Vísir - 27.07.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 27.07.1959, Blaðsíða 10
10 VISIR Mánudaginn 27. júlí 1959 MARY OURCHELL: I s T A n s A c A sorgina út- af Roger gat hún. ekki hrist af sér. Þegar hún hugsaði til þessa vetrar síðarmeir, fannst henni hann vera eins og enda- laus keðja af sömu dögunum — hún vaknaði á morgnana í þeirri hræðilegu vissu, að Roger sæi hún aldrei aftur og sofnaði á kvöld- in með tárvotar kinnar. Frú Garriton reyndi að vera svo nærgætin sem hún gat við- víkjandi öllu því, sem snerti þennan leiðinlega atburð. Hún gat verið harðjaxl á ýmsa lund, en hún var óheimsk og skildi vel, að æfintýr Lindu hafði markað dýýpri spor en ella, af því að það endaði slysalega. Hún áfelldist sjálfa sig fyrir að hafa ekki skilið hvað dóttur hennar var í hug áður en allt gerðist. En ef satt skal segja, voru sjálfsásakanir hennar alveg óviðkomandi hjartasorg Lindu. Það, sem hún hafði einkum í huga var, að nú mundi verða erfiðara að koma dótturinni í hjónabandið. 6 sem hafði rétt til að syrgja hann. Og liún mundi líklega alls ekki gera það. Komin heim. ÞAÐ var undravert hve móðir hennar var snúningasnör við að gang frá öllu eftir á. Hún hafði ekki iagt í vana sinn að bera um- hyggju fyrir dóttir sinni, en annað var uppi á teningnum núna. Með einhverju móti gat hún afstýrt því, að Linda þyrfti að vera viðstödd líkskoðunina. Nafn hennar var ekki einu sinni nefnt. Og síðan tókst henni — með ríkmannlegu vikufé til hús- móðurinnar —að koma Lindu á burt með sæmilega óflekkað mannorð. Linda var þakklát fyrir það. Hún vissi, að það var rétt, sem móðir hennar sagði, að maður yrði alltaf að halda áfram að lifa. Og ef Linda átti að halda áfram að lifa, vr eins gott að þessi harmsaga hennar færi leynt. En þegar þær voru seztar í bílinn til að leggja af stað þeim, sagði móðir hennar: — Nú verður þú að muna eitt, Linda. Þetta verður milli okkar tveggja. Enginn má fá að vita um það. Eg hef ekki minnzt á það einu orði við Jeanne systur þína. Hún heldur, að þú hafir verið í venjulegri heimsókn og hafir tafizt á leiðinni vegna bílslyss. Eg veit, að það verður erfitt fyrir þig að haga þér eins og ekkert hafi borið við, því að líklega heldurðu að hjartað í þér hafi kramizt og að lífið sé orðið einskis nýtt og þess háttar. En ég hef bjargað þér úr þessum herfilegu ógöngum, bæði ég og þú sjálf eigum kröfu á að þú byrjir á nýjan leik, eins og ekkert hafi ískorizt. Lindá fann, að móðir hennar hafði rétt að mæla. Hún sagði dauflega: — Já, mamma. — Nú ertu myndarleg stúlka! Góð stúlka! Þegar þær komu heim á hið skrautlega heimili, sem hins vegar ■ ekki bar merki persónulegrar smekkvísi, fannst Lindu æfi sinni 'hafa lokið á þeirri.stundu, sem hún hljóp niður stigann og út til Rogers, sem sat í bílnum og beið hennar. En sanit fannst henni gott að koma heim aftur úr útivistinni í veitingahúsinu, — koma inn í sitt eigið herbergi með bláa dúkn- um á gólfinu og ljósu húsgögnunum. En henni fannst herbergið svo undarlega tómt núna, því að nú voru engar vonir og fram- tíðardraumar til að fylla það. „Og jörðin áfram snýst — og snýst“. NÆSTU mánuðina gerði Linda sitt ítrasta til að efna loforðið við móður sína. Hún fór á þá staði, sem móðir hennar tiltók — tilgangslausa hringrás milli góðgerðasamkoma, kokteilsamkvæma, bridgeklúbba og miödegisveizla — eins og áður en hún kynntist Roger. Hún hafði aldrei haft mætur á þessum mannamótum, en nú reyndi hún að gera sitt bezta. Hún brosti og talaði við fólk, og hvenær sem einhver minntist á að hún væri föl, þá sagði hún að það kæmi af svefnleysi. Að vissu leyti var þetta ekki eins erfitt og hún hafði haldið. En lí KVðLDVÖKUNNI «4c: Þegar veturinn var liðinn og vorið fór að breytast í sumar, fannst frú Garriton, að nú hefði hún sýnt Lindu nærgætni nægi- lega lengi, og það væri rangt að láta hana eyða timanum í vii lengur. Réttast að reyna að koma vitinu fyrir hana. Hún hóf sóknina eitt kvöldið, þegar Linda kom snenuna heim úr meðdegisveizlu, og hún var sjálf ein heima. — Halló, væna mín! Frá Garriton leit rannsakandi á hana úr stólnum við arininn. — Sæl, mamma! Linda kom til hennar með sama brosið, sem hún hafði brosað síðan hún var barn, hvenær sem móðir hennar sýndi henni athygli. — Skemmtirðu þér í kvöld? Frú Garriton virtist svo alúðleg og áhugasöm, að Linda hrærðist. —;.Já, það var einstaklega gaman. Það var helzt að sjá, að móður hennar langaði til að rabba við hana um stund, og Linda færði til stól og settist hjá henni. — Þau hin langaði til að sjá „Empress-revyuna“, en ég sá hana í fyrri viku og nennti ekki að sjá hana aftur. — En hann John Viner? Var hann ekki með ykkur í kvöld? — Jú, hann vildi að við færum á dansstað, en ég slapp við það. — Hvers vegna, Linda? Frú Garriton virtist óánægð. — Mig langaði 'ekki til þess. Linda var niðurlút, því að hún vissi, að móðir hennar taldi þetta ekki næga afsökun. — Eg vona, að þú hafir ekki afþakkað í þessum tón, telpa mín, sagði frú Garriton. — Það er ekkert, sem kælir menn jafn skað- lega, þegar stúlkurnar eru of þreyttar til að þiggja, þegar þeim er boðið út. Mig langar ekki til að vera eins og auglýsing fyrir fjörefnapillur, en það er alveg satt, að slöpp, ung stúlka er með því leiðinlegasta, sem til er. — Eg er alls ekki slöpp, andæfði Linda. — Nei, væna mín, ég veit það. Og mér líkar vel við þig fyrir. hve mikið far þú hefur gert þér um að gleyma atburðinum í haust. Hún hafði ékki vánmetið áhrifin, sem þessi orð höfðu á Lindu. Linda roðnaði af gleði. — Ó, mamma — ég gerði mitt bezta. Mér þykir vænt um, að þú ert ánægð með mig. Mig lángar til að byrja lifið á nýjan leik. Frú Garriton kinkaði kolli. — Jæja, væna mín, við verðum nú fyrst og fremst að hugsa um þina hamingju, sagði hún alvarlega. — Og ég held, að mín ráð hafi hjálpað þér bezt til að ná þér eftir þetta. — Já, það held ég líka, sagði Linda með semingi. — Ætli það sé ekki rétt, sagði frú Garriton, eins og Linda hefði svarað prófspurningu rétt.— Eg þóttist alltaf vita, að þú næðir þér eftir þetta. Mæðurnar víta talsvert um lifið líka. Hún brosti íbyggin. — Já, vitanlega. Lífsreglur frú Garriton. EKKI ætlaði ég að áfellast þig, væna mín. Eg veit, að þét þótti vænt um þennan Roger. Hann varð fyrstur til að opna augu þín fyrir því rómantiska — og vafalaust einstaklega heillandi maður. Og freistingin var ekki minni fyrir það, að þetta var ást í meinum. Linda horfði þögul á móður sína, hissa á þessu merkilega sam- blandi heimsku og skarpskyggni. .sjr.'fijfky&k E. R. Burroughs TARZAM ¥ 3036 EUT H= WAS WOT AWAKE TWAT AM INTERESTEF SPECTATCS WATCHSF PEOAATHE JUNGLE SELOW! Harry hafði myrt Simpson og kastaði sér nú í fallhlíf úr hrapandi flugvélinni. — ------Hann glotti sigri hrós- andi er flugvélin hrapaði stjórnlaus til jarðar. — — — En hann vissi ekki, að forvitinn áhorfandi fylgdist með honum úr frumskógin- um fyrir neðan.--------- — Hefurðu heyrt það hvern- ig skipstjórinn varnaði því að Skotinn yrði sjóveikur? — Nei. — Skipstjórinn batt hann við borðstokkinn með hendurnar á bak aftur og setti sex pence í munninn á honum. Tigin kona hafði af einhverj- um ástæðum móðgast við kirkju sína og hætti að láta af jhendi rausnarlega gjöf þegar hún kom til kirkju. Einn dag ;þegar það kom í hlut eins safn- i aðarfulltrúans að standa við : samskotadiskinn, misti safnað- , arfulltrúinn þolinmæðina þeg- , ar frúin kom og lét ekki neitt ! á diskinn en hneigði sig djúpt , fyrir honum. Hann elti hana inn kirkjugólfið og sagði: — Frú mín, þér skuluð spara hneigingar yðar en gefa okkur heldur meira af peningum yð- ar. Sandy og Alex voru að koma heim og höfðu verið á fylliríi. Þegar þeir nálguðust hús Alex, sáu þeir að maður var að fara þar inn um gluggann. — Sjáðu, maður, sagði Sandy, — þarna er einhver að brjótast inn í húsið þitt. Við skulum taka hann. —- Nei, nei, sagði Alex. —• Við skulum láta hann fara inn. Konan mín heldur að það sé eg og hún mun brjóta hvert bein í líkama hans. Þak á vissri kirkju þurfti á viðgerð að halda, en sóknar- nefndarformaðurinn vildi ekki jfallast á slíka eyðslu. S.vo var haldinn fundur til að ræða málið og þá féll stykki af múr ofan í höfuðið á sóknarnefndar- formanninum. Þegar sóknarnefndarmaður. in rankaði við sér stóð hann upp og mælti: — Eg er nú sannfaerður. Eg skal sjálfur gefa 5 pund. Þá lokaði presturinn augun- um og bað innilega: — Ó, Drottinn! Hittu hann aftur! ■4r Strætisvagninn var hálffulL- ur og óhreinn drengur sat við hlið siðavandrar konu. Dreng- urinn saug oft og mikið upp í nefnið. — Hefur þú ekki vasaklút? spurði konan. — Jú, en eg lána hann ekki ókunnugum, sagði stráksi. % Innbrotsþjófurinn (við son sinn): — Eg flengdi þig ekki fyrir að stela ávaxtamaukinu heldur fyrir að láta sjást fingra för eftir þig. ★ Liðþjálfinn: — Rakaðir þú þig í morgun. Nýliði: —■ Já. Liðþjálfi: — Stattu nær rak- vélinni þinni næst. -¥• — Konan mín hefir það skaðlegasta minni, sem eg hefi nokkurntíma kynnst. — Gleymir hún öllu?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.