Vísir - 30.07.1959, Qupperneq 4
Vl&lB
Fimmtudaginn 30. júlí 1959
I'
VÍSIR.
jFT~ DAGBLAÐ
Otgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIE H.F.
' yiilr kemur út 300 daga á ári, ýmlst 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti S.
Ritaijórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00..
' Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostai kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.f.
„Davíð og
Ríkisstjórn íslands hefir enn
látið taka saman ,,hvíta
bók“ um landhelgismálið, og
er það hin þriðja í röðinni.
Bók þessi, sem send verður
öllum íslenzkum sendiráð-
; um og dreift þaðan til blaða
og fréttastofnana, ætti að
verða málstað okkar mikill
; styrkur í umheiminum.
; Þetta er stutt en nokkuð
skýr greinargerð um það
; helzta, sem skeð hefir í
þessu deilumáli síðan fisk-
veiðilandhelgin var færð út
í 12 mílur.
Eins og á er bent í bókinni fer
varla hjá því, að þeim sem
lesa hana detti í hug sagán
um Davíð og Golíat. Svo ó-
jafn virðist þessi leikur, a.
m. k. í fljótu þragði. Og vit-
anlega hafa Bretar það í
hendi sér, hvenær sem þeir
vilja, að ráða niðurlögum
þessara fáu og smáu varð-
báta, sem gæzluna annast.
Ef til slíkra átaka kæmi,
myndi ,,Golíat“ áreiðanlega
! sigra. Og eftir framkomu
Breta að dæma, virðist það
’ aðeins vera óttinn við al-
! menningsálitið í umheim-
inum, sem enn heldur þeim
svo í skefjum, að þeir grípa
ekki til vopnaárásar.
Óhætt mun að fullyrða að
hegðun Breta í þessari deilu
hafi valdið a llri íslenzku
þjóðinni sárum vonbrigðum.
Og ástæðan fyrir þeim von-
brigðum er ekki einungis sú,
að við eigum hér lífsafkomu
okkar að verja, heldur einn-
ig hitt, að þetta ofbeldi og
ódrengskapur hefur lamað
trú okkar á, að þessi stór-
þjóð unni lýðræði og frelsi
jafnheitt og hún vill vera
láta.
Það mun ekki ofmælt, að allur
þorri íslendinga hafi trúað
1 því, að Bretar væru ein
þroskaðasta og réttsýnasta
lýðræðisþjóð heimsins. Við
höfum ekki viljað trúa hin-
um ljótu sögum um hegðun
þeirra á Kýpur, Nyasalandi
; og víðar, þar sem þeir til
skamms tíma réðu lögum og
lofum. En eftir það sem skeð
hefur hér við land síðasta
árið, hljótum við að skipta
’ um skoðun. Þjóð sem leyfir
1 sér að koma þannig fram við
sjálfstætt smáríki, sem á
lífsafkomu sína að verja, er
líkleg tii hinna verstu verka
gagnvart nýlendum sínum,
þar sem hún hefur öll ráð í;
hendi sér og getur óhindruð
; " neytt aflsmunar,
Ekkert ríki . nema Bretland
. hefur reynt að hindra fraýn-
kvæmd 12 mílna fiskilög-
Goiíat"
sögunnar. Og vafasamt er
hvort nokkur önnur þjóð
hefði leyft sér að gera það
með eins lúalegum hætti.
Bretar hafa þverbrotið hér
alþjóðlegar siglingareglur og
með ýmis konar lævísi reynt
að Stofna til árekstra, sem
valdið hefðu slysum og
manntjóni, ef íslenzku varð-
skipin hefðu ekki séð við
þessum brögðum og afstýrt
vandræðum. í frásögnum
brezkra blaða og fréttastofn-
ana er þessu svo öllu snúið
við og Islendingar sakaðir
um brot á siglingareglum og
níðingslegar aðferðir. Af
þessu má ljóst vera, hve
sannar þær fréttir eru, sem
Bretar flytja heiminum um
samskipti sín við það fólk,
sem er að reyna að rísa upp
gegn kúgun þeirra í ný-
lendunum.
Andstæðingar Breta hafa löng-
um haldið því fram, að saga
þeirra sé ljót og nýlendu-
stjórn þeirra hafi verið
miskunnarlaus; en þrátt
fyrir þetta hefur þeim með
áróðri sínum tekist að
blekkja allan þorra manna
og telja umheiminum trú
um, að þeir væru framverð-
ir í baráttunni fyrir frelsi og
mannréttindum. Eins og áð-
ur var sagt hefur allur þorri
íslendinga trúað þessu. Við
vissum að vísu, ,að margt
Ijótt var til í sögu þeirra, en
við héldum jafnframt að þeir
hefðu lært svo mikið síðustu
áratugina, að þeir væru bún-
ir að leggja á hilluna þær
aðferðir, sem þeir beittu
fyrr á öldum.
Brezka heimsveldið riðar til
falls, ef hægt er að kalla það
heimsveldi eins og nú er
komið málum. Þróun heims-
málanna síðustu áratugina
hefur orðið Bretum óhag-
stæð, fyrst og fremst vegna
þess, að þeir hafa ekki fylgst
með tímanum. Þeir hafa
haldið að gömlu aðferðirnar
til þess að halda lýðnum
niðri væru enn í góðu gildi.
Þess vegna hafa þeir alltaf
verið að tapa löndum, og
enn er af þeim að ganga. En
þrátt fyrir þessa reynslu
virðast þeir ekki skilja það
enn, að sá tími sé liðinn sem
þeir gátu sagt heiminum að
sitja og standa eins og þeir
vildu. Og þetta síðasta ævin-
týri þeirra hér við fsland er
hörmulegt dæmi um það, til
hvílíkra örþrifaráða hnign-
andi heimsveldi geta gripið
áður en yfir lýkur.
Vafalaust eru til þjóðir eða
þjóðflokkar enn í dag, sem
80% sætanýting Loftieiða í
júnímánuði sl.
Aukin starfsemi félagsins undanfarið.
í fyrra héldu Loftleiðir uppi
6 vikulegum áætlunarferðum
! fram og aftur milli Ameríku og
Evrópu. I s.l. maímánuði voru
ferðirnar orðnar níu í viku
hverri.
f s.l. júnímánuði reyndist far-
þegatala félagsins 4710 og er
það rúmlega 11 hundruð farþeg
um fleiri en á sama tímabili í
fyrra. Sætanýtingin í þessum
mánuði reyndist nú 81.4%, en
í júnímánuði í fyrra var hún lít-
ið eitt lægri eða 79,1%. Er því
auðsætt, að áætlanirnar um
hina miklu ankningu ferðanna
hafa staðizt með prýði.
Loftleiðir halda nú uppi á-
ætlunarferðum milli New York
og 10 borga í Evrópu, Reykja-
víkur, Stafangurs, Oslóar,
Gautaborgar, Kaupmannahafn-
ar, Hamborgar, Luxemborgar,
Amsterdam, Glasgow og Lund-
úna.
Við samanburð á niðurstöðu-
tölum fyrstu sex mánaða ársins
1959 og sama tíma í fyrra kem-,
ur í ljós, að starfsemi Loftleiða
hefur farið mjög vaxandi. Far-
þegaflutningar hafa aukizt um
34.5% og reyndist fjöldi far-
þega nú 15.037, en í fyrra
11.181. Vöru- og póstflutningar
hafa einnig aukizt og sætanýt-
ing reyndist nú betri en í fyrra,
eða 71.7% í stað 64.5% fyrstu
sex mánuði ársins 1958.
Mjög annríkt er nú hjá fé-
laginu um þessar mundir og
flugvélar þess þéttsetnar á öll-
um leiðum.
Meistaramót............
Framh. af 1. síðu.
Stangarstökk.
Valbj. Þorlákss. Í.R. 4.35 m.
Heiðar Georgss. Í.R. 3.85 m.
Björgvin Hólm Í.R. 3.35m.
Þrístökk.
Jón Péturss. K.R. 14.10 m.
Helgi Björnss. Í.R. 13.43 m. i
Kristján Eyjólfss. Í.R. 13.37 m.
Kringlukast.
Hallgr. Jósson Á. 47.12 m.
Þorsteinn Löve Í.R. 45.73 m.
Friðr. Guðmundss. K.R. 45.02
metrar.
Sleggjukast.
Þórður Sigurðss. K.R. 47.52 m.
Fr. Guðmundss. K.R. 46.24 m.
G.unnar Huseby K.R. 34.25 m.
í kvöld:
Fimmtarþraut.
4X100 m. boðhlaup.
4X400 m. boðhlaup.
3000 m. hlaup.
Félagslieiniilin.
Það hefur áður verið vikið að
því í þessum dálki, hve brýn
nauðsyn er að vinna að því að
félagsheimilin, er risið hafa upp
hvert af öðru i landinu, og halda
áfram að rísa upp, verði i sann-
leika menningarstöðvar. Þessi fé-
lagsheimili eru reist með sam-
einuðu átaki margra aðila, m. a.
með ríflegu framlagi úr Félags-
! heimilasjóði. Þau eru reist tit
j þesss að greiða fyrir því, að fé-
lagslíf byggðarlaganna verði
^ blómlegt og hollt, til sannra hér-
aðs- og þjóðþrifa. En það virðist
ætla að verða erfitt, að koma í
veg fyrir spillingu í sambandi
við rekstur sumra félagsheimila,
spillingu, sem alls ekki á að þol-
ast, þ.e. að drukkinn æslalýður
komi þar fram af hinum versta
ómenningarbrag. .Nú verða allir
aðilar að sameinast um, að upp-
ræta ósómann, stuðla að því að
félagsheimilin verði öll með tölu
sannar menningarstöðvar.
Við raman reip að (lraga —
Eg hef orðið þess var, að marg
ir telja hér við svo raman reip
draga, að illt eða nærri ógerlegt
verði að halda samkomur á slik-
um stöðum þannig, að girt sé
fyrir ósómann. Jafnvel öflug lög-
regla fái þar við ekkert ráðið,
þar sem drukkið fólk, flest ung-
lingar, flykkist að og fjölmenni
svo, að fámenn lögregla sé þar
áhrifalítil. Það er vitanlega
fjarstæða, að ekki sé hægt að
upprætaósóma sem þenna, ef
ærslalýðnUm er sýnt fram á í
nokkur skipti, að drykkjulæti
verða ekki þoluð. Það verður að
auka lögregluna og sjá svo um,
að hægt sé að fjarlægja ærsla-
lýðinn og fyllibytturnar. Játa
verður, að hér kann að vera við
raman reip að draga, en vart
nema í fyrstu, ef málin verða
tekin réttum tökum.
Brú geril á Blautukvísl-
arbutna á Mýrdalssandi.
Brúargerðarflokkur fer á
sandinn í dag.
Vegurinn yfir Mýrdalssand,
milli Hafurseyjar og Skálmar,
stendur enn af sér vatnsþung-
ann, sem á honum liggur, en
unnið er af miklu kappi að því
að styrkja veginn og hækka.
Vegamálastjóri hefur ásamt
verkfræðingi. frá Vegamála-
stjórninni verið eystra að
kanna aðstæður allar og leita
að lausn til úrbóta. Þeir komu
aftur til Reykjavíkur í gær-
kveldi, og í morgun er Vísir átti
tal við þá kváðu þeir horfur
vera slæmar eins og sakir
stæðu. Undanfarið hafa verið
linnulausar rigningar og mikill
vöxtur í jökulvötnum öllum.
Það er ekki fyrr en nú um og
ef-tir siðustu helgi, sem þornar
upp, en hitinn þá svo mikill,
einkum í gær, að jökullinn
bráðnar eftir sem áður og flóð-
ið helzt óbreytt. Liggur það
með miklum þunga á veginum
hægt er að kúga með þess-
um hætti, en svo mikið hefðu
Bretar átt að vita um ís-
lenzka skapgerð og þjóðar-
eðli, að þeir reyndu ekki að
beita þessum aðferðum hér.
Við gefumst aldrei upp. Það
verða Bretar sjálfir að gera,
og þeirra sjálfra vegna yaeri
æskilegast að þeir. gerðu það
sem fyrst.
og hleður stöðugt undir sig. Nú
er svo komið að jökulaurinn er
farinn að berast framundir veg,-
inn, en áður barst þangað að-
eins fínn sandur. Þetta veldur
því að nú hækkar örar við fyr-
irhleðsluna og hættan á að veg-
urinn rofni.
Telja bæði vegamálastjóri og
verkfræðingur að einhverra
annarra ráða verði að leita held
ur en sífelda hækkun vegarins,
enda þótt ekki verði komizt
hjá henni eins og sakir standa.
Er unnið þar af miklu kappi,
sumpart daga og nætur við að
styrkja fyrirhleðsluna. Auk
mikils mannafla eru þar 12
vörubílar, 3 jarðýtur, vélskófl-
ur og loftpressur að verki.
Það ráðið sem teljast verður
heillavænlegast til úrbóta er að
veitá vatninu í svokallaða
Blautukvíslarbotna, sem eru á
að gizka 2Vi km. austan við
Hafursey og byggja þar brú
yfir. Til skamms tíma var þetta
ekki gerlegt vegna þess hve
vatnið féll austarlega á sandin-
um, en nú hefur það færzt vest-
ur, þannig að nú orðið mun
þetta ve'ra unnt. Þarna er í ráði
að byggja 40—50 metra bráða-
birgðabrú úr járnbitum með
stauraundii'stöðum. Átti brúar-
gerðarflokkur að fara á Sand-
inh í dag og verður verkið haf-
ið þegar í stað.
Það er sannað mál.
Það er .sannað mál, að á sum-
um félagsheimilum, þar sem
hætta var á ferðum og þar, sem
ósóminn er mestur, hefur tekizt
að halda uppi reglu. 1 einu miklu
og kunnu félagsheimili sunnan-
lands eru jafnan menn á verði til
eftirlits. Eitt félaganna, sem
stendur að félagsheimilinu hef-
ur, skilst mér, látið þjálfa þessa
menn til lögreglustarfa, þeir bera
einkennishúfu félagsins, sem er
ungmennafélag. Þessir menn
hafa farið út með þá, sem stofn-
uðu til óspekta eða illra láta, en
I iðulpga kom það fyrir, að þeir
I hafa orðið að setja uppvöðslu-
I menn í handjárn. Hafa þeir þá
| verið hafðir undir eftirliti í fata-
geymslu félagsheimilisins, en
þetta verður æ fátíðara, þótt enn
geti það komið fyrir, að æpandi
drykkjulýður hagi sér þannig, að
þetta sé óhjákvæmilegt. Þarna
vita menn á hverju menn eiga
von, og það hefur sín áhrif, m.
a. þgnnig, að óþjóðalýður leitar
annað, en slæðist eitthvað af
slíku fólki þangað, verkar eftir-
litið sem hemill. Mér er sagt, að
maður, sem þarna kom og vald-
ið hafði spjöllum, hafi þakkað
vörðum fyrir að hafa sett sig í
járn — hann hafði farið að
hugsa sitt ráð, og látið sér þetta
að kenningu verða. Hann hefur
hagað sér vel síðan.
Sæmd félaganna.
Sæmd þeirra ; félaga, sem
standa að félagsheimilunum og
nota bau, krefst þess að ósóminn
verði upþrættur, ef hann er kom-
'tón til sögunnar iilnan vébanda