Vísir - 10.07.1959, Blaðsíða 9
röstudaginn ÍO. júH 1959
VÍSIR
Kvenlögreglan —
Framhald af 3. síSu.
ei'fitt fyrir þær, sem þurfa að
gæta bús og barna að stunda
þetta starf?“ spyr ég.
60% kvennanna eru giftar og
tvær af hverjum þremur þeirra
eiga barn eða börn. Þrjár þeirra
eiga fjögur börn. Fjörutíu lög-
reglukonur eru giftar lögreglu-
þjónum. Hinar giftu hafa engu
minni áhuga á starfinu en þær
ógiftu. Þær vilja sanna, að fjöl-
skylduböndin séu ekki fjötur
um fót.
Eitt af skilyrðunum til þess
að fá þessa stöðu er að vera
amerískur ríkisborgari. En það
éru margra þjóða konur meðal
lögreglukvennanna, — þýzkar,
ungverskar, rússneskar o. s. frv.
Við höfum tuttugu og fimm
negrakonur í „herdeild“ okkar.
í negrahverfinu Harlem er
nauðsyrtlegt að hafa svertingja-
konur við lögreglustörf. Hvít
lögreglukona myndi þegar í stað
vekja hættulega mikla athygli.
Já:, svo höfum við eina norska
dömu í lögregluliði kvenna.Hún
heitir Evelyn Halvorsen."
Mrs. Melchionne hringir aft-
ur í innanhússsímann. Ég verð
að lofa því hátíðlega, að birta
ekki neina ljósmynd af Evelyn,
og ekki heldur spyrja hana
hvaða hlutverk hún hafi við að
glíma þessu sinni. Slíkt er
leyndarmál.
Evelyn er frá Porsgrunn í
Noregi og býr hjá móður sinni
í hinu norska hverfi í Brooldyn
— Bay Ridge. Hún kom til
Bandaríkjanna, þegar hún var
mjög lítil. En þó er allmikið
norskt við hana, og ég tala við
hana norsku. Ég er dálítið
hreykin af því, að Noregur skuli
eiga hlutdeild í því að halda
uppi röð og reglu í New York-
borgar undirheimum. Evelyn
sagði mér, að hún hefði unnið
hjá tryggingarfélagi áður en
hún gekk í kvenlögregluna. Hún
kvaðst hafa viljað leysa af
hendi eitthvert þjóðnýtt starf.
Þess vegna gaf hún sig fram
til lögreglustarfa, og sagðist
ekki sjá eftir því.
„Komið þér oftar fram í borg-
araklæðum en einkennisbún-
ingi?“
„Venjulegast í borgaraklæð-
um. Innan lögreglunnar er sá
búningur nefndur „plain
clothes“ (venjulegur eða óbrot-
inn búningur). Gildir hið s'ama
nafn um kvenfólk og karlmenn
í þessu tilliti. En á sumrin hef
ég meðal annars dvalið á bað-
ströndum til þess * að leita að 1
týndum börnum. Þá geng ég |
í einkennisbúningi.11
Evelyn kvaðst meðal annars
stundum hafa farið í bíó með
einhverjum félaga sinna, og þá
einkum fyrri hluta dags. Þær !
til í salnurn, og hafa engan á-
huga á kvikmyndinni. Þegar
lögreglukonan, sem situr fram-
arlega í salnum, hefur gengið
úr skugga um, að einhver karl-
maður hefur orðið of áleitinn,
tekur hún um höfuðið. Er þetta
tilkynning til starfssysturinnar
um, að nú skuli þær hefjast
handa.
Þá fara þær til marínsins og
setja handjárn á hann.
„Annað starf hef ég oft haft
með höndum," sagði Evelyn.
„Það er viðvíkjandi „betting“
(veðmálum). Eins og yður er
kunnugt, er mikið um meðmál
hvarvetna í Bandaríkjunum í
sambandi við hnefaleika, glím-
ur, hestaveðhlaup o. fl., sem
heyrir undir fjárhættuspil.
V eðmálaumboðsmennirnir
taka ekki við „bets“ frá öðrum
en föstum viðskiptavinum, sem
þeim er kunnugt um að hægt
er að reiða sig á. Það er því
erfitt fyrir óviðkomandi að
komast í samband við umboðs-
mennina. Það er nauðsynlegt að
vinna traust þeirra? Ég þykist
ætíð vera hjúkrunarkona og
segist annast ríka konu, sem
búi í nágrenninu. Ég eigi að fá
„bets“ fyrir hana. Við starf okk-
ar er nauðsynlegt að vera gædd
ímyndunarafli og uppfinninga-
semi. Þá er nauðsynlegt að geta
svarað vel fyrir sig, og láta ekki
veiða sig í orðaskiptum. Án
leikarahæfileika verður þetta
starf ekki stundað svo vel sé,
Aldrei má koma upp um sig.
Ef svo fer, er allt tapað.“
„Þér hafið nú fengið svo
mikla þekkingu á veðreiðum
og hnefaleik, að þér gætuð sjálf
veðjað með góðum árangri,11
sagði ég.
„Nei,“ svaraði hún með á-
herzlu og í ásökunartón. Af
okkur er fyrst og fremst kraf-
izt, að við sýnum óaðfinnanlega
skapgerð.“
Mér létti. Evelyn stóðst próf-
ið.
Jóh.'Scheving þýddi
bíósýningar sækja einkum hús-
mæður, sem eigi eiga heiman-
gengt á öðrum tímum. Hafa þær
börnin með sér. Til þess að
vernda konur þessar gegn á-
leitni „kvenhollra“ mann eru
lögreglukonur sendar í bíóin.
Þær eru ætíð tvær saman á
hverri bíósýningu. Önnur þeirra
situr venjulega í miðjum saln-
um, en hin aftarlega. Þær fá
góða æfingu í þessu starfi áður
Jangt um líður. Hinir áleitnu
anenn eru sífellt að flytja sig
Indónesar auka
vopnakaup sín.
Fregn frá Jakarta herniir, að
Indónesíustjórn hafi gert
saminga um vopnakaup við
ýmis lönd.
Yfirmaður hersins í Achmed
Jani er nýkominn heim úr
miklu vopnakaupaferðalagi, en
hann gerði samninga um slík
kaup í Bretlandi, Vestur-Þýzka
landi, Júgóslavíu, Svíþjóð,
Danmörku, Ítalíu og Pakistan.
Jani hershöfðingi segir, að
vopnin séu keypt einvörðungu
vegna öryggis innanlands, og
muni nú verða lagt aukið kapp
á, að sigrast á uppreistarmönn-
um.
Þessi yfirlýsing hans kom í
kjölfar lausnarbeiðni Djuanda
forsætisráðherra, en þá lýsti
Sókarnó forseti yfir, að bylt-
ingarstjórnarskráin frá 1945
væri aftur gengin í gildi. „Hér
eftir verð eg bæði forseti og
forsætisráðherra,“ sagði hann,
„en eg verð ekki einræðis-
herra."
í ferffaáœtlun Feröaskrifstofu
Páls Arasonar fyrir sumarið
1959 eru áœtlaðar 27 sumar-
leyfisferðir, en auk þeirra verða
farnar ein eða fleiri helgarferð-
ir urn hverja helgi yfir sumar-
mánuðina. Áætlunin nú er
svipuð þvi, sem hún var s.l.
sumar, en þó hefur ferðunum
fjölgað úr 25 í 27. Er hér um
að rœða ferðir, sem taka frá
7—16 daga hver.
Fyrsta ferðin heíst 19. þ. m.
og er þá hringferð, þar sem
fyrst er farið austur í Öræfi og
þaðan áfram hringinn kringum
landið. Vinsældir þessara hring-
ferða hafa farið sívaxandi hin
síðari ár og áætlar Ferðaskrif-
stofa Páls Arasonar ekki færri
en 8 slíkar ferðir í sumar. En
auk þess eru svo ýmsar aðrar
ferðir, eins og t. d. 10 daga ferð
um Suð-Austurland, Norður-
land, Miðhálendið, Fjallabaks-
leið, Kerlingarfjöll og Arnarfell
og Vestfirði, svo eitthvað sé
nefnt. í fyrra var aðeins farin
ein ferð um Miðhálendið og ein
ferð um Fjallabaksveg, en í
sumar verður efnt til tveggja
ferða báðar þessar leiöir, og
verða þær farnar upp úr miðj-
um júlí. Þessar ferðir reyndust
vera ákaílega vinsælar s.l. sum-
ar. Þess má geta til gamans, að
eitt sinn á s.l. sumri voru á veg-
um Ferðaskrifstofu Páls 70
manns í einu norður á Sprengi-
sandi. Þátttaka var mjög góð
í þeim ferðum, sem Ferðaskrif-
Páll Arason ráðgerir 27
ferðir um landið í sumar.
A5sókn meiri en nokkru sinni áður.
stofa Páls efndi til s.l. sumar.
Ástæða er til þess að benda
sérstaklega á Vestfjarðaferðina
í sumar, en mjög lítið er um
að efnt sé til skemmtiferða
þangað. Þetta er þó í þriðja
sinn, sem Páll Arason efnir til
slíkrar ferðar, en vafalaust má
telja, að ferðir til Vestfjarða
verði í framtíðinni mjög vinsæl-
ar meðal þeirra, sem ferðast
vilja um landið og sjá fegurð
þess og hrikaleik. Um verzlunar
mannahelgina verða a.m.k. farn-
ar tvær ferðir, ferð um Kjöl,
þ. e. Kerlingarfjöll og Hvera-
velli og önnur í Þórsmörk. 1
Þá má geta sérstaklega um
þrjár ferðir, sem farnar verða
um Suð-Austurland og taka 7—
10 daga. í þessum ferðum hefst
ferðin með því, að flogið verður
annaðhvort til Egilsstaða eða
Fagurhólsmýrar, en ekið þar á
milli. í fyrra var- einnig farið
í þrjár ferðir þessa leið, og voru
þær einstaklega vinsælar og
heppnuðust mjög vel, enda von,
þar sem óvíða á íslandi mun
vera fallegra og sérkennilegrá
landslag en einmitt á þessari
leið.
Ferðaskrifstofa Páls sér um
fæði og gistingu fyrir ferðafólk-
ið, þar sem þess gerist þörf, og
útvegar einnig þeim, sem þess
þurfa með, tjöld.
Yfir móðuna miklu.
Frá fréttaritara Vísis.
Winnipeg í júní.
Ymsir mætir og merkir fs-
lendingar, sem staðið hafa eins
og klettar úr hafinu og barizt
hafa af heilum huga fyrir varð-
veizlu og eflingu íslenzka máls-
ins í Vesturheimi, eru nú óðum
að týna tölunni, eins og sjá má
af línum þeim sem hér fara á
eftir.
Einar Páll Jónsson, skáld og
^ ritstjóri vikublaðsins „Lög-
j bergs“, í síðast liðin 42 ár, and-
aðist í almenna spítalanum í
Winnipeg, miðvikudaginn þann
27. maí 1959, þá 78 ára.
Einar var gleðimaður mikill
og vimargur, skemmtilegur
og tryggur vinur vina sinna.
Sögumaður var hann góður á
yngri árum og lék vel á orgel.
St. Bernhards hundurinn fær kexið sitt. Telpan sem lætur það
upp í hann gapir ósjálfrátt og það verður mörgiun á þegar þeir
mata aðra.
j Hann var sonnur íslendingur,
elskaði land sitt og þjóð, var
athafnamaður mikill og öflugur
j stuðningsmaður allra félags-
mála fslendinga vestan hafs, þó
mest kvæði að starfi hans í
Winnipeg og grennd í samstarfi
með löndum sínum. Hann reit
margar hvatningar og eggjunar
greinar í Lögberg til íslendinga
um ýmiskonar íslenzka félags-
starfsemi og viðhald og efling
íslenzkrar tungu í Vesturheimi,
að vera vakandi á verði.
Bræður Einars eru tveir á
lífi, Gísli Jónsson skáld og rit-
stjóri Tímarits íslendinga í
Vesturheimi og S. Jónsson á
íslandi.
Einar lifir kona hans Ingi*
björg, sem hefur verið meðrit-
stjóri Lögbergs um nokkurra
ára skeið, og séð um útgáfu
þess að mestu leyti ein eftir að
< Einar varð veikur og gat ekki
sinnt starfi sínu.
★
Kristján Jakob Jónasson, 77
ára, frá Víðir, Manitoba, and-
aðist á föstudaginn þ. 29. maí
1959 í Johnsons Memori spít-
alanum að Gimli, Man. Kona
hans, Steinunn, andaðist 1946.
Hann lætur eftir sig tvo syni,
Bjössa og Steina, þrjár dætur,
VTrs. Konráð Sigursson, Helga
ig Mrs. J. Björnsson og fimm
barnabörn og eitt barna-barna-
harn. — Jarðarförin fór fram
\ mánud. að Gimli og Víðir.
★
Mrs. Kristbjörg Margaret
Guðrún Dzyds, 43 ára frá Ár*
les, Man., andaðist á fimmtud.
18. maí 1959 í almenna spítal-
inum í Winnipeg. Hana lifir
maður hennar, Michael, einn
'onur Barry, þrjár dætur,
Linda, Diane og Donna, móðir
hennar, Mrs. Elín Sigurðsson
og einn bróðir Stephan Sigurðs-
son og þrjár systur, Mrs. Oscar
Otter, Mrs. Oscar Bjarklund og
\4rs. Bill Carr. Jarðarförin fór
'ram frá Arnes, Man., þriðju-
iaginn 2. júní frá lútersku
kirkjunni. i
★
Albert M. Ólafsson 53 ára,
frá Parkview St., Winnipeg,
andaðist 31. maí 1959. Hanrt
'tom til Canada 1927 og vann.
hjá General Electric félaginu
um nokkurra ára skeið. Hanrt
var við No. 5 Air Observers
ikólann í fyrra veraldar stríð-
inu. Kona hans, Ina andaðist
fyrir tveimur mánuðum síðan*1
Þau áttu einn son, John og tvæjé"
Frh, á bls. 10. |
t