Vísir - 19.05.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 19.05.1959, Blaðsíða 4
VlSIR Þriðjudaginn 19. maí 1959 ^ÍSIK. DAGBLAS Otgefandl: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H.F. yitlr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eCa 12 blaðsíöur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00„ Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuðl, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðian h.f. Eituriyf á dagskrá. Fyrir nokkrum dögum var frá ■því skýrt í blöðum bæjarins, að tvær stúlkur hefðu fund- izt rænulausar á götu í vest- . urbænum. Vöktu þessi tíð- indi mikla athygli og óhug sló á marga, eins og vonlegt ! er, því að fullyrt var, að stúlkur þessar hefðu verið | undir áhrifum eiturlyfja og I jafnframt var því næstum j slegið föstu að eiturlyfin L hefðu verið fengin hjá her- mönnum. pað eru vissulega uggvænleg tíðindi að ungar stúlkur, eða hver sem er, skuli finnast £ liggjandi á almannafæri eða , annars staðar vegna neyzlu j eiturlyfja. Það brást því , aheldur ekki, að lögreglu- j rannsókn var hafin í máli , þessu, og er henni nú lokið, j að því er mönnum skilst. -i, Skylt er og að rannsaka slík J mál ofan í kjölinn, og skipt- I 'ir að sjálfsögðu engu, hvort J í hlut eiga íslenzkir menn eða útlendir eins og talið var. Virðist sannað að rann- sókninni lokinni að þarna hafi ekki verið um eitur- ; lyfjaneyzlu að ræða, heldur , hafi stúlkurnar neytt svo j mikils áfengis, að þær urðu j ósjálfbjarga, og er slíkt, því miður, ekki ný bóla'í þessu mikla menningarlandi. Þó eru enn á lofti fullyrðingar * um eiturlyfjaneyzlu. Út af máli þessu, sem hér verð- ur að sjálfsögðu enginn dóm- ur á lagður, hafa spunnizt ýmsar sögur. Upphrópanir hafa sézt á prenti um það, að ! óskapleg eiturlyfjaneyzla væri hér orðin almenn, og skiptir þá auðvitað engu, hvort slíkt væri fyrir til- verknað innlendra manna eða erlendra. Sjálfsagt er og skylt, að lögreglan hafi vak- andi auga á slíku, og vitað er, að enginn myndi finnast, er mælti slíku bót. Fyrir nokkru var það fullyrt í útvarpí í áheyrn alþjóðar, að hér í Reykjavík væri hægt að fá öll hugsanleg eit- urlyf, ef menn hefðu ein- hvern áhuga fyrir slíku. Af þeirri fullyrðingu mátti draga þá ályktun, að eitur- lyfjaneyzla væri meiri og al- mennari, en menn gerðu sér í hugarlund en sá, sem tal- aði, blaðamaður, þóttist búa yfir aliri þekkingu í þessu efni. Hann bar hana þó á borð á skökkum stað eins og þegar var bent á í Vísi, því að honum bar að sjálfsögðu að láta yfirvöldunum í té skýrslu um vitneskju sína og hjálpa þeim til að berjast við bölið og sigra það. Úr þessu mun hafa orðið rann- sókn, sem enginn veit þó um árangur af. Yfirvöldin hafa þagað þunnu hljóði, og verð- ur ekki annað af því ráðið en að blaðamaðurinn hafi blaðrar af minna viti en hægt er að krefjast af manni í hans stöðu, eða rannsókn- armennina borið upp á sker þrátt fyrir ágæta hjálp hans. Væri gott ef almenningi væri látin í té nokkur vitneskja um þessa rann- sókn, því að vissulega kem- ur það honum við, hvort eit- urlyf eru eins algeng og auðvelt að afla þeirra og lát- ið hefir verið í veðri vaka. Það er auðveldara að varast hætturnar, ef menn hafa hugmynd um, hverjar þær eru og hversu víða þær geti legið í leyni. Hér með er því skorað á yfir- völdin, að þau skýri frá því, sem vitað er um þetta mál, sem svo mjög hefir verið á . vörum almennings að und- anförnu. Það kann að vera, að yfirvöldin haldi, að þau geri einhverjum gagn með því að þegja um þetta, en það er miklum vafa undir- orpið. 1/iiiii ingarorö: Sölvi Jónsson. Strangara eftiriit. Þótt eiturlyfjáneyzla sé senni- lega ekki eins útbreidd og stundum er fullyrt er þó ; vitað, að hægt er að afla . , slíkra lyfja og sagði lög- reglan einmitt frá dæmi þess í lok síðustU viku. Maður einn fannst ósjálfbjarga á Arnarhóh eftir neyzlu svo- kallaðs „ritalins“, og hefir lögreglan það eftir honum, að hann hafi oft fengið lyf- seðil fyrlr sliku lyfi og lækn irinn jafnvel gefið lionum 1 fé til að kaupa lyfið, ef svo . ' hefir bórið undir, Þ^tta dæmi - virðist benda tii þess, að nauðsynlegt sé að hafa strangara eftirlit eri haft hefir verið með slíkum lyfseðlaskriftum eða af- greiðslu í lyfjabúðum. Með tilliti til þess er einmitt sjálfsagt, að lögreglan verði látin skýra opinberlega frá því, sem upplýst varð í sam- bandi við rannsókn þá á eit- urlyfjaneyzlu, sem efnt var til í vetur og vitnað er í hér að framan. Málið er engan veginn útkljáð þótt rann- sókn kunni að vera lokið um sinn ;— hver sem áránguíinri báíirorðið.' Sölvi Jónsson var fæddur 8. júní 1870, d. 11. maí 1959. — Hann var Skagfirðingur að ætt og uppruna og alinn þar upp. Hann giftist árið 1893 Jónínu Gunnlaugsdóttur, sem einnig var Skagfirðingur. Fyrstu árin bjuggu þau í Skagafirði og á Siglufii’ði, en fluttust svo aust- ur á firði, Reyðjarfjörð og Fá- skrúðsfjörð og bjuggu þar til 1920 að þau fluttust til Reykja- víkur, þár bjuggu þau til dauða dags. Þau eignuðust 9 börn og eru 6 þeirra á lífi, 5 búsett í Reykjavík en 1 sonur í Kaup- mannahöfn. Einn son misstu mistu þau ungan, en tvær dæt- ur uppkomnar. Jónínu konu sína misti Sölvi 25. júlí 1929. Var það stórt á- fall fyrir hann og börnin, sem enn voru í bernsku og litlu dótturdótturina, sem þau hjón- in höfðu tekið til sín er móðir hennar dó. En Sölvi átti í rík- um mæli þá kærleikslund, er reyndi á allan hátt að bæta börnum sínum móðurmissirinn. Hann hélt heimilinu saman fyrstu árin með ráðskonu, en árið 1933 giftist hann Lilju Matthíasdóttur, sem reyndist honum og börnum hans fram- úrskarandi vel. Annaðist heim- ilið með ástúð og góðleik sem aldrei brást til hinztu stundar lífs hans. Fyrstu árin eftir að Sölvi fluttist til Reykjavíkur vann hann við brúarsmíðar, en hvarf brátt frá því og gerðist bóksölumaður. Eg býst við að margir muni Sölva léttan í skapi og fóthvatan með bóka- töskuna, er hann arkaði um göturnar og marga góða kunn- ingja eignaðist hann á þeim ferðum, Sölvi var að upplagi glaðlyndur og skemmtinn! Hann var góðum gáfum gædd- ur og mjög bókelskur, var vel hagorður og kastaði oft fram stökum. í janúar 1926 gekk Sölvi i stúkuna Eininguna nr. 14 og var félagi hennar til dauða- dags. Hann var sannur og góð- ur templar og lét sér annt um haf stúku sinnar og G.T.-Regl- unnar allrar. Gegndi embætt- um í stúku sinni og var oft kos- inn fulltrúi hennar á æðri stig (trúnaðar- og ernbættisstig). Hann var heiðursfélagi stúku sinnar. Sölva var- bindindis- málið hjartansmál. Hann var in sem áfengið orsakaði. Fonur óhapp, böl og niðurlægingu þess að hefta allt þetta ólán, af- stýra óhöppunum og þerra tár- in sem áfengis orsakaði. Konur hans báðar voru honum sam- hentar í þessu og unnu með honum að því, sem öðru, er hann hafði áhuga á. Sölvi var trúrækinn. Trú hans var hrein og traust hans á góðum guði einlægt, Hann var viss um að í öðru lífi fengi hann aftur að hitta horfna ástvini og þar héldi hann áfram að starfa í fegurra, hreinna og betra um- hverfi, þar sem kærleikur guðs væri aflgjafinn og leiðarstejnn- inri. Sölvi var viðkvæmur í lund, mátti ekkert aumt sjá og vildi allra böl bæta. Mun hann tíðum hafa rétt öðrum hjálparhönd, þó hann ekki fliíc- aði því og það jaínvel stund- 'um yfir efni fram. -1 ■ -. ^ ^ Og nú er Sölvi kvaddur heim til þess æðra lífs er hann var farinn að þrá. Nú voru kraftar hans að bila, aldurinn orðinn hár. Mörg spor stigin og mörg handtök tekin, en fram á síð- asta ár bar hann töskuna sína um bæinn jafn beinn en ef til vill ekki alveg eins léttur í spori og fyrr. Börnin hans þakka honum af hjarta, hans ógleymanlegu á- stúð, umhyggju og fórnfýsi, er hann sýndi þeim til hinztu stundar, og þau þakka Lilju stjúpmóðurinni góðu fyrir á- stúð hennar og góðleik og þá framúrskarandi umhyggju er hún sýndi Sölva alla tíð. Og við stúkufélagar Sölva, þökkum honum alla samver- una, allar góðu stundirnar, sem við nutum með honum og- allt hans ótrauða starf í þágu bind- indismálsins. Mætti Regla Góð- templara eiga á hverjum tíma marga slíka félaga, sem hann var. — Svo kveðjum við bróður Sölva og árnum honum fara- heilla á nýjum leiðum. Konu hans og börnum vottum við innilega samúð. Blessuð sé minnins br. Sölva. Kristjana Ó. Benediktsd. PrentaraféíagiÓ - Framh. af 1. síðu. ur gegnt því starfi um langt árabil, en baðst nú einnig und- an kosningu. Óskar Guðnason var kjörinn varaformaður í stað Ellerts Ág. Magnússonar, sem hefur verið það undanfarið og loks var Sigurður Eyjólfsson endurkjörinn í sæti 2. með- stjórnanda. Voru þeir allir kjörnir með miklum atkvæða- mun. Fyrir voru í stjórninni Kjartan Ólafsson gjaldkeri og Jón Ágústsson 1. meðstjórn- andi. Eins og Vísir gat um á sínum tíma, ákvað fundur HÍP, sem haldinn var rétt fyrir mánaða- mótin, að segja upp samningi félagsins við prentsmiðjueig- endur frá 1. júní n.k. og var rætt um kröfur félagsins á fundinum í gær. Höfðu kom- múnistar sig mjög í frammi, og fengu þeir því til leiðar komið, að fundurinn samþykkti að krefjast 15% beinnar kaup- hækkunar og auk þess meiri fríðindi varðandi laugardaga, en gilt hafa undanfarið., „Bifreiðareigandi" skrifar: „Eg hef tvisvar eða þrisvar skrifað nokkrar línur til birting- ar í Bergmáli um „stöðumæla- farganið" svonefnda, þ.e. að farið væri út í hreina öfgar með að fjölga stöðugt stöðumælum, svo að það er verða gersamlega úti- lokað fyrir menn, sem aka í eigin bílum til vinnu, að koma bílum sinum nokkurs staðar : fyrir, vegna þess, að alls staðar eru stöðumælar (eða gular rend- ! ur, þar sem bannað er að leggja ! bifreiðum), en á stöðumælastæð um geta menn aðeins verið stutt an tíma. Eg lit svo á, að þegar hafi verið hér of langt gengið, og hef áður tekið það fram, og mér þykir vænt um, að röggsamlega hefur verið tekið undir þetta í öðru blaði. Það er einmitt það, sem stundum þarf, að sem flestir taki til máls, og að blöðin sam- einist í baráttu, þegar með þarf. Skylt að sjá fyrir ókeypis staeðum? Eg lít nú svo á, að skylt. sé að sjá bifreiðaeigendum, sem aka til vinnu sinnar i bænum, fyrir stæðum, a. m. k. eigi að vera völ á opnum svæðum, á þó nokkrum stöðum, þar sem menn geta lagt bilum sínum endurgjaldslaust, þar sem þeir létta á strætisvögn- um, sem alls ekki geta annað fólksflutningum á viðunandi hátt á þeim tímum, sem flest fólk þarf að fara til vinnu eða komast heim úr vinnu. Á þetta ber einnig að líta. Fari svo frám, sem verið hefur, er ekki annað sýnna, en að þeir, sem eiga bif- reið, verði að hætta þeirri notkun bíla, sem hér um ræðir. Yrðu þá allir að fara með strætis- vögnum í vinnu og úr vinnu. — Það yrði skemmtilegt ástand, þar sem þegar er troðið svo i vagnana, þegar mest er að flytja, að þessu munu vart dæmi í menningarlöndum. Annar bifreiðareigandi skrifar um „rúntarana" — og hvort nokkuð græðist á að loka göt- unum í miðbænum hvað eftir annað, vegna framferðis-„rúnt- aranna“, sem hann svo nefnir: Það er stórfurðulegt að ekki skuli vera hægt að finna ein- hverja betri lausn á 'vandamál- inu um „rúntarana" í Aústur- stræti á kvöldin, heldur en þá að íoka götunni alveg fyrir alla veg- farendur. Eg verð að segja að mér þykir það fjandi hart að mega ekki aka þessa götu heim til mín, þar sem ég bý í vest'ur- bænum, ef ég skrepp eitthvað upp í bæ á kvöldin. Þess í stað verður maður að þola endalausa bið í Bankastrætinu, því umferð- in gengur helmingi hægar, þeg- ar Austurstrætinu er lokað, og. aka svo ýmsa útúrdúra til þess að komast í vesturbæinn. En þó er nú ekki því að heilsa,. að þetta umíerðarbann nái sin- um tilgangi, því að það er eins og „rúntararnir" finni alltaf ein- hverja smugu til að komast inn. _ í sitt heittelskaða Austurstræti, fara þá eftir Pósthússtrætinu þangað inn, og svo í eilífa hringi. Eg á oft' erindi í verzlunarhús í Austurstrætinu á kvöldin, og er og er þá með ýmsa pakka og pinkla meðferðis. Eg verð þá að- gjöra svo vel áð parkera ein-' hvers -. staðar langt í burtu, og labba með þá langar leiðir til að komast á leiðarenda. Hvað græðist á þessu? Spurningin, sem ég er þá allt- af að velta fyrir mér, cr sú.hvort lögregtón 'lwíi' bara hremksa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.