 HERBERGI til leigu fyrir reglusaman mann. Öldugötu 27, vesturdyr, efri hæð. — IBUÐ óskast, 1—2 her- bergi og eldhús. Tvennt í heimili. Uppl. í síma 17916 til kl. 6. — (1194 STOFA til leigu fyrir reglusaman kvenmann. — Uppl. eftir kl. 7 á Ásvalla- götu 3. VIL SKIPTA á 3ja her- bergja íbúð 1 steinhúsi á hitaveitusvæði í Austur- bænum fyrir 4ra herbergja íbúð, helzt innan Hring- brautar. — Tilboð, merkt: „íbúðaskipti — 361“ leggist inn á afgr. Vísis fyrir 6. maí. (1201 ÓSKA eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð strax eða 14. maí, helzt á hitaveitusvæð- inu. 2 fullo’rðið í heimili. — Sími 14990. (1188 SÓLRÍKT forstofuher- bergi til leigu fyrir ein- hleypan karlmann. Uppl. í síma 15767. (1191 VANTAR eitt herbergi og eldhús eða aðgang að eldhúsi STRAX. Sími 16318. STÓRT og rúmgott her- bergi til leigu fyrir reglu- saman kvenmann. Uppl. í síma i5262. (H99 TIL LEIGU 2 herbergi og aðgangur að eldhúsi í H1Í0-- unum frá 14. maí til 1. okt. Uppl. í sínia 33106 milli 5 og 7 á morgun. (1190 LJÓSMÆLIR fyrir niyndavél fannst nýlega. — Uppl. í síma 33388. (1204 wsmm BIFREIÐ AKENN SL A. — Aðstoð við Kalkofnsveg. Sími 15812 — og Laugaveg 92, 10650. (53|R

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.