Vísir - 16.07.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 16.07.1959, Blaðsíða 8
■kkert M»8 n édýrara f áskrift en Viair. t-*H« fen ySur fréttir »* annaS loatearefnl keln — án fyrirhafnar af ySar hálfu. Siml 1-16-SC. VXSIH Fimmtudaginn 16. júlí 1959 MuniS, aS þeir, tem gerast áskrifendsr Vísis eftir 10. hvera mánaðar, fá hlaStS ákeypia til mánaðamóta. Sími 1-16-6«. Afdrifaríkt stáliðnaðar- verkfall vestan hafs. Stungið upp á skipun rann- sóknarnefndar. Samband stáliðnaðarmanna í 'Bandaríkjunum hefur stungið upp á, að skipuð verði rannsókn arnefnd, er fái það verkefni að rannsaka orsakir verkfallsins í stáliðnaðinum, og verði Earl Warren, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna formaður nefnd arinnar. Þrátt fyrir það, að allmiklar ^stálbirgðir hafa safnast fyrir í Bandaríkjunum á undangengn- tam tíma, er búizt við, að verk- 'fallið fari fljótt að segja til sín í öðrum greinum, m. a. í bif- ■reiðaiðnaðinum, og dragist það -á langinn getið það leitt til þess, að tugir þúsunda starfsfólks, ef 'til vill svo hundruðum þúsunda Ækipti, missi atvinnu um stund- arsakir. Verkamenn krefjast 15—20% kauphækkunar, en meðalkaup er nú 3.19 dollarar á klst. Vinnu "veitendur hafa neitað að semja á þeim grundvelli, að kaup eigi ekki að breytast nema eftir framfærsluvísitölu. Á þetta sjónarmið vilja verkamenn ekki fallast og benda á, að hagnaður af rekstri stáliðijuveranna hafi verið svo mikill, að því verði ekki haldið fram, að þess vegna sé ekki unnt að verða við kröf- unum. Ekki er enn kunnugt um tindirtektir við tillögunni um skipun rannsóknarnefndarinn- -ar. Verkföll í stáliðnaði Banda- Osökkvandi tundurspillir. í New Bedford í Bandaríkj- unum hefur verið hleypt af stokkunum nýjasta herskipi Bandaríkjanna. Er það tundurspillir og fékk heitið Long-Beach. Hann er sagður eins rammger og kjarn- orkukafbátar Bandaríkjanna — svo rammger, að talið á að vera nokkurn veginn öruggt, að ekki sé hægt að granda honum með sprengjuárásum úr lofti. ríkjanna hafa alltaf haft víð- tækar afleiðingar og óttast menn, að sú verði enn reyndin, nema úr rætist fljótlega, en á því eru ekki horfur. Erling Bl. ákaft fagnað. í hiinum bjarta og skemmti- lega samkomusal Melaskólans fóru fram í gærkvöldi 4. tón- leikar Kammermúsíkklúbbsins, og þar var kominn sjálfur Er- ling Blöndal Bengtsson með sellóið sitt. Honum var ákaft og innilega fagnað af áheyrendum, bæði í upphafi, inni í og að loknum tónleikunum. Hann byggði mjög skemmtilega upp verka- skrána, en hún hófst á sónötu í d-dúr op. 102 nr. 2 eftir Beet- hoven, þá svíta nr. 5 í c-moll fyrir einleiksfiðlu eftír Bach og loks sónata í e-moll op. 38 eftir Brahms. ' ■ ’r ,' Þessara ágætu tónleika verð- ur nánar getið hér fyrir helgi. í gær bárust rannsóknarlög- reglunni upplýsingar um að frézt hafi til ferðar Bogá Guð- mundssonar, til Hafnarfjarðar á sunnudaginn. Áður var búið að fréttast um ferðir Boga á Miklatorgi, skömmu eftir að hann hélt heiman að frá sér á sunnudag- inn. Nú hefur komið í ljós, að Bogi fékk leigubifreið þar hjá Miklatorgi og ók með henni til Hafnarfjarðar. Fór hann úr skammt frá elliheimilinu og greiddi bílleiguna. Það er það síðasta, sem til hans hefur spurzt. Þessar upplýsingar urðu til þess, að leit var enn hafin í gærkvöldi í nágrenni Hafnar- fjarðar, en árangurslaust. Bent Bjarnason rakari opnaði nýlega vistlega rakarastofu að Langholtsvegi 128 og sýnir myndin, að 'þar er snyrtilega frá öllu gengið. ismaður Frakka í New York, Fyrir nokkru voru 75 ár lið- in frá því að franska þjóðin gaf Bandaríkjun um styttu af frelsisfyðjunni, sem stendur við innsiglinguna til New York. Gjöf- in var í tilefni af því, að 100 ár voru þá fyrir nokkru liðin frá frelsisstríðinu. Á 75 ára afmæli styttunnar færðu Bandaríkjamenn Frökkum að gjöf brjóstmynd af Abraham Lin- coln. Lengst til hægri á mynd- inni er aðalræð- sem veitti gjöfinni viðtöku. Verkfallsátök í Sidney. Til átaka kom í morgun milli lögreglu og verkfallsvarða við ítalska skipið Róma í Sidney í Ástralíu. Átti að flyíja birgðir út í skipið, en verkfallsverðir reyndu að hindra það. Fjórir menn voru handteknir. Skipshöfnin á Róma mun hafa neitað að taka þátt í far- mannaverkfallinu. Sambandsstjórn verkalýðsfé- laganna hefur tilkynnt, að ef áframhald verði á því, að beitt verði lögregluvaldi, geti til þess komið að öll vinna við höfnina í Sidney verði stöðvuð. Fegurðardísir safnast til Kaliforniu. A.£mœlisntótið: Finninn Strand sigraði með yfir- burðum í 100 metra hlaupi Hörður Haraldsson hljóp 400 metrana á 49,5 sek. í gœrkvöldi jór fram á Laug- Ól. Unnsteinss., H.S.H. 6.33 ardalsvellinum fyrri hluti af- mælismóis Ármanns í frjálsum 'íþróttum. Hefur félagið boðið liingað tveimur erlendum gest- um til keppni í þessu tilefni, og eru ' báðir finnskir. Annar þeirra’.keppti í' gærkvöldi, 'spretthlauparinn Borje Strand, og sigraði hann með yfirburð- um í 100 m. hlaupi. Síðari hluti mótsins fer fram á Meíavellinum í kvöld og kepp- ir þá hinn gesturinn, sleggju- kastarinn Korppu. Hann mun hafa kastað um 58 metra Helztu úrslit í gær urðu sem hér segir: 100 m hlaup. Borje Strand ........ 10.7 sek. Hilmar Þorbjörnss., Á. 11.0 — Valbj. Þorláksson, Í.R. 11.2 — Einar Frímannss. K.R. 11.3 — 400 m hlaup. Hörður Haraldsson, Á. 49.5 sek. Þork. St. Ellertsson, Á. 53.2 — Hjörl. Bergsteinss., Á. 55.5 — Kristj. Eyjólfssón, Í.R. 6.23 - Hástökk. Jón Pétursson, K.R. .. 1.85 m Heiðar Georgsson, Í.R. 1.70 - Jón Ólafsson, Í.R....... 1.70 - Kringlukast. Hallgr. Jónsson, Á. .. 46.71 m Þorsteinn Löve, Í.R. .. 45.75 - Friðrik Guðm.s., K.R. 45.02 - Gunnar Huseby, K.R. 42.20 - Spjótkast. Ingvar Hallsteinss., F.H. 55.55 m Bjöi'gvin Hólm, Í.R. .. 54.10 - Válbj: Þorláksson, Í.R. 51.96 - Arthur Ólafss., UMSK 46.57 - í kvöld munu hinir finnsku gestir keppa í 200 m hlaupi og sleggjukasti. í bandarísku útvarpi í gær var scagt frá því, að 14 fegurð- ar drottningar frá Evrópulönd- um hefðu verið tvo daga í New York, og verið sýnd borgin, og væru þær á leið til Kaliforníu. Var þess getið, að 1 þessum hópi væri fegurðardrottning ís- lands, Sigríður Þorkelsdóttir. Alls taka 81 fegurðardrottn- ing þátt í alþjóðakeppninni á Langasandi um að verða kjörin fegurðardrottning heims (Miss Universe). Fjörutíu og sex þeirra eru frá Bandaríkjunum og 35 frá öðrum löndum. Dregið í B-flokki Happdrættisláns. Dregið var í gær í Happ- drættisláni ríkissjóðs, B-flokki. Hæstu vinningar: 75 þús. kr. kom á nr. 98.721, 40 þús. á 52.448, 15 þús. á 76.504. 10 þús. kr. vinningar: 38.089, 131.686, 145.152. 5 þús. kr. vinningar: 64.202, 67.648, 86,014, 88.144, 94.688. Svaf á miðjum veginum á Hellisheiði. Félagar hans fleygðu honum úr bifreið. 1500 m hlaup. Kristleifur Guðbjörnsson, K.R.- 4:00.4 mín. Reynir Þorsteinsson,. K.R. 4:26.8 mín-. 110 m grindahlaup. Guðjón Guðmundsson, K.R. 15.6 sek. 1500 m hlaup drgngja. Jón Júlíusson, Á. .. 4:32.2 mín. Helgi Hólm, Í.R. .. 4:33.4 — Steinar Erlendsson, F.H. 4:33.8 mín. Gústaf Óskarsson, K.R. 4:35.2 mín. Friðrik Friðriksson, Í.R. 4:35.6 mín. Langstö kk. Einar Frímannss., K.R. 6.59 m Sá atburður gerðisí nú um helgina síðustu sem telja verð- ur lieldur fáheyrðan. Maður nokkur fannst sofandi á Hellis- heiðarveginum aðfaranótt s.l. sunnudags. Á laugardagskvöldið var lagði leigubílstjóri nokkur héðan úr Reykjavík upp með farþega á dansleik austan fjalls. Segir ekki af ferðum hans á austur- leið, en er farþegar hans lögðu heim af dansleiknum, var ekið vestur yfir Hellisheiði. Er bif- reiðin var komin upp Kamba ók önnur bifreið fram úr henni. Skömmu síðar sá leigubifreið- arstjórinn hvar sú bifreið hafði numið staðar og þeir menn er L henni voru veifuðu hið óðasta til merkis um að leigubifreiðin næmi staðar. Tilefnið var það, að ekið hafði verið fram á sof- andi mann þar á miðjum vegin- um. Var sá í djúpum svefni og þannig klæddur að hann sam- líktist mjög veginum og varð með naumindum greindur. Eft- ir stund tókst þó að vekja mann- inn, sem reyndist undir áhrif- um áfengis. Er hann fékk mál- ið, sagðist honum svo frá að sér hefði verið „hent út“. Var hann á leið með nokkrum félögum til bæjarins, en hefur sennilega lognazt út af og þá þótt til leið- inda svo að honum var varpað á veginn. Vissulega er þetta skjót aðferð til að losna við drukkna ferðafélaga, en ekki; heilsusamleg að sama skapi, né1 vænleg þeim til langlífis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.