Vísir - 04.05.1959, Blaðsíða 4
rtsiK
Mánudai
«
i iM Í959
♦ HDILUSTA DG HEILBBIGÐI •
Dr. Ralph W. Stacy og rafeindaheili sá, sem hann hefur fundið
upp. Dr. Stacy er hér að stilla vélina til undirbúnings því að
mæla æðaslög sjúklings. Línuritið af æðaslögunum hefur verið
sett í vélina og nú breytir hún því í rafmerki, sem heilinn
vinnur sínar niðurstöður úr.
Rafeindaheilar oy rann-
snkn slagæbasjúkdóma.
Heííamli* vinttít aö greitt-
iatgtt ittturiitt.
Merkar skurötílraunir
lækkaðan líkamshita.
Kæling blóðsins gerir hjarta-
aðgerðir framkvæmanlegar.
Læknar við Duke-Iiáskólann I hjartslátturinn af sjálfu sér og
Dr. Ralph W. Stacy, prófes-
'Sor í lífeðlisfræði við Oliiahá-
skólann, Iiefur ásamt nokkrum
iiðrum vísindamönnum tekizt
að byggja rafeindaheila, sem
hægt er að nota við rannsóknir
og greiningu á sjúkdórftum í
slagæðakerfi líkamans.
Dr. Stacy hefur nú haft þetta
tæki til reynslu í eitt ár í rann-
sóknarstofum háskólans. Var
það notað til mælinga á stærð
slagæða, þensluþoli og sveigju.
Að lokinni þessari reynslu
kveðst dr. Stacy sannfærður
um, að slíkar mælingar á teygj-
anleika æðakerfisins muni
gera læknum kleift að hafa
uppi á sjúkdómum eins og slag-
æðakölkun og háum blóðþrýst-
ingi, meðan þeir eru enn á
3águ stigi, og jafnvel sjá þá
fyrir, áður en þeir hafa gert
,vart við sig.
Áður en þess-i rafeindaheili
varð til í sinni endanlegu mynd,
hafði verið unnið að undirbún-
ingi hans í fjögur ár. Fjárhags-
Jegan stuðning til þessa starfs
Veittu Rannsóknastofnun
Ohio-háskóla, Heilbrigðis-
inálaráðuneyti Bandaríkjanna
og Central Ohio Heart Associa-
tion. Er rafeindaheilinn í raun
og veru þrjú mismunandi tæki,
sem tengd eru saman með ótal
3eiðslum: púlsasveifluvaki, sem
var teiknaður og byggður af
vísindamönnum Ohioháskól-
■ans, sveiflusjá (cathode ray
oscilloscope) og svo sjálfur
heilinn, sem er Donner raf-
■eindaheili. Hann hefur óbil-
andi minni og getur tekið við
-ótal sjúkrasögum og varðveitt
þær til seinni tíma, þegar á
í>eim þarf að halda.
I.ímuit eru tekin.
í Tæki þetta starfar á þann
fcátt, að línurit eru tekin af
æðaslögum sjúklingsins við
hjarta og úlnlið. Sveifluvakinn
breytir æðaslögunum í raf-
merki með sama sveiflufjölda
og leiðir þau inn í sjálfan
,,heilann“, sem síðar vinnur úr
þeim. Niðurstaðan af starfi
heilans birtist síðan á skermi
sveiflusjárinnar.
Með hárfínum tilfæringum á
tækinu kveðst dr. Stacy geta
framkallað mynd af slagæða-
kerfinu og athugað síðan við-
brögð þess við svo að segja öll
hugsanleg skilyrði. *Sýnt hefur
verið fram á, að stærðfræðileg
lýsing á einföldu vatnsleiðslu-
kerfi eigi nokkurn veginn við
um starfsemi slagæðakerfisins.
Árið sem dr. Stacy hafði
tækið til reynslu, rannsakaði
hann æðaslög fimmtán sjúk-
linga í Mayosjúkrahúsinu í
Rochester í Minnesotafylki.
Blindir menn á íslandi töld-
ust við allsherjarmanntalið
1950 samtals 344 eða 2.4 af
þúsundi landsmanna.
Er það nokkru lægri tala
heldur en við næsta manntal
á undan, og hlutfallslega er
hún miklu lægri við mann-
talið 1940 voru 379 íslendingar
blindir, eða 3,1 af þúsundi.
Annars hefur blindratalan við
undanfarandi manntöl verið
svipuð síðan 1920, en í saman-
burði við mannfjölda hefur
hún farið sílækkandi. Það ár
|Næsta skrefið verður síðan að
taka línurit af sjúklingum, sem
vitað er, að þjást af slagæða-
sjúkdómi og láta rafeindaheil-
ann vinna úr línuritunum í
þeim tilgangi að prófa, hve ná-
kvæmur og áreiðanlegur hann
er.
Miðstöð
fyrir marga
Markmið dr. Stacys er, að
framtíðinni verði komið upp
miðstöð, sem læknar í öllu
fylkinu gætu haft beint sam-
band við. Læknarnir gætu þá
I sent heilanum upplýsingar
sínar, og síðan myndi hann
vinna úr þeim og skila niður-
stöðunni aftur til læknanna.
Slíkt hjálpartæki er auðvit-
að aðeins nauðsynlegt í þeim
tilfellum þar sem sjúkdóms-
greiningin er ekki örugg. Og
jafnvel þá er rafeindaheilinn
aðeins hjálpargagn læknisins
og gæti aldrei greint sjúkdóm-
inn á eigin spýtur. Hann er
ekki annað en samstæða af
mjög næmum rafeindatækjum,
sem framkvæma flókna út-
reikninga og leggja síðan út-
komuna fyrir lækninn til þess
að vinna úr henni.
Getnaðarvarnir
ekki ráðlegar.
Fulltrúi Sovétríkjanna á
þingi efnahagsnefndar Samein-
uðu þjóðanna, sem nú hefur
fundi sína í Ástralíu, gerði full
trúa annarra þjóða forviða með
því að leggjast gegn tillögu um
að Asíuþjóðir legðu meira kapp
á notkun getnaðarvarna í þeim
tilgangi að spyma við offjölg-
un þjóða sem hungur herjar á
ári hverju.
Með sömu fjölgun verður í-
búatala Asíuþjóða 3000 millj.
eftir 30 ár, eða tvisvar sinnum
meir en hún er nú. Fólkið á að
bæta lífskjör sín með efna-
hagsaðgerðum en ekki með tak
mörkun á bameignum, sagði
sovézki fulltrúinn.
— 1920 — voru 387 manns
blindir hér á landi, eða 4.1 af
þúsundi.
Af þeim 344 íslendingum
sem voru blindir við síðasta
manntal, voru 184 þeirra karl-
ar en 160 konur. Af þé'ssu fólki
var 78 í Reykjavík, en af öðr-
um kaupstöðum var flest á
Akureyri, 16 manns. Af ein-
stökum sýslum var mest um
blint fólk í Eyjafjarðarsýslu
eða 25 manns, en fæst í Borg-
arfjarðarsýslu og Dalasýslu,
fjórir í hvorri sýslu.
í Denver í Bandaríkjunum
hafa gert mcrkilegar tilraunir,
sem voru í því fólgnar, að
lækka blóðhita sjúklings með-
an á skurðaðgerð stóð.
Var líkamshitinn lækkaður
niður í 27 st. á C. Við það féll
maðurinn í dá, hjartað hætti
að slá og líkaminn þurfti lítið
sem ekkert súrefni.
Það kom í jlós, að við tilraun
þessa var hægt að gera mikla
skurðaðgerð á sjúklingnum,
sem ekki hefði verið unnt að
gera með venjulegum aðferð-
um.
Varð ekki meint
af kælingunni.
Loks var gerð tilraun með
að lækka blóðhita manns niður
í 5 st. C. en síðan var hann
skorinn upp. Að skurðaðgerð-
inni lokinni var líkamshitinn
hækkaður aftur upp í- eðlilegan
blóðhita og varð sjúklingnum
ekki meint af kælingunni og
skurðaðgerðin heppnaðist vel.
Þetta er lægsti hiti, sem reynd-
ur hefur verið á manni.
Þessi kæling blóðsins gerir
læknum kieift að gera skurð-
aðgerðir á hjarta, sem annars
hefði ekki verið tök á að gera.
Hypathermia, eða lækkun
líkamshitans, er aðallega gerð
þegar opna þarf hjartað til
þess að gera þar aðgei-ðir.
Blóðhitinn er lækkaður með
sérstöku blóðhitabreytitæki,
sem er í sambandi við hjarta-
lungna-vél, sem tekur við
starfsemi hjarta og lungna.
Það staazar
sjálfu sér.
Venjulega er starfsemi
hjartans annars stöðvuð með
innspýtingu sérstakrar efna-
upplausnar, en þegar blóðhitinn
er lækkaður nægilega stanzar
Þegar Reykjavík er undan-
skilin virðist bera mun meira
á blindu í Norðlendingum og
Austlendingum heldur en í
Sunnlendingum eða Vestfirð-
ingum.
Meir en helmingurinn af
blindu fólki á landihu er á
opinberu framfæri, eða 217
manns.
Langflest er af blindu fólki
gamalt, 65 ára eða eldri, eða
292 talsins, en mjög lítið af
börnum; aðeins 6 börn til 14
ára aldurs og tvær æskumann-
eskjur á aldrinum 15—24 ára.
er þá hægt að komast að hjart-
anu og opna það. Loks er hægt
að stöðva hjarta-lungavélina
til þess að starfsemi þessara
líffæra hindri ekki skurðað-
gerðina og liggur sjúklingurinn
þá í dái og líkamsstarfsemin
staðnar á meðan. Blóðrás
manns hefur verið stöðvuð
þannig í 12 mínútur, en til-
raunir, sem gerðar hafa verið
á dýrum benda til þess að ó-
hætt sé að stöðva hana í allt
að eina klukkustund. Þegar
blóðhitinn fer að aukast aftur
tekur hjartað til starfa á ný.
Þessi aðgerð gerir lækninum
kleift að „vinna“ við hjartað
án þess að blóðrennsli eða
blæðing trufli, og hjarta-
lungna-dælan getur gengið
mjög hægt ef á þarf að halda á
meðan gengið er frá skurðin-
um. .... ;j
Kælivélin, sem notuð er,
getur lækkað blóðhitann sem
nemur 2 st. F. á mínútu, en
eldri aðferðir, svo sem ísbakstr-
ar voru seinvirkari og tóku allt
að klukkustund og var erfitt
að fylgjast með hitabreyting-
unum.
Hvernig á að
lyfta fargi?
Vísindamenn hafa reiknað
út, að þegar þér lyftið 35 kg.
þunga upp af gólfinu reynist
þrýstingurinn á mjóhrygginn
nema 475 kg. En ef þér lyftið
hlutunum án þess að beygjá
yður í bakinu nemur þrýsting-
urinn aðéins 100 kg.
Þess vegna er betra að beygja
aðeins hnén þegar miklum
þunga er lyft og vera beinn í
bakinu. Því meira sem þér
beygið bakið, því meiri hætta
er á meiðslum af ofreynslu.
Fræðilega talað má segja, að
sú mesta þyngd, sém maður
getur lyft sér að skaðlausu, eí"
hann beygir bakið, sé 65 kg.
Þálfaðir menn í lyftingum geta
lyft allt að 250 kg., en þeir
beygja ekki bakið þegar þeir
æfa lyftingar. Þannig er það
ekki einungis, að það sé hættu-
legt að beygja sig í bakinu
þegar miklum þunga er lyft,
heldur er hægt að lyfta meiri
þunga ef maður er einn í bak-
inu.
Hussein Jordaníukonungur
segir Nasser forséta liafa
viljað Jordaniu feiga og
hamast gegn henni í 2 ár
vegna þess að hún var and-
víg samstarfi við kommún-
ismann.
Uti á landi er mest um
biiuí félk i EvJafirHi.
Itiintintrst fcéitiiar hlatfailsicga
. «»s'i iacsr á iantii.