Vísir - 06.07.1959, Síða 10
10
V1SIR
Mánudaginn 6. júlí 1959
CECIL AT. .
QT. ^A/Aumtun
LAURENT: d
x ÐOJV JÚANS
-K A
61
Karólína hafði sezt fyrir framan dálítinn spegil, en Pllar
byrjaði að krækja upp kjólinn. Karólíria andvarpaði af ánægju,
-en hún gat lagt frá sér kjólinn, og Pilar horfði sem frá sér numin
á hið gullna hár hennar, sem bylgjaðist niður perluhvítan
hálsinn.
Pilar lokaði augunum. Hún varð feimin við að sjá þessa kven-
legu fegurð og skammaðist sín fyrir feimni sína. Og svo hafði
það þau áhrif á hana, að sjá hárið gullna, að hún minntist Juans.
Mundi nú allt heppast? Áður en af stað var lagt hafði skip-
-stjórinn greitt hásetum aukaþóknun til þess að vera á verði, ef
þeir sæju fiskibátinn með rauða seglinu, en hvernig var hann
^kapi farinn nú.
Hún sneri sér undan meðan Karólína, sem stóð úti í horni,
•og færði sig í náttkjólinn.
— Ó, hvað mér líður betur, sagði Karólína, — flýtið yður nú
að afklæðast.
Pilar roðnaði og fór að fara úr kjólnum, en Karólína virti hana
fyrir sér.
— Þér hafið fallegar herðar, kæra barn. Og nafn yðar er
Þljómfagurt. Hvílíka aðdáun þér munduð vekja í París! Það eru
•ekki margar franskar stúlkur, sem hafa svona fagurt, tinnudökkt,
;gljáandi hár sem þér.Og heldur ekki svona aðdáunarvert olíu-
litað hörund.
Frúin er víst að gera að gamni sínu.
— Nei, nú talið þér þvert um hug yðar, stúlka litla. Þér hljótið
að vita hve fegurð yðar er aðdáunarverð, en til þess að sarinfæra
yður um einlægni mína skal eg gera játningu fyrir yður: Þér
•eruð yndisleg, ung stúlka, en kunnið ekki að klæða yður.
Pilar setti dálítinn stút á litla munninn. Hún hafði efast um,
;nð hún væri fögur, en hún hafði verið alveg sannfærö um, áð
liún kynni að klæðast smekklega og glæsilega.
— Eg meina þetta vel, kæra barn, sagði Karólína, án þess að
■skeyta um hvað Pilar hafði þótt, en gylltir skór hæfa ekki um
mitt sumar, og víst fer yður gult vel, en hvítt mundi kiæða yður
miklu betur. Og engin kona klæðist lengur tvöföldum undirkjól.
Þeir eru löngu úr tízku.
— Ef þér kæmuð í heimsókn til mín til Parísar mundi eg sjá
um, að þér yrðuð sú nýstjarna samkvæmislífsins, sem allra augu
mændu á. Allir myndu tala um hina fögru Andalúsíumey.
— En, frú, er er ekki andalúsísk.
-----, það gerir svo sem ekki neitt. Frakkar ætla allar spán-
verskar konur Andalúsíukonur. Og kallið mig nú ekki frú, heldur
Karólínu. í fyrsta lagi ættuð þér að klæðast hvítu, kannske líka
rauðu til tilbreytingar, bera herðaslá, eða vera í rauðum skóm
oða bera mússilinssjal. Ekki með skærum lit, heldur mött-
um, sem fer vel við hár yðar.
Karólína þagnaði skyndilega, því að hún hafði komið auga á
sokkabönd stúlkunnar.
— En, kæra barn, þessi sokkabönd eru blátt áfram hlægileg.
Hún klappaði saman lófunum eins og hún væri steinhissa. — Eng-
in kona spennir á sig sokkabönd nú, allar. nota „rósettur“. Vitan-
lega eruð þér svo ungar, að það skiptir ekki verulega máli,
hm .... hve gamlar eruð þér annars?
— Eg verð sextán næst.
— Þá hafið þér ferðast meira en eg á þessum aldri. En nú
eruð þér víst út úr þreyttar, barnið gott. Hvar er náttkjóllinn
yðar?
Pilar hrissti feimin höfuðið. Hún hafði ekki hugsað út í að
hún myndi þurfa á náttkjól að halda.
— Ef þessi gamli kvennaveiðari hefði ekki komið Jeanette
fyrir svona langt í burtu hefði eg getað lánað yður einn af mín-
KVðLDVÖKUNNI
Birgir er fjögurra ára og er í
smábarnaskóla. Heima hjá hon-
um hefir fjölskylda hans mik-
inn áhuga fyrir líkbrennslu.
Dag nokkurn er Birgir sendur
um. Töskurnar mínar eru þar inni, en mig langar ekki til þess í bæinn fyrir mömmu sína og
að fara út í göngin á miðri nóttu. j notar þá 25 aura, sem af gengu
—Þegar þær höföu komið sér fyrir í kojunni, sem bezt þær og kaupir sér sælgæti fyrir þá.
gátu sagði Pilar: jMóðir hans er mjög hneyksluð
— Segið þér mér annars, hvað vildi skipherrann mér?
— Getið þér ekki giskað á það?
— Nei!
— Verið þá ekkert að brjóta heilann um það, sagði Karólína
og vék sér þannig undan að svara beint. En hann hafði ekkert
fallegt í huga. Og sannast að segja finnst mér hann viðbjóðs-
legur.
Pilar skildist, að það var til að breyta urn viðræðuefni, sem
Karólína sagði:
— Eg held eg ætti annars að bragða á töfradrykk skipherrans.
Það er svo heitt og mollulegt, að eg held að það geti vitað á óveð-
ur. Viljið þér ekki fá nokkra dropa?
— Nei, þökk fyrir, mér líður ágætlega. Eg er svo syfjuð, að eg
þarf ekkert svefnmeðal.
En eftir tvær stundir hafði Pilar ekki enn komið dúr á auga.
Allt hringsnerist í höfðinu á henni. Hún gerði sér í hugarlund,
að fiskimaðurinn og Juan hefðu lent í bardaga, Juan beðið ósigur
og verið varpað út í sjóinn, og drukknað, og svo hugsaði hún
um hvernig skilja bæri það, sem Karólína hafði sagt um .skip-
herrann, að hann hefði ekki haft neitt gott í huga, og loks
blönduðust saman við þessar hugrenningar draumar um glæsi-
legan fatnað og samkvæmislífið í París.
Það var orðið svo heitt og mollulegt í káetunni, að hún gat j
ekki dregið andann. Hún þorði vart að hreyfa sig af ótta við að .
vekja landstjórafrúna, sem hvíldi við hlið hennar. Ó, hvað það ar,,1 11 a ,r ur’ ?,af"
hlaut að vera svalt og yndislegt uppi á þilfarinu. Henni varð
hugsað til hásetans á verðinum. Ef hann skyldi nú hafa sofnað?
Þá myndi ekkert stoða þótt Juan hrópaði úr bát sínum af öll-
um lífs og sálar kröftum. Myndin af Juan í þessari raun var svo
öflug, að hún ákvað að fara upp á þilfar og sannfærast um, að
hásetinn væri á verði.
Óvart kom hún við kné landstjórafrúarinnar, er hún smokraðl
á þessu og segir kennslukon-
unni í smábarnaskólanum frá
því. Og hún segir þá við Birgi:
„Börn, sem skrökva fá ekki
að koma til Guðs.“
Birgir svarar með ljómandi
brosi:
„Það gerir ekkert til, því að
það á að steikja okkur heima.“
í Tapei á Formósu kom lög-
reglan til að rannsaka fregnir
um svikastarfsemi Yang Yung-
wei. Yang bað þá kurteislega að
fá sér sæti — og þegar þeir
voru seztir niður í rólegheitum
— flýtti hann sér út úr stof-
unni og læsti þá inni!
★
Dýragarðsmatur. í Manhatt-
an átu gestir landkönnuða
þessa rétti: Sænskt kalt borð
anska snáka glóðarsteikta,
steikt japönsk mauraegg,
steiktar engisprettur, súrsaðar
afrískar hunangsflugur, endur
frá Bombay, fyllta kolkrabba
soðna í bleki sínu, steikta sels-
hreyfa, harðsoðin kornhænu-
egg, saltaða hvalpöru, bita af
sér úr kojunni, en hún hreyfði sig ekki, lá á bakinu með opinn hreindýrasteik, glóðarsteikta
munninn, dró andann þungt og virtist sofa mjög fast.
Pilar smeygði sér í ferðakápu sína yfir undirfötin og stakk
fótunum litlu í gylltu skóna og fór út i göngin. Uppi á stjórn-
pallinum var lygnt og svalt og hún andaði að sér sjávarloftinu
og leið þegar miklu betur. Háseti gekk við og við um þilfarið, sem
var að öðru leyti mannlaust. Pilar hneppti að sér kápunni og gekk
að borðstokknum.
Skipið leið áfram mjög hægt, tignarlega, fannst henni, haf-
golan var þó næg til að seglið bungaðist út, en það dugði ekki
til að auka hraða skipsins verulega. Pilar skimaði í allar áttir.
Ef bátur kæmi í ljós og ef einhver kallaði, mundi hún þá þekkja
þann, sem það gerði, ef það væri Juan?
Meðan hún stóð þarna og naut svalans komst ró yfir hugsanir
hennar, en allt í einu heyrði hún sagt að baki sér:
— Aldrei hefur svo fagur skipstjóri verið á skipi minu.
Hún sneri sér snöggt við. Kharanch hafði komið án þess hún
yrði þess vör og hallaði sér fram á borðstokkinn við hlið hennar.
— Eg ætlaði bara að draga að mér ferskt loft, sagði hún
óörugg.
— Fagrar konur og fagrar nætur, það er tvennt, sem fer vel
saman.
Hann lamdi pípuhausnum við borðstokkinn, fyllti pipuna og
mælti rólega:
— Vitið þér, að þetta uppátæki yðar gæti haft hættulegar
afleiðingar?
— Hvernig þá? spurði Pilar og hugsrði nú um aðvaranir,
E. R. Burroughs
WriH TAIL EXTEMp’EC7 ANPQUIVEEINS,
TALONS BAIJEri, NU/AA SPÍSANS
TOVVAEP HIS QUAEEV.
TARZAIM -
3019
THE CONVICT STOOP
PAEALVZEP, HIS EYES
BULSINS IN Hoeeoe—
THE TEPEICIC IMPACT CEASHEP PAVIP
STEELTD THE PECE. HIS HEAP TOOIC THE '
BEUNT OF THE EALL CAUSINS INSTANTANEOUS PEATh!
Varðmaðurinn á skútu
Davids Steel gat sér enga
björg veitt og féll fyrir ap-
anum Akut. —
Svo kom
Í
óhugnanlegt árásaröskur frá
Tarzani og dýrum hans, sem
nú stukku inn fyrir
stokkinn.
borð-
ítalska spörfugla, steikta agave
mexikanska, hrá kálfaaugu
amerísk.
Vittoriode Sica er mjög heill-
andi maður, sem þekkir dálítið
lífið og ástina.
Hann sagði fyrir nokkru:
Lífið er einkennilegt. Þarna
tautar maður eitt einasta orð
fyrir altarinu — og er þá gift-
ur. Og svo muldrar maður eitt
einasta orð í svefni! og er þá
skilinn!“
Alþjóðabankinn
aðstoðar svarta.
Alþjóðabankinn hefur veitt
lán að upphæð 35 millj. dollara
til námufélags í Gabon-lýð-
veldinu í Frönsku Mið-Afríku.
Lánið er veitt til vélakaupa
og ýmissa umbóta, m. a. 70 km.
stálvírabrautar (flutninga-
vagnarnir renna neðan í stál-
vírum milli turna) og til lagri-
ingar um 290 km. járnbrautar,
til að greiða fyrir flutningum
á málmgrýti, sem mangan er
unnið úr, til hafnar (Pointe
Moire) við Atlantshaf.
Veðuríarið —
Framh. af 3. síðu.
leita út í geiminn og aukast
enn að mun og enn mundi hitna.
Það er einróma álit hinna
amerísku fræðimanna, að menn-
irnir muni fýrr eða seinna seil-
ast inn á umráðasvæði veður-
guðanna, hvort sem það verður
okkur til góðs eða ills.
1