Vísir - 13.08.1959, Blaðsíða 5

Vísir - 13.08.1959, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 13. ágúst 1959 Skemmtiferð Varðar í Fljótshlíð verður farin n.k. sunnudag. Næstkomandi sunnúdag efnir Landsmálafél. Vörður til hinnar árlegu skemmtiferðar. Að þessu sinni verður farið austur í Fljótshlíð. Varðarfélagið hefur nú um árabil efnt til einnar ferðar á sumri hverju og hafa þær orðið mjög vinsælar og aðsókn geysilega mikil að þeim, þannig að þær hafa orðið fjölmennustu ferðir sumarsins. í skemmtiferðum undanfar- inna ára hefur verið farið til ýmissa helztu staða hér sunn- anlands, þ.e. þeirra staða, sem hægt er með góðu móti að aka til og frá á einum degi. Þannig hefur verið farið um Borgar- fjörð, austur í Þjórsárdal og víðar um Árnessýslu og farið. um sögustaði Njálu svo eithvað sé nefnt. Allar þær ferðir, sem J farnar hafa verið hafa tekizt mjög vel og verið þátttakend- um til óblandinnar ánægju og frcðleiks, þar sem jafnan hefur verið með í ferðunum leiðsögu- maður þaulkunnugur þeim leiðum, s'em farnar hafa verið. Þá hefur og ferðafólkinu verið fengin í hendur allítarleg. leið- | arlýsing ásamt uppdrætti að fyrirhugaðri leið og mun einnig ' verða svo í þetta sinn. Svo sem fyrr segir hefur að þessu sinni verið ákveðið að fara austur í Fljótshlíð, sem er hvorttveggja hríf- andi fögur sveit og nátengd Njáls sögu. Lagt verður af . stað frá Reykjavík kl. 8 stundvíslega á sunnudags- morguninn og ekið austur á Kambabrún. Þar verður stanzað um stund, en þaðan haldið að Þjórsártúni og einnig stanzað har. Síðan liggur leiðin enn austar, um Hvolsvöll og inn Fljótshlíð- ina. Fyrst verður staðnæmst á Hlíðarenda og staðurinn skoðaður. Þá verður einnig stanzað í Múlakoti og gróðr- arstöðin skoðuð. Þaðan verð- ur ekið inn 1 Bleiksárgljúfur og verður snæddur hádegis- verður har. Að bví loknu verður haldið heimleiðis og þá farið niður Markarfljóts- aura niður að brúnni og ekið 'þaðan að Bergþófshvoli og staðnæmst þar. Frá Berg- þórshvoli verður svo farið að Odda og verður það síð- asti viðkomustaðurinn á heimleiðinni. Áætlað er að koma til Reykjavíkur um kl. 11 að kvöldi sunnudags- ins. Óþarfi mun vera að kynna j leið þessa nánar og nægir að segja, að hún sé ekki síður fróðleg, en hún er fögur. Þarf ekki að efast um að mikil þátt- taka verði í þessari ferð eins og jafnan áður í skemmtiferð- um Varðar. Sala farmiða er í Sjálfstæðis- húsinu (uppi) og kostar farið kr. 195.00. Innifalið í verðinu er hádegis- og kvöldverður ásamt gosdrykkjum og öli. — Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu kl. 8 stundvíslega. Islendingar borða 22 togara farma af fiski árlega. Neyzlan vex árlega. Á fyrra helmingi þessa árs hafa Islendingar dregið minni afla úr sjó, en á sama tímabili árið 1958. Munurinn á heildarmagninu er hvorki meira né minna en 21.587 lestir. Frá áramótum til júníloka var fiskaflinn, síld meðtalin 258,999 lestir en var í fyrra 280.586 lestir. Þessi munur staf- ar að verulegu leyti af því að tógararnir hafa ekki veitt eins mikið af karfa og í fyrra. Bátarnir halda fyllilega sín- íim hluta, afli þeirra var á þessum árshelmingi 176 þús- und lestir, en í fyrra tæpar 168 þúsund lestir. Afli togaranna er íhinsvegar rúmum 12 þúsund lestum minni en í fyrra eða sem svarar til 40 fiskfarrna úr togara. Karfaaflinn á umræddu tíma íjili er ekki nema rúmar "18 þúsundir lestir á móti næstum 43 þúsund lestum í fyrra. Frysting er algengasta verk- unaraðferðin. Fyrst hafa verið 150 þúsund lestir, saltaðar 30 þúsund 1. hertar 38 þúsund lestir og svo minna í aðrar vérkunaraðferðir. í skýrslu Fiskifélagsins um afla og verkunaraðferðir má einnig .lesa að íslendingar hafa á fyrri helmingi þessa árs borðað meiri fisk en i fyrra. — ’Frá nýársmorgni þar til að kvöldi 30. 'júrií höfðú larids- menn torgað 3291 lest af fiski, mest bátafiski, en í fyrra ekki nema 2851 lest. Það er ekki svo litið fyrir ekki stærri hóp að borða-á einu ári 22 togara- farma af fiski. Gera má ráð fyrir að neyzlan sé meiri en ráðið verður af þessum tölum, því hæpið er að áætla að allir fiskar sem dregnir eru á hand- færabáta árið um kring og fisksalar eða fiskimenn sjálfir selja neytendum, lendi nokk- urn tíma í skýrslur Fiskifélags- ins. SíldiH.w.. Framh. af 1. síðu. Kambaröst 450, Jón Jónsson 500, Fjalar 450, Smári 700, Þor- katla 600, Björn Jónsson 600,' Stefnir 500, Hafþór 700. Svanur | frá Stykkishólmi var búinn að fá 500 mál, Vörður 400, Bjarmi 500, Einar Hálfdáns 300, Blíð- fari 500. Arnfirðingur var kom- inn með fullfermi inn til Vopna fjarðar og Áskell var að fylla sig. Þetta, sem hér er talið, er ekki nema brot af skipunum, sem fengu síld í nótt, eða eru að háfa. Fjórar hjólbarðaverksmiðj- ur £ Bretlandi hafa byrjað „stríð“ með verðlækkunmn á hjólbörðum. VlSIR Víða í Danmörku er nú verið að ljúka heyönnum, þcít sums staðar sé mikið óhirt enn þá, Þessi mynd cr frá Suður-Sjálandi c" sýnir er bóndinn er að búa sig undir að aka einum af síðustu heyvögnunum í hlöðu. — ,»Svo má rigna,“ segir hann, „svo að sæmilegur vöxtur verði í garðávöxtunum.“ Viðskiptaskráin hefur al- veg skipt um svip. Tuttugasti og annar árgang- ur Viðskiptaskrárinnar er að koma út þessa dagana og hefur tekið. miklum stakkaskiptum frá síðasta árgangi. Fyrsti árgangur Viðskipta- skrárinnar kom út 1938 og var ekki mikill að vöxtum, rúmar 250 síður í Skírnisbroti; En hún fór stækkandi með hverju ári og í fyrra var hún orðin 1070 síður, og -hafði þó allt verið gert til að halda stærð hennar innan meðfærilegra takmarka, letur t. d. smækkað tvívegis og þétt eins og við varð komið. Það var því ákveðið, þegar undirbúningur hófst að útgáfu þessa árgangs, að stækka brot- ið á bókinni um helming og breyta ytra útliti hennar að öðru leyti til samræmis við kröfur tímans. Efnisniðurröðun h'efur nokk- uð verið breytt, og „kartonum“ þannig komið fyrir í henni, að miklu auðveldara og .fljótlegra er að leita og fletta upp í'bók- inni en áður var. Hagnýtt upplýsingaefni bók- arinnar hefur verið aukið öðru hvoru á undanförnum árum, og svo er enn í þetta skipti. Við ér. bætt kafla, sem heitir „Atvinnu líf á íslandi“. Eru þar, að mestu leyti í töfluformi, upplýsingar um framleiðslu helztu atvinnu- vega landsmanna, skýrslur um útflutning, töflur um mann- fjölda á landinu, allt frá árinu 1703, skiptingu þjóðarinnar eft- ir atvinnuvegum o. fl. Þá eru og sams konar upp- lýsingar um atvinulíf í einstök- um kaupstöðum og kauptúnum landsins, og gefa þær einkar glögga mynd af atvirinuástand- A næsta ári verður 11,000 starfsmönnuiri brezku járn- brautanna sagt upp starfi — til að spara. inu á hverjum stað fyrir sig. Allmikið fer af Viðskipta- skránni til útlanda, og mikið af fyrirspurnum berst til hennar frá erlendum fyrirtækjum varðandi verzlun og viðskipti á íslandi. Höfundur Viðskiptaskrárinn- ar í upphafi var Steindór Gunn arsson prentsmiðjustjóri og annaðist hann ritstjórn hennar meðan honum entist aldur til. , Býr bókin mjög að þeirri fyrstu [ gerð enn í dag. Hún þjónar ena ! því markmiði, sem hann setti j herini: að vera handbók at- ' vinnu- og viðskiptalífsins í landinu. Þeim ramma, sem j hann setti henni í upphafi hef- ^ ur ekki verið raskað að neinu ( ráði, aðeins aukið og bætt við t í samræmi við þarfir viðskipta- lífsins og kröfur tímans. Útgefandi Viðskiptaskrárinn- ar frá fyrstu tíð hefur verið Steindórsprent h.f. en framkv.- stjóri þess er Hálfdán Stein- grímsson. Núverandi ritstjóri bókarinnar er Gísli Ólafsson. Snorralaug og jarðgöngin hlaðin upp að nýju. 100 ár scðan Snorralaug var síðast hlaðin upp. Nýlega cr lokið við mjög sýndu þá greiðasemi að leyfa að rækilega viðgerð á Snorralaug tekið væri hveragrjót úr landi í Reykliolti og hinum fornu jarð sínu eins og þurfti til þessarar gönguin að henni. Hefur Þorkell viðgérðar. Þess hefur vandlega Grímsson safnvörður unnið að verið gætt nú að breyta ekki þessu verki á vegum Þjóðminja- safnsins. Snorralaug hefur verið í sama formi svo lengi sem menn vita, en elzta lýsing á henni er í lögun né svip laugarinnar frá því sem áður var. Enn fremur hefur að nýju verið gert yfir göngin sem frá lauginni liggja í átt til gamla bæjarstæðisiris. Til að verjast ferðabók. Eggerts Olafssonar og . , . ______* .__, i - jarðvatnmu voru og gerð hol- Bjarna Pálssonar. Seinast vaf| fram úr g-lf. ganganna og hun gaumgæfilega hlaðin upp meðfram lauginni báðum meg_ árið 1858 að tilhlutan sera Vern in. Ekki er unnt að hafa til sýn- is nema nokkurn hluta gang- anna, enda liggja' þau undir hús á staðnum og hafa því ekki enn verið fullrannsökuð. Verður sú rannsókn að bíða um sinri, en einhvern tíma gefst að líkind- um tækifæri til að skoða til hlít- ar þetta forna mannvirki og hafa það sýnilegt í allri lengd sinni. Aðhlynning þessara fornleifa í Reykholti er að nokkru leyti gerð fyrir atbeina Reykholts- nefndar og kostað af fé, er síð- um í Reykholtsdal, Þorsteinn asta Alþingi veitti í þessu skyni Jónsson og Benedikt Egilsson • harðs Þorkelssonar, sem þá var !prestur í Reykholti. Verkið jvann Þorsteinn Jakobsson stein smiður frá Húsafelli, faðir I Kristleifs bónda og fræðimanns ' á Stóra-Kroppi. Þessi hleðsla Þorsteins var prýðileg, en þurfti mjög lagfæringar við eftir heila öld, margir steinar voru brotn- ir orðnir og tærðir eða með öllu horfnir. Nú hefur hún ver- . ið endurnýjuð að miklu leytiJ Öll ér laugin hlaðin úr til- liöggriu hveragrjóti; bændurn- ir á Úlfsstöðum og Kópareykj-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.